Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 31 Reynir myndu nú loksins eignast barnið sem þau höfðu svo lengi beð- ið eftir. Og það var litli snáðinn, hann Þorleifur Ami, sem var gleði- gjafinn okkar allra frá fyrstu tíð. Loksins var komið í fjölskylduna h'tið barn sem ég fékk að kynnast, leika við og annast. Og það var ekkert venjulegt barn. Þorleifur var góður, skemmtilegur og hæfileikaríkur drengur. Hann var listrænn og ég man hversu ljúft það var að sitja með honum og mála og teikna myndir. Þannig gátum við frændsystkinin unað okkur tímunum saman þegar við vorum yngri. Þor- leifur orti líka ljóð sem voru falleg og lýstu því svo vel hversu næmur og tilfinningaríkur hann var. Snemma byijaði hann að lesa og hafði gaman af og stundum varð ég að beita brögðum til að ná athygli hans þegar spennandi bækur voru annars vegar. Þó að tíu ár væru á milli okkar vorum við ákaflega náin. Vinátta okkar var mér mjög dýrmæt. í henni fólst hlýja og umhyggja. Mér fannst alltaf að hann væri fremur litli bróð- ir minn en frændi og ég elskaði hann þannig. Ég var bæði stolt og hreykin þegar fólk áleit hann bróður minn og hafði ekki mikið fyrir því að leið- rétta það. Enda þótt fundir okkar hafi ekki verið eins tíðir undanfarin ár og fyrr- um hefur það engu breytt, hiýjan sú sama og umhyggjan sú sama, rétt eins og við hefðum verið samvistum síðast í gær. Og ég veit að við næstu endurfundi okkar muni það einnig verða þannig. Elsku Þorleifur minn, minningu þína mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu og með kvöldbæninni, sem mæður okkar beggja svæfðu okkur með þegar við vorum lítil, kveð ég þig í hinsta sinni með söknuði og trega. Vertu yfir og allt um krir.g með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónssor. frá Presthólum.) Þín frænka, Elín Anna Hreinsdóttir. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lifið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrimsson frá Grímsstöðum.) Kær kveðja, Hjörtur. Fleiri greinar um Þorleif Arna Reynisson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. RADA UGL YSINGAR Barngóð kona óskast til að gæta nokkurra mánaða drengs í Þingholtunum hluta úr degi. Nánari upplýsingar fást í síma 15018. Auglýsing um staðfestingu félagsmálaráðu- neytisins á sameiningu Keflavíkur- bæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafnarhrepps Með vísan til 112. gr. sveitarstjórnalaga nr. 8/1986, sbr. einnig 2. tölulið 1. gr. laga nr. 75/1993, tilkynnir ráðuneytið að það hefur hinn 25. febrúar 1994 staðfest sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafnar- hrepps í eitt sveitarfélag. Jafnframt hefur verið ákveðið: Kosning sveitarstjórnar hins nýja sveitarfé- lags skal fara fram sama dag og reglulegar sveitarstjórnakosningar, þ.e. laugardaginn 28. maí 1994, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga. Kosningin skal vera bundin hlutfallskosning, sbr. 1. mgr. 15. gr. sveitarstjórnalaga. Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags, sbr. 1. mgr. 11.gr. sveitar- stjórnarlaga. Kjörstjórnir þær, sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils samkvæmt 23. gr. sveitarstjórnalaga, skulu vera undirkjör- stjórnir við kosningarnar. Bæjarstjórnirnar og hreppsnefndin skulu koma sér saman um kosningu þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn og verði ráðuneytinu tilkynnt um kosninguna að henni lokinni. Formleg sameining þessara sveitarfélaga skal taka gildi 11. júní 1994. Skoðanakönnun skal fara fram um nafn hins nýja sveitarfélags og skal nafnið ákveðið á grundvelli hennar. Nafn hins nýja sveitarfé- lags verður auglýst sérstaklega. Félagsmálaráðuneytið, 25. febrúar 1994. Megrun er ekki lausnin! Breyting á mataræði til frambúðar er það eina sem hefur áhrif. Ert þú einn/ein af þeim sem ert í eilífum „jó jó“ kúrum? Breyttu um lífsstíl! Það er lausnin. Hópfræðsla, einkatímar. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, löggiltur næringarráðgjafi, sími 14126 eftir kl. 17.00. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Hestamenn Opið hús verður í stóðhestastöðinni í Gunn- arsholti laugardaginn 5. mars frá kl. 14-17. Komið og sjáið stóðhesta framtíðarinnar. Stjórn Stóðhestastöðvar ríkisins. SVFR Opið hús Opið hús verður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur föstudaginn 4. mars. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá: • Myndband frá veiði í einni frægustu laxveiðiá Rússlands. • Veiðileiðsögn um Stóru Laxá. Þeir félagarnir Halldór Þórðarson og Jón G. Baldvinsson fræða okkur um veiði- staði í þessari stórkostlegu laxveiðiá. • Happdrætti, glæsilegir vinningar! Fræðslu- og skemmtinefnd S.V.F.R. SVFH SVFR SVFH SVFR SVFR SVFR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 8. mars 1994 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Brautarholt 10, efri hæð, Ólafsvik, þingl. eig. Guðný B. Gísladóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðursjómanna og islandsbanki hf. (515). Engihlíð 20, 3. hæð fyrir miðju, Ólafsvík, þingl. eig. Gunnar J. Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Ólafsvíkurkaupstaður. Ennisbraut 35, Ólafsvík, þingl. eig. Sjöfn Sölvadóttir, gerðarbeiðandi Ólafsvíkurkaupstaður. Fiskvinnsluhús við Snoppuveg, Ólafsvík, þingl. eig. Hrói hf., gerðar- beiðendur Brunabótafélag íslands, Lífeyrissjóður Vesturlands og Ólafsvikurkaupstaður. Fossárdalur, hesthús, hluti, Ólafsvik, þingl. eig. Jónas E. Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Ólafsvíkurkaupstaður. Hamraendar 5, Stykkishólmi, þingl. eig. Hamraendar hf., gerðarbeið- andi Fiskveiðasjóður (slands. Hellisbraut 20, Hellissandi, þingl. eig. Jökull hf., gerðarbeiðandi Fisk- veiðasjóður (slands. Hjarðartún 1, efri hæð, Ólafsvík, þingl. eig. Súsanna A. Hilmarsdótt- ir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Ólafsvíkurkaupstaður. Laufásvegur 3, Stykkishólmi, þingl. eig. Jóhann B. Kristjánsson og Fanney S. Jóhannsdóttir, gerðarbeiðandi Bókaútgáfan Þjóðsaga. Lágholt 16, Stykkishólmi, þingl. eig. Gestur MárGunnarsson, gerðar- beiðendur Landsbanki íslands, Netasalan hf. og Rafmagnsveitur rík- Munaðarhóll 21, Hellissandi, þingl. eig. Margrét Þoriáksdóttir, gerð- arbeiðendur Rafmagnsveita Reykjavíkur og Sjóvá-Almennar hf. Naustabúð 15, Hellissandi, þingl. eig. Svava Eggertsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna. Ræktunarlóð í Mjóadai, Ólafsvík, þingl. eig. Örn Steingrímsson, gerð- arbeiöandi Glitnir hf. Skipholt 10, Ólafsvik, þingl. eig. Bergsveinn Jóhannsson, gerðarbeið- andi Byggðastofnun, atvinnutryggingadeild. Skúlagata 12, Stykkishólmi, þingl. eig. Sigurjón Helgason, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands, aðalbanki. Smári SH-42, þingl. eig. Rækjunes hf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóð- ur Vesturlands, Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, Lífeyrissjóður versl- unarmanna, Svansprent hf. og (slandsbanki hf. Stóri-Langidalur, Skógarstrandarhreppi, þingl. eig. Sigurjón Helga- son, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Vallholt 26, Ólafsvik, þingl. eig. Hermann Hjartarson, gerðarbeið- andi Ólafsvíkurkaupstaður. Víkurflöt 3, Stykkishólmj, þingl. eig. Björgvin Ragnarsson og Hulda M. Hallfreðsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins og Lif- eyrissjóður starfsmanna ríkisins. Vs. Sigurvon SH-121, þingl. eig. Rækjunes hf., gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, aðalbanki og Guðmundur Runólfsson hf. Ólafsbraut 36, Ólafsvík, þingl. eig. Haraldur Yngvason og Sigurlaug Konráðsdóttir, gerðarbeiðandi Ólafsvíkurkaupstaður. Þjónustumiðstöð v/Hafnargötu í Rifi, Neshreppi, þingl. eig. Kristín S. Þórðardóttirog Sturla Fjeldsted, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður. Sýslumaðurinn iStykkishólmi, 3. mars 1994. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 8. mars 1994 kl. 14.00, á eftirfarandi eignum: Aðalgata 43B, Suðureyri, þingl. eig. Lárus Helgi Lárusson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Brautarholt 6, ísafirði, þingl. eig. Kristján B. Guðmundsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Túngata 17, efri hæð, ísafiröi, þingl. eig. Hlynur Þór Magnússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Unnarstígur 3, Flateyri, þingl. eig. Eiríkur Finnur Greipsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Framhald uppboðs á eftirtalinni eign fer fram á skrifstofu embætt- isins, Hafarnstræti 1, 3. hæð, á Mb. Dýrfirðingi ÍS-58, þingl. eig. Þórður Sigurðsson, gerðarbeiðandi Samvinnusjóður (slands, 7. mars 1994 kl. 14.00. Uppboð Sýslumaðurinn á Isafirði, 3. mars 1994. Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi, (við lögreglustöðina), föstudaginn 11. mars 1994, kl. 15.00: GL 920, IV 439, Y 18970. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 3. mars 1994. Stangaveiðimenn ath.! Nýtt flugukastnámskeið hefst næstkomandi sunnudag í Laugardalshöllinni kl. 10.20 árdegis. Þetta verður síðasta námskeið vetr- arins. Við leggjum til stangir. Kennt verður 6., 13. og 27. mars, 10. og 17. apríl. K.K.R. og kastnefndirnar. I.O.O.F. 1 S 174348'A = I.O.O.F. 12 = 174348V2 = 9. II. Miðilsfundir íris Hall verður með einkatíma til 6. mars. Hún tekur einnig fjölskyldufundi. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 6. mars 1. Kl. 10.30 Skíðaganga: Leirvogsvatn - Mosfellsheiði - Litla kaffistofan. 2. Kl. 13.00 Skíðaganga: Húsmúli - Litla kaffistofan. Ath. að tímasetning þessarar ferðar í Ferðablaði Mbl. hefur misritast. 3. Kl. 13.00 Esjuhlíðar, göngu- ferð. Brottför í ferðirnar frá BSI, austanmegin (og Mörkinni 6). 4. Kl. 13.00 Viðey að vetri. Stutt fjölskylduganga. Brottför frá Viðeyjarbryggju, Sundahöfn. Aðsifundur Ferðafélagsins verður miðvikudagskvöldið 9. mars kl. 20 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Félagar þurfa að sýna félagsskírteini 1993 við inn- ganginn. Venjuleg aðalfundar- störf. Kynnið ykkur fjölbreytt úrval páskaferða. Ferðafélag íslands. Svigmót í Hamragili 1994 Svig 13-14 ára verður haldið í Hamragili 12.-13. mars 1994. Þátttökutilkynningar berist í fax 687845 fyrir þriðjudagskvöld 8. mars. Fararstjórarfundur verður haldinn í skíðaráðsherbergi föstudaginn 11. mars kl. 19.00. Mótanefnd. NY-UNG KFUM & KFUK Holtavegi Fræðslusamvera í kvöld kl. 20.30. Gunnar J. Gunnarsson, lektor, fjallar um Búddadóm og tengir hann nýaldarstefnunni. Allir eru velkomnir á samverur Nýungar. Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn í Dómkirkjunni föstudaginn 4. mars kl. 20.30. Séra María Ágústsdóttir stjórnar og konur frá ýmsum samfélög- um syngja og vitna. Allir velkomnir. Frá Guöspeki- félaginu Ingólfsstratl 22. Askrfftsrsfml Gsnglsrs «r 39673. I kvöld kl. 21 flytur Jón Arnalds erindi um mannþekkingu í húsi félagsins, Ingólfstræti 22. Á laugardag kl. 15 til 17 er opið hús með fræðslu kl. 15.30 í umsjón Helgu Jóakimsdóttur. Á sunnudögum kl. 17 er hug- leiðslustund með fræðslu í um- sjón Sigurðar Boga Stefánsson- ar. Allir eru velkomnir á fundina og aðgangur ókeypis. Spíritistafélag Islands Anna Carla Ingvadóttir miðill er með einkatíma i lækningum og hvernig fyrri jarðvistir tengjast þér í dag. Upplýsingar í síma 40734. Euro - Visa. Opið frá kl. 10-22 alla daga. Hver er meiningin með lífinu? Björn Olstad talar um þetta efni. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 að Lyngheiði 21, Kópavogi. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.