Morgunblaðið - 04.03.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.03.1994, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Leikin voru þekkt rokklög- frá sjötta og sjöunda áratugnum og tóku eyjarskeggjar vel við sér. Þótti þessum dömum ekki mikið mál að dansa uppi á borðum. SKEMMTUN Tryllt stuð á rokk- kvöldi í Grímsey Rokkkvöld var haldið í félags- heimilinu Múla í Grímsey síð- astliðið laugardagskvöld. Var gey- simikið stuð í húsinu, dansað uppi á stólum og borðum og skemmtu eyjarskeggjar sér hið besta. Það var hópur ungs fólks frá Dalvík sem kom sérstaklega út í eyju til að skemmta íbúunum og er óhætt að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað, en rokkdagskrá- in stóð yfír í hátt í þijá klukku- tíma. Leikin voru þekkt rokklög frá sjötta og sjöunda áratugnum og var Amar Símonarson í hlutverki kynn- is að nafni Ducky og hafði hann með sér lagskonuna Pussy sem var Freygerður Snorradóttir. Allur hóp- urinn tók þátt í dagskránni og sungu félagamir til skiptis. Hópurinn hefur þrívegis komið fram í Sæluhúsinu á Dalvík og flutt þessa dagskrá og einu sinni í Gríms- ey. Áform eru uppi um að halda áfram að skemmta Eyfirðingum og er fyrirhugað að troða upp t.d. á Akureyri, Hrísey og á Árskógs- sandi. Áður hefur hópurinn sfaðið fyrir amerískum kvöldum og kántrýkvöldum. Friðrik prins og Ástríður tóku fyrst eftir hvort öðru í Noregi... KÓNGA^UC Fríðrik prins loks að ganga út? Hinn kvensami Frikrik Dana- prins hefur nú enn og aftur skipt um vinstúlku og er sú nýjasta bráðfalleg 22 ára greifadóttir frá Belgíu. Heitir snótin Astrid Ullens de Schooten og hefur sést til þeirra hönd í hönd í samkvæmislífinu . Blöð í Danmörku fara hamförum og allt sem tönn á festir sem varð- ar stúlkuna er dregið upp og skellt í risafyrirsagnir. Skyldi drengurinn loks ætla að ganga út? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en frændur okkar Danir iða í skinn- inu af eftirvæntingu og fylgja skötuhjúunum eftir hvert fótmál. Hin unga Astrid virðist taka þessu öllu létt, a.m.k. ekki eins og hið skæra sviðsljós fari eitthvað í taugarnar á henni. Hún hefur verið fús að svara spurningum blaða- manna og sagt að hún og Friðrik séu „góðir vinir“, en ekki „kær- ustupar“. Þetta telja Danir sig hafa heyrt áður og draga sínar eigin ályktanir byggðar á því hvað þeir lesa út úr myndum af þeim Friðrik og Astrid sem birst hafa í blöðum. Og þar þykjast þeir sjá að þau séu annað og meira heldur en „góðir vinir“. Fjölskylduhagir og greindar- vísitala Ástríðar hafa verið brotin til mergjar og ekki ber á öðru en að ungfrúin sé boðleg prinsinum. Það er að segja ef að alvara er á ferðum. Ástríður og Friðrik hittust í silf- urbrúðkaupsafmæli norsku kónga- hjónanna í ágúst á síðasta ári og kom þeim svo vel saman að hún bauð honum til útskriftarsam- kvæmis síns í Brussel þá um haust- ið. Það var vinur Ástríðar sem tók myndirnar í þeirri veislu. Ástríður hefur látið í veðri vaka að hún sé ekki hrifin af því uppátæki hans að hafa myndirnar að féþúfu án þess að spyrja sig fyrst hvort það væri í lagi, en því verði ekki breytt héðan af og hún muni ekki erfa það. Hún segir engin áform uppi um frekari fundi, en þar sem þau séu „góðir vinir“ sé ekki loku fyrir það skotið að til einhvers verði blás- ið fyrr eða síðar. Og á meðan bíða Danir með öndina í hálsinu. ...og þróaðist í þessa átt í útskriftarveislu Ástríðar í Brussel. HJÁLPSEMI Díana aðstoðar óheppna ökumenn Díana prinsessa kom breskum hjónum til aðstoðar um helg- ina, er bíll þeirra bilaði á fjölförn- um gatnamótum í Lundúnum. Prinsessan var á leið frá skólanum sem synir hennar sækja þegar hún ók fram á bíl hjónanna. Hún spurði þau hvort eitthvað væri að og bauð þeim að hringja eftir aðstoð úr bílasíma sínum. Aðrir ökumenn, sem sáu prins- essuna stöðva hjá hjónunum, hægðu mjög á sér, enda ekki á hveijum degi sem meðlimur kon- ungsfjölskyldunnar sést við þessar aðstæður. Prinsessan var ekki í fylgd lífvarða sinna. Díana var ein á ferð fyrir skömmu þegar hún kom að fólki í vandræðum. Hún var ekki lengi að stöðva bifreiðina og bjóða fram aðstoð sína. Skúli Nielsen formaður heiðursveitinganefndar heldur þrumuræðu yfir hópnum sem fékk viðurkenn- ingu. F.v. Ólafur Kjartansson og Kristján Jóhannesson fyrrum formenn félagsins, sem hafa snúið sér að öðrum störfum, Kári Elíasson, Pétur Guðjónsson, Egili Valgeirsson, Reynir Jónsson, Sigvaldi Sigurðs- son, Helgi Jóhannsson og Leifur Jóhannesson. Auk þeirra voru Haraldur Kristjánsson og Sigurður G. Sigurðsson heiðraðir, en þeir höfðu ekki tök á að vera viðstaddir athöfnina. HARSKERAR Ellefu félagar heiðraðir Sjötíu ára afmælishátíð Meistara- Lionsheimili Kópavogs laugardag- voru nokkrir félagar heiðraðir fyrir félags hárskera var haldin í inn 26. febrúar sl. Við þaA tækifæri heiiladtjúg störf í þágu félagsinsj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.