Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994- Niðurgreiðslur á rafmagni til húshitunar 1.200 kr. lækkun á meðalhús á árí LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslu sína á rafmagni til húshitunar úr 26 aurum í 30 aura á kWst. Tekur breyt- ingin gildi frá og með 1. mars. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, nemur hækkun niðurgreiðsl- unnar um 1.200 krónum á ári á meðalhús og er rafmagn til húshit- unnar niðurgreitt af Landsvirkjun um allt að 9.000 krónur á áx i hjá meðalhúsi. Um 7.500 heimili er hituð með rafmagni á sölusvæði Rafmagns- veitna ríkisins, hjá Orkubúi Vest- fjarða eru um 1.500 hús hituð með rafmagni og á hjá Hitaveitu Suður- nesja fengust þær upplýsingar að um 330 hús væru hituð með raf- magni. Gert er ráð niðurgreiðslurnar nái til 30 þúsund kWst hámarksnotk- unar á ári fyrir hvert heimili. Þor- steinn segir að líklega sé notkunin •eitthvað hærri eða um 33 þúsund kWst á ári. í ár er áætlað að kostn- aður Landsvirkjunar vegna niður- greiðsla verði 87 milljónir króna að teknu tilliti til hækkunar hans. Hann segir að Landsvirkjun hafi greitt niður rafmagn til húshitunar frá árinu 1988. Einnig niðurgreiði ríkið rafmagnið til að jafna hitunar- kostnað milli landshluta. Rafmagn er notað til húshitunar á svokölluðum köldum svæðum, þar sem lítinn eða engan jarðhita er að finna. Þorsteinn segir að þessi svæði séu einkum á Vestíjörðum, einstaka svæði á Austfjörðum og víðar. Hann segir að Landsvirkjun greiði niður rafmagn til að vera samkeppnishæft við olíukyndingu og taki greiðslurnar mið af olíu- markaði. 4 & m % ■ Morgunblaðið/Albert Kemp Sekkur í sandinn FLAK björgunarbátsins Goðans hefur sokkið um tvo metra í sandinn við Vöðlavík frá því að skipið strandaði þar 10. janúar sl. Nú stendur aðeins skorsteinn skipsins og tvö loftnet uppúr, mest af brúnni hefur tekið af og er það spá kunnugra að skorsteininn taki af næst þegar brimi á þessum slóðum. Eins og kunnugt er fórst einn skipverji af Goðanum þegar skipið fórst en sex var bjargað af björgunarsveit varn- arliðsins. Hélt þjófi þar tíl lög- regla kom ÍBÚAR í húsi við Bergstaða- stræti vöknuðu við umgang óboðins gests snemma í gær- morgun. Húsbóndinn fór á sljá og greip innbrotsþjóf glóðvolg- an. Hjón, sem búa í húsinu, vökn- uðu við torkennileg hljóð og á'kvað maðurinn að kanna málið nánar. Hann kom að innbrotsþjóf, sem var búinn að stinga á sig þýfi og tókst að halda honum þar til lög- reglan kom á staðinn. Þjófurinn, sem er rúmlega tví- tugur, kom síðast við sögu lög- i-eglu fyrir skömmu, þegar hann var handtekinn eftir þjófnaðarleið- angur um Austfirði ásamt 17 ára félaga sínum. Hann var fluttur í fangageymslur lögreglu, þar sem hann ætti að vera orðinn hagvan- ur. VEÐUR Lög á verkfall sjó- manna samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær lög um stöðvun verkfalls sjomanna með 26 atkvæðum gegn 20. Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn lögunum en þeir tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem greiddu atkvæði gegn lagafrumvarpinu við 2. umræðu um máhð, voru ekkx viðstaddir atkvæðagreiðsluna í gær.___________________________________ Davið Oddsson forsætisráðherra / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðursiofa fslands' (Byggi á vaðuropá Kl. 18.30 (gær) I/EÐURHORFUR í DAG, 4. MARZ YFIRLIT: Um 500 km vestur af Reykjanesi er 964 mb ieegö sem þokast austnorð- austur. Skammt norður af Faereyjum er 973 mb lapgð a hreyfingu n°tður. pr'®ia iaagðin, 990 mb djúp, um 1.500 km suðsuðaustur af Hvarfi, hreyfist allhratt austur STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjaröamiöum, Norðurdjúpi, Suður- djúpi og Suðvesturdjúpi. , . . . SPÁ: Suðaustlæg átt, sums staðar allhvöss suðvestan lands i fyrstu en armars kaldi. Austanlands verður hæg breytileg átt. Éljagangur vestanlands en skyjað með köflum é Norðaustur- og Austurlandi. Suðaustanlands verða stoku el. Hiti nálægt STORMVIÐVÖRUNGert er ráð fyrir stormi á suður- og suðvesturdjúpum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Nokkuð hvöss norðan átt. snjókoma eða éljagangur um landið norðanvert en þurrt og viða léttskýjað syðra. Frost verður HORFUR/T M/ðilUDAG: Austan strekkingur við suðurströndina en annars breyti- leq átt. Éi verða viðast hvar á landinu. Frost verður á bilinu 1-5 sttg._ Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30,19.30, 22. 30. Svar- sími Veðurstofu íslands — Veðurfregnlr: 990600. O Heiðskírt tik Léttskýjað Hálfskýjað Vk Skýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él $ Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjoður er 2 vindstig, 10° Hitastig Súld = Þoka V 'J FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Víða er snjór og hálka á þjóðvegum landsins, en færð góð. Fært er um Dali og Reykhólasveit og sömuleiðis um Steingrímsfjarðarheiði til Isafjaröar og fært er um Möðrudalsöræfi austur á firði og eins að austan og um Suöurlana. Upplýsingar um færð eru velttar hjá Vegaeftlrlrti í síma 91-631500 og í grænni ,(nu 99~6315‘ Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hiti veður 1 skýjað 0 snjóél Bergen 2 hálfskýjað Helalnki +6 skýjað Kaupmannahöfn 1 þoka Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk +15 Ósló •t'5 kornsnjór Stokkhólmur +3 snjókoma Þórshöfn 4 rigning Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 7 þokumóða Barcelona 15 mistur Berlín 5 alskýjað Chicago +6 heiðskirt Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 9 skýjað Glasgow 5 úrkoma Hamborg 7 skýjað London 9 rigning LosAngeles 12 þoka Lúxemborg 6 þokumóða Madrid 15 heiðskírt Malaga 16 mistur Mallorca 17 léttskýjað Montreal +11 alskýjað New York + 1 ískorn Orlando 12 alskýjað Parls 9 súld Madeira 17 skýjað Róm 15 skýjað Vín 12 léttskýjað Washington 1 súld Winnipeg +4 skýjað sagði við þriðju umræðu um málið í gær að stjórnarandstaðan hefði sýnt af sér mikið ábyrgðarleysi með því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu, þar sem í því fælist viljayfirlýsing hvers einasta stjórnarandstöðuþing- manns að sjómannaverkfall í miðri loðnuvertíð loðnuflotanum hefjist þegar í stað. Sennilega hefði ekki nokkur stjórnarandstaða fyrr og síð- ar sýnt annað eins ábyrgðarleysi. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að öll þessi rök hittu þá tvo þingmenn í flokki forsætisráðherrans sem greiddu atkvæði gegn staðfestingar- frumvarpinu um bráðabirgðalögin. Það væri kannski skýringin á því hvers vegna forsætisráðherra hefði ekki lagt í að tala við nema tvo þing- menn í sínum flokki áður en bráða- birgðalögin voru sett, og ekki lagt í að kalla þingið frekar saman þar sem hann réði ekki við sinn eigin flokk. Davíð sagðist skilja afskaplega vel sérstöðu Guðmundar Hallvarðssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem formanns Sjómannafélags Reykja- víkur. En Davíð sagði að ef hann þyrfti jafnan að reiða sig á stuðning Inga Björns Albertssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, við mál, og láta það ráða úrslitum um fram- gang þeirra, þá gæti illa gengið í þinginu. 4% hækkun áskriftar að Stöð 2 ÁSKRIFTARGJALD Stöðvar 2 hækkaði 1. mars um 4%. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri segir að gjaldið sé hækkað nú til að vega upp á móti hækkunum sem orðið hafa á aðföngum. Áskriftargjald Stöðvar 2 hækkaði síðast 1. mars 1992 og hefur því ekki hækkað í tvö ár. Fyrir tveimur árum kostaði Bandaríkjadollar 59 krónur en kostar nú tæpar 74 krónur. „Við höfum tekið á okkur allar verðlagshækkanir sem hafa orðið á tímabilinu en öll okkar dagskrárað- föng erlendis frá eru keypt í dollur- um. Aðalástæðan fyrir hækkuninni nú er til að vega með örlitlum hætti upp á móti þeim gengishækkunum sem hafa orðið á aðföngum," sagði Páll. Áskriftargjaldið hækkar um 123 krónur með virðisaukaskatti, fer úr 2.944 krónum á mánuði í 3.067 krón- ur, sé borgað með greiðslukorti. Ef borgað er með gíróseðli hækkar gjaldið úr 3.067 í 3.190 krónur. Úrskurði um gæslu- varðhald var hnekkt HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Steingrími Niálssvni og hefur honum verið sleppt úr haldi. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að hann yrði í haldi þar til dómur í máli hans félli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ovarlegt væri að gera ráð fvrir að verknaður sá sem Steingrímur er grunaður um, þ.e. líkains- árás, varði við 2. mgr. 218. greinar hegnmgarlaga, sem kveður á um allt að 16 ára fangelsi. Steingrímur er grunaður um að hafa, aðfaranótt 27. janúar sl., ráðist að manni og veitt honum áverka með því að rífa í pung honum svo annað eistað lafði út. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar, en Rannsóknarlögreglan fór fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins, á grundvelli alvarleika brotsins. Þá voru rök RLR fyrir framlengingu einnig þau, að Steingrímur væri sí- brotamaður, en Hæstiréttur bendir á að hann hafi ekki gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlög- um frá árinu 1990. Refsidómar hans fram að þeim tíma séu ekki nægur lagagrundvöllur fyrir frekari gæslu- varðhaldsvist hans. í dag verður kveðinn upp dómur yfir Steingrími Njálssyni í Héraðs- dómi Reykjavíkur vegna þjófnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.