Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 52. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðrof í Sarajevo Arásinni var ekki svarað Sarcyevo, Brussel. Reuter. MICHAEL Rose, yfirmaður frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði fulltrúum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) að ekki væri þörf á loftárásum á umsát- urslið Serba í grennd við Sarajevo þótt svo virtist sem það hefði beitt þungavopnum í skammvinnri árás á borgina í gær. Friðsamlegt hafði verið í Sarajevo frá 21. febrúar þegar út rann frestur sá sem NATO gaf Serbum til að flytja þungavopn sín að minnsta kosti 20 km frá borg- inni og hótaði að gera loftárásir á þá ella. Fregnir um árásina í gær voru misvísandi og menn greindi á um hvort vopnin sem Serbar beittu féllu undir skilgreiningu NATO á þungavopnum - þ.e. fallbyssur, skriðdrekar, flugskeytabyssur, sprengjuvörpur og loftvarnabyssur. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að Serbar hefðu beitt hreyfilknúnum sprengjum (RPG) og vélbyssum. Sjónarvottar, þeirra á meðal þaulvanir stríðsfréttaritar- ar, sögðu hins vegar að skotið hefði verið úr sprengjuvörpu. Nokkru seinna skutu franskir friðargæsluliðar viðvörunarskotum að serbneskri umsáturssveit, sem hafði hafið skothríð með vélbyssum á skotgrafir bosnískra stjórnarher- manna í grennd við Sarajevo. Embættismenn NATO sögðu að Michael Rose hefði tjáð þeim að hann vildi ekki að gerðar yrðu loft- árásir vegna árásar Serba þar sem vopnahléð héldist enn. Embættis- mennirnir óttast að loftárásir myndu stefna friðargæsluliðinu í hættu vegna hugsanlegra hefndar- aðgerða Serba. Breskur friðargæsluliði sagði við blaðamenn í gær að Serbar hefðu stofnað sérsveitir sem ættu að ráð- ast á friðargæsluliða sem fylgjast með serbnesku þungavopnunum ef flugvélar NATO gerðu loftárásir. Zhírínovskíj sakaður um ávísanafals Moskvu. The Daily Telegraph. DAGBLÖÐ í Moskvu héldu því fram í gær að rússneski þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hefði fjármagn- að kosningabaráttu sína með fölsuðum bankaávísunum. Dagblöðin, Moskovskíj Kom- somolets og Sevodnja, birtu myndir af fölsuðum ávísunum sem Zhírínovskíj á að hafa greitt sjónvarps- og útvarps- stöðvum fyrir auglýsingar í kosningabaráttunni. Stöðvarn- ar hafa hótað að höfða mál gegn Zhírínovskíj greiði hann ekki skuld sína, jafnvirði 10,5 milljóna krón. Talsmenn hans vísuðu þessu á bug. Talið er að vel heppnaðar auglýsingar hans í sjónvarpi hafí átt stærstan þátt í kosn- ingasigri hans. Króatískir hermenn að tafli KRÓATÍSKIR hermenn tefla skák í skotgröf nálægt múslimska bænum Vitez í Bosníu, sem Króatar hafa setið um. Múslimar og Króatar hafa samið um vopnahlé og náð samkomulagi um að stofna sam- bandsríki. Danir sáttir við tillögur færeysku landstjórnarinnar um takmörkun fiskveiða Sjómenn og útgerðimar hóta að leggja flotanum Kaupmannahöfn, Þórshöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur og Grœkaris D. Magnussen, fréttariturum Morgunblaðsins. DANIR segjast fúsir til að endurfjármagna erlend lán Færeyinga þar sem tillögur færeysku landsljórnarinnar komi nægilega til móts við kröfur Dana um að eyjarskeggjar standi við samning frá því í haust um að dregið verði úr ofveiði. Auk þess leggja Danir skilyrðislaust fram lánatryggingu upp á um hálfan milljarð íslenskra króna, til að fjármagna atvinnuleysissjóð Færeyinga, sem er tómur, ef lögþingið samþykkir tillögurnar í atkvæða- greiðslu sem ráðgerð er í dag. Færeyskir sjómenn eru hins veg- ar æfir yfir þeim þætti tillagnanna sem kveður á um lækkun tekjutryggingar og hóta allsherjarverkfalli. Ekki hafa verið greiddar út at- vinnuleysisbætur í viku í Færeyjum vegna vanda sjóðsins. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur lýst því yfir að hann álíti síðustu tillögur Færeyinga nægja þótt ekki sé að fullu gengið að dönskum kröfum um framseljanlega fiskveiðikvóta. í tillögunum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að frá og með næsta kvótaári, sem hefst 1. september næstkomandi, verði teknir upp framseljanlegir kvótar, með tak- mörkunum þó. M.a. eru takmarkan- ir á hversu mikinn kvóta einstakir aðilar geta keypt og er þetta gert til að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fáar hendur. Formaður færeyskra útgerðar- manna, Emil Nolsoe, hefur sagt að hljóti frumvarpið samþykki verði öllum togurum á eyjunum siglt í höfn. Segir Nolsoe að frumvarpið minnki svo möguleika á ábatasöm- um veiðum að bráðlega verði allar útgerðir á eyjunum gjaldþrota. Danir hafa einnig krafíst þess að tekjutrygging sjómanna verði aðlög- uð aðstæðum í þjóðfélaginu en það hefur í för með sér verulega lækkun hennar. Óli Jacobsen, formaður Sjó- mannafélags Færeyja, segir að nái áætlanir stjórnarinnar fram að ganga verði gripið til harðra að- gerða. „Mér fínnast aðferðir stjórn- arinnar og einkum forsrætisráðherr- ans í þessu máli vera afar grófar." Segir Jacobsen að ekki verði hægt að komast hjá allsheijarverkfalli ef hróflað verði við tekjutryggingunni. Vopnahlé rofið í Nagorno-Karahak YFIRVÖLD í héraðinu Nagorno- Karabak, sem er umlukið Az- erbajdzhan en að mestu byggt Armenum, sögðu að hersveitir Az- era hefðu í gærmorgun rofið tveggja daga gamla vopnahlés- samninga með stórskotaliðsárás. Hefðu þær brotist inn fyrir varnar- línur varðsveita Nagorno-Karabak, tekið borgina Goradis skammt frá írönsku landamærunum og stefndu á borgina Fuzuli. Þeim hefði verið sýnd mikil mótspyrna og því hefði manntjón í liði hvorra tveggja orð- ið umtalsvert. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins í Bakú, höfuð- stað Azerbajdzhan, vísaði þessu á bug. Átök Ármena og Azera hafa leitt til mikils flóttamannavanda og var myndin tekin í fyrradag af azerskri fjölskyldú í flóttamanna- búðum skammt frá borginni Biarda í Mið-Azerbajdhzan. Rcuter Rússar skrúfa fyr- ir gas til Úkraínu Tallinn. Reuter. RÚSSAR byrjuðu í gær að skrúfa fyrir gas til Úkraínu og Hvíta- Rússlands vegna vanskila ríkjanna. Verður gasrennslið stöðvað alveg um helgina hafi greiðslur ekki borist, að sögn rússneskra embættis- manna. Til stóð að skrúfa einnig fyrir gas til Moldovu en því var afstýrt á síðustu stundu með nýjum samningum um vöruskipti. Gasleiðslur frá Rússlandi til Evr- ópu liggja um Úkraínu og er óttast að þau viðskipti kunni að raskast vegna deilu Rússa og Úkraínu- manna. Þeir síðarnefndu staðfestu að byijað væri að skrúfa fyrir gas- ið og hótuðu að bjarga sér með því að leiða gas úr Evrópuleiðslunum inn í sitt kerfi. Eistlendingar beittir þrýstingi Viðræður Rússa og Eistlendinga um heimkvaðningu í ússneskra her- sveita frá Eistlandi fóru næstum út um þúfur í fyrrakvöld vegna þeirrar kröfu Rússa að Eistar byggðu yfir hermennina í Rúss- landi. Láta mun nærri að það kosti 23 mitljónir dollara, um 1.700 millj- ónir króna. Vasílíj Svírín, formaður í'úss- nesku samninganefndarinnar, sagði að ekki hefði heldur verið komið til móts við þá kröfu Rússa að fyrrver- andi hermenn sem sest hefðu að í Eistlandi fengju þar varanlega land- vist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.