Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 29 sjálfsákvörðunarrétti íslendinga heldur felur þessi eilífðarvél (afnota- gjaldið) í sér sjálfvirkt tekjustreymi til Ríkisútvarpsins, alveg sama hvernig árar hjá öllum öðrum í land- inu. Það er einnig að mínu mati þessi sjálfvirkni í tekjuöflun sem hefur slævt rekstrarvitund þeirra sem hafa haldið um ijármál þessarar stofnunar með þeim árangri að varla sjást ann- að en taptölur frá rekstri Ríkisút- varpsins. En í krafti þessarar tekjulegu sér- stöðu leikur Ríkisútvarpið einnig al- gerlega lausum hala á almennum auglýsinga- og kostunarmarkaði. Engu er eirt. Fjárþörfin eykst stöð- ugt, engin bönd halda rekstrinum í skefjum. Mín skoðun er sú að ef Ríkisút- varpið á að vera til sem ríkisstofnun ætti hún að vera á ijárlögum og vera þannig háð sömu hagsveiflum og aðrir íslendingar á hveijum tíma. Að auki ætti stjómendum stofnunar- innar ekki að líðast að leggja fram áætlanir sem byggjast á taprekstri. Fyrir þá sem eru að keppa á þessum sama markaði, bæði ljósvakamiðlar og dagblöð, er það óþolandi að sjá Ríkisútvarpið á kostunar- og auglýs- ingamarkaði í skjóli skattalegrar sér- stöðu. Mig furðar á að á sama tíma og Ríkisútvarpið talar um sérstöðu pína gagnvart öllum öðrum að stofn- unin skuli þá vilja lúta þeim lögmál- um sem gilda á hinum almenna við- skiptamarkaði. Þeim væri hollt að líta til nágranna sinna hjá BBC í þessum efnum. Næsti stóri ágreiningsliður minn við nefndina er liður númer 6 í erind- isbréfí útvarpslaganefndar og heitir „Hvernig tryggja megi sem jafnasta aðstöðu ljósvakamiðla hér á landi“. Liðir 9 og 12 falla inn í sama lið. Nefndin telur, að það að setja skorður við því að hægt sé að stela lokaðri dagskrá Stöðvar 2 hafí eitt- hvað með jöfnun samkeppnisaðstöðu að gera. Því er ég algerlega ósam- mála. Það að banna þjófnað í hvaða mynd sem er ætti að teljast eðlilegt réttlætismál í samfélagi eins og okk- ar og hefur ekkert með samkeppnis- mál að gera. Ef svo væri ekki þá væri hinn valkosturinn að lögleiða réttinn til að stela. Um þetta ætti vart að þurfa að ræða nema af gefnu tilefni, því miður. Þá telur nefndin stofnun Dag- skrárgerðarsjóðs vera bætta sam- keppnisstöðu fyrir einkamiðlana. Mér fínnst lítið til koma, því Ríkisút- varpið getur fengið óbeina úthlutun úr sjóðnum gegnum samstarf við sjálfstæða dagskrárgerðarmenn. Fróðlegt verður að mæla gildi þessa ákvæðis í framtíðinni í dagskrá Rík- isútvarpsins. Ég hefði talið eðlilegt samkeppnisumhverfi tryggustu leið til eflingar innlendrar dagskrárgerð- ar, í stað þessa endalausa sjóðafarg- ans, á þessu sviði sem öðrum í þjóð- félaginu, og er ævinlega lakara starfsumhverfi en ákvörðun um heil- brigt viðskiptalíf. Sértækar lausnir, svo sem sjóðatilbúnaður, eru ófagleg- ar lausnir á óvönduðum ákvörðunum. Til sanns vegar má færa að afnám Menningarsjóðsins bæti almennt séð örlítið úr fyrir einkastöðvarnar en þó hlutfallslega meira fyrir Ríkisút- varpið vegna hærra auglýsingahlut- falls af tekjum. Aðrir telja að einung- is sé þar um að ræða eðlilega leiðrétt- ingu á óveijandi fyrirkomulagi sem var pólitískur bastarður við tilbúning laga um frelsisgjöf í ljósvakamiðlun um miðjan síðasta áratug. Tilraunir til að hefta fyrirferð Rík- isútvarpsins á auglýsinga- og kost- unarmarkaði með virkum tímatak- mörku'num mistókust með öllu þó það væri raunhæfasta leiðin til jöfn- unar samkeppnisstöðu einkamiðl- anna gagnvart Ríkisútvarpinu og sú hreinlegasta eins og mál standa mið- að við að afnotagjaldakerfinu verði viðhaldið. Af hveiju ekki Ríkis- útvarpið ef BBC getur forsvarað þetta fyrirkomulag? Er það skylda ríkisins að dreifa auglýsingum um iandið þvert og endilangt? Ég tel eins og fram er komið allar • raunhæfar tilraunir til jöfnunar þessa hróplega misréttis á milli Ríkisút- varpsins annars vegar og einkastöðv- anna hins vegar hafa mistekist með öllu. Eins og fram er komið tel ég því starf útvarpslaganefndar hafa mis- tekist í megindráttum. Ég er þeirrar skoðunar að í nútíma samfélagi eigi íslenska ríkið ekkert erindi í útvarps- rekstur, en hefði jafnvel getað hugs- að mér að lifa við þann veruleika, ef útvarpslaganefndin hefði haft ein- hvern minnsta áhuga á að afnema þá gegndarlausu mismunun sem er á samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins og einkareknu ljósvakamiðlanna. Þvert á móti mun nefndin leggja til að núverandi misrétti verði áfram lögbundið í öllum megin atriðum. Því er borið við að ekki sé pólitískur vilji á alþingi íslendinga til að breyta lög- vörðu rekstrarmisrétti þessarar starfsgreinar innbyrðis. Misskilning- urinn stóri hjá mér var að ég taldi það hlutverk stjómmálamanna að gera ávallt sitt ítrasta til að skapa sem eðlilegast starfsumhverfi aðila innan sömu greinar. Mér finnst því skrýtið ef stjórnmálamenn einsettu sér að staðfesta lög um eins mikið misrétti og frekast er unnt í þessum efnum. Einhvers staðar skortir sam- hengi í yfirlýsingar og efndir. Ýmis önnur ágreiningsatriði mætti nefna til viðbótar þeim sem hér hef- ur verið fjallað um en ég tel óþarft að fjölyrða um þau vegna tiltölulega lítils vægi þeirra í heildarsamheng- inu. Þó langar mig að endingu til að leiðrétta þann misskilning sem fram kemur í texta nefndarinnar og er svo hljóðandi; „Er þessi breyting gerð í samræmi við þá skoðun útvarpslaga- nefndar að Ríkisútvarpið gegni best því hlutverki sínu að vera samnefn- ari þjóðarinnar...“ Ég hafna því al- gerlega að Ríkisútvarpið sé þessi samnefnari eða eigi yfir höfuð að vera það. Það er vart að undra þó lítið hafí gengið í átt til upphaflegra markmiða nefndarinnar, sbr. erindis- bréf hennar, þegar texti sem þessi er til í hugskoti manna. Jóhann ÓIi Guðmundsson. íslcindskostur rcrmingar Verö frá 1400 kr. á mann (>1 48 49 VERSLUN í BORGARKRINGLUNNI. SÍMI 677340 Minnmg Guðmundur Jón Dan Marsellíusson Fæddur 26. október 1927 Dáinn 22. febrúar 1994 í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Isafjörð. (Guðmundur Guðmundsson) Nú ert þú farinn. Eftir stutt en erfið veikindi hefur þú fengið hvíld. Við systkinin viljum þakka þér fyr- ir samfylgdina. Það verður erfitt að sætta sig við að fá ekki hring- ingu frá þér og spjalla í símann um heima og geima, eins og oft eftir að þú fluttir til Sandgerðis. Alltaf glaður og reifur. Samverustundirnar okkar hér á ísafirði voru ljúfar, en hér bjóst þú 62 ár. Þú varst stoð okkar á erfiðum stundum og manna glaðastur á góðra vina fundum. Það er stór systkinahópur sem kveður þig nú. Við þökkum þér hlýjuna og alla þína vináttu. Eftir sitja minningar um góðan bróður. Við þökkum fyr- ir að hafa átt þig að um stund. Guð blessi minningu þína. Jónína, Áslaug, Krislján, Kristín, Helga, Högni, Bettý, Þröstur, Sigurður og Messíana. í dag, 4. mars, kveðjum við elsku afa okkar, Guðmund Marsellíusson, sem lést eftir stutta legu á Borgar- spítalanum 22. febrúar sl. Það eru tæp 5 ár síðan afi og amma fluttust frá Isafirði hingað til Sandgerðis og mikið hefur okkur barnabörnunum þótt gott að hafa ykkur svona nálægt okkur. Það var svo stutt að skjótast yfir og fá sér skyr í hádeginu með afa og líka þegar við vorum búin í skólanum að koma við og fá afaköku. Líka voru margar ferðir farnar í vinnu- húsið hans afa og þá sérstaklega síðasta sumar, þegar við vorum að byggja kofann okkar, þá var alltaf leitað til afa ef eitthvað vantaði og aldrei fórum við tómhent til baka. Elsku afi okkar, þó varst okkur alltaf svo góður, við trúum því að nú líði þér vel og þú gangir léttstíg- ur um hjá Guði. Guð geymi þig. Elín Björg, Veigar, Albert og Rúnar. Bílvelta í FÓLKSBÍLL valt á veginum skammt austan við Hnappavelli í fyrradag. Ökumaður og farþegi, sem eru útlendingar, sluppu með skrámur. Þakkar lögreglan bíl- beltanotkun að ekki fór verr. • • Oræfum Slysið varð þar sem bundið slitlag endar og missti ökumaður stjórn á bílnum við að fara á malarveginn. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu. HORNSÓFI - SVEFNSÓFI - EITT HANDTAK - Verð kr. 75.000,- stgr. Verð kr. 99.000,- stgr. Nýjar gerðir af svefnsófum Hagstætt verð VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 812275 og 685375. CB raöorelðslur ÞJONUSTU- SÍMI Við tökum við ábendingum og tillögum sem varða þjonustu SVR í símsvara 8I4626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf °!E£É mui rSl ]pp Bílamarkadunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. iem Ford Escort XR3i '87, hvítur, 5 g., ek. 96 þ. km., álfelgur, samlitir stuðarar o.fl. V. 630 þús., sk. á ód. MMC Lancer GL ’90, grásans, 5 g., ek. 76 þ., spoiler o.fl. Fallegur bfll. V. 680 þús., sk. á ód. Volvo 440 GLT '89, svartur, 5 g., ek. 80 þ., álfelgur, spoiler o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Mercedes Benz 280 SE '82, silfurgrár, sjálfsk., ek. 127 þ., toþplúga, álfelgur o.fl. Tilboðsverð 980 þús. stgr. MMC Galant GLSi hlaðbakur ’92, hvítur, sjálfsk., ek. 40 þ. V. 1450 þús. É Subaru Legacy 1.8 Sedan ’91, rauður, 5 g., ek. 56 þ., sóllúga, dráttarkúla, rafm. rúðum o.fl. V. 1380 þús. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð ur, 1300 vól, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 6 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. MMC Lancer GLX hlaðbakur '90, sjálfsk. ek. 68 þ., ráfm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Vantar sjálfsk. station. MMC Lancer EXE '88, 5 g., ek. 63 þ. rafm. i rúöum o.fl. V. 570 þús. Toyota Carina E '93, sjálfsk., ek. 27 þ. rafm. í rúðum, álfelgur, ABS o.fl. V. 1750 þús. Toyota Carina XL '90, Ijósblár, sjólfsk ek. 79 þ. V. 880 þús., sk. á ód. Citroen BX14 '86, grásans, ek. 102 þ. Tilboðsverð kr. 220 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 62 þ Gott eintak. V. 690 þús. stgr. MMC Colt GL '90, grænsans, 5 g. ek. 72 þ. V. 650 þús. Toyota Double Cab SRS bensín '93, m/húsi, 5 g., ek. 20 þ., álfelgur, brettakant- ar, 31“ dekk o.fl. V. 2.050 þús. Toyota 4Runner V-6 '93, 4ra dyra, 5 g ek. 2 þ. km. V. 2.9 millj. Toyota Corolla XL '90, 3ja dyra, 4 g., ek 70 þ. V. 680 þús. MMC Lancer GLX '92, silfurgrár, sjálfsk ek. 23 þ. V. 1050 þús. stgr. Fjöldi bifreiða á tilboðsverði. Greiðslukjör við allra hæfi. MetsöhiHad á hverjwn degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.