Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Laun flugumfer ðar stj óra skertust vegna bráðabirgðalaga Greiðslur vegna lægri eftirlauna- aldurs halda sér HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að bráðabirgðalögin sem síðasta ríkisstjóm setti árið 1990 til að hamla gegn almennum launahækkunum í kjöl- far kjarasamninga við BHMR hafi ekki náð til launahækkana flugumferðarsljóra vegna lækkunar starfsaldurs. Dómurinn dæmdi því fjármálaráðherra, fyrir hönd rikissjóðs, til að greiða einstaklingi í Félagi íslenskra flugumferðarstj óra, sem höfðað hafði mál, launakröfu hans að upphæð kr. 280.000 auk vaxta. Starfslokaaldur flugumferðar- stjóra var lækkaður árið 1989, úr 70 árum í 60. Með vísan til þess að ævitekjur hefðu skerst, gerði þáverandi fjármálaráðherra sam- komulag við flugumferðarstjóra í mars 1990 um að laun þeirra hækkuðu um sex launaflokka, um 16,85% alls. Ríkið féll frá samn- ingnum í september og vísaði til bráðabirgðalaganna. Einn um það bil 100 félaga í Félagi flugumferðarstjóra höfðaði mál til að fá sér dæmdar þær launahækkanir og vann málið í héraðsdómi sem fjallaði um það síðastliðið vor. í dómi Hæstaréttar frá í gær var sú niðurstaða staðfest en þar segir að úrslit málsins ráðist af því hvort hinar umsömdu launa- breytingar hefðu verið þess eðlis að þær yrðu að víkja vegna þeirra launaákvarðana sem bundnar voru með bráðabirgðalögunum. Af lög- unum verði ráðið að þeim hafí ver- ið beint gegn almennum launa- hækkunum er raskað gætu þeim efnahagslegu markmiðum sem lögunum væri ætlað að veija. Ekki verði séð að þau hafi að öðru jöfnu átt að girða fyrir kjarabreytingar af sérstöku tilefni eða í sértæku formi, svo sem með tilfærslum milli launaflokka vegna endurmats á störfum launþega. Ljóst sé að breytingar af því tagi hafí gerst meðal ýmissa starfshópa eða starfsmanna á gildistíma laganna án þess að talið væri í andstöðu við þau. Almennar launabreytingar Hinar umdeildu launabreytingar hafí einvörðungu verið almennar í þeim skilningi að þær náðu til allra flugumferðarstjóra. Þær hafí verið gerðar af sérstöku tilefni sem hafí verið óumdeilt og jafnframt í sér- greindu formi sem sjálfstætt samn- ingsefni. Það endurmat sem í þeim fólst hafi verið sérstakt að því leyti að það varðaði ekki samanburð við störf eða starfshæfni annarra, heldur breytingu á skilyrðum varð- andi starfið sjálft. Því beri ekki að líta svo á að samkomulagið um launahækkanir vegna breyttra reglna um starfsaldur flugumferð- arstjóra hafi ekki raskast. vegna ákvæða laganna um launamál enda hafí samkomulagið legið fyr- ir áður en lögin voru sett, án þess að á því væri tekið með beinum ákvæðum í lögunum. Jafnframt beri að hafa í huga tímabundið gildi laganna en breytingunni á starfsaldursreglum hafi verið ætl- aður varanlegur sess. Loks hafí ríkissjóður ekki rift samkomulag- inu í heild heldur hafí umsamin skipan í launaflokk verið látin hald- ast. Hið sérstaka samkomulag flugumferðarstjóra og ríkisins um launabreytingar á gildistíma kjara- samnings aðilanna hafí falið í sér fullmótaðan og bindandi samning og beri að taka kröfu flugum- ferðarstjórans til greina. XXWVV'WW - 8>uu> mmú um t u„ * . _ Morgunblaðið/Björn Blönda! I biöstoðu RÚSSNESKA Boeing 727 flugvélin sem bíður á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hreyflum. Rússnesk þota bíður við- gerðar á Keflavíkurflugvelli BOEING 727-þota hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfar- inn hálfan mánuð vegna bilunar sem varð í hreyflum vélarinnar skömmu eftir flugtak héðan, og eru menn á vegum eiganda vélarinnar og tryggingafélags nú í samningaviðræðum við Flugleiðir um viðgerð á hreyfl- unum. Vélin sem var á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands með þriggja manna áhöfn og átta rússneska og bandaríska farþega er skráð á Kayman-eyj- um, en að sögn Skúla Jóns Sig- urðssonar hjá Loftferðaeftirlit- inu er vélin sem er í einkaeign í rekstri félags sem heitir Tat- arstan og er skrásett í Kasan í Rússlandi. Vélin hlaut venjulega af- greiðslu á Keflavíkurflugvelli en sneri síðan við eftir 15 mínútna flug og lenti aftur, en þá kom í ljós að verulegar skemmdir höfðu orðið á einum hreyfli vélarinnar og einnig höfðu orðið skemmdir á hinum tveimur. Leigðu Boeing 757 Skúli Jón sagði að áhöfn og farþegar í vélinni sem innréttuð væri með lúxusinnréttingu, setu- stofu, svefnherbergi o.fl., hefðu leigt Boeing 757-vél Flugleiða þegar óhappið varð og hefði hún flutt þá ásamt vamingi sem í vél- inni var til Rússlands. Vamingur- inn sem í vélinni var samanstóð meðal annars af sjónvarps- og myndbandstækjum, en Skúli Jón sagði að engar grunsemdir hefðu verið hjá Loftferðaeftirlitinu um að neitt óeðlilegt hefði verið við þá vöruflutninga. „Í okkar augum er þetta svolítið óvanalegt mál þar sem vélarnar sem fólkið ferðaðist með eru af stærri gerðinni, en það er hins vegar ekkert sem við vitum til að hafí verið ólöglegt við flug vélarinnar,“ sagði Skúli Jón. Örlitlar tilslakanir af hálfu tollayfirvalda í Frakklandi Frakkar hræddir við hefndaraðgerðir frá hendi Bandaríkjamanna FRÖNSK tollayfirvöld gáfu í fyrradag tollembættismönnum fyrir- mæli um að vísa ekki fiski frá á þeirri forsendu einni að eitthvað væri örlítið athugavert við skjöl. Þá hefur Reuíer-fréttastofan greint frá því að slakað hafi verið á eftirliti með fiskinnflutningi frá Bandaríkjunum til þess að komast lyá hefndaraðgerðum af hálfu bandarískra stjórnvalda. Nú er fiskskortur farinn að gera vart við sig í Frakklandi á ákveðnum tegundum og verð á þeim hefur hækkað allra síðustu daga. Síðustu vikur hafa franskir toll- 17 lönd á þeim lista sem flytja má embættismenn verið ótrúlega smá- smugulegir og hafa vísað fískgám- um frá ef tollskjöl hafa ekki verið algjörlega óaðfinnanleg. Pétur Ein- arsson, starfsmaður Icelandic France, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, í París, segir að sennilega hafí Frakkarnir gert sér grein fyrir því hversu fár- ánlegar þessar kröfur þeirra hefðu verið og séð að sér. Nú er innflytj- endum gefínn kostur á að setja físk- inn í geymslu og fá skjölin leiðrétt. Verðið hækkar Pétur sagði að ekki væru nema físk frá til Frakklands og nú væri farið að vanta ýmsar tegundir og verðið væri á uppleið. Hann sagði að verðhækkanimar myndu að ein- hvetju leyti vega upp þann kostnað sem innflytjendur hefðu orðið fyrir undanfarið vegna innflutnings- hindrananna. Ástandið er annars óbreytt við innflutning og sagði Pétur að inn- flytjendur væra búnir að laga sig að hinu nýja fyrirkomulagi sem væri þó engu að síður algjörlega óþolandi. Nánast allur fískur fæst tollafgreiddur en hann fer líka allur í sýnatöku og er fastur í geymslu í u.þ.b. viku. Eina breytingin er þessi tilslökun varðandi tollskjölin. Norðmenn ekki í vandræðum Pétur sagði erfítt að meta það tjón sem SH hefði orðið fyrir á síð- ustu vikum vegna hertra innflutn- ingsreglna. Viðskiptavinir fyndu inn á það hvaða innflytjendur ættu í meiri erfiðleikum en aðrir og sagð- ist hann vita til að einhveijir þeirra hefðu snúið sér til Norðmanna í stað SH. Pétur sagði það benda til þess að Norðmenn fengju ekki sömu af- greiðslu og íslendingar í þessu máli og sagði að sér virtist að Norðmenn ættu ekki í nokkrum vandræðum með að fá fisk afgreiddan inn í Frakkland. Frakkar hræddir við hefndaraðgerðir Frakkar hafa slakað á eftirliti með fískinnflutningi frá Bandaríkj- unum til þess að komast hjá hefndaraðgerðum af hálfu banda- rískra stjómvalda, að því er fulltrú- ar fiskvinnslu í Bandaríkjunum sögðu í fyrrakvöld. Fulltrúi í franska sendiráðinu í Washington staðfesti að slakað hefði verið á eftirliti með fískinn- flutningi frá Bandaríkjunum á frönsku landamærunum síðustu daga. Hann neitaði því hins vegar að það væri vegna ótta franskra yfirvalda við refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr í vikunni sögðu bandarískir embættismenn að stjórn Clintons íhugaði að bregðast við aðgerðum frönsku stjórnarinnar gegn fiskinn- flutningi með því að hefta innflutn- ing á frönskum matvælum til Bandaríkjanna. Búist var við því að fulltrúum bandarísku fiskvinnslunn- ar og þingmönnum yrði í gærkvöldi kynnt til hvaða aðgerða yrði gripið í deilunni við Frakka. í dag Hólmaborg aflahæst mm vam Hólmaborgin hefur veitt mest loðnuskipa og er hásetahlutur orð- inn 3 millljónir króna frá í júlí 7 Ópið Maður býðst til að skila málverkinu Ópinu í skiptum fyrir 80 milljónir króna. 23 Handknattleikur fjlfggZZ. l a| Karlarístarfihjá rikinu '~y*rwr*k« r«*U í m W&fi. ftx. 1^4 eSíÍÍM Hfcíi wml ' SHgí 1*5 f&i m Geir H. Haarde verður formaður framkvæmdanefndar fyrir HM 47 Fasteignir Daglegt lif Leiðari Reyklaus frystihús 24 ► Nýtt aðalskipulag í Hafnar- ► Þjóðbúningagerð - Líf eftir firði - Markaðurinn - Tréstigar dauðann - Fjölskyldan - Hafa - Lagnafréttir - Innan veggja fundið sinn eftirlætisstað - Ferða- heimilisins veisla í Singapore - Sælgætisát íslendinga - Sumarferðir BSÍ Bankastjórastöður í Seðlabanka íslands Steinsrímur verður ‘rnernn meðal umsækjenda STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins Ás- mundur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, og Guðmund- ur Magnússon, hagfræðiprófessor við Háskóla íslands, verða meðal umsækjenda um þær tvær stöður seðlabankastjóra sem auglýstar hafa verið lausar til umsóknar af bankaráði Seðlabanka íslands. Umsóknar- frestur um stöðurnar rennur út í dag. Fjöldi umsókna hefur borist, fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki þ. á m. liðlega 300 frá nemendum að ná sambandi við Ágúst Einarsson Menntaskólans við Hamrahlíð. Sam- formann bankaráðs Seðlabankans í kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gær, en Morgunblaðið hefur upplýs- er talið fullvíst að fimm yfírmenn ingar um að formaðurinn sé staðráð- Seðlabanka fslands verði meðal um- inn í því að segja af sér formennsku sækjenda. Þeir eru: Bjarni Bragi í ráðinu, verði niðurstaðan sú að Sig- Jónsson, Eiríkur Guðnason, Ingi- hvatur Björgvinsson viðskiptaráð- mundur Friðriksson, Már Guðmunds- herra skipi Steingrím Hermannsson son og Yngvi Öm Kristinsson. Þrátt seðlabankastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.