Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Eldhúsverk Pinters _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Hitt húsið og íslenska leikhúsið VÖRULYFTAN Höfundur: Harold Pinter Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson Leikmynd: Gunnar Borgarsson Lýsing: Sigurður Guðmundsson Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilm- arsson Leikstjóri: Pétur Einarsson Tveir menn. Innilokaðir. Bíða. Eftir einhveijum. Kannski sjálfum sér. Einhvern veginn þannig mætti súmmera upp þetta leikrit Pint- ers. En síðan kemur hið ósagða; óttinn sem persónurnar, Ben og Gus, reyna að leyna hvor fyrir öðrum — og sjálfum sér. Þeir bíða eftir að fá skipun um að fram- kvæma eitthvert gruggugt verk. Hafa oft gert það áður. En núna er einhvem veginn allt öðruvísi en þeir eru vanir. Gus tekur eftir því og verður öryggislaus. Ben lætur eins og allt sé í stakasta lagi. Þeir em æði ólíkir. Ben er yfirvegað snyrtimenni, Gus er hálf rytjulegur og taugaveiklaður og fer óskaplega í taugarnar á Ben, þótt þeir hafi unnið „verk“ sín saman í mörg ár. Þeir hafast að í eldhúsi í fyrr- verandi veitingahúsi og bíða. Það er Ben sem gefur skipanir og beitir Gus andlegu ofbeldi. Hann mundar byssu sína óhikað, til að láta Gus hlýða sér, ef aðrar að- ferðir virka ekki. Og Gus situr og stendur, eftir skipunum. Hann kann það. Eins og venjulega hjá Pinter eru samtölin innantóm og nánast um ekkert. Texti verksins er óhemju knappur og gefur mjög takmarkaðar upplýsingar um verkefni þeirra félaga. Allt sem mikilvægt er, er látið liggja á milli hluta. Það hefur verið sagt um Pinter að hann sé leikara-leik- ritahöfundur; það er að segja að hann skrifi leikrit sín þannig, að það reyni á allt sem leikari kann og getur til að verk hans komist til skila. Það er óhætt að segja að hann mati ekki áhorfandann með orðavaðli og leyfir sér mis- kunnarlaust að teygja lopann með endurtekningum. I Vörulyftunni skipar Ben Gus aftur og aftur að hita te. En það er ekki skipunin sjálf sem skiptir máli, heldur hvemig hann skipar fyrir. Hann verður sífellt meira ógnandi og Gus verður stöðugt hræddari. Ekki bætir úr skák, þegar vöru- lyftan í eldhúsinu í þessu yfír- gefna húsi fer að koma með send- ingar. s Þórarinn Eyijörð fer með hlut- verk hins taugaveiklaða Gus. Að mestu leyti var hlutverkið vel unnið. Þórarinn hefur mjög góða tilfinningu fyrir fínlegum drátt- um. Bestu kaflarnir í karakter- sköpun hans voru hljóðu kaflarn- ir, þar sem Gus er að vandræðast með skó sína og sokka og nánast að snúast í reiðileysi í kringum sjálfan sig. Raddbeitingin finnst mér vera helsti veikleiki Þórarins. Hann hefur ekki nægilegt vald yfir henni til að skila blæbrigðum þeirra tilfinninga sem hann er að túlka. Að minnsta kosti ekki í þessu hlutverki. En það vantar aðeins herslumuninn og vegna þess hversu svipbrigði og hreyf- ingar eru vandlega unnin, þá ber minna á þeim litlu og fáu brot- alömum sem voru í túlkun hans á Gus. Halldór Bjömsson fer með hlut- verk Bens. Þar fannst mér skorta mun meira á karaktersköpun. Ben, sem er ógnandi og ríkjandi í samskiptunum, náði ekki að lifna sem skyldi. Að mestu leyti fannst mér Halldór ofleika; svipbrigði voru ýkt og raddbeitingin lærð og óeðlileg, þótt textameðferð hans sé vansalaus. Návígið við áhorfendur er of mikið til að stór- leikur skili sér. Mér fannst Hall- dór leika yfir og aftur fyrir áhorf- endur, þannig að það var erfitt að ná sambandi við persónuna. Það er bráðskemmtilegt uppá- tæki hjá íslenska leikhúsinu að leika í gamla eldhúsinu í Þór- skaffi. Leikmyndin hefur staðið þarna og beðið eftir þessu leikriti í mörg ár og það ber að hrósa aðstandendum leikhússins fyrir útsjónarsemi í nýtingu á húsnæði í stað þess að gefast upp fyrir því að ekki er hægt að frá leikhús með réttu leiksviði. Umhverfi fé- laganna Gus og Bens var því í miklu samræmi við verkið og út- lit sýningarinnar er gott. Leikstjómin er að mestu leyti góð. Staðsetningar og hreyfingar eru vel unnar í þessu rými sem á margan hátt er flókið, þar sem umgjörð sýningarinnar hefur í rauninni hvorki upphaf né endi. Hins vegar var ekki nógu mikil spenna í samleik þeirra Þórarins og Halldórs. Þegar 25 mínútur voru liðnar af sýningunni, hafði ég á tilfinningunni að þeir hefðu misst samband við áhorfendur og það samband náðist ekki aftur fyrr en vörulyftan fór af stað. Þar held ég að hafi skipt mestu máli að Halldór virtist ekki hafa mjög sterka tilfinningu fyrir þeim Ben sem hann var að túlka. Eins og öll leikrit Pinters er Vörulyftan sérkennilegt og skemmtilegt verk. Það er snöggt- um meiri húmor í því en mörgum öðrum verka hans og sá húmor er vel nýttur í þessari sýningu. Þrátt fyrir nokkrar brotalamir, er stundin í eldhúsinu í gamla Þór- skaffi ánægjuleg og glettilega góð tilbreyting. Jóhanna Gunnarsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir. Tónlistarskólinn á Húsavík Morgunbiaðið/Silli. Nemendatónleikar Husavik. TÓNLISTARSKÓLINN á Húsavík efndi til nemendatónleika í tilefni degi tónlistarskólanna 26. fyrra mánaðar í sal Tónlistarskólans. Fram komu 15 nemendur sem léku á píanó, fiðlu, gítar og blást- urshljóðfæri og viðfangsefni þeirra voru fjölbreytt og misjafnlega erfið í flutningi. Það er ekki hægt annað en að sakna þess að ekki skyldu hafa heyrst orgeltónar frá svona fjöl- mennum skóla, sem telur 250 nem- endur, en hér í héraði er tilfmnan- lega skortur á orgelleikurum. Ekki er þó hægt að segja að okkur vanti beint hljóðfæraleikara á þau hljóð- færi sem á tónleikunum var leikið. Fréttaritari. í blíðu og stríðu Bókin um ástina og hjónabandið BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina í blíðu og stríðu - bókin um ástina og hjónabandið eftir Valgerði Katrínu Jónsdóttur. Bókina prýðir földi ljósmynda eftir Báru Kristinsdótt- ur sem teknar voru sérstaklega fyrir útgáfuna. í kynningu Forlagsins segir: „Hjónabandið er nánasta samband tveggja einstaklinga, hornsteinn fjölskyldunnar og fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. En við vitum lítið um þennan hyrninga- stein og hvað samfélagið gerir í rauninni litlar kröfur til þeirra sem láta innsigla samband sitt með hjónavígslunni. Þessi bók er þess vegna ætluð þeim sem eru að leita sér að lífs- förunaut og einnig þeim sem hafa fundið förunautinn en eru enn að leita hamingjunnar með honum. Hér er fjallað um makaval, þrosk- aða og óþroskaða ást, réttarstöðu hjónabandsins, brúðkaup og brúð- kaupssiði, ólíka menningu kvenna og karla og leitina að jafnrétti í hjónabandi. En erfiðleikarnir eru margvís- legir og því er í bókinni fjallað á nærfærinn hátt um þau margvís- legu vandamál sem mæta öllum hjónum á lífsleiðinni og bent á leiðir til að leysa þau og gera gott hjónaband betra. Því ef manneskj- unum tekst að lifa náið saman um árabil, í eindrægni og kærleika, þá á heimurinn vissulega framtíð fyrir sér.“ Valgerður Katrín Jónsdóttir í blíðu og stríðu er 187 bls. og innbundin. Kápu hannaði Jón Ás- geir Hreinsson. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. I blíðu og stríðu er seld í bókabúðum sem Bók mánaðarins í mars með 30% afslætti og kostar þá 1.995 krónur en frá 1. apríl 2.850 krónur. Tónskólinn í Vík Nemendur héldu tónleika Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Halldórs- stefna. í bókinni eru þrjú ávörp og fimmtán fyrirlestrar sem fluttir voru á alþjóðlegri ráðstefnu er stofnun Sigurðar Nordals gekkst fyrir um ritstörf Halldórs Lax- ness í tilefni af nírnæðisafmæli hans. Ráðstefn- an fór fram dag- ana 12. til 14. júní 1992. Þeir sem er- indi eiga í ritinu eru: Ámi Bergmann, Árni Sigur- jónsson, Ástráður Eysteinsson, Ey- steinn Þorvaldsson, Gísli Pálsson, Guðrún Nordal, Gunnar Kristjáns- . son, Halldór Guðmundsson, Halldór Halldór Laxness E. Laxness, Helga Kress, Hubert Seelow, José A. Fernández Romero, Peter Hallberg, Régis Boyer, Rory McTurk, Steinunn Sigurðardóttir, Turid Sigurðardóttir og Vésteinn Ólason. Efni erindanna er fjölbreytt. Er þar Ijallað um skáldskap Halldórs, viðhorf hans til bókmenntaarfs ís- lendinga, skáldskaparfræði hans og mælskulist, tengsl verka hans við erlendar bókmenntir og viðtökur þeirra í öðrum löndum. Ritstjórar Halldórsstefnu er Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason. Halldórsstefna er ann- að ritið sem Stofnun Sigurðar Nordals gefur út. Það er 208 bls. Útgáfuþjónustan Skerpla sá um umbrot. Valur Skarphéðinsson hannaði kápuna. Steindórsprent- Gutenberg hf. prentaði. Hið ís- lenska bókmenntafélag sér um dreifingu. Vík í Mýrdal. TÓNSKÓLINN í Vík stóð fyrir tónleikum í Víkurkirkju 16. febrúar sl. Eldri nemendur skól- ans léku á ýmis blásturshljóð- færi og pípuorgel kirkjunnar. Þá lék Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar nokkur verk á orgel kirkjunnar af sinni alkunnu snilld. Var þetta hin ánægjuiegasta kvöldstund og gaman að sjá og heyra hvað nem- endurnir hafa náð góðum árangri undir leiðsögn Kristjáns Ólafsson- ar skólastjóra og Kristínar Björns- dóttur kennara skólans. Þá er það alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikil ger- semi pípuorgel kirkjunnar er bæði að útliti og hljómgæðum og ómetanlegt nemendum að hafa aðgang að slíku hljóðfæri. - Reynir Ragnarsson Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Tónskólinn í Vík stóð fyrir tónleikum í Víkurkirkju fyrir skömmu og léku eldri nemendur skólans á blásturshljóðfæri og pípuorgel kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.