Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Útvarpslaganefnd Sérálit Jóhanns Ola Guðmundssonar Útvarpslaganefnd lauk störfum nýlega með skilum á frumvarpsdrög- um til menntamálaráðherra. Þessi drög hafa verið til umræðu á opinber- um vettvangi undanfama daga. Þar sem ég, undirritaður, stóð ekki að umræddu nefndaráliti, er ekki óeðli- legt að sérálit mitt, sem sent var menntamálaráðherra, birtist op- inberlega og verði þar með hluti þeirrar umræðu sem fram fer um málið. í ljósi þessa fer ég þess hér með á leit við ritstjóra Morgunblaðs- ins að sérálit mitt verði birt í blaðinu. Sérálit Þegar þess var óskað að undirrit- aður tæki sæti í útvarpslaganefnd lá í grófum dráttum fyrir með hvaða áherslum og markmiðum útvarpslög- . in skyldu endurskoðuð. Þetta var síð- ar formlega áréttað í erindisbréfí nefndarinnar. Afstaða ríkisstjómar- flokkanna um þessi efni lá einnig fyrir og hafði víða komið fram. M.a. með tilliti til þessa taldi ég mig eiga erindi að þessu verkefni. Fljótlega kom þó í Ijós að þetta var misskiln- ingur af minni hálfu. Áðumefndar forsendur (þ.e. pólitísk markmið) sem ég taldi vera ytri starfsramma nefndarinnar voru ekki til staðar þegar til átti að taka. Mikið og langt starf útvarpslaganefndar hefur því •I ekki skilað sér í viðsættanlegum árangri að mínu mati. Af þessum sökum get ég ekki orðið aðili að loka- niðurstöðu nefndarinnar þrátt fyrir samstöðu með henni um nokkur smærri atriði. Erindisbréf nefndarinnar skiptist í 12 megin atriði sem flest hafa síð- an marga undirþætti sem taka þurfti afstöðu til. í stórum dráttum má segja að nefndin hafí náð samkomu- Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? Allir fermingamyndatöku tímar aö verða upppantaðir í öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til aÖ gefa þær, að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndast. Barna og fj.myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs , sími: 4 30 20 3 Odýrastir lagi eða viðsættanlegri niðurstöðu í 7 af þessum 12 megin atriðum. Um hin atriðin var hins vegar djúpur grundvallarágreiningur. Eg mun hér á eftir gera grein fyrir afstöðu minni til helstu ágreiningsatriða en láta liggja milli hluta að fjalla sérstaklega um ýmis veigaminni ágreiningsat- riði. Rétt er að árétta að ég nota orðið „útvarp“ sem samheiti yfir hljóðvarp og sjónvarp. Fyrsta ágreiningsatriði mitt við nefndina er liður 4 í erindisbréfi; „Hlutdeild ríkisins í útvarpsrekstri, þar með talið fjármögnun og rekstr- arfyrirkomulag". Þessi liður skiptist í þrjá þætti sem hér verður gerð grein fyrir í röð, fyrst „Hlutdeild rík- isins í útvarpsrekstri", síðan „rekstr- arfyrirkomulag" og að lokum „fjár- mögnun". Hlutdeild ríkisins í útvarpsrekstri Það á sér sögulegar skýringar af hveiju hið opinbera hóf rekstur út- varps (fyrst hljóðvarps síðar sjón- varps) hér á íslandi eins og hafði gerst víða erlendis. í upphafí var óheyrilega kostnaðarsamt að heíja slíkan rekstur enda var öll tækni til dagskrárgerðar og dreifíngar bæði dýr og ófullkomin. Af þessum sökum var það varla á færi annarra en opin- berra aðila að standa fyrir rekstri af þessu tagi á minni eða stijálbýlum markaðssvæðum s.s. á íslandi. Vert er að hafa í huga að á stærri og þróaðri markaðssvæðum eins og í Bandaríkjunum höfðu einkaaðilar bolmagn til að fjárfesta og kosta þennan rekstur frá upphafí m.a. með því að uppgötva og virkja gildi aug- lýsinga í útvarpi og einnig löngu síð- ar með lokuðu áskriftarkerfí. ísland gamla tímans með sitt litla og van- þróaða markaðs-, fjármála- og efna- hagskerfí var því ekki tilbúið að taka þátt í þessari þróun nema fyrir at- beina ríkisins. Ég deili því ekki um réttmæti þess að íslenska ríkið hóf í upphafi rekstur útvarps. Þvert á móti má virða það framsýna fólk sem þær ákvarðanir tók. En með sama SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur meö ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eöa í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 hætti og opinberir aðilar stóðu að upphafsskrefum prentlistarinnar og útgáfustarfsemi almennt, eftirlétu þeir einstaklingum að taka við þróun þessarar starfsemi, hvort heldur var í formi bókaútgáfu eða blaðaútgáfu, ætti ríkið nú að láta fjölmiðlarekstur sinn í hendur einstaklingum og markaðslögmálum. ísland í dag er að tnínu mati undir þá þróun búið bæði markaðslega, tæknilega og fjármálalega. En um þetta atriði eru skiptar skoðanir. Helstu rök ríkisrekstrar- sinna í útvarpi eru, að af öryggis-, dreifingar-, hlutleysis- og sér- íslenskum hámenningarástæðum skuli ríkið halda úti útvarpsrekstri. Að mínu mati er auðvelt að hrekja þennan málflutning og verður leitast við að gera það hér á eftir: Öryggisþáttur Rök um öryggisþjónustu Ríkisút- varpsins eru úrelt af ýmsum ástæð- um bæði tæknilegum og öðrum. Það er liðin tíð að allir landsmenn hlusti eða horfi á Ríkisútvarpið á sama tíma. Öryggistilkynningum er því ekki sjálfkrafa best komið til skila eingöngu þar. Þvert á móti eiga slík- ar tilkynningar að birtast á öllum ljósvakamiðlunum samtímis, þannig næst best til þjóðarinnar. Allar slíkar tilkynningar fá fyrirvaralausan forgang inní dagskrá allra einka- stöðvanna þegar þörf krefur sbr. núgildandi lög. Einkaaðilum er það engin hindrun að uppfylla þau skil- yrði sem uppfylla þarf í þessum efn- um ef almenn samkeppnisskilyrði við ríkisreksturinn yrðu jöfnuð. M.a. af veðurfarslegum ástæðum er bilana- tíðni dreifíkerfís Ríkisútvarpsins til að draga úr öryggisgildi kerfísins svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Stöð 2 telur sig t.d. búa við öruggari dreif- ingu en Ríkisútvarpið gerir, þar sem dagskrá er dreift á ljósleiðarakerfí Pósts og síma. Dreifíngarþáttur Dreifíngarþátturinn er m.a. háður virkni kerfisins og áreiðanleika sbr. hér að framan um öryggisþáttinn. Það hvílir lögbundin kvöð á Ríkisút- varpinu að dreifa dagskrá sinni-til allra landsmanna enda sé það réttur þeirra og jafnframt helsta réttlæting fyrir afnotagjaldinu sem komið verð- ur að síðar. Ríkisútvarpið hefur haft áratuga sérstöðu á íslandi en uppfyll- ir ekki ennþá hina lögbundnu skyldu sína um dreifíngu. Islendingum er ennþá mismunað í þessum efnum. Jafnvel þó Ríkisútvarpið segi að 99% þjóðarinnar nái dagskrá þeirra, er það vart fullnægjandi. Kvöðin er ekki uppfyllt. Hver ákveður hveijir þessir annars flokks íslendingar skuli vera sem tilheyra þessu 1 prósenti sem ekki njóta þessa réttar? Við eðlileg samkeppnisskilyrði er það mat mitt að einkastöðvamar uppfylltu þetta skilyrði fljótt og vel sbr. að á örfáum ámm hefur Stöð 2 komið sér upp dreifikerfi sem nær til u.þ.b. 96% þjóðarinnar, án nokk- urra opinberra styrkja. Hlutleysiskvaðir Allir sem fylgjast með dagskrár- gerð og fréttum vita að þetta er kvöð sem heldur ekki í reynd og á það við um alla fjölmiðla. Ríkisút- varpið er þar engin undantekning eða hefur neina sérstöðu umfram aðra miðla. Sér-íslensk hámenningar- dagskrárgerð Ég veit að starfsfólk einkastöðv- anna hefur ekki minni metnað til íslenskrar dagskrárgerðar en starfs- fólk Ríkisútvarpsins. Það er ekkert í dagskrárgerð Ríkisútvarpsjns sem aðrir geta ekki framkvæmt. Ástæður þess að ekki er meira gert að magni til í þessum efnum hjá einkastöðvun- um í dag er óviðunandi fyrirferð Rík- isútvarpsins á markaðnum og það uppsog fjármagns sem þangað fer s.s. vegna ójafnrar samkeppnisstöðu á kostunar- og auglýsingamarkaði, svo aðeins ein ástæða sé nefnd. Allt tal um að það séu metnaðarlausari og óþjóðhollari íslendingar eða á annan hátt verra fólk á einkastöðv- unum, er auðvitað ómerkilegur áróð- ur sem á við engin rök að styðjast. En þessir starfsmenn einkastöðv- anna verða að taka tillit til fjárhags- legra aðstæðna á hveijum tíma eins og allir aðrir íslendingar þurfa að gera, nema Rikisútvarpið. Hjá Ríkis- útvarpinu streyma afnotagjöldin allt- af inn algerlega óháð efnahags- ástandi þjóðarinnar. Sú dagskrár- gerð sem nú fer fram á Ríkisútvarp- inu og er um margt mjög góð, gæti því að mínu mati orðið jafngóð eða betri í höndum einkaaðila við eðlileg- ar samkeppnisaðstæður. Ég fullyrði það hér fyrir mitt leyti að þó ríkið stæði ekki í rekstri út- varps myndi það í engu skaða þá hagsmuni sem talið er að réttlæti tilvist Ríkisútvarpsins. Jafnframt fullyrði ég að þó allur útvarpsrekstur á íslandi yrði færður í hendur einka- aðilum mætti auðveldlega tryggja að þeim sértæku kröfum sem nú eru gerðar til Ríkisútvarpsins yrði full- nægt, þ.m.t. sérkröfur um dagskrár- gerð og dreifingu dagskrár um allt landið og næstu miða og jafnframt kröfur um endurgjaldslausa áskrift til aldraðra. Allt byggist þetta þó á grundvallarkröfum einkamiðlanna um jöfnun samkeppnisstöðu gagn- vart ríkinu. Mér er ljóst að uppi eru misjafnar skoðanir um þessi atriði. Það er því réttur hinna að gagnstæð sjónarmið komi fram. Ef talið yrði óhjákvæmilegt annað en að ríkið sjái um að fullnægja þeim skyldum sem framar voru nefndar þarf að byija á að spyija sig hvemig umgjörð og umfang þyrfti að hafa á slíkum rekstri. Ég bendi þá á að slík- um skyldum má fullnægja með öllu á einni hljóðvarpsrás! Allur annar rekstur Ríkisútvarpsins hefur því ekkert með grunnþjónustuna að gera, heldur er hann viðbót sem rétt- lætir sig undir formerkjum krafna um nauðsyn opinbers rekstrar á grunnþjónustunni. Núverandi fjár- þörf Ríkisútvarpsins er því byggð á þjónustuframboði sem fólk ætti að hafa val um hvort það vildi. Þannig verða til rök fyrir því að afnotagjald- ið yrði mishátt, allt eftir því hve mikil þjónusta yrði keypt af Ríkisút- varpinu og valdið fært til neytand- ans, en honum þó gert með lögum að greiða fyrir grunnþjónustuna. Þess vegna er nauðungargjaldið margfalt of hátt m.v. grunnforsend- ur. Þessi hugmynd byggist á tvískipt- ingu afnotagjaldsins. Grunnþjónust- an byggist á rekstri einnar hljóð- varpsrásar. Allt annað þjónustufram- boð Ríkisútvarpsins væri háð mark- aðslögmálum. Rétt er að árétta að ég er alfarið á móti tilvist afnota- gjaldsins en bendi á mismunandi útfærslu þess til aukinnar sanngirni frá því sem nú er. Vandamálið á bak við þessa óstöðvandi fjárþörf Ríkisút- varpsins er því fyrst og fremst of- vöxtur stofnunarinnar langt umfram það sem viðsættanlegt er. Ég nefni sem annað dæmi um óþarfan ofvöxt en fjárfrekan; svæðisútvörpin (hljóð- vörp). Ég er algerlega á móti því að Ríkisútvarpið reki svæðisútvarps- stöðvar (hljóðvarpsstöðvar) um land- ið og tel beinlínis að slíkur rekstur hamli frumkvæði staðarfólks til að takast á hendur hljóðvarpsrekstur á þeim forsendum sem gilda á á hveiju svæði. Fréttaritarakerfi um landið ætti að duga Ríkisútvarpinu. Frum- kvæði landsbyggðarfólks er drepið í dróma með miðstýringaráráttu nú- gildandi kerfís. Ný tækni til flutnings dagskrár gerir einnig mögulegt fyrir framsækið dagskrárgerðarfólk á landsbyggðinni að dreifa dagskrá sinni um allt land með stöðugt lækk- andi tilkostnaði á Ijósleiðarakerfi Pósts og síma. Ég tel að sjálfstæðar landsbyggðarstöðvar myndu auka á menningarlega fjölbreytni i hljóð- varpi. Mín tillaga í nefndinni var því sú að Ríkisútvarpinu væri falið að aðstoða landsbyggðarfólk til sjálf- stæðs hljóðvarpsrekstrar bæði með fagþjálfun og sölu, á góðum kjörum, þeirra tækja sem nú eru á vegum Ríkisútvarpsins út um landið. Sam- starfssamningar milli fijálsra hljóð- varpsstöðva um allt land yrðu mögu- legir, menningarfjölbreytni til góða. Þá hef ég áhyggjur af þvi að þó nefndin vilji aflétta kvöðum af Ríkis- útvarpinu varðandi útsendingu á tveimur hljóðvarpsrásum um landið verði hað ekki til þess að stofnunin dragi úr rekstrarkostnaði og fækki rásum niður í eina, heldur þvert á móti breyti engu eða jafnvel auki umsvifin. Sama gildir um réttinn til að sjónvarpa á fleiri en einni rás til lengri eða skemmri tíma. Það væri frekar í anda Ríkisútvarpsins að bæta við sig fremur en sníða rekstur- inn að fjárhagslegum tekjuveruleika sínum. Af rekstrartölum um langt skeið má nefnilega sjá að taprekstur er ekki litinn mjög alvarlegum aug- um þar á bæ enda mun þjóðin á endanum borga þann eyðslubrúsa. Hvert er þá vandamálið? Rekstrarfyrirkomulag Nefndin var sammála um að nú- verandi rekstrarfyrirkomulag Ríkis- útvarpsins væri mjög óheppilegt og ekki líklegt til að skila markvissri stjómun eins og dæmin sýna. Nefnd- in skoðaði ýmis rekstrargögn og áætlanir af ýmsu tagi og ræddi við nokkra stjómendur Ríkisútvarpsins. Eftir þessa skoðun sannfærðist ég um að verulega vantar á að faglegum vinnubrögðum sé beitt við áætla- nagerðir og reksturinn almennt. Rekstrarlega innsýn og heildaryfir- sýn skortir og hefur oft leitt stofnun- ina í fjárhagslegar ógöngur á liðnum ámm. Kostnaðaraðhaldi er mjög ábótavant. Stofnunin er að mínu mati mjög óskilvirk stjórnunarlega. Gegnum tíðina sýna fjölmörg dæmi að ríkið — stjómmálamenn — alþingi — eiga ekkert að hafa með rekstur íjölmiðla að gera. Endalausar eijur milli fulltrúa eigenda og starfs- manna em látnar dynja á þjóðinni í tíma og ótíma. En á meðan ríkið á og rekur frjölmiðil geta starfsmenn ekki vænst þess að lögbundinn réttur stjómmálamanna eða annarra yfir- manna þar á bæ sé ekki notaður á hveijum tíma til stjómunar eins og þetta fólk hefur vit og sannfæringu til. í þessum efnum er ekki bæði sleppt og haldið. Mig greindi _á við nefndina m.a. um hlutverk Útvarpsráðs sem ég taldi að ætti að fá fullkomna rekstr- arlega ábyrgð ef á annað borð stofn- unin ætti að vera til. Þetta hálfkáks- ráð kemur engum að gagni þó þar sitji hið mætasta fólk. Kerfið er úrelt. Fjármögnun Eins auðvelt og það var að rétt- læta afnotagjöldin í upphafi útvarps- rekstrar á Islandi sem nauðsynlegan hluta af brautryðjendastarfi em þau óveijandi kvöð á íslendingum í dag. Svo mikið hafa forsendur breyst í tímans rás. Afnotagjöldin sem skatt- ur er svo siðlaus að ekki er lengur hægt að una við. í honum felst svipt- ing sjálfsákvörðunarréttar einstakl- inga sem hafa ekki réttinn til að velja sér það útvarpsefni sem þeir telja sér henta, sbr. þeir sem geta ekki veitt sér að kaupa dagskrá Stöðvar 2 til viðbótar dagskrá Ríkis- útvarpsins og svo hinir sem þurfa fyrst að greiða fyrir afnot sem þeir vilja ekki, til að fá aðgang að því efni sem þeir kjósa. Klassískar sam- líkingar um önnur efni en sambæri- leg,’ s.s. ríkisblaðið á undan Morgun- blaðinu eða ríkisbókin á undan sjálf- stæðri bókaútgáfu, þekkja allir og gera þetta fyrirkomulag aumkunar- vert. Sá hópur fer ört vaxandi við núverandi þjóðfélagsaðstæður sem verður að velja á milli þess sem eyða má í og mun því ekki áfram una þessu oki. Ekki er það nóg að misbjóða svona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.