Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Björgvin Sigurðs- son hrl. - Minning Fæddur 6. ágúst 1919 Dáinn 22. febrúar 1994 Hinn 22. febrúar sl. andaðist Björgvin Sigurðsson, hæstaréttar- lögmaður, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands, í Skjóli, umönnunar- og hjúkrunar- heimili hér í borg. Björgvin var Skag- firðingur að ætt og uppruna, fæddur á Veðramóti í Gönguskörðum 6. ág- úst 1919, en fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni 1934. Foreldrar Björgvins voru Sigurður Á. Bjömsson, hreppstjóri, oddviti og bóndi á Veðramóti í Skagafirði til 1934, og Sigurbjörg Guðmundsdótt- ir, húsfreyja hans, ættuð frá Holti í Svínadal. 1934 fluttu þau hjón ásamt skylduliði til Reykjavíkur þar sem Sigurður tók við starfi framfærslu- fulltrúa. Foreldrar Sigurðar voru Bjöm Jónsson, hreppstjóri á Heiði í Gönguskörðum, síðar á Veðramóti, og Þorbjörg Stefánsdóttir frá Heiði, Stefánssonar. Bræður frú Þorbjargar voru sr. Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur, þingskörungur og frægur mælskumaður, og Stefán Stefáns- son, skólameistari Gagnfræðaskól- ans á Akureyri, sem síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Stefán var einnig þingskörungur, merkur vísindamaður og rithöfundur, m.a. höfundur Flóru íslands. Hann átti sæti í sambandslaganefndinni 1907-8. Foreldrar frú Sigurbjargar móður Björgvins voru Guðmundur bóndi í Holti í Svínadal Þorsteinsson og kona hans Björg Magnúsdóttir. Þekktastur systkina frú Sigurbjargar var Magnús Guðmundsson, dóms- málaráðherra. Af þessari ættfærslu sést, að traustir stofnar stóðu að Björgvin. Bemskuheimili Björgvins var mannmargt menningarheimili. Búið var stórt og gestakomur tíðar. Þar ríkti í senn glaðværð og röggsemi húsbænda. Fjölskyldan var samvirk og samheldin. Bömunum fimm var haldið fast að námi og störfum. Allt heimilishald var í föstum skorðum og sérhlífni átti ekki upp á pallborð- ið. Hjónin voru samhent í að örva bömin sín til mennta og lestrar góðra bóka. Á kvöldvökum settist húsbónd- inn meðal fólks síns og las fyrir það jafnt fomar sögur sem nýjar. Þegar tóm gafst var spilað, sungið og dans- að. Veðramótsfólk kunni bæði að vinna og dansa. Árið 1934, þegar tveir elstu syn- imir vom farnir til Reykjavíkur til mennta, Björn í Háskóla Islands, en Jakob í Menntaskólann í Reykjavík, þótti Veðramótshjónum ekki undan því vikist, að yngri börnin þrjú fengju einnig nauðsynlega aðstöðu til að mennta sig. Var því ákveðið, til að halda heimilinu saman, að kaupa húsið Fjólugötu 23 í Reykjavík og flytjast þangað. Bjuggu Veðramóts- hjón þar til æviloka og börn þeirra meðan þau þurftu á að halda. Saga eins og ég nú hefi sagt er vel þekkt frá þessum árum og var mörgum sveitum blóðtaka og eftirsjá að atgervisfólki, sem átti m.a. rætur að rekja til aðstæðna eins og að fram- an er lýst. Ég hef reynt að lýsa úr hvaða jarðvegi Björgvin Sigurðsson var sprottinn og alltaf birti yfir honum, þegar hann minntist æsku sinnar á Veðramóti. Ég kynntist Björgvin ekki fyrr en í háskóla haustið 1943. Björgvin, sem varð stúdent 1940, hafði þá þegar iokið fyrri hluta prófi í lögfræði og var áhrifamaður í há- skólapólitík sökum skynsamlegrar mælsku og glæsimennsku. Hann var einnig formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna 1946-1947. Það sem okkur varð skrafdrýgst um, þegar við kynntumst fyrst, voru stjómmál, sem báðir höfðu brenn- andi áhuga á. Frá því Björgvin tók embættispróf í lögfræði vorið 1946 þar til hann hringdi til mín, eftir að ég tók emb- ættispróf í lögfræði vorið 1949 hafði ég varla séð hann, en nokkrir stórat- burðir í lífi hans höfðu orðið á þessu tímabili. Fyrst sá, að 6. júlí 1946, að nýloknu embættisprófi, kvæntist hann góðri og glæsilegri konu, Stein- unni Vilhjálmsdóttur Snædal bónda á Eiríksstöðum á Jökuldal og Elínar Maack, húsfreyju hans. A þessu tímabili hafði hann verið attaché við sendiráð íslands í London frá hausti 1946 til ársloka 1947 og á London- tímanum hinn 11. september eignuð- ust þau hjón fyrra bam sitt, Sigurð. Og enn hafði dregið til tíðinda í lífs- hlaupi Björgvins. Þegar hann hringdi til mín síðast í júní 1949 og bað mig að koma til viðtals við sig og Eggert Claessen, hrl., framkvæmdastjóra Vinnuveitendafélags íslands, var hann kominn í fast og virðulegt fram- tíðarstarf. Hafði hinn 26. maí 1948 verið ráðinn fulltrúi Vinnuveitenda- félags Islands eins og VSI hét þá. Ekki er að orðlengja, að ég fór í við- talið við Eggert og Björgvin. Var ég ráðinn til VSÍ frá 5. júlí 1949 og starfaði þar síðan alla starfsævi mína eða til júlíloka 1992. Við Björgvin t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 5. mars, kl. 14.00. Hreinn Sveinsson, Jóna Sveinsdóttir, Sveinn Hreinsson, Rúnar Hreinsson, Erna Gísladóttir og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, EIRÍKUR GÍSLASON rafeindavirkjameistari, Akurholti 14, Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 1. mars. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Eygló Haraldsdóttir, Eiríkur Fannar, Sunna Mjöll, Sigfus Rúnar, Gísli, Vilborg, Sævar Órn, Hafþór Már, Rúnar Hrafn, Vilborg Kristbjörnsdóttir, Gísli Sigurtryggvason, Guðrún Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Kristi'n Gi'sladóttir, Valgeir Gíslason, Ævar Gi'slason, Tryggvi Gíslason. Hannes Kristinsson, Pálína Sveinsdóttir, Edda Jóhanna Einarsdóttir, bárum takmarkalausa virðingu fyrir húsbónda okkar, Eggert Claessen, hrl., sem verið hafði framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands frá stofnun þess 23. júlí 1934. Hann var afburðamaður að gáfum og dug og að verðleikum tvímæla- laust einna _mest metinn allra lög- fræðinga á íslandi. Þó að við Björg- vin störfuðum einvörðungu hjá Vinnuveitendafélagi íslands leyfði Eggert, sem rak málflutningsskrif- stofu, jafnframt því að vera fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendafélags- ins, okkur Björgvin oft að vera við- stadda á málflutningsskrifstofu sinni, þegar hann tók að sér ný mál. Þessi kennsla og handleiðsla reyndist okkur sannarlega gott vega- nesti. Eitt ómetanlegra heilræða Cla- essens var: „Minnist þess, drengir mínir, að gagnasöfnun er allt.“ Það voru heldur engin lausatök á gagna- söfnun Claessens. Því miður nutum við leiðsagnar Eggerts Claessens allt of stutt. Hann andaðist 21. október 1950. Hafði hann reynst okkur Björgvin frábær húsbóndi, lærimeist- ari og vinur. 12. febrúar 1951 var Björgvin Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri í stað Eggerts Claessens og hafði í raun gegnt starfinu frá því Eggert lést. Margir munu hafa haft hug á því, en mér er kunnugt, að einhugur var í framkvæmdanefndinni um ráðningu Björgvins í þetta vanda- sama, krefjandi og erfíða starf. Við ráðningu Björgvins skipuðu þessir framkvæmdanefnd VÍ: Kjart- an Thors, formaður, framkvæmda- stjóri Kveldúlfs hf., Guðmundur Vil- hjálmsson, varaformaður, forstjóri Eimskipafélags íslands hf., Benedikt Gröndal, ritari, forstjóri Vélsmiðj- unnar Hamars hf., Helgi Bergs, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands og Hallgrímur Benediktsson, stórkaup- maður. Þetta var mikið einvalalið. Þegar samið var við verkalýðsfé- lög í Reykjavík tóku þessir menn til skiptis þátt í samningum eftir því við hvaða stéttarfélög var að semja. Einnig mættu þá oftast helstu vinnu- veitendur í viðkomandi starfsgrein. Yfírhöfuð mætti þó öll framkvæmda- nefndin, ásamt starfsmönnum, þegar samið var við Verkamannafélagið Dagsbrún. Samningar við Dagsbrún höfðu áhrif á alla aðra kjarasamn- ing_a í landinu. Á þessum tímum, ekki síður en nú, er staða framkvæmdastjóra VSÍ einhver sú vandasamasta, ábyrgðar- mesta og erilsamasta, sem fyrir- fínnst í þjóðfélaginu og fastir starfs- menn við samningagerð aðeins tveir þar til 1956. Það sem gerði kleift, að annast samningagerð á þessu tímabili, svo að í allgóðu lagi mátti teljast, var þátttaka atvinnurekenda sjálfra í allri samningsgerð bæði í Reykjavík og annars staðar á land- inu. í júní 1956 kom Einar Ámason, lögfræðingur, einnig til starfa fyrir VSÍ og var það mikill og góður liðs- auki. Er tímar liðu efldist svo VSÍ og tók að sér ijölþættari verkefni fyrir félagsmenn sína. Starfsfólki fjölgaði þá að sama skapi. Björgvin Sigurðsson sat sannar- lega ekki á neinum friðarstóli. Enda- lausar áhyggjur og barátta. Verkfall hér, verkfall þar, samningaumleitan- ir sólarhringum saman og endalausar vökur. Ekki dugði þá að „sofa ofurd- ofa í stofuklofa", ef hugsanlegt var að leysa verkfall. Björgvin reyndist vígfímur og hæfíleikaríkur samn- ingamaður. Hann var óvenjulega skarpgreindur og átti auðvelt með að átta sig á og útlista fyrir öðrum kjama hvers máls. Eftir því, sem hann starfaði lengur sem fram- kvæmdastjóri VSí ávann hann sér meira traust umbjóðenda sinna og viðsemjenda. Af þessu leystist mörg vinnudeilan fyrr en orðið hefði, ef gagnkvæmt traust hefði skort. I tíð Björgvins sem framkvæmdastjóra VSÍ var með samningum lagður grunnur að mörgum þeim lögum, sem hafa orðið verkalýðsfélögunum og í raun þjóðinni allra að mestu gagni. Ber sérstaklega að nefna í því sambandi samninga um stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs og samninga um stofnun lífeyrissjóða fyrir starfsfólk á almennum vinnu- markaði. Eins og þegar hefír verið drepið á var starf framkvæmdastjóra VSÍ hreint ekki einskorðað við samninga um kaup og kjör viðsemjenda og túlkun samninga. Einnig var um að ræða málflutning fyrir Félagsdómi og sívakandi hagsmunagæslu fyrir atvinnureksturinn varðandi laga- setningu, sem snerti hann að ein- hveiju leyti. Einnig komu í hlut fram- kvæmdastjóra margþætt nefndastörf og seta í fjölmörgum stjórnum þeirra stofnana, sem VSÍ á aðild að. Öll framangreind störf leysti Björgvin af hendi af þeim dug og kostgæfni, sem honum var svo ríkulega gefín. Hann var sæmdur riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar 14. desember 1967. En stund gafst milli stríða. Við Björgvin urðum fljótlega eftir að samstarf okkar hófst mjög góðir vin- ir. Sama mátti segja um húsfreyjur okkar eftir að þær kynntust. Gagn- kvæmar heimsóknir voru stundaðar og oft var glatt á hjalla. Einstaklega ánægjulegt og lærdómsríkt var að vera gestur á heimili Steinunnar og Björgvins ásamt fjölskyldum þeirra. Ég get ekki stillt mig um að minn- ast sérstaklega á feður þeirra hjóna við slík tækifæri. Vilhjálmur var með eindæmum skemmtinn og snjall frá- sagnamaður. Það þurfti að vera meira en lítil fýla í þeim, sem hann gat ekki komið í sólskinsskap og lát- ið veltast um af hlátri. Skopskyn hans og athyglisgáfa var sannarlega í lagi. Sigurður, faðir Björgvins, var sérstakur gáfu- og atorkumaður. Augun skutu gneistum af eldlegum áhuga, þegar hann ræddi hugðarefni sín. Honum var ekkert mannlegt óviðkomandi, hafði ákveðnar skoðan- ir á öllu milli himins og jarðar og gerði strangan greinarmun á svörtu og hvítu. Grátt var ekki að skapi hans. Hann var einkar fundvís á rök og rökleysur. Mér fannst hann oftast ganga með sigur af hólmi í snörpum orðræðum og þrætum við syni sína, sem ekki þóttu þó fákænir. Einn hæstaréttarlögmaður og þrír doktor- ar, þar af einn heimsfrægur vísinda- maður. Þegar allt leikur í lyndi hugsa fæstir til þess, að sorgir og sjúkdóm- ar séu á næsta leiti. Því miður reyn- ist þó oft svo. Sorgin gleymir engum. Björgvin var framkvæmdastjóri VSI til ársloka 1972. Síðustu árin hjá VSI gekk hann ekki heill til skógar. Endalausar áhyggjur, vökur og taugaspenna höfðu spillt heilsu þessa glæsilega gáfumanns. 18. maí 1974 missti hann svo sína góðu og glöðu eiginkonu og Iífakkeri. Hjónaband þeirra Steinunnar og Björgvins hafði verið ástríkt og fagurt. Eftir lát hennar brast strengur í bijósti og hann bar aldrei sitt barr eftir lát hennar. Fyrir um fimmtán árum fékk Björgvin hjartaáfall, en náði sér all- vel aftur. Ánnað áfall fyrir sjö árum fór svo algerlega með heilsu hans og átti hann því í löngu og erfiðu sjúkdómsstríði. Þegar vinir og ætt- ingjar heimsóttu hann var hann þó jafnan með gleðibragði. Mér er kunn- ugt, að böm Björgvins voru óþreyt- andi að leita þess, sem þau töldu að helst gæti glatt hann. Væri vel, að sem flest börn sýndu foreldrum sín- um svo nærfærna hlýju og um- hyggju, er þeir þurfa þess með. Börn Steinunnar og Björgvins eru: Sigurður tannlæknir, kvæntur Sigur- björgu Björgvinsdóttur og eiga þau tvær dætur og einn son, og Elín Bergljót, meinatæknir og húsfreyja, gift Ragnari Guðmundssyni, kerfis- fræðingi, og eiga þau einnig einn son og tvær dætur. Eftirlifandi systkini Björgvins eru: Dr. Jakob, fiskifræðingur, kvæntur Katrínu Sívertsen, dr. Magnús Z., hagfræðingur, kvæntur Nadezdu Sigurðsson, og Guðrún Björg, ekkja eftir Sigurð Benediktsson, forstjóra Osta- og smjörsölunnar. Dr. Björn, læknir á Keldum, bróðir Björgvins, lést 1959. Ekkja eftir hann er Una Jóhannesdóttir. Með Björgvin Sigurðssyni er fall- inn í valinn drenglyndur og glæsileg- ur hæfileikamaður, sem gegndi vandasömu hlutverki með reisn. Með starfi sínu í rúm 20 ár sem fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands hafði hann víðtæk t Elskuleg systir okkar, SIGRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, lést á Kópavogshæli þriðjudaginn 1. mars. Elín Tryggvadóttir, Anna T ryggvadóttir, Ragnheiður T ryggvadóttir. t Móðursystir mín, INGIBJÖRG JÓSEFSDÓTTIR frá Strandhöfn, Vopnafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. mars. Fyrir hönd systkinabama, Ingibjörg Stefánsdóttir. ERFIDRYKWURl sími 689509 V j + Eiginkona min, FRÍÐAG. BJARNHÉÐINS, Túngötu 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimili Hvitabandsins þann 19. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti til starfsfólks Hvítabandsins. Tómas B. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.