Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 11
MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MÁRZ 1994 11 UM HELGINA Myndlist Eitt verka Ninnýar. Ninný opnar í Gallerí Listanum Jónína Magnúsdóttir, Ninný, opnar málverkasýningu í Gallerí Listanum, Hamraborg 20 a, Kópavogi, á morgun laugardaginn 5. mars. kl. 15. Myndirn- ar á sýningunni eru unnar með bland- aðri tækni á pappír. Ninný er fædd í Reykjavík. Hún lauk prófi frá MHÍ 1978. Hefur auk þess stundað nám_ við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Á árunum 1983-1987 stundaði hún nám hjá dönsku listakon- unni Elly Hoffman. Þetta er þriðja einkasýning hennar, en hún hefur auk þess tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýningin mun standa til 20. mars og er opin daglega frá kl. 13.30-18. Giiðmimdur Karl Ásbjörnsson Guðmundur Karl Ás- björnsson sýnir í Þýskalandi Frá 20. mars til 20. apríl verður Guðmundur Karl Ásbjörnsson með málverkasýningu í Kapuzinerhof í Staufen í Suður-Þýskalandi. Þetta er 6. einkasýning Guðmundar Karls í sýn- ingarröð í Þýskalandi sem spannar yfir fjögurra ára tímabil. Þessi sýning er haldin í boði Goethe Institut og Menn- irigarmálanefndar Staufen-borgar. Sýningarröðin hófst 1990 í Staufen. Hinar sýningarnar voru í Köln, í Hist- orisches Rathaus, í Greifswald, í Kasp- ar-David-Friedrich-Haus í tenglsum við Snorra Sturluson Symposium, í Dort- mund og í Bremerhaven í viðui-vist og með opnunarræðu íslenska sendiherr- ans í Bonn, Hjálmars W. Hannessonar. Leitmotiv þeirra var „Islándische Landschaftsimpressionen". Á þessari sýningu verður Guðmund- ur Karl með íslenskar og þýskar lands- lagsmyndir í olíu, vatnslitum og past- el, svo og fantasíur og portret. Málverk eftir Guðmund Karl eru m.a. í eign þýska þingsins í Bonn, í Deutche Bun- desbank, listasverkasafni Bremer- haven-borgar og öðrum opinberum stofnunum i Þýskalandi. Sýningin í Staufen verður opnuð af Kjartani Jóhannssyni, sendiherra og fastafulltrúa íslands hjá EFTA, for- stöðumanni Goethe Instituts, Herr Tetzeli von Rosador og Cristina Ziener von Bauer-Broda listfræðing. Sýning Erlu að ljúka Sunnudaginn 6. mars lýkur sýningu Erlu Þórarinsdóttur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru málverk, teikning- ar, rýmis-, umhverfis- og víðavangs- verk. Verkin eru staðsett í rýminu sam- kvæmt höfuðáttum, sem táknaðar eru með litum. Myndlistakonan vinnur með Ijós, spegla, klæði, bedda, skálar, salt, sykur, hrísgijón, ávexti og vatn. Hver sýningarsalur er meðhöndlaður á sérstakan hátt og leiðir ein stemmn- ing af annarri upp í gegnum húsið. Viðfangsefnið er staðsetning verkanna í rýminu, en inntakið höfðar til sam- kenndar, segir í kynningu. Safnið er opið daglega frá kl. 14-18. Baltasar og Kristjana Samper. Baltasar og Kristjana Samper sýna í Hafnar- borg Baltasar og Kristjana Samper opna sýningar á verkum sínum í Hafnar- borg, Menningarstofnun Hafnarijarð- ar, á morgun laugardaginn 5. mars. Á sýningu Kristjönu eru tíu skúlptúr- ar og sex lágmyndir. Baltasar sýnir sautján málverk og sex teikningar. Öll þessi verk eru unnin á sl. þrem árum. í kynningu segir: „Ég hef á liðnum árum, segir Kristjana, leitast við að draga í verkum mínum fram hliðstæður og samsvaranir á milli huliðsheima eins og við þekkjum þá úr þjóðsagnaarfinum og tíðinda sem eru að verða í okkar samtíð. Einnig má þar sjá stað öðrum efnum skyldum, fantasíum úr draum- um. Kristjana Samper hélt síðast sýn- ingu í Brugge í Belgíu í janúar 1993. Nokkur undanfarin ár hefur Baltasar einkum málað myndir, margar stórar í sniðum, sem sækja efnivið og hugblæ til Eddukvæða og hafa þær verið uppi- staðan í einum sjö sýningum lians hér heima og erlendis. Ein slík stendur nú yfir í Haag í Hollandi og á þessari sýningu hér, segir Baltasar, held ég áfram að ferðast um þennan undarlega og magnaða goðaheim, glíma við tákn- sæi hans og ramman galdur og rekja safnan þá þræði sem tengja hann við okkar tíma.“ Við opnunina á morgun munu Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika og Ástrós Gunnarsdóttir flytur frumsamin dans við „Söng fuglanna", þjóðlag frá Katalóníu. Sýningin stendur til 20. mars og er opin kl. 12-18 alla daga vikunnar nema þriðjudaga. Elín Edda Árnadóttir Síðasta sýningarhelgi Elínar Eddu Sýningu Elínar Eddu Árnadóttur, leikmyndateiknara í Stöðlakoti, lýkur sunnudaginn 6. mars nk. Elín Edda sýnir búningateikningar, sviðsmódel og myndir unnar með bleki á pappír, en myndirnar tengjast Blóðbrullaupi sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. blönduðu akrýl-lakki og efnið með- höndlað likt og vatnslitur. Sýningin er opið frá kl. 14-18. Síðasta sýningarhelgi á verkum Eyþórs Nú fer i hönd síðasta sýningarhelgi Eyþórs Stefánssonar í Listasafni ASI, Grensásvegi 16. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin er opin milli kl. 14 og 19 alla daga og lýkur á sunnudag. Allir eru velkomnir. Esoterískar myndir í söngelsku andrúms- lofti Dagana 5.-27. mars sýnir Helga Sig- urðardóttir myndar unnar með pastel- krít á flauelispappír í sölum Söngsmiðj- unnar í Skipholti 25. í kynningu segir m.a.: „Flestar myndanna birta veruleika sem er sam- ofinn manneskjunni en er ekki alltaf gaumur gefinn í erli dagsins." Þetta er 9. einkasýning Helgu sem hefur sérhæft sig í gerð hjálparmynda fyrir fólk, en hún vinnur þær gegnum bæn og hugleiðslu sem og aðrar mynd- ir. Allir eru velkomnir á opnun sýning- arinnar laugardaginn 5. mars kl. 14 og sunnudaginn 6. mars kl. 14-18. Annars er sýningin opin alla virka daga frá kl. 13-17. Á öðrum tíma um kvöld og helgar er söngkennsla í sölunum, þá stendur almenningi yfirleitt til boða að skoða sýninguna og njóta sönglistar samtímis. Ljósmyndasýning Ingu Sólveigar Ljósmyndasýning Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur „In Memoriam" verður opnuð sunnudaginn 6. mars kl. 15.30 á Kirkjuviku í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Sýningin verður opin á meðan á Kirkjuviku stendur, dagana 6.-15. Ljóðlist Ljóðakvöld verður í Reykholti á mánu- dagskvöld. Ljóðakvöld í Reykholti Ljóðakvöld verður haldið í Reykholti mánudagskvöldið 7. mars. Gestur kvöldsins er Elísabet Jökulsdóttir. Leik- hópur framhaldsskólans í Reykholti flytur ljóð og sögur. Dagskráin hefst kl. 21 og eru sveitungar velkomnir. Heitt kaffi verður á könnunni og aðgangur ókeypis. Leiklist Síðustu sýningar á „Þetta reddast" Leikfélag Mosfellssveitar sýnir gam- anleikinn „Þetta reddast! kjötfarsa með einum sálmi“, eftir Jón St. Kristjáns- son, í Bæjarleikhúsinu i Mosfellsbæ. „Þetta reddast!" er gamanleikur, sem gerist í núinu og fjallar um tilraunir hjónanna Eyvindar og Höllu við að reyna að bjarga sér og sínum í harðn- andi kreppu neysluþjóðfélagsins, segir í kynningu frá Leikfélaginu. Inn í leik- ritið fléttast ýmsir atburðir sem gerst hafa í þjóðfélaginu að undanförnu. Næst síðasta sýning verður föstu- daginn 4. mars kl. 20.30. og síðasta sýning föstudaginn 11. mars kl. 20.30. Eitt verka Onnu G. Torfadóttur. Síðasta sýningarhelgi Önnu G. Torfadóttur Sýningu Önnu G. Torfadóttur í Port- inu, Hafnarfirði, lýkur nk. sunnudag. Anna sýnir myndir unnar með bland- aðri tækni á pappír. Settir eru saman hlutar úr eigin ljósmyndum. Teiknað og málað er í verkin með litarefni, Síðustu sýniugar verða m'i um helgina á „Hljómsveitinni '. Síðustu sýningar á „Hljómsveitinni“ 3. bekkur Leiklistarskóla íslands verður með síðustu sýningar í Tónabæ á leikritinu „Hljómsveitin" núna um helgina. Söngleikurinn „Hljómsveitin", Rokketa-í-A-dúr, fjallar um fimm ung- menni sem æfa saman í bílskúrshljóm- sveit fyrir Tónleika í Tónabæ. Söngvar- inn kemst í eiturlyf og dregur smám saman tvo aðra hljómsveitarmeðlimi með sér í neyslu. Hin tvö hafna dópinu. Verkið er samið til að vekja athygli á skaðsemi „spítts", amfetamíns. Sér- stök áhersla er lögð á þá einstaklinga sem ekki vilja prófa þrátt fyrir þrýsting félaganna og reynt er að forðast pred- ikanir og alhæfingar. Meðan verkið var að mótast va_r unnið með leikhóp unglinga frá SÁÁ sem þekktu málið af eigin reynslu og þekkingu. Sýningar í Tónabæ verða sem hér segir: í dag 4. mars. kl. 16., á morgun laugardag kl. 14. og kl. 16. og á sunnu- dag kl. 14 og kl. 16. Brúðuleikhúsið 10 fingur sýnir „Engla- spil“ Brúðuleikhúsið 10 fingur var stofnað nú í haust. Það er lítið eins manns ferðaleikhús sem ætlar að ferðast á milli leikskóla í landinu. Fyreta sýning leikhússins heitir „Englaspil" og fjallar um Veru sem er svolítið einmana og leikur sér í þvottahúsi ömmu sinnar. Hún hefur mikið hugmyndaflug og úr þvottinum býr hún til heilt ævintýr. Helga Arnalds stendur að þessu leik- húsi. Hún hefur samið leikritið, búið til brúður og leikmynd og leikur öll hlutverkin í sýningunni. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir sem m.a. leik- stýrði „Ævintýri" í Borgarleikhúsinu og ævintýrinu „Trítill" sem verið er að sýna á höfuðborgarsvæðinu. Englaspil tekur 50 mínútur í flutn- ingi með hléi þar sem börnin fara fram í leiki og syngja. Sýfiingin er stíluð á aldurinn 2-7 ára og eru börnin látin taka þátt í henni. Forsýningar verða í Gerðubergi á sunnudag kl. 13 og 15 og eru allir velkomnir. „Ingveldur“ á leikferð um Suðurland Leikdeild Ungmennafélags Bisk- upstungna frumsýndi Ingveldi á Iða- völlum.eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Árna Hjart- arson 25. febrúar sl. Eftir tvær sýningar í Aratungu og eina á Flúðum verður nú farið í leik- ferð. Næsta sýning verður í Árnesi í Gnúpveijahreppi í kvöld, föstudags- kvöld, í Heimalandi í Rangárvallasýslu sunnudaginn 6. mars, að Félagslundi í Gauivetjabæ þriðjudaginn 8. mars og föstudaginn 11. mars aftur í Aratungu. Allar sýningarnar hefjast kl. 21 og er miðasala við innganginn. Signý Pálsdóttir leikstýrði verkinu og Hilmar Örn Agnarsson stjórnar tón- listarflutningi með aðstoð_ fjögurra ann- arra hljóðfæraleikara. Átján leikarar flytja tuttugu hlutverk og aðstoðar- menn eru nokkrir. í kynningu segir m.a.: „Leikurinn er í léttum dúr og gerist í rammíslenskri sveit árið 1906, er sæsímastrengur var lagður til íslands. Bændur bjuggu enn að höfðingjasið og allt litróf mannsins rúmaðist undir einu þaki í torfbæ. Fjöldi sveitunga kemur við sögu en flókin ástamál hinnar yndislegu húsfreyju á Iðavöllum eru meginviðfangsefnið. Grímnir frumsýnir „Með vífið í lúkunum“ Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi frumsýnir leikritið „Með vífið í lúkun- um“ eftir breska rithöfundinn Ray Co- oney í þýðingu Árna Ibsen, laugardags- kvöldið 5. mai’s. Leikstjóri er Ingibjörg Björnsdóttir, leikarar í sýningunni eru átta en að sýningunni standa fast að þijátíu manns, allt áhugafólk um leikl- ist. Önnur sýning á verkinu verður mánudaginn 7. mais. Ætlunin er að ferðast með leikritið um nærliggjandi byggðarlög. Leikfélagið Grímnir og Hótel Stykkishólmur hafa tekið hönd- um saman og bjóða nú sameiginlegan „pakka"; gistingu, leiksýningu og kvöldverð. Tónlist Opið hús hjá Söng- smiðjunni Opið hús verður í nýju húsnæði Söng- smiðjunnar, Skipholti 25, á morgun, laugardaginn 5. mai's. Kl. 13.30 munu u.þ.b. 200 nemendur safnast saman fyrir utan skólann og syngja nokkur lög. Þá verður sýni- kennsla í sölum skólans, þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með starfsem- inni og jafnvei taka þátt. Kaffisala verður við jazzundirleik og ýmsar uppá- komur. Þetta er þriðja starfsár Söngsmiðj- unnar, en starfsemi skólans skiptist í nokkrar deildir, þ.e. almenn söngnám- skeið, einsöngsdeild, söngleikjadeild og barna- og unglingadeild. Kl. 17 verður ný Grotrian-Steinweg- flygill Söngsmiðjunnar vigður á tónleik- unum til styrktar honum. Ýmsir lista- menn munu koma fram. Þeirra á með- al verða Hrönn Hafliðadóttir, Hafliði Jónsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir og Jóhanna Linnet. Um kvöldið verður árshátíð Söng- smiðjunnar. Barnakóramót í Víði- staðakirkju Barnakóramót verður í Víðistaða- kirkju á morgun laugardaginn 5. mars. Um 200 börn úr kirkjum Kjalarness- prófastsdæmis koma saman til að syngja. Kórarnir eru Skólakórár Varm- árskóla og Garðabæjar, Barnakórar Víðistaðakirkju, Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði, HafnarQarðarkirkju og Grinda- víkurkirkju. Mótið er eitt af samstarfs- verkefnum prófastsdæmisins og með stuðningi þess. Kórarnir halda svo tónleika í Víði- staðakirkju kl. 16 á laugardag og kem- ur þá einnig fram Strengjasveit Tónlist- arskóla HafnarQarðar, þannig að flytj- endur á tónleikunum verða á þriðja hundrað. Aðgangseyrir verður enginn og eru allir velkomnir. Söngdagar í Klepp- j árnsrey kj askóla Um helgina verða haldnir söngdagar í Kleppjárnsreykjaskóla í Reykholtdal, Borgarfirði. Jón Stefánsson organleik- ari við Langholtskirkju og Margrét Bóasdóttir söngkona kenna fólki ætt- jarðarlög í ljórum röddum auk nokk- urra laga eftir Björn Jakobsson frá Varmalæk, en á þessu ári hefði hann orðið 100 ára. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir, á hvaða aldri sem er og hvort sem þeir eru vanir að syngja eða ekki. Sung- ið verður frá kvöidinu í kvöld og lítil hvíld tekin fram á sunnudag, en þá lýkur námskeiðinu með samkomu kl. 15 i Logalandi. Þar verður almennur söngur og kaffiveitingar í umsjá Kven- félags Reykdæla. Þetta er i annað sinn sem Tónlistar- félag Borgarfjarðar stendur fyrir söng- dögum af þessu tagi. Tónleikar Kórs Akur- eyrarkirkju Kórtónleikar verða í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 20.30. Flytj- endur verða Kór Akureyrarkirkju, Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran og Dóróthea Dagný Tómasdóttir á orgel. Stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Á efnis- skránni verða verk eftir Róbert A. Ott- ósson, Jakob Tryggvason, Sigvalda S. Kaldalóns, Björgvin Guðmundsson, Edward Elgar, Lajos Bárdos, Giacomo Puccini, Gioacchino Rossini og Felix Mendelssohn. Bókmenntir Bokakynmng í Nor- ræna húsinu Aldís Sigurðardóttir sendikennari í dönsku við Háskóla Islands mun kynna danskar bækur gefnar út á árinu 1993 í Norræna húsinu á morgun laugardag- inn 5. mars kl. 16. Danska skáldkonan Suzanne Brogg- er verður sérstakur gestur og mun hún segja frá ritstörfum sínum. I kynningu segir: Frá því að fyrsta bók hennar kom út árið 1973 hefur Suzanne Brogger verið einn af athygl- isverðustu rithöfundum Danmerkur og eftirlæti danskra Qölmiðla. Hún hefur verið óspör á yfírlýsingar varðandi sam- skipti karla og kvenna. Suzanne Brogger er afkastamikill rithöfundur en hún hefur einnig fengist við kvikmyndaleik, blaðamennsku og verið virk í allri þjóðfélagsumræðu." Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.________________________ Kvikmyndir „Emil í Lönne- berga“ í Norræna hús- inu Sænska kvikmyndin „Emil i Lönne- berga" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 6. mars kl. 14. í kynningu frá Norræna húsinu seg- ir: „Emil er alltaf af fremja strákapör og þá er liann iðulega sendur út í smíða- verkstæðið þar sem hann dundar sér við að skera út trékalla. Uppátæki Emils eru óteljandi og honum tekst sí- fellt að koma manni á óvart." Kvikmyndin er byggð á bók eftir Astrid Lindgren. Sýning myndarinnar tekur um eina og hálfa klst. og er með sænsku tali. AUir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.