Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 IÞROTTIR UNGLINGA / ISHOKKI Óvíst hvort Skautafélag Akureyrar eða Reykjavíkur verður meistari í elsta flokki Sigrudu 11:0 en fengu á sig kæru SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR sigraði Skautafélag Reykjavík- ur 11:0 í úrslitaleik Islands- mótsins í flokki 16-17 ára. Eins og úrslitin gefa til kynna voru yfirburðir norðanmanna miklir í ieiknum en ekki er út- séð með það hvort liðið vinnur titilinn þar sem Reykjavíkurfé- lagið hefur kært norðanmenn fyrir að nota tvo átján ára leik- menn í úrslitaleiknum. Urslit og mörk íslandsmót unglinga í íshokkí var hald- ið á Skautasveliinu í Laugardalnum. Skautafélag Akureyrar [SA] og Skautafélag Reykjavíkur [SR] sendu lið til keppni í öllum fjórum aldursflokkum. Skautafélagið Bjöminn sendilið í flokka 10 - 12 ára og 13 - 16 ára. 9 ára og yngri SA-SR.........................8:0 Sölvi Ottesen 5, Andri Freyr Magnús- son 2, Bjöm Olsen. Ursiitaleikur: SA-SR.........................7:0 Sölvi Ottesen 4, Andri F. Magnússon 2, Ólafur Hermannsson 1 -. 10 - 12 ára SA-Björninn...................5:1 Haraldur Hannesson 3, Ingvar Jónsson, Daði Tryggvason - Ársæll Þ. Yngvason. SR-SA....................... 2:6 Guðmundur Rúnarsson, Hallur Amar- son - Ingvar Jónsson 2, Eggert Hannes- son, Stefán Hrafnsson, Haraldur Hann- esson, Eiríkur Bekk Eiríksson. Björninn - SR............... 0:2 - Hallur Arason, ívar Öm Jónsson. Úrslitaleikur: SA-SR.........................4:0 Mörk fengust ekki uppgefin. 13-16 ára flokkur SA - Björninn.................2:2 Elvar Jónsteinsson, Rúnar Rúnarsson - Jónas Magnússon, Sigurður E. Svein- bjömsson. SR-SA........................5:12 Styrmir B. Karlsson 3, Helgi Þórisson 2 - Rúnar F. Rúnarsson 3, Kjartan Kjartansson 2, Ingvar Jónsson 2, Har- aldur A. Viltyálmsson 2, Elvar Jón- steinsson 2, Jens Gíslason 1. Bjöminn - SR..................2:0 Jónas B. Magnússon, Sigurður E. Sveinbjömsson -. Úrslitaleikur: Bjöminn - SA..................5:2 Sigurður E. Sveinsbjömsson 3, Jónas B. Magnússon, Friðrik Ó. Sigurðsson - Jens Gíslason, Rúnar Freyr Rúnarsson. 16 - 17 ára SA - SR.......................9:2 Sigurður S. Sigurðsson 3, Oddur Árni Amarson 2, Víglundur B. Bjamason, Jens Gfslason, Haraldur Vilhjáimsson, Rúnar F. Rúnarsson - Guðjón II. Guð- jónsson, James Devine. Úrslitaleikur: SA-SR........................11:0 Sigurður S. Sigurðsson 5, Oddur Ámi Amarson 2, Rúnar F. Rúnarsson, Jónas Rafn Stefánsson, Jens Gíslason, Guðni Helgason. ■Leiktími í eldri unglingaflokkum var 2 x 20 mínútur, 2x15 mínútur í flokki 10-12 ára og 2 x 10 mínútur í yngsta flokknum. Bjöminn meistarí í fyrsta sinn Akureyringar atkvæðamiklir í yngstu aldursflokkunum Leikmennirnir sem hér um ræð- ir eru þeir Sigurður Sigurðsson og Oddur Árni Amarson en þeir skoruðu sjö af ellefu mörkum Akureyrarliðsins. Báðir héldu þeir upp á átján ára afmælisdaginn í febrúar. Akureyringar segjast styðjast við bókun sem gerð hafi verið í íshokkíráði um að aldurs- flokkar eigi að miðast við árgang og að leikmenn sem fæddir séu 1976 hafí rétt til að leika í þessum flokki, óháð því hvort þeir hafi átt afmæli eða ekki. í tilkynningu frá íshokkýnefnd ÍSÍ sem rituð var 15. febrúar og send var samdægurs til þeirra fé- laga sem áttu lið í íslandsmótinu stóð að leikmenn í 1. flokki, 16 - 17 ára mættu leikmenn ekki vera orðnir átján ára og leikmenn 2. flokks, 13-16 ára mættu ekki vera orðnir 17 ára. Að öllu jöfnu færast börn og unglingar upp um flokka í ágúst. inn var mjög hraður og skemmtileg- ur og greinilegt að íshokkí er í stór- sókn hér á landi. „Við höfum verið íslandsmeistar- ar í öllum flokkum þangað til núna. Þessi leikur var mjög skemmtilegur en jafnframt mjög erfiður. Ég mundi segja að þeir hafí haft meiri sigur- vilja en við og þá varði markvörður þeirra mjög vel,“ sagði Rúnar Freyr Rúnarsson, liðsmaður SA í tveimur elstu unglingaflokkunum . Nokkur harka var í úrslitaleikj- unum og pústrar virðast fylgja þess- ari íþrótt þrátt fyrir að harðar sé tekið á brotum í unglingaflokkum heldur en í fullorðinsflokki. Lítið er hins vegar um meiðsli en leikmenn eru með hlífar fyrir hné, olnboga og maga. Aukinn áhugi Símon Sigurðsson er þjálfari Bjamarins og hann var ánægður í leikslok. „Við erum þegar búnir að tryggja okkur Reykjavíkurmeistaratitil og ekki hægt að vera annað en ánægð- ur með liðið. Mér finnst íshokkí allt- af njóta meiri og meiri vinsælda enda er þetta með hraðari hópíþrótt- um í heiminum. Ólympíuleikarnir hafa ýtt undir áhugann og áhuginn hefur aldrei verið meiri. Ishokkí er hins vegar ennþá ný íþrótt hér á landi og það þarf að byggja hana upp. Það háir okkur svolítið að svell- ið skuli ekki vera yfirbyggt.“ » iviorgunDiaoio/r rosu Ekkert gefið eftlr í leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins þegar liðin mættust í undanúrslitum í 13 - 16 ára flokki. Bjöminn fór með sigur og bar síðan sigurorð af SÁ í úrslitaleiknum. SKAUTAFÉLAGIÐ Björninn eignaöist sína fyrstu íslands- meistara í íshokkí um síðustu helgi þegar lið þeirra sigraði Skautafélag Akureyrar 5:2 í hörkuskemmtilegum úrslita- leik í f lokki 13 -16 ára á skauta- svellinu f Laugardal. Bimimir rufu þar með sigur- göngu Akureyringa sem hafa verið nær ósigrandi í yngri aldurs- flokkum. Einn lykilmanna Bjamarins var Ágúst Geir Torfason sem skoraði Lfðsmenn Bjarnarins ræða málin flokki. eitt mark í leiknum og átti þrjár stoðsendingar. „Við höfum æft mjög vel og fengið að spila á meistara- flokksæfingum og það hefur hjálpað okkur. Þá emm við með frábæran þjálfara," sagði Ágúst sem leikur sem kantmaður hjá liði sínu. Eins og flestir aðrir liðsmenn Bjarnarins byijaði hann ekki að æfa íshokkí fyrr en svellið opnaði í Laugardaln- um en hann byijaði að skauta mun fyrr. „Ég bý rétt hjá Bakkatjörn á Seltjarnamesi og byijaði að skauta þar.“ Úrslitaleikur liðanna á sunnudag- í Ieikhléi í úrslitaleiknum í 13 - 16 ára Skautafélag Akureyrar tapaði ekki leik í tveimur yngstu aldurs- flokkunm sem fram fóm í Laugard- alnum um þar síðustu helgi. SA lék til úrslita í öllum flokkum. Lið Skautafélags Akureyrar sem sigraði í flokki 10-12 ára. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Björns- son aðst.þjálfari, Sölvi Ottesen, Matthías Hákonarson, Jón Gíslason, Stefán Hrafnsson, Haraldur Hannes- son, Birgir Þór Þrastarson og Aki Mykkánen þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Ingvar Jónsson, Björn Már Jakobsson, Daði Tryggvason, Eggert Hannesson, Eiríkur Eiríksson, Halldór Ásmundsson, Sturla Jónsson. Fyrir framan eru markverðirnir Ármann Smárason og Gunnar JónSson. Lið Skautafélags Akureyrar sem varð íslandsmeistari í flokki 9 ára og yngri. Talið frá vinstri: Sveinn Björnsson, aðst.þjálfari, Sölvi Ottesen, Björn Olsen, Ólafur Hermanns- son, Hjörtur Davíðsson, Andri Freyr Magnússon, Héðinn Jónsson og Aki Mykkánen þjálf- ari. Fyrir framan er Gunnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.