Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Minning * Þorleifur Arni Reynisson Fæddur 6. júlí 1981 Dáinn 22. febrúar 1994 Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan, - og lof sé þér, blessaða líf, og þér, himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðmundur Böðvarsson) Drengurinn minn er dáinn. Skyndilega og fyrirvaralaust var hann hrifinn úr móðurfaðmi. Sorgin nístir sárar en ég fæ risið undir. Hversu oft hafði ég ekki óttast að deyja frá honum. Þann ótta þekkja allar mæður. Hvað yrði þá um hann, í senn sterka en viðkvæma drenginn minn? Gæti hann þolað móðurmissi? En að hann færi á undan mér, það hvarfiaði aldrei að mér. Hversu hverfult er þetta líf og við manpanna böm blind. Við afneitum dauðanum, viljum ekki samþykkja hann og því síður sættast við hann. Samt verðum við að gera það því að enginn veit hvenær kallið kemur. Þorleifur Ámi var eina bamið mitt og ég þurfti að bíða hans lengi, var raunar orðin úrkula vonar um að guð myndi bænheyra mig og gefa mér. þá dýmstu gjöf sem nokkurri konu getur hlotnast, heilbrigt bam, fallegt og rétt skapað. Gleðin var því meiri en orð fá lýst er ég fékk hann í fang- ið sólskinsdaginn fagra og eftirminni- lega, 6. júlí 1981. Þorleifur Ámi var ekkert venjulegt bam. Nýfæddur leit hann beint í augu mín - og hvílík augu. Ekkert hef ég séð jafn fallegt hvorki fyrr né síðar. Hann var að segja mér eitthvað og ég vissi hvað það var. Hann var að segja mér að hann þekkti mig. Núna veit ég að brottför hans héðan úr heimi er að- eins um stundar sakir. Þó að dauðinn sé ógnvænlegur og oft óbærilegur er hann ekki endanlegur. Ég veit að líf- ið drengsins míns hefur sigrað dauð- ann. Þess vegna fær ekkert grandað honum. Hann lifir. Fátækleg orð mín megna ekki að lýsa tilfinningum mínum á þessari stundu. Sorgin er sár og beiskur kaleikurinn sem guð réttir mér. Hann verð ég að drekka í botn. En samt er mér þakklæti efst í huga. Þakk- læti fyrir að hafa eignast þetta bam, þennan yndislega sólargeisla og gleðigjafa sem alls staðar kom fram til góðs. Þorleifur Ámi var gleðinnar bam sem fékk góðar gjafir í vöggug- jöf. Hann var skemmtilegur og list- rænn og skopskyn hans óbrigðult. Hann var góðum gáfum gæddur, gekk vel í skóla og náði langt í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þó var eins og hann hefði ekkert fyrir hlutunum hvort sem það var í tón- list, íþróttum eða öðrum greinum. Og mínar bestu stundir vom þegar hann spilaði fyrir mig á harmonikuna sína. Væri hann spurður hvemig hann færi að þessu var viðkvæðið: „Ég bara æfí mig.“ En fyrst og fremst var hann sannur og heil- steyptur drengur, ótrúlega næmur á tilfínningar annarra og búinn að ná meiri andlegum þroska en aldurinn sagði til um. Oft fannst mér eins og hann væri sá sterki þegar vandi steðjaði að og þroski hans væri meiri en okkar hinna fullorðnu sem er fal- ið að annast ungviðið, leiða það og leiðbeina því. Þetta var sá Þorleifur Ámi sem heimurinn sá og þekkti. En fyrir mér var hann svo óendanlega miklu, miklu meira að orð ná ekki yfír það. Hann var hluti af sjálfri mér og meira en það. Hann var sjálft lífíð í bijósti mér. Hann var guðsgjöfín mín, gim- steinninn minn og kraftaverk lífs míns. Alit líf hans var eins og fagur draumur. Brosið hans, hláturinn hans, hlýju hendumar hans, kossar hans og faðmlög. Allar góðu stundimar okkar, allir leikimir okkar sem við nutum einmitt svo ríkulega undan- fama mánuði þegar breytingar urðu á högum okkar. Hvað það var gaman að spila við hann og tefla við hann. Taflmennskan mín var svo sem ekk- ert til að hrópa húrra fyrir, satt að segja held ég að Þorleifi mínum hafi fundist mamma næstum vonlaus í skák. Þess vegna var undrun hans mikil þegar ég, alveg óvænt, var næstum búin að vinna hann eitt af síðustu kvöldunum sem hann var hjá mér. Hvað hann var þá stoltur af mömmu sinni, hún var víst ekki alveg glötuð. Eða þegar við vorum að tala um aldur fólks og leika okkur með tölumar 6 og 8 fyrir aðeins fáum vikum. í huga hans var 68 ára mann- eskja gífurlega gömul, en vildi hann þá ekki að mamma hans yrði eldri en það? Jú, það vildi hann, hún mamma átti að verða eilíf, að minnsta kosti 98 ára, og svo fylgdi koss og faðmlag. Ó, þetta hverfula líf, hversu órafjarri var ekki dauðinn þá. En átti mamma að minnka við sig vinnuna svo að hún gæti verið meira með drengnum sínum? Eða átti ég að fá mér vinnu við kennslu sem ekki krafðist eins langra íjarvista frá honum og flugfreyjustarfið gerir? Sjálfsagt er ég ekki eina móðirin sem spyr sig þráfaldlega svipaðra spum- inga. Hvað eigum við mæður að gera? Hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum? Þorleifur Ámi tók af mér ómakið, hann vildi ekki að ég skipti um vinnu eða minnkaði hana fyrr en við hefðum komist yfir erfiðasta hjallann fjárhagslega. Þá ætluðum við að njóta lífsins og ferð- ast saman til útlanda. Hingað til hafði Þorleifur Ámi ferðast á vega- bréfí mínu en fyrir aðeins fáum dög- um hafði hann fengið sitt eigið vega- bréf. Mikið var stolt hans yfír nýja vegabréfínu og enn meiri tilhlökkun- in að fara í utanlandsferð því að ferðalög voru yndi hans. Hvers vegna fær hann ekki að fara þessa ferð? Hvers vegna er hann tekinn frá mér núna þegar allt leikur í lyndi? Til- gangslausar spumingar, vanmegnug orð, við mannanna böm fáum engu ráðið í raun og vem. Og þó, við Þorleifur Árni fömm ekki þessa ferð en ég er viss um að ég fékk að fylgja honum fyrstu skref- in á nýjum vegum í þeim heimi þar sem hann dvelur nú. Það var mér og föður hans óendanlega mikils virði að geta verið hjá honum og haldið í hlýju höndina hans nóttina löngu þegar hann lá meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Borgarspítalans og við vonuðum allan tímann að við gætum kallað hann aftur til lífsins. Eg reyndi að segja: „Verði guðs vilji“, en veit ekki hvort mér tókst það. En núna veit ég að þá þegar var hann lagður af stað til æðri heima og ég veit líka að við foreldrar hans fengum að fylgja honum áleiðis. Það styrkir okkur og huggar. Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem hefur styrkt okkur Reyni á þessum erfíðu tímum. Einnig þakka ég systkinum mínum og fjölskyldum okkar Reynis fyrir allt það góða sem það gerði fyrir son okkar á meðan hann lifði og fyrir allar góðu stund- imar sem við öll áttum saman. Þar ber síðustu jól og áramót hæst, þá áttum við öll saman ógleymanlegar stundir. Einnig mun ætíð lifa í minn- ingu minni síðasta kvöldið sem við Þorleifur vorum saman. Hann bað mig að hlýða sér yfír landafræði af því að það var landafræðipróf daginn eftir. Ég var búin að því og við vor- um komin upp í rúm, búin að segja góða nótt og slökkva Ijósið. Þá segir hann allt í einu: „Heyrðu mamma, ég var að yrkja ljóð, má ég ekki fara fram og skrifa það niður?“ Jú, það var meira en velkomið og þetta er ljóðið hans Þorleifs Áma. Kannski var það kveðja hans til lífsins. Haf Hafíð það seiðir og mig langar til að kanna þess ómælisdjúp. Að kanna þau gijúfur þau Ijöll og þau undur sem í þessum djúpum liggja. Megi góður guð ætíð geyma þig, elsku sonur minn, og umvefja þig ljósi þess heims sem er guðs. Ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur, aðskilnaður okkar núna er aðeins tímabundinn. Líf þitt allt var eins og fögur symfónía. Þín elskandi móðir, Líney Friðfinnsdóttir. Minn ástkæri sonur, Þorleifur Ámi. Nú líður mér sem skáldinu að Borg forðum er hafíð tók son hans ungan frá honum. Erfitt er mér að fínna tilfínningum mínum og hugsun orð á þessari örlagastundu. Nú erum torvelt: Tveggja bága njörva nipt á nesi stendr, < skalk þó glaðr með góðan vilja ok óhryggur heljar bíða. (Egill Skallagrímsson) Síðasta erindi þessa foma kvæðis, Sonatorreks, lýsir einnig mínu hug- arangri í dag. Fjórar síðustu ljóðlín- umar em líka í anda þess, sem við höfðum rætt um að gera þegar stundin óumflýjanlega rynni upp. Framtíðardraumur þinn var að verða geimvísindamaður og land- könnuður í „nýjum heimi“ tuttugustu og fyrstu aldarinnar; „að kanna þau ómælisdjúp" eins og segir í síðasta ljóðinu þínu, „Haf“. Það vom óravíddir geimsins og alheimsins haf, sem heilluðu þig jafnt og haf okkar litlu plánetu er ól af sér það líf sem þú dáðist svo að í öllu því sem lífsanda dregur og á jörðinni grær. Unaðslegt var að hlusta á þig lýsa uppmna þess og þróun sem þú hafðir af eldheitum áhuga kynnt þér svo vel með lestri alfræðibóka, skoð- un heimilda- og náttúrulífsmynda og heimsóknum í merk söfn erlendis. Manstu heimsókn okkar í Smithson- iansafnið í Washington í fyrra? Þar leiddirðu okkur um risaeðlusýning- una og gast útskýrt fyrir okkur nöfn og helstu einkenni allra þelrra teg- unda sem til sýnis vora eins og þú værir þjálfaður leiðsögumaður. Við bara göptum öll af undmn yfír ótrú- legri þekkingu þinni á öllu sem fyrir augu bar. Hugsun þín var svo óendanlega tær og skýr og viska þín svo djúp sem byggirðu yfír aldagamalli per- sónulegri reynslu. í seinni tíð var reyndar farið að læðast að mér, að það værir þú sem leiddir mig hér en ekki öfugt. Við áttum okkar drau- maland um tuttugu og fímm þúsund Ijósár í burtu og vomm eiginlega orðnir sannfærðir um það að til væri meiri hraði en hraði Ijóssins og að þeir sem þar byggju plánetur í kring- um milljónir sóla væm í nánu sam- bandi sín á milli. Ég leyfi mér að trúa því að þú sért nú kominn til draumalandsins örstutt á undan okk- ur mömmu. Mátturinn mikli sem þú trúðir að öllu réði í ægistórri veröld- inni hefur álitið þig hafa lokið verki þínu hér og kallað þig til annarra starfa. Þér var ekkert um orðaskmm gef- ið og vona ég að mér takist að halda mig innan hæfílegra marka í þessu stutta kveðjubréfi. En það væri alveg hægt að skrifa um þig bók, sem væri jafnvel lengri en síðasta bókin sem þú last, „Þúsund og ein nótt“, því þú varst eitt stórt yndislegt ævin- týri og göfugasta og besta mannvera sem ég hefí fyrirhitt í mínu lífí. Að síðustu kveð ég þig í bili með tveim- ur erindum úr ljóði frænda þíns, sem hann orti við gröf sinnar heittelskuðu móður, Snjólaugar Þorvaldsdóttur, langalangömmu þinnar. Þau eiga nefnilega fullkomlega við um þig líka, drengurinn minn: Konan bláklædda — þín bjarta trú - kysti augu þín á æskudögum. Þú sást því land og Ijósar hallir þar dapureygðir sjá dimmu. Fje og frami eru fallvölt hnoss - hraukar hrungjarnir. Sætust minning og sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans. (Jóhann Siguijónsson) Farðu vel, ástkæri sonur og besti vinur. Þinn heittelskandi faðir, Reynir Oddsson. Við viljum í fáum orðum minnast elskulegs frænda okkar, Þorleifs Áma, sem hrifínn var.burt fyrirvara- laust. Eftir sitjum við agndofa. Ung- ur, vel gerður og góður drengur sem var að byija lífíð, hvers vegna hann? Þorleifur var mjög duglegur í skól- anum, hann var svo mikill hugsuður í sér og kom manni stöðugt á óvart með vangaveltum um hluti sem jafn- aldrar hans veltu öllu jafna ekki fyr- ir sér. Tónlistin átti líka stóran sess í lífi hans, hann var búinn að læra á harm- onikku í nokkur ár með góðum árangri. Minningamar hrannast upp, jóla- boð, afmæli, sumarbústaðaferðir, það var oft glatt á hjalla, bæði í Breiðholtinu og á Álftanesinu. Alltaf var jafn gaman þegar þeir hittust frændumir hvort sem spilað var teningaspil eða grúskað og pælt í hávísindalegum samræðum og lífs- gátan leyst. Þorleifur var sannarlega sólargeislinn í lífi foreldra sinna og þeirra missir er meiri en orð fá lýst. Elsku Líney og Reynir, megi góð- ur guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Minningin um góðan dreng sem gaf okkur öllum svo mikið á sinni stuttu ævi, mun lifa. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn, sem ofar öllum íslendingum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fíðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þom í sylgju, þó að hrökkvi fíðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Kiljan Laxness.) Fjölskyldan Hálsaseli 2. Við vomm harmi sleginn og vild- um ekki trúa okkar eigin eyrum, þegar við fréttum að hann elsku frændi okkar hefði orðið fyrir slysi í sundlaug Hótels Loftleiða og tví- sýnt væri um.h'f hans. Hann sem var vanur að vera með pabba sínum þar og var svo flugsynd- ur að engan gat órað fyrir að þetta gæti hent. En nú er hann dáinn, hann elsku frændi okkar. Foreldrar hans voru Líney Frið- fínnsdóttir, flugfreyja hjá Flugleið- um, og Reynir Oddsson, kvikmynda- tökumaður. Þegar Þorleifur Ámi kom í heiminn fyrir rúmum tólf árum, var hann mikill gleðigjafí foreldra sinna, þar sem þau höfðu svo lengi vonast eftir að eignast barn. Hann var þeirra einkabarn, umvafínn kær- leik og ást alla hans stuttu ævi. En vegir guðs em órannsakanlegir. Nú er hann horfinn, elsku vinurinn okk- ar, og ekkert getur gefíð okkur hann aftur til baka, nema yndislegar og bjartar minningar sem mjög fáir, þótt miklu eldri væm, mundu skilja í þeirri veröld sem við menn köllum höf. eftir sig. Sannast enn að þeir sem guðimir elska deyja ungir. Honum Þorleifí Áma var svo mikið til lista lagt. Duglegur í skóla og oftast efst- ur í sínum bekk. Spilaði svo vel á harmonikku að unun var að hlusta. Málaði sínar fallegu myndir á jóla- kort og sendi sínum nánustu sem yljaði okkur um hjartarætur. Og ljóð- in hans. Okkur langar til að setja á blað ljóð sem hann orti aðeins níu ára gamall, er birtist í Ljóðabók barn- anna sem gefín var út árið 1991. Ljóðið nefndi hann Á baðströnd: Úti er veður vont. Það segir sig sjálft að feginn ég færi á baðströnd. Nú símastaurar fjúka um koll um tuttugu detta oní poll. Það segir sig sjálft að feginn ég færi á baðströnd. Rafmagnslaust orðið er, kertaljós lýsir hér, nú feginn ég færi á baðströnd. Öldur eru himinháar, allar froðufellandi. Það segir sig sjálft að feginn ég færi á baðströnd. Þegar minnst er á hæfileika elsku- legs frænda míns þá má ekki gleyma hans góða húmor, hvernig hann gat alltaf séð skemmtilegu hliðarnar á lífínu og tilvemnni og breytt gráum og dmngalegum degi í bjartan dag með einu góðu tilsvari. Mætti það vera huggun harmi gegn að hann skildi ekkert eftir nema bjartar og góðar minningar sem að- eins hreinar og góðar barnssálir ein- ar geta gert. Við sem eftir lifum sendum for- eldram hans og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Með vissu um að ömmur hans og afar, sem á und- an em gengin, hafí tekið á móti sínu fyrsta barnabarni sem fer yfír móð- una miklu í guðsríki. Hann sitji þar á milli þeirra og stjarnan hans skíni skærast, þar sem ást, fegurð og kærleikur ríkir. Far í friði litli vinur. Megi guð blessa þig og varðveita sálu þín um alla eilífð. Megi hinsta kveðja frá okkur til þín vera Ijóð eftir frænda okkar, Jóhann Siguijónsson, sem hann orti svo fallega. Sofðu, unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit sviða grænan engireit. í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna þér mun fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. Þín móðursystir, Sólveig Friðfinnsdóttir og fjölskylda. Elsku Þorleifur Ámi frændi. Við hlökkuðum alltaf mikið til að heimsækja afa og ömmu á Heijólfs- götunni þegar við vissum að þú vær- ir þar í heimsókn. Manstu þegar við veiddum krabbana í fjörunni, spiluð- um Matador, ólsen ólsen og þú kenndir Árna póker? Hvað okkur fannst gaman að heyra brandarana þína. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur við okkur og þótt við væmm talsvert ýngri sýndir þú okk- ur alltaf áhuga, þolinmæði og tillits- semi. Þú varst sannarlega uppá- haldsfrændi okkar sem við söknum mikið og biðjum góðan Guð að gæta þín vel. Vilborg Þórey og Árni Reynir. í dag kveð ég frænda minn Þor- leif Árna. Ég get ekki trúað að hans stutta æviskeið skuli vera á enda mnnið. Hvað lífið getur verið rangl- átt, miskunnarlaust og óskiljanlegt. Ég reyni að trúa því að einhver sé tilgangurinn. Þeir yndislegustu og bestu fara fyrstir, ef til vill til þess að ryðja brautina fyrir okkur hin sem á eftir komum. Ég var tíu ára þegar við fengum þær gleðifréttir að Líney frænka og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.