Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 33 Minning Krístinn Frímann Jakobsson Fæddur 2. nóvember 1921 Dáinn 22. febrúar 1994 Elskulegur tengdafaðír minn, Kristinn Frímann Jakobsson, er lát- inn og óvænt kveðjustund er runnin upp. Andlát hans bar brátt að hinn 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið heilsuhraustur og ekki kennt sér meins fram að þeim degi. Það tekur langan tíma að átta sig á því að hann sé ekki lengur hjá okkur, sem skipað hefur svo stórt rúm í lífi þeirra sem tengdust honum náið. Hann er samt ekki farinn alveg því hann lifir í hjörtum okkar og minningar um hann streyma fram í hugann hver af annarri, allt góðar og hlýjar minn- ingar sem ylja um hjartarætur. Hann var traustur og ástríkur heimilisfaðir og var búinn að skila öllum börnunum sínum átta út í líf- ið með gott og traust veganesti. Starfsævi hans, sem öll tengdist sjónum, var farsæl, einkum sem skipstjóra, þar sem honum m.a. tókst með snarræði að bjarga einum skipveija sinna frá drukknun. Kristinn hafði lokið góðu dags- verki en samt var svo ótal margt eftir. Hann átti eftir mörg ár í næði og kyrrð með Ellu eiginkonu sinni, sem staðið hefur við hlið hans í svo mörg ár, og margar stundir með barnabörnunum sem nú sjá á eftir hlýjum og umhyggjusömum afa. Öll áttum við eftir að heyra hann segja frá svo mörgu sem hann hafði upplifað um ævina. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Kristin og átt hann sem tengdaföð- ur. Hans er ljúft að minnast. Elín. „Þeir sem mikið elska, verða aldrei gamlir. Þeir deyja kannski af elli, en þeir deyja samt ungir.“ (A.W. Pinero) Þessa tilvitnun skrifaði ég í jóla- kortið til afa míns og ömmu síðast- liðin jól og þegar læknarnir á sjúkrahúsinu tilkynntu mér að afi minn væri látinn var þetta eitt af því fyrsta sem mér datt í hug. Þrátt fyrir að afi minn hefði lifað í mörg ár var aldrei hægt að segja um hann að hann væri gamall. Þess vegna kom fréttin um lát hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Dauða hans bar mjög brátt að og þakka ég fyrir að hann þurfti ekki að þjást lengi áður en hann fékk að hvílast. Ég var ekki margra vikna gömul þegar afí sat með mig og ruggaði Fæddur 8. júní 1906 Dáinn 25. febrúar 1994 Elskulegur föðurbróðir minn Pét- ur Kristjánsson lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. febrúar sl. Pétur fæddist í Reykjavík 8. júní 1906. Foreldrar hans voru Kristján E. Hansson trésmiður, fæddur á Gautastöðum í Hörðudal í Dalasýslu og kona hans Sigríður Fr. Thoms- en, fædd í Keflavík. Pétur var næstelstur þriggja systkina. Elst var Elín, en hún Iést 8. febrúar 1992, og yngstur er Haraldur sem lifír systkini sín. Pétur var ókvæntur og bjó með foreldrum sínum á meðan þau lifðu en síðan með Elínu systur sinni á Sólvallagötu 16 þar til hann flutti á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Pétur útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands vorið 1925. Vann síð- an hjá Sigurði Ólafssyni rakara- meistara og veitti forstöðu verslun- inni Þörf sem hann átti til haustsins mér í fanginu þangað til ég fór að hlæja. Og alla mína ævi síðan hefur hann ætíð getað látið mér líða vel og komið mér til að hlæja þegar mér er allt annað en hlátur í huga. Með kæti sinni og ást hefur hann komið miklu góðu til leiðar og leyst margar eijur á skynsaman hátt, en þetta er eiginleiki sem marga skortir. Ætíð hef ég dáðst að dugnaði hans og aðrir hafa líka talað um hann, hvort sem um er að ræða í vinnu eða ijölskyldulífi, en honum hefur ásamt ástkærri ömmu minni tekist að koma upp átta dugandi börnum, sem eiga þeim margt þakka. Aldrei man ég afa minn heldur öðruvísi en í sífelldri leit að meiri þekkingu og hefur þetta gert það að verkum að hann kunni skil á fjöldamörgum hlutum og ekki stóðu árin i vegi fyrir því að hann aflaði sér sífellt meiri upplýsinga um lífið og tilveruna. Einn fjórða hluta ævi minnar hef ég búið í húsi afa míns og ömmu og hefur afi minn aldrei sýnt mér neitt annað en sanngirni og ást, þrátt fyrir það að ég hafi ekki ver- ið alltaf sanngjörn við hann. Einnig var hann alltaf tilbúinn að rétta mér sem öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Allri þeirri ást sem ég bar til afa míns og ber enn get ég ekki lýst með orðum, en ég syrgi hann mikið og sendi sérstakar samúðarkveðjur til elskulegrar ömmu minnar og annarra ættingja, því missir okkar er mikill. Elsku afi, ég og bróðir minn sendum þér innilegar ástarkveðjur. Þín, Elín Dögg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) 1928 er hann stofnaði verslunina á Ásvallagötu 19. Hann var kaup- maður þar ásamt Haraldi bróður sínum, sem gekk til liðs við hann að loknu prófi úr Verslunarskólan- um. Bræðurnir störfuðu hlið við hlið í rúma hálfa öld eða þar til þeir lögðu niður störf í lok ársins 1980. Pétur var í Oddfellowreglunni, stúku nr. 5, Þórsteini, og var sá síðasti af stofnendum hennar er hverfur á braut og var þá búinn að vera í reglunni í rúm 60 ár. Hann var einnig meðal stofnenda Karlakórs Reykjavíkur og söng með þeim um árabil. Pétur var hógvær maður, krafð- ist ekki mikils af lífinu. Það þurfti lítið til að gleðja hann. Hann var ekki fyrir að vera í margmenni en naut þess að spjalla við annan mann um lífsins gagn og nauðsynjar. Pétur fékk lungnabólgu fyrir jól- in og varð ekki samur eftir það. Hann flutti á sjúkradeildina og naut Okkur langar í örfáum orðum að minnast afa okkar sem lést 22 febrúar sl. Þegar við minnumst afa kemur fyrst upp í hugann hversu hress og skemmtilegur hann var. Þá mun seint hverfa úr hugskotum okkar hans góðlega broS sem tók á móti okkur þegar leið okkar lá upp í Stekkjargerði. Það var afa mikið hjartans mál að hafa sem flesta ættingja og vini í kringum sig. Þeg- ar við söfnuðumst saman sagði hann okkur gjarnan gamlar sögur úr Hrísey sem var mjög gaman og fróðlegt að hlusta á. Ef við áttum í vandræðum gátum við alltaf leitað til afa. Það var al- veg sama á hvaða tíma eða af hvaða tilefni, hann var ætíð tilbúinn að hjálpa. Afi var mjög iðjusamur og féll honum sjaldan verk úr hendi. En ef hann var ekki að dytta að húsinu, þá var hann annaðhvort að vinna í garðinum eða bílskúrnum. Þegar við komum í heimsókn var hann oftast búinn að gera eitthvað nýtt sem hann gat sýnt okkur. Við vitum að það verður áfram gott að koma í Stekkjargerði en það verður vissulega ólíkt því sem áður var. Við biðjum guð að gefa ömmu styrk á þessari erfiðu stundu. Við kveðjum þig, elsku afi, með miklum söknuði, og biðjum guð að blessa þig. Þú munt alltaf eiga stóran sess í huga okkar. Ingimar, Kristinn Frímann, Elín og Ómar. Afi í Stekkjargerði er dáinn. Hann sem kenndi sér aldrei meins og var alltaf svo hress. Þessi harmafregn barst okkur þriðju- dagskvöldið 22. febrúar síðastlið- inn. Hann var skyndilega kallaður til að sinna æðri verkum. Afi var fæddur í Hrísey og var sonur hjónanna Jakobs Frímanns Kristinssonar og Filippíu Guðrúnar Valdimarsdóttur. Fyrstu sex árin bjó hann í Hrísey en fluttist þá til Akureyrar og ólst að mestu upp í innbænum, en á sumrin fór Qöl- skyldan til Hríseyjar og lagði rækt við búskap og sjómennsku. Systkini hans voru Þórdís Björg, Viktor, Haraldur Sigurður, Valdi- mar og Þorsteinn Marinó. Aðeins Þórdís sem er elst og Þorsteinn sem er yngstur eru á lífi. Hinn 9. október 1945 gekk hann að eiga ömmu mína, Elínu Árna- dóttur frá Hrísey. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: Jakob, kvæntur Jóhönnu Antonsdóttur, búsett á' Akureyri, Árni, kvæntur Eygló Ingimarsdóttur, búsett í Hrísey, Steinunn Kristjana, gift Hrafnkeli Guðmundssyni, búsett í Kópavogi, Filippía Guðrún, sambýlismaður Sigurður Ólafsson, búsett í Eyja- fjarðarsveit, Þórdís Björg, gift Ág- ústi Birni Ágústssyni, búsett í Kópavogi, Kristinn Frímann, sam- býliskona Elín Guðmundsdóttir, aðhlynningar frábærs starfsfólks sem var einstaklega gott við hann og vil ég þakka því og stjórnendum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Hann fékk hægt andlát að morgni og er nú kominn til foreldra og systur sinnar. Þakka þér fyrir allt, Pétur minn. Guð blessi þig. Sigríður. búsett í Hafnarfírði, Svanur, kvæntur Huldu Hermannsdóttur, búsett á Akureyri, og Örn, sambýl- iskona Ragnheiður Tryggvadóttir, einnig búsett á Akureyri. Barnabörnin eru nú orðin 18 og barnabarnabörnin þrjú. Fyrst eftir að þau hjónin hófu búskap áttu þau heima á Akureyri, en fluttu til Hrís- eyjar 1949 og bjuggu þar til 1972. Þá flytja þau til Akureyrar að Stekkjargerði 4. Þar bjó afí til dauðadags. Afi byijaði ungur að stunda sjó- Fædd 7. janúar 1929 Dáin 23. febrúar 1994 Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Síminn hringdi um kvöldið 23. febrúar og lág rödd sagði: „Hún mamma er dáin.“ Það var konan mín Jórunn sem hringdi og sagði mér þessi tíðindi. Þótt ég hafí átt von á þessum tíðindum þar sem Regínu tengdamömmu hrakaði mjög síðustu daga vegna veikinda sinna, þá nísti það mig mjög mikið að heyra slíkt. Hún var bara 64 ára, og alltaf hress og kát. Það er mikill missir að henni. Það vita all- ir er þekktu hana, það er ekki til sá orðaforði sem lýsir því hversu frábær tengdamamma hún var, þakklát fyrir það sem gert var fyr- ir hana, boðin og búin að gera það sem hún var beðin um. Þau hjónin Halldór og Regína veittu dætrum sínum gott uppeldi sem einkenndist af samviskusemi, skipulagi og náungakærleik svo fátt eitt er talið. Regína átti mikla ástúð og gerði öllum jafnt undir höfði. Allra þeirra minninga sem ég geymi með mér læt ég börnin mín njóta er við minnumst þín. Takk kærlega fyrir samverustund- irnar, Regína. Guð mun taka vel á móti henni og sjá vel um hana. Halldór og dætur, ég bið Guð að styrkja ykkur til að komast yfir þessa sorg, þar sem góð eiginkona og móðir er horfin af sjónarsviðinu. KalliAer komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. inn og var það hans aðalstarf til 1974. í tuttugu ár frá árinu 1952 var hann með eigin útgerð í Hrísey ásamt Garðari Sigurpálssyni. Á Akureyri starfaði hann lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. sem vaktmaður í togurunum. í því starfí var hann í náinni snert- ingu við sjóinn og sjómennskuna, sem átti hug hans allan. Við systkinin eigum þessum in- dælismanni margt að þakka. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til, þegar þess þurfti, lék sér við yngri kynslóðina, þegar komið var í heimsókn, hvort sem það var í fótbolta eða að spila. Alltaf var afí tilbúinn í slaginn. Á jólunum gekk hann í kringum jólatréð og söng með bömunum og svona mætti lengi telja. Það verður tómlegt að koma í sunnudagskaffí í Stekkjargerði án afa þar. Við erum þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum. Mér er efst í huga þessa stundina að afi gat glaðst með okkur hinn 26. janúar síðastliðinn, er sonur minn Baldvin var skírður. Þó að afí sé farinn af þessu leik- sviði og hafi fengið nýtt hlutverk hjá Guði, lifa minningarnar í huga okkar. Megi Guð styrkja elsku ömmu, börnin hennar, tengdabörnin, okkur barnabörnin og barnabárnabörnin í sorginni. Þín Ragnheiður Jakobsdóttir. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnar Óli Ragnarsson. Elsku amma mín, nú ert þú horf- in frá okkur og kemur ekki aftur. Ég var að koma heim af skóla- skemmtun þegar ég heyrði þessi tíðindi að þú værir dáin. Ég tók það mjög nærri mér. Ég á þér mjög margt að þakka og afa líka, sér- staklega að fá að vera með ykkur. Nú er allt breytt, þú ert farin og afi orðinn einn, en á nú samt okkur að. Guð geymi þig. Vertu sæl, amma mín. Ég mun sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Með kveðju langar mig að senda þér sálm er hljóðar svona: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vðtnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafúr huggar mig. (Úr 23. Davíðssálmi) Sigurbjörg Dóra. Hans Pétur Krist- jánsson — Minning Regína Gunnars- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.