Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 23 Reuter Svalandi sólbað RÚSSNESKIR sóldýrkendur njóta lífsins á bökkum árinnar Nevu í miðhluta Pétursborgar í gær, þrátt fyrir 16 gráðu frost. Borgin var lengi þekkt fyrir harðsnúinn hóp fólks sem stundaði böð i ánni á vet- urna og braut þá gat á ísinn en ekki er vitað hvort mengun í ánni hefur eitthvað dregið úr ákafanum síðari ár. Samkvæmt rússneskri hefð telst 1. mars vera upphaf vorsins. Yill skila „Öpinu“ fyrir 80 milljónir Ósló. Rcuter. Menningarmálaráðherra Nor- egs, Aase Kleveland, sagði í gær að maður hefði boðist til að sjá til þess að „Ópi“, málverki Ed- vards Munchs, yrði skilað, fengi hann sem svarar áttatíu milljón- um króna fyrir vikið. Verkinu var stolið i síðasta mánuði úr Ríkislistasafninu í Osló. Erfíngjar Pasternaks Rifíst við aldraða ástkonu ERFINGJAR rússneska Nó- belshöfundarins Borísar Past- ernaks eiga nú í deilum við 81 árs gamla konu, Olgu Ivínskaju, um handrit og bréf úr fórum skáldsins en ritin eru talin vera andvirði hundraða milljóna króna. Ivínskaja var ástkona Pasternaks frá því skömmu eftir heimsstyijöldina síðari, að sögn vikublaðsins The European. Pasternak varð heims- frægur er skáldsaga hans, Sívagó læknir, kom út á Vesturlönd- um 1957 en henni var smyglað frá Sovétríkjunum. Ári síðar fékk Pasternak Nóbelsverðlaunin í bókmenntum en fékk ekki leyfi til að fara úr landi og taka við þeim í Stokkhólmi. Skjölin sem deilt er um eru m.a. handrit Pasternaks að Sívagó auk 130 sendibréfa sem Ivínskaja fékk til varðveislu eftir andlát skáldsins 1960. Ívínskaja var fangelsuð skömmu seinna og borin ýmsum sökum. Skjölin hafa síðan flest verið í opinberri geymslu. Langt er síðan Ívínskaja fékk uppreisn æru og nú krefst hún þess að fá skjölin aftur. Natalja Pasternak, eiginkona yngsta son- ar rithöfundarins, veitir forstöðu minningasafni um Pasternak skammt frá Moskvu og vill að bókmenntafræðingar geti fengið aðgang að skjölunum þar. Hún fullyrðir að tengdasonur Ivínskaju, sem er Frakki, muni selja skjölin úr landi; Ívínskaja hafi þegar selt safni í Georgíu nokkur rit sem hún hafi fengið afhent. Borís Pasternak. Það var Tor Erling Staff, lög- fræðingur mannsins, sem hafði samband við yfirvöld. Kvaðst lög- fræðingurinn telja að maðurinn gæti raunverulega skilað verkinu. Kleveland neitaði að tjá sig um það hversu áreiðanlegt hún teldi tilboðið en því fylgdu engar tryggingar fyr- ir því að maðurinn stæði við ætlun- arverk sitt. Dagbladet hafði eftir Staff að skjólstæðingur hans krefðist um 2% af áætluðu söluvirði málverksins, sem blaðið segir metið á um 4 millj- arða ísl. króna. Sagði lögfræðingur- inn að maðurinn hefði ekki stolið „Ópi“ og að hann hefði það ekki í fórum sínum. „Eg vonaðist satt best að segja til þess að þetta kæm- ist ekki í hámæli. Best hefði verið ef samningaviðræður við yfirvöld hefðu getað farið fram án vitneskju íjölmiðla," sagði Staff sem kvaðst hafa tekið málið að sér eftir langa umhugsun, þar sem hann teldi það vera hag þjóðarinnar fyrir bestu að endurheimta verkið. Ekki er ljóst hvort gengið verður til samninga við manninn en það er undir stjórn Ríkislistasafnsins komið. Yfirvöld höfðu boðið sem svarar 2 milljónum þeim sem gætu gefið upplýsingar um hvar verkið er niðurkomið. Hafa lögreglu borist um 30 vísbendingar en hún telur enga þeirra vera áreiðanlega. Listsltautar Tvöfaldur leöurskór Hvítir St 27-33, kr. 3.850,- St. 35-42, kr. 4.370,- Svartir St. 35-38, kr. 4.370,- St. 39-46, kr. 4.050,- 5% staðgreiðsluafsláttur, g einnig af póstkröfum * greiddum innan 7 daga. mmuTiuFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 lcu 11lANIUM gleraugnaumgjarðir AIR^tÍÍaNÍU^M vil^a létt °8 Þæ8i,e§ g|erau8u' hvort sem er við vinnu, formleg tækifæri eða íþróttaiðkun. er góð lausn fyrir þá, sem hingað til hafa ekki getað með góðu móti þolað hefðbundnar gleraugnaumgjarðir vegna þyngsla á nefi eða hafa nikkelofnæmi. Við val á þessum heimsins léttustu gleraugna- umgjörðum getur viðskiptavinurinn valið úr fjölda lita og haft lögun glerja að eigin vild. ANNA OG ÚTLITIÐ veitir ráðleggingar um liti og lögun gleraugna í Gleraugnaversluninni í Mjódd, Álfabakka 14, í dag, föstudag, 4. mars. GL6RRUGNRV6RSLUN í /VUÓDD GL6RRUGNRV6RSLUN K6FLRVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.