Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 25 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Reyklaus frystihús eim fjölgar sífellt reyk- lausu vinnustöðunum, hérlendis sem erlendis. Morg- unblaðið greinir frá því í fyrradag að reykingar verði bannaðar í húsnæði Pósts og síma frá og með 21. apríl næstkomandi. Bannið nær til um 2.500 starfsmanna á 160 vinnustöðum. í fréttinni er og haft eftir Halldóru Bjarna- dóttur, formanni tóbaks- varnanefndar, að tvö norð- lenzk frystihús, í Hrísey og Ólafsfirði, hafi bannað reyk- ingar á vinnusvæði sínu í byrj- un líðandi árs. Að sögn Hall- dóru tekur bannið til húss og lóðar sem þýðir að starfsmenn geti ekki reykt utandyra á lóð fyrirtækisins. í frétt blaðsins af reykingabanni í frystihús- unum tveimur segir orðrétt: „Halldóra segir að þar sem um matvælafyrirtæki sé að ræða þyki ekki við hæfi að sýna gestum, til dæmis út- lendingum, sem koma til að skoða hreinan og fallegan físk, sígarettustubbana við kerin í fyrirtækjunum. Hún bætir því við að vonandi verði þetta til þess að fleiri fisk- vinnslufyrirtæki geri slíkt hið sama.“ Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fískvinnslu- stöðva, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að reyk- ingabann hafí um langt skeið ríkt í vinnslusölum og öðrum vinnusvæðum fískvinnslufyr- irtækja hér á landi. Reykingar á þessum vinnustöðum væru í grófum dráttum afmarkaðar við kaffihlé og kaffistofur. Hins vegar hafi það ekki kom- ið til tals taka upp á landsvísu algjört reykingabann í físk- vinnsluhúsum og á lóðum þeirra að hætti frystihúsanna í Hrísey og Ólafsfírði. Þjóðarbúskapur okkar byggist fyrst og fremst á matvælaframleiðslu, sem þyngst vegur í afkomu og útflutningi landsmanna. Sjáv- arvörur námu hvorki meira né minna en 79,6% af vöruút- flutningi okkar á síðastliðnu ári. Kjöt- og mjólkuriðnaður er og veigamikill á innan- landsmarkaði, auk þess sem nokkrar vonir eru bundnar við það að vinna megi dilkakjöti sess sem hollustu- og náttúru- afurð á erlendum lúxusmörk- uðum. Það er því mikilvægt, og reyndar mikilvægara en flest annað í markaðssetningu framleiðslunnar, að skapa henni ímynd hreinleika, ómengaðrar náttúruafurðar, í hugum neytenda á verðmæt- ustu samkeppnismörkuðun- um báðum megin Atlantsála. Samkeppnin á þessum matvælamörkuðum, sem ska- rast svo mjög við lífskjör og velferð hér á landi, hefur far- ið harðnandi, bæði milli fisk- veiðiþjóða og tegunda mat- vöru. Viðhorf og fæðuval fólks í upplýstari hluta heims- ins hafa og breytzt mjög. Því veldur fagleg og almenn þekking á gildi hollrar fæðu og hreyfíngar fyrir heilbrigði, vellíðan og lífslíkur fólks. Það er því einn af mikilvægari þáttum markaðssetningar á matvælum nú orðið og í fyrir- sjáanlegri framtíð, að vinna þeim, framleiðslu þeirra og uppruna traust og viðurkenn- ingu, ekki sízt á þungavigtar- mörkuðum. í því sambandi verður að hafa það ríkt í huga, að stærstu og mikilvægustu kaupendur á þessum mörkuð- um fylgjast grannt með fram- leiðsluferlinu í upprunalandi vörunnar. Fljótt á litið vega aðrir heil- brigðisþættir í framleiðslu' ferli sjávarvöru sjálfsagt þyngra í hugum fólks en sá, hvort starfsfólk fískvinnslu- húsanna reykir á vinnustað. Það er á hinn bóginn naum- ast álitsaukandi í hugum full- trúa stórra kaupenda, sem gjarnan heimsækja fram- leiðslustaði sem þessa, „að sjá sígarettustubbana við kerin í fyrirtækjunum“, svo notuð séu orð formanns tóbaks- varnanefndar. Það er hvorki vitnisburður um heilbrigða framleiðsluhætti né hreina náttúruafurð. „Reykurinn virðir engin landamæri og okkur þykir brýnt að tryggja þeim sem ekki reykja hreint loft,“ sagði Halldóra Bjarnadóttir í til- vitnuðu viðtali við Morgun- blaðið. Það er gott og gilt sjónarmið. Ákvörðun fisk- vinnslufyrirtækja í Hrísey og Ólafsfírði um reyklaus físk- vinnsluhús byggist að sjálf- sögðu á þessu sjónarmiði, en er jafnframt stefnumarkandi og táknræn fyrir metnaðar- fulla og traustvekjandi fram- leiðsluhætti í íslenzkum mat- vælaiðnaði. Þess vegna skal hér tekið undir orð formanns tóbaksvarnanefndar: „Von- andi verður þetta til þess að fleiri fískvinnslufyrirtæki geri slíkt hið sama.“ AÐGERÐIR VEGNA VANDA VESTFJARÐA FIMM forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja, verka- lýðsfélaga og sveitastjórna á Vestfjörðum sem Morg- unblaðið ræddi við um tillögur sem lagðar voru fyrir stjórnarflokkana í fyrradag um að veita 300 milljóna króna víkjandi lán til sjávarútvegsfyrirtækja á Vest- fjörðum og veita fjármagn úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga ásamt fjármagni úr ríkissjóði til skuldugra sveit- arfélaga sem sameinast, eru ekki á einu máli um ágæti tillagnanna. Flestir telja framtakið þó jákvætt og að það sýni að stjórnvöld geri sér grein fyrir vanda Vestfjarða, en framlag sem þetta hrökkvi þó skammt miðað við núverandi skuldastöðu fyrirtækja og sveit- arfélaga og taki í raun ekki á höfuðvanda Vest- fjarða, þ.e. vöntun á frekari aflaheimildum. Aðeins með aukningu þeirra verði hægt að snúa við öfugþró- un í efnahags- og atvinnumálum Vestfirðinga. Einar Oddur Kristjánsson Brúar bilið til rýmkun- ar heimilda „ÉG HEF metið það svo að með þessum aðgerðum vilji stjórnvöld leggja sitt af mörk- um til þess að fyrirtæki eigi frekari kost á að þreyja þorr- ann og góuna meðan þorsk- skerðingin er jafn gríðarlega mikil og hún er nú og leggja sitt af mörkum til að fyrirtæki og sveitarfélög verði í stakk búin til að halda velli þangað til og þegar veiðiheimildir verði auknar aftur,“ segir Ein- ar Oddur Kristjánsson á Flat- eyri og kveðst telja um já- kvæða viðleitni að ræða. „Hitt má öllum vera ljóst að tilvera búsetu á Vestfjörðum hefur alltaf grundvallast á veiðum og ef veiðiheimildir verði ekki auknar fyrr en síðar, er hætt við að allir hnútar rakni og ekki verði hægt að bjarga byggðum hér,“ segir Einar. Hann segir að ekkert geti komið í stað aukinna áflaheimilda, en hann telji að stjórnvöld gætu aldrei leyst til fulls heildarvanda fyrirtækja á Vestfjörðum með sér- tækum aðgerðum eins og nú eru í bígerð. Nægur þorskur „Varðandi það sem segir um sameiningu fyrirækja, lít ég svo á að sú hugsun sé efst á baugi að tryggja að hver og einn leggi sitt af mörkum til að ná fram sem mestri hagræðingu, sem er ekki óeðlilegt. Geri menn það eru stjórnvöld reiðubúin í staðinn að fleyta mönnum yfír mestu þreng- ingar með þessari lánveitingu," segir Einar Oddur. Hann segir Vestfírðinga almennt fullvissa um að staða þorskstofna sé orðin afar bærileg, öndvert við skoðanir fiski- fræðinga Hafrannsóknastofnunar, og menn beri þá von í brjósti að fyrirhugaðar fjárveitingar nægi til að brúa bilið þangað til stjórrivöld ákveði að auka veiðiheimildir. Guðmundur F. Magnússon Leysir ekki vandann að fullu GUÐMUNDUR Friðgeir Magnússon, formaður verka- lýðsfélagsins Bylgju á Þing- eyri, kveðst ekki hafa kynnt sér tillögurnar til hlítar, en ljóst sé að vandinn á Vest- fjörðum sé þess eðlis að 300 milljóna króna framlag nægi ekki til að leysa hann til fulls. „Meginundirstaða atvinnuvega hér á Vestfjörðum er fiskveiðar og fiskvinnsla eins og flestir vita, og þessar byggðir þrífast ekki án þess. Fyrirtæki hafa ýmist lagt upp laupana eða verið á heljar- þröm, og þau fyrirtæki sem voru illa stödd á seinasta ári hafa fæst snúið vörn í sókn. Ég ætla hvorki að mæla á móti stjórnun fiskveiða né því sem fískifræðingar mæla með, en höfuðorsök atvinnuleysis- ins og lélegrar skuldastöðu er hversu lítið má veiða og hversu lítill afli er til vinnslu fyrir vikið. Meðan það breytist ekki eru allar aðrar ráðstafanir jákvæðar en að- eins til skamms tíma,“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir erfíðleika þó leiða til nýrra úrræða og þannig hafi farið fram tilraunir í hrað- frystihúsi Kaupfélags Dýrfirðinga um að fullvinna afurðir, s.s. að saga niður karfa í neytendaum- búðir fyrir Evrópumarkað, sem vonir standa til að verði í senn verðmæta- og atvinnuskapandi. Halda eigi sambærilegum tilraun- um áfram í því skyni að auka fjöl- breytni atvinnulífs á Vestfjörðum sem leiði aftur á móti til bætts ástands þegar tilraunir takast. Pétur Sigurðsson Betra að frysta skuld- ir fyrirtælga „ÉG HEF aldrei verið hlynnt- ur því að Vestfirðingar fengju ölmusu sem ekkert dugar okk- ur, og ég sé ekki heldur hvern- ig á að deila þessum fjármun- um út á jafnan og skynsamleg- an hátt,“ segir Pétur Sigurðs- son, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, um tillögur um aðstoð. „Vandi fyrirtækja hér er í tvennu lagi, í fyrra lagi skuldsetning og lánin sem standa þarf skil á og í seinna lagi vöntun á verkefnum. 300 milljónir duga ekki öllum og því hefði verið betra að frysta skuldir fyrirtækja, helst vaxtalaust, og leyfa okkur að þreyja þennan dauða tíma sem er framundan miðað við þær heimildir sem við höfum,“ seg- ir hann. Hann kveðst ekki sjá að atvinna aukist á svæðinu við sameiningu fyrirtækja. Framlagið geti þó dug- að til að halda lífinu í fyrirtækjum í einhveija mánuði. „Við þurfum meira. Verkafólk á Vestfjörðum þarf að vera öruggt um það að þær ráðstafanir sem gripið er til dugi til þess að við eigum hér ein- hverja framtíð. 300 milljónir nægja ekki ef ekkert annað er gert, s.s. að auka veiðiheimildir,“ segir Pétur. Sala afla og heimilda Pétur segir að sú sérstaða Vest- fírðinga að byggja nær eingöngu á þorski sem grundvallast á ná- lægð byggðar við gjöfulustu fískimið landsins, breytist ekki. Hann voni því að ekki þurfi að grípa til stórra aðgerða ef togarar- allið sem nú stendur yfír sýni að rýmka megi veiðiheimildir. „Það er svo annað mál að stór hluti af veiðiheimildum Vestfírðinga kem- ur aldrei til vinnslu hingað og það er bæði um að ræða að frystitog- aravæðingin hefur heltekið menn hér eins og í öðrum landshlutum, auk þess sem geysilegt magn af ferskum fiski er flutt út. Sá afli fer ekki aðeins á uppboðsmarkaði heldur einnig til fískverksmiðja sem hafa verið byggðar á seinustu ár'um í Þýskalandi, Englandi og Frakklandi og eru í raun að taka við hlutverki frystihúsanna og verkafólksins í landi. Aflaheimildir eru ekki einkaeign útgerðarmanna heldur eign þjóðarinnar. Ég get ekki sætt mig við að viðkomandi útgerðarmenn geti selt þessar heimildir frá fólkinu sem er í landi, en meðan þeir gera það breytir aðstoð við fyrirtæki litlu sem engu um atvinnuástandið,“ segir Pétur. Hann kveðst hins vegar telja jákvætt að veitt verði fé til að liðka fyrir sameiningu sveitarfélaga og í fullu samræmi við fyrirheit ríkis- stjórnar í þá veru. Ólafur Kristjánsson Eins o g dropi í hafið „VANDI fyrirtækja á Vest- fjörðum í heild er mörgum sinnum stærri og meiri en það sem áformað framlag stjórn- valda segir til um, þannig að 300 milljónir eru eins og dropi í hafið,“ segir Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík. „Fyrirtæki hafa verið rekin með rekstrartapi árum saman sem hefur étið upp all- ar eigur, auk þess sem háir vextir hafa ekki bætt úr skák. Ég fæ því ekki séð annað en að aðgerðirnar séu bráða- birgðaráðstöfun og nái ekki til lengri tíma.“ í stað beins fjárstuðnings kveðst Ólafur frekar vilja að sérstaða Vestfírðinga væri metin varðandi úthlutun á kvóta, til „þess að við gætum bjargað okkur sjálf“, segir hann. „Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að sum fyrirtæki hér eru svo illa stödd að til ein- hverra aðgerða verður að grípa. Fyrir um þremur árum lagði ég mikla áherslu á að atvinnuleysis- lánum úr atvinnutryggingarsjóði Byggðastofnunar yrði létt áf fyrir- tækjum og þeim breytt I víkjandi lán, þannig að tillögurnar koma heim og saman við mínar hug- myndir að því leyti. Hins vegar er því ekki að leyna, að ríkisvaldið er kannski að viðurkenna með þessari aðgerð sinni og skila aftur því sem á undanförnum árum hef- ur verið tekið af fyrirtækjum með skerðingu kvóta sem hefur leitt til að verðgildi eigna hefur hrapað í samræmi við skerðingu." Ákveðin þvingun Ólafur er stjórnarmaður í ráð- gjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Hann segir að hugmyndir um að fjármagn verði veitt úr sjóðnum ásamt framlagi úr ríkis- sjóði til skuldugra sveitarfélaga þar sem sameining á sér stað, verði fljótlega ræddar innan nefndarinnar. „Jöfnunarsjóðurinn hefur ekki bolmagn til að mæta skuldastöðu sveitarfélaga sem eru að sameinast nema að það komi af fíárlögum. í greiðsluáætlun sjóðsins er gert ráð fyrir að veita 30 milljónir króna til sameiningar sveitarfélaga, sem er örlítið brot þarfar, auk þess sem það fé er frekar ætlað sem aðstoð við að sameina bókhald og annað slíkt, en engan veginn til að jafna skuldastöðu. Ríkisvaldið verður því nær alfarið að sjá fyrir þeim þætti. Sjálfur er ég afar fylgjandi sameiningaráformum en er ekki sáttur við að framlögin séu eyrna- merkt sameiningu og tel ákveðna þvingun í því fólgna að búa til beitu með þessum hætti,“ segir Ólafur. Sigurður Viggósson Aðgerðir sljórnvalda jákvæðar SIGURÐUR Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Pat- reksfirði, kveðst telja aðgerð- ir í þá veru sem ríkisstjórnin fjallar nú um vera jákvæðar miðað við núverandi ástand. Talað hafi verið um 29% sam- drátt í þorskveiðum á Vest- fjörðum á móti 12-17% sam- drætti í öðrum landshlutum, en sú prósenta eigi aðeins við liðið ár og raunhæfara væri að áætla að samdrátturinn næmi um 70% á seinustu fjór- um árum. „Ég þekki ekki heildarstöðuna en tel að mat stjórnvalda byggist á því að 300 milljóna króna viðmið- un dugi helstu fyrirtækjum til að tryggja alla vega lágmarks vinnu á þessu svæði og ég vona að að- gerðirnar verði allar til að rétta stöðuna til frambúðar, enda finnst mér það vera skilyrði. Hugmynd- irnar ganga út að fjármunir verði veittir í líki víkjandi láns til langs tíma með litlum afborgunum fyrstu árin, þannig að ekki er um gjöf að ræða heldur lán á hag- kvæmum kjörum. í raun er verið að gera okkur kleift að lifa af þessar þrengingar sem nú eru og til þess tíma þegar hægt verður að auka veiðiheimildir að nýju, sem menn ætla að verði innan skamms tíma.“ Eitt lykilfyrirtæki Sigurður segir að forsvarsmenn Odda séu fylgjandi því að samnýta tækjabúnað og starfsfólk á svæð- inu, þannig að hugmyndir um sam- runa fyrirtækja láti vel í eyrum þeirra. Hann segir erfítt að meta hvernig fyrirtæki standa almennt á Vestfjörðum og hvort að þeim sé viðbjargandi, en aðgerðin gæti þó leitt til þess að í hverju byggð- arlagi starfi áfram eitt lykilfyrir- tæki. „Égtel viljann til sameining- ar vera fyrir hendi hjá fyrirtækjum á Vestfjörðum, eins og atburðir seinustu missera hafa leitt í ljós og sú þróun mun halda..JLfram í því skyni að ná fram hagræði í rekstri með samnýtingu," segir Sigurður. Hagnaður Landsbanka íslands var 42,7 milljónir króna árið 1993 Skrifað undir reikninginn ÁRSFUNDUR Landsbanka ís- lands var haldinn á Hótel Loftleið- um í gær. Frá vinstri eru: Sverrir Hermannsson, bankastjóri, Björg- vin Vilmundarson, bankastjóri og formaður bankastjórnar, Lúðvík Jósepsson, bankaráðsmaður, Steingrímur Hermannsson, bank- aráðsmaður, Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs, og Sighvat- ur Björgvinsson, viðskiptá- og bankamálaráðherra, sem staðfest- ir hér með undirskrift sinni árs- reikning Landsbanka Islands fyrir árið 1993. Morgunblaðið/Kristinn Bankínn afskrífaði endan- lega 2.306 milljónir í fyrra FORSVARSMENN Landsbanka íslands sögðu á fundi með frétta- mönnum í gær, að afloknum ársfundi bankans, að vel væri hægt að una við þá niðurstöðu að hagnaður bankans á Iiðnu ári hefði reynst vera 42,7 milljónir króna, eftir að 2.033 milljónir króna höfðu verið lagðar í afskriftareikning útlána. Endanlega voru af- skrifaðar á liðnu ári kröfur að upphæð 2.306 milljónir króna, eða 273 milljónum króna hærri upphæð, en lögð var í afskriftareikning á árinu. Fram kom að Landsbankinn leggur 200 milljónir króna á mánuði í afskriftareikning fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Afskrifta- reikningur Landsbankans stóð í árslok 1993 í 5.044 milljónum króna. Þeir Kjartan Gunnarsson, for- ■ maður bankaráðs Landsbankans, Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri og formaður bankastjórnar, Sverrir Hermannsson, bankastjóri, og Halldór Guðbjarnarson, banka- stjóri, kynntu fréttamönnum af- ko.mu bankans á liðnu ári á fundin- um og sátu fyrir svörum. Ekki bjartara framundan Fram kom á fundinum að hinar miklu afskriftir á liðnu ári eru til- komnar vegna þeirra erfiðleika sem verið hefur við að glíma í atvinnu- lífí landsmanna. Því væri Lands- bankinn mjög varkár, þegar hann legði til hliðar í afskriftareikning 200 milljónir króna á mánuði nú, þar sem fátt benti til þess að árferð- ið í ár yrði betra en á því liðna. Stjórnendur bankans voru spurð- ir hvort sú ákvörðun þeirra að leggjá 200 milljónir króna í af- skriftareikning á mánuði, fyrstu fjóra mánuði þessa árs, sýndi ekki að þeir hefðu lagt of lítið á reikning- inn í fyrra og þannig getað sýnt fram á 42,7 milljóna króna hagnað: „Nei, nei, það er ekki rétt,“ sagði Sverrir Hermannsson, „af reynslu síðasta árs, viljum við ekki byrja á 75 milljónum króna á mánuði, því það er ekkert sem bendir til að þetta ár, 1994, verði miklu betra. Hjá okkur eru það einvörðungu varúðarsjónarmið sem ráða ferðinni fyrstu mánuði ársins. Síðan verður þessi upphæð endurskoðuð." Morgunblaðið spurði stjórnendur bankans hvort endurskoðun á þeirri upphæð sem lögð er til hliðar í af- skriftareikning, sem á að fara fram að fyrstu fjórum mánuðum þessa árs loknum, kæmi til með að fela í sér endurskoðun til hækkunar eða lækkunar. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs varð fyrir svörum og sagði: „Þetta eru spurn- ingar sem varða mjög mikilvæga viðskiptahagsmuni bankans og það er eiginlega ekki hægt að gefa frek- ari upplýsingar að svo komnu máli um það mál.“ Sverrir bætti við: „Þetta getur alveg eins orðið svipuð þörf í ár, eins og ársins sem var að líða.“ Á liðnu ári fækkaði stöðugildum um 109 í Landsbankanum og hefur þeim fækkað um 234 frá árinu 1990. Stjórnendur bankans vonast til þess að ekki þurfí að koma til frekari hópuppsagna þótt hagræð- ingu og sparnaði sé ekki lokið. Rekstrarkostnaður bankans lækk- aði á árinu um 225 milljónir króna, eða 13,2% miðað við árið 1992. Halldór Guðbjarnarson var spurður hvaða fyrirtæki vægju þyngst í 2,3ja milljarða afskriftum síðastliðins árs, en hann kvað ekki unnt að svara því, því það hefði ekki tíðkast. Kjartan Gunnarsson sagði í þessu sambandi að ákveðin „Því var ákveðið að gjaldfæra þessa skuld á næstu sjö árum, eftir að sjóðurinn var reiknaður upp og á sl. ári voru 150 milljónir greiddar af henni,“ sagði Halldór á fundi með fréttamönnum, þar sem árs- reikningar Landsbankans voru kynntir. Halldór sagði að lífeyrisskuld- bindingar Landsbankans skiptu verulegu máli, í samanburði við aðra. „I flestum fyrirtækjum borgar fyrirtækið á móti starfsmanni 6% til 8% af launum í lífeyrissjóð. Nú lög giltu um banka og þeim væri óheimilt að gefa upplýsingar um hagsmuni eða viðskipti einstakra viðskiptamanna sinna. „Það á einn- ig við eftir að fyrirtæki hefur jafn- vel orðið gjaldþrota og bankinn orðið að afskrifa fjárhæðir gagn- vart því. Sú Ieyndarskylda, hún breytist í engu eftir það,“ sagði formaður bankaráðsins. Heildareignir Landsbanka ís- lands voru í árslok 1993 108.112 milljarðar króna, sem er hækkun um 5,4% miðað við árslok 1992. Eiginfjárhlutfall í árslok 1993 var 9,5%, reiknað í samræmi við svo- nefndar BIS reglur þar sem tekið er tillit til áhættudreifingar útlána. Lágmarkshlutfall er samkvæmt BIS reglum 8%. Innlán jukust um 5 milljarða Innlán bankans í árslok námu 69,7 milljörðum króna og höfðu aukist um 5 milljarða á árinu, eða 7,8%, sem var mesta innlánaaukn- ing bankanna. Heildarútlán Landsbankans l árslok voru 89,2 milljarðar króna og höfðu aukist um 6,1 milljarð er nýbúið að reikna sjóðinn upp aftur og í lífeyrissjóðinn borgaði bankinn í raun og veru 623 milljón- ir króna á síðastliðnu ári,“ sagði Halldór. Verðtryggður lífeyrir Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs, sem á sæti í stjórn líf- eyrissjóðs Landsbankans og Seðla- bankans sagði í þessu sambandi: „I grundvallaratriðum er lífeyris- sjóður þessara banka byggður upp með sama hætti og lífeyrissjóður króna, eða 7,4%. Hlutdeild Landsbanka Islands í heildarútlánum banka og sparisjóða var 39% í árslok 1993. Hlutdeild bankans í einstökum greinum var: í sjávarútvegi 63%, og til þeirrar greinar fóru 31% útlána. í iðnaði 48%. í verslun 47%, sem fékk 17% útlána bankans. í landbúnaði 33%. Til einstaklinga 18%, sem fengu 18% útlána bankans. Lausafjárstaða bankans var sterk allt árið 1993, samkvæmt því sem segir í frétt frá bankanum, og skýringin sem gefin er, er sú að bankanum hafi verið stýrt mark- visst og staðan hafi styrkst enn frekar með aðgerðum Seðlabank- ans í nóvember sl. í kjölfar aðgerða í vaxtamálum. í máli Halldórs Guðbjarnarsonar kom fram að vaxtamunur í Lands- bankanum hefur minnkað úr 3,57-3* árið 1990, í 3,7% árið 1993. Hall- dór sagði minni vaxtamunur nú væri m.a. skýring þess að alls kon- ar þjónustugjöld bankans myndu fara hækkandi á næstunni. ríkisstarfsmanna. Þannig að það er um verðtryggðan lífeyri að ræða, sem tekur mið af lokalaunum starfsmanns, þegar hann hættir starfi. Ein meginástæðan fyrir þeirri miklu skuld, sem hér er talað um og ætti kannski að hafa í gæsa- löppum, er auðvitað hin mikla rýrn- un þessa sjóðs eins og annarra sjóða, fyrir tíma verðtryggingarinn- ar. Það er auðvitað verið m.a^að fást við þann halla ennþá.“ Kjartan benti á að þarna væri um kjarasamning við starfsmenn að ræða, en ekki samning sem bankinn ákvæði einhliða. „Það má geta þess að lífeyrissjóðurinn ávaxtaðist ákaflega vel á síðasta ári og skilar nú 7,5% til 8% raun- ávöxtun og stendur alltaf sjálféí undir æ stærri hluta af þessu,“ sagði Kjartan Gunnarsson. Landsbankinn greiðir 24% af launum í lífeyrissjóð 150 mílljónir greiddar í eftirlaunasjóð 1993 - STÆRSTI útgjaldaliður Landsbanka íslands á liðnu ári undir liðn- um óreglulegir rekstrarliðir var framlag bankans í eftirlaunasjóð starfsmanna, sem nam tæpum 150 milljónum króna. Að sögn Hall- dórs Guðbjarnarsonar, bankastjóra Landsbankans, er sjóðurinn reiknaður upp með ákveðnu árabili og síðast þegar það var gert fyrir fjórum árum, var talið að Landsbankinn skuldaði í sjóðinn tæplega einn milljarð króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.