Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Farsi Með morgnnkaffinu ei vinsæll. ....að vera sólargeislinn í lífi hans TM Reg. U.S Pat Otl — all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Ast er . . . -TARNpWSW ‘i'y? HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Stórfenglegir leikar í Lillehammer Frá Ingólfi Hannessyni: Um helgina síðustu lauk glæsileg- ustu vetrarólympíuleikum sem haldnir hafa verið. Fullyrðingin kann að þykja stórkarlaleg, en er sönn öngvu að síður eins og forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar, Juan An- tonio Smaranch, staðfesti undir lok leikanna í Lillehammer. Fyrir ís- lenska sjónvarpsáhorfendur voru þessir leikar sannkallað augnakon- fekt sem hægt var að bragða á að jafnaði í 4-5 klukkustundir á dag þá 16 daga sem þeir stóðu yfir. Lillehammer var úthlutað leikun- um fyrir 6 árum og þá þegar hófst undirbúningur sem á sér ekki hlið- stæðu í sögu vetrarleika, ekki síst fyrir þá sök hve fáir íbúar eru í Lille- hammer (ríflega 20 þúsund) og ná- grannasveitarfélögum og því ótrygg- ur íjárhagslegur bakhjarl þrátt fyrir ríkisábyrgð á framkvæmdum. Reyndar var það svo að leikarnir ollu talsverðu fjaðrafoki í norsku stjómmálalífi, enda ekki að undra þar sem kostnaður varð á endanum um 70 milljarðar króna. En umræðan og átökin urðu að lokum til þess að allar áætlanir urðu raunhæfari en ella. Reyndar var athyglisvert að fylgj- ast með því hve Norðmenn nýttu sér alla þætti leikanna tii hins ítrasta, t.d. með því að leggja ofurkapp á náttúruvernd. Það gerðu þeir m.a. með því að endumýta um 70% af því sorpi sem til féll, byggja sleða- brautina úr timbri og steini, ná fram margvíslegum orkusparnaði o.s.frv. Það er því líklegt að þessi þjóð verði býsna trúverðug þegar talið berst að þessum málaflokki, ekki síst hvalavernd. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þadan, hvort sem,er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Norsk menning og menningararf- ur fengu meira og sterkara sviðsljós en nokkra sinni fyrr. Alls staðar var lögð rík áhersla á þessa þætti. Marg- víslegir viðburðir vora á sviði menn- ingar og lista í ólympíubæjunum Lillehammer, Gjövik og Hamar og einnig í Ósló. Þjóðfáninn var áber- andi alls staðar og sömuleiðis þjóð- búningar. Utivistarhefð Norðmanna var gert hátt undir höfði eins og m.a. var hægt að fylgjast með í bein- um útsendingum. Kjörorð leikanna var íþrótta- og almenningshátíð, sem þeir vissulega vora í stíl fomra hér- aðsmóta í vetraríþróttum. Sannkölluð fjölmiðlaveisla Keppendur og fararstjórar á leik- unum vora á fjórða þúsund, en fjöl- miðlamenn tvöfalt fleiri. Aðstaða fyrir blaða- og fréttamenn bar betri en nokkru sinni fyrr, enda kostaði hún ríflega sjö milljarða. Til gamans má geta þess að 11 þúsund sjóvn- arpstækjum var dreift á Lilleham- mersvæðinu og í þeim gátu þessir hópar fylgst með því sem fram fór á 24 rásum. Þar var m.a. hægt að sjá útsendingar NHK-sjónvarps- stöðvarinnar í Japan og SVT í Sví- þjóð auk útsendinga frá öllum keppn- isstöðum. Á sviði sjónvarps var uppbygging- in ævintýri líkust. Nær allur búnaður byggði á stafrænni tækni með meiri gæðum en áður. í þéttriðnu örbylgju- neti norsku póst- og símamálastofn- unarinnar var hægt að senda 200 sjónvarpsrásir eða miðla 400 þúsund samtölum um síma samtímis. 20 sendistöðvar vora fyrir gervihnetti á ólympíuleikasvæðinu. Allt var skipu- legt í þaula með löngum fyrirvara og árangurinn eftir því. I frétta- mannamiðstöðinni heyrði ég orð eins og „phantastisch" frá Þjóðverjum, „meraviglioso" frá Itölum, „fabu- leaux“ frá Frökkum og „thrilling" frá Bretum. Og þannig mætti lengi telja. íslenska Sjónvarpið sendi um 70 klukkustundir frá leikunum í 16 daga, þar af um 46 klukkustundir í beinni útsendingu. RÚV hafði um 10 fermetra herbergi til umráða í sjónvarps- og útvarpsmiðstöðinni og þaðan lýstu fréttamennirnir tveir flestum viðburðum í sjónvarpi og sendu pistla í útvarp. Margir erlend- ir kollegar voru forviða yfír bjartsýni okkar og töldu útilokað að tveir menn í Lillehammer og lítill hópur manna á íslandi gætu séð um jafn umfangsmiklar útsendingar. Auðvit- að er allt hægt í þeim metnaði að gera slíka alþjóðlega leika eins „ís- lenska“ og nokkur kostur er. Is- lenskt, já takk. Tæknibúnaður var að mestu feng- inn að láni, en hluta tókum við með okkur að heiman. Tæknilega heppn- aðist þessi aðferð prýðilega, þó að vinnuálagið færi stundum framúr öllu hófí. En sparnaðurinn varð einn- ig umtalsverður, einkum í minni og einfaldari vinnu hér heima. Um dag- skrárlega framgöngu verða síðan aðrir að dæma. Blikur á lofti Heildarkostnaður Sjónvarpsins við leikana var um 9,9 milljónir króna eða um 140 þúsund á hveija útsenda klukkustund. Þetta var stórfenglegt sjónvarpsefni fyrir lítið gjald, á því leikur enginn vafi. Nú eru hins vegar ýmsar blikur á lofti. Verð á erlendum stórviðburðum á sviði íþrótta hefur margfaldast á umliðnum árum. Nú er svo komið að við þurfum að staldra við. Næstu sumarleikar verða í Atlanta í Banda- ríkjunum. Þar hefur upphæð fyrir aðgangskort sjónvarpsstöðva í Evr- ópu þrefaldast frá leikunum í Barcel- ona fyrir tveimur árum. Vilji Sjón- varpið senda frá leikunum verður heildarkostnaður nálægt 40 milljón- um króna. Þeim bita verður erfitt að kyngja, ekki síst þegar leynt og ljóst er unnið að því að þrengja hag stofnunarinnar og draga úr getu hennar til þess að takast á við stór- viðburði á borð við ólympíuleika og heimsmeistaramót. Hér er um að ræða pólitíska spurningu: Vill þjóðin eiga fyrirtæki sem er fært um að hafa umsjá með slíkum viðburðum, sem í mörgum tilfellum skila ekki arði, eins og páfaheimsókn eða leið- togafundi, heldur töluverðum kostn- aði? Um getur verið að ræða þjóðleg- an metnað í margbreytilegri mynd, líkt og við höfum fengið að sjá dæmi um frá Noregi undanfarnar vikur. Leikarnir í Lillehammer geta þannig verið okkur uppspretta umræðu og skoðanaskipta um íslenskt sjónvarp. INGÓLFUR HANNESSON, íþróttastjóri Ríkisútvarpsins. Víkveiji skrifar Kunningja Víkveija einum þykir sem kaupmenn hafi fengið óvæntan bandamann í debetkorta- stríðinu við bankana, sem er Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. Þessi kunningi Víkveija, sem átti fyrir skömmu erindi í áfengisútsölu ÁTVR, furðar sig á miða sem límdur er við hvern afgreiðslukassa þar sem segir: „Nei, við tökum ekki debet- kort. Við stöndum vörð um hag neyt- andans.“ Öðru vísi mér áður brá, hugsaði kunninginn^ og þótti þetta skjóta skökku við. ÁTVR er í eigu ríkisins, er ekki orðlögð stofnun fyr- ir neytendavernd og kunningja Vík- veija þótti fráleitt að ríkisstofnun væri að taka afstöðu í þessu máli. ÁTVR er heldur ekki í Kaupmanna- samtökunum, og vandséð væri að notkun debetkorta í verslunum ÁTVR myndi hafa einhver áhrif á verðmyndun á áfengi. Þykir kunn- ingjanum skítt að geta ekki notað kortið, sem nánast hefur verið þving- að upp á hann, á stöðum á borð við ÁTVR. Skýringin er auðvitað deilan um þjónustugjaldið. Hingað til hafa bankarnir átt undir högg að sækja í debetkortastríðinu en eftir því sem fleiri neytendum er gert að taka upp debetkort í stað venjulegs banka- korts er einsýnt að deilan fer brátt ekki síður að brenna á kaupmönnum og þjónustuaðilum. Það er því löngu tímabært að deiluaðilar setjist niður og finni endanlega lausn á þessu máli. Isunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir tæpum hálfum mánuði var greint frá rannsóknum fiskifræðinga Veiðimálastofnunar og þeirri álykt- un þeirra, að tengsl væra á milli lífrí- kjanna í Barentshafi og í sjónum hér í kringum landið. Þessar kenn- ingar hafa eðlilega vakið mikla at- hygli en kjarni þeirra er að upp- sveifla í lífríkinu í Barentshafi sem nú má sjá merki um í auknum fiskafla komi fram hér við land tveimur til þremur árum seinna. Túlkun fiskifræðinga Veiðimála- stofnunar á rannsóknargögnum þeim sem þeir hafa undir höndum, hafa vakjð hörð viðbrögð félaga þeirra hjá Hafrannsóknastofnun. Slíkt er ef til vill ekki undarlegt vegna þess að Hafrannsóknastofnun hefur nánast lagt vísindalegan heið- ur sinn undir í þeim tillögum sem stofnunin hefur látið frá sér fara og gerir ráð fyrir því að unnt sé að byggja upp t.d. þorskstofninn með harkalegum veiðitakmörkunum og fiskveiðistjórnun. Á sama tíma benda niðurstöður vísindamanna Veiðimálastofnunar til þess að um- hverfisþátturinn sé nánast allsráð- andi um viðgang fiskistofna og veiði hafi þar hverfandi áhrif. Ekki þarf að koma á óvart þótt sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar telji að sér vegið með þessum tilgátum, og þeir veiji kenningar og aðferðafræði sína. Hins vegar verður að gera til þeirra kröfur um að þeir svari gagn- rýni og kenningum sem ganga í öndverða átt með yfirveguðum og málefnalegum rökum. Um margt minna umræður sérfræðinganna núna fremur á orðaskak listamanna sem einatt einkennast meira af til- finningahita en skynsamlegum rök- ræðum. Slíkt getur ekki átt við í jafn mikilvægu máli og hér um ræð- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.