Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
ÁHÖFN Hólmaborgar SU var fagnað vel þegar skip-
ið landaði 1.500 tonnum af loðnu á Eskifírði á sunnu-
dag. Var afli skipsins kominn yfir 50 þúsund tonn
á loðnuvertíðinni sem hófst í júlí. Hefur ekkert skip
innan loðnuflotans veitt jafnmikið á einni vertíð frá
upphafi loðnuveiða á 7. áratugnum. Á stærri mynd-
inni sést áhofnin en á þeirri minni færir Björk Aðal-
steinsdóttir, eiginkona Þorsteins Kristjánssonar skip-
stjóra, manni sínum blóm í tilefni metsins. Að sögn
Emils K. Thorarensens, útgerðarmanns Hólmaborg-
arinnar, er aflaverðmæti alls aflans hátt á þriðja
hundrað milljónir.
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Blóm fyrir fimmtíu þúsund tonn
Fyrrum fanga dæmdar miskabætur j
Framlenging fanga-
vistarinnar í and-
stöðu við stjómarskrá
HÆSTIRÉTTUR hefur fallist á að greiða beri fyrrum fanga bætur,
en hann var látinn sæta 10 daga einangrun með úrskurði yfirfanga- !
varðar vegna agabrots og bættist sá tími við refsivist hans. Hæsti-
réttur staðfesti dóm Borgardóms frá því í maí 1991, en þar voru
manninum dæmdar 40 þúsund króna miskabætur.
Haustið 1988 hóf maðurinn af-
plánun 280 daga refsivistar vegna
skilorðsrofs og var meirihluta
tímans í fangelsinu í Kópavogi. Þeg-
ar langt var liðið á refsivistina fékk
hann leyfi til að sækja AA-fund en
virtist undir áhrifum vímuefna þeg-
ar hann kom til baka og játaði að
hafa tekið inn lyf. í framhaldi af
því úrskurðaði yfirfangavörður hon-
um 10 daga einangrunarvist, sem
bættist við afplánunartímann, eins
og þá var heimilt í lögum, en það
ákvæði var fellt niður árið 1991.
Maðurinn höfðaði mál og taldi að
með því að fangaverðir gætu úr-
skurðað um lengingu eða styttingu
á refsivist manna hafí verið brotið
gegn 2. grein stjómarskrárinnar, j
. sem segir að dómendur fari með
dómsvald. Þá hafi einnig verið brot-
ið gegn Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, sem banni refsivist án dóms.
Enginn sviptur freisi. án dóms
í dómi Hæstaréttar segir, að það
Frumvarp um iöfnun á flutninsrskostnaði olíuvara komið fram sé grundvallarregla íslensks réttar,
___________±______"__________________5______________________________________ að engmn verði sviptur frelsi sínu
Flutningsjöfnun til hafna
og lykilstaða á landinu
Á ALÞINGI kom fram í gær frumvarp viðskiptaráðherra um jöfnun
á flutningskostnaði olíuvara þar sem lagt er til að flutningsjöfnun
á olíuvörum nái framvegis til flutningskostnaðar milli olíuinnflutn-
ingshafna og olíuhafna sem geti tekið á móti olíuskipum. Jafnframt
nær flutningsjöfnunin til landflutninga til nokkurra lykilverslunar-
staða þar sem höfn er ekki. Hins vegar nær jöfnunin ekki til olíu-
vara ætlaðra til útflutnings svo sem til millilandasiglinga, millilanda-
flugs, erlendra skipa og erlendra flugvéla.
Sighvatur Björgvinsson, við- Ábyrgð á hagræðingu í dreifingu
skiptaráðherra, hafði lagt fram olíuvara mun færast í auknum
frumvarp um afnám flutningsjöfn-
unarsjóðs en það strandaði í þing-
flokkum ríkisstjórnarinnar vegna
andstöðu þar. Ekki tókst að ná tali
af viðskiptaráðherra í gærkvöldi
vegna þessa máls.
Ekki til alls landsins
í athugasemdum með frumvarp-
inu segir að lögin komi í stað nú-
gildandi skipunar þar sem jöfnun
flutningskostnaðar nái „til allra
staða hvar sem er á landinu, inni
á hálendi eða á ystu nesjum óháð
tilkostnaði við dreifingu olíunnar.
mæli á hendur olíufélaganna með
nýju fyrirkomulagi Og þá um leið
lækkar kostnaður við flutningsjöfn-
unina samhliða aukinni sam-
keppni."
Þeir staðir sem flutningsjöfnun á
landi nær til eru taldir upp í frum-
varpinu, en jafnframt er þar að
fínna ákvæði sem heimilar við-
skiptaráðherra að íjölga aða fækka
þessum stöðum að fengnum tilllög-
um stjonar flutningsjöfnunarsjóðs
olíuvara. Staðirnir sem taldir eru
upp í frumvarpinu eru: Hveragerði,
Selfoss, Laugarvatn, Laugarás,
Flúðir, Hella, Hvolsvöllur, Vik í
Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur, Fag-
urhólsmýri, Egilsstaðir, Ásbyrgi,
reykjahlíð við Mývatn, Laugar í
S-Þingeyjarsýslu, Brjánslækur,
Krókstjarðarnes, Skriðuland, Búð-
ardalur, Reykholt í Borgarfirði og
Borgarnes.
nema úrskurður dómara komi til og
ákvæði, sem hafi heimilað forstöðu-
mönnum fangelsa ákvörðunarvald
þar um hafi því verið í andstöðu við
ákvæði stjórnarskrárinnar. Maður-
inn hafí því sætt ólögmætri frelsis-
skerðingu umfram dæmda refsivist
og eigi þegar af þeirri ástæðu rétt
til bóta úr ríkissjóði.
Dómur Borgardóms um 40 þús-
und króna bætur var staðfestur, en
fanginn fyrrverandi hafði farið fram
á 500 þúsund krónur í bætur. Þá
dæmdi Hæstiréttur að kostnaður
hans vegna áfrýjunar máisins skyldi
greiðast úr ríkissjóði sem gjafsókn-
arkostnaður, þar með talin málflutn-
ingslaun skipaðs veijanda hans, Sig-
urðar Georgssonar hæstaréttarlög-
manns.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Hrafn Bragason, Garðar
Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf-
stein.
í dag
30 þúsund í sekt
Leigubílstjóri hefur verið sektað-
ur fyrir að hindra opinberan
starfsmann í starfi 4
Listamannalaun_______________
164 einstaklingar hlutu starfs-
laun listamanna fyrir árið 1994
22
Leiöari
Endurnýjun á Ítalíu 26
^Uronublnbib
Á
úrVERJNU
StMLM> UM SJÁVABUTVeo
► Tollar á sfld við inngöngu
Svía og Finna í ESB - Gífurleg
aukning á sölu saltaðra loðnu-
hrogna - Góður árangur á
Boston Seafood-sýningunni
► Páskaföndur - Skilafrestur
í teiknimyndasamkeppni -
Myndasögur - Myndir eftir
krakka - Tindátar
Sextán þingmenn vilja afnema aflamark á ufsa, ýsu og skarkola út fiskveiðiárið
Ekkí þurfi veiðiheimildir
fyrir aukaafla af þorski
Verið að hlaupast frá vandanum, segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
GUÐJÓN A. Kristjánsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um að afnema aflamark við veiðar á ufsa,
ýsu, skarkoia og úthafsrælqu út þetta fiskveiðiár, sem lýkur 31. ág-
úst. Jafnframt verði heimilt að landa þeim þorski, karfa og grálúðu
sem slæðist með við þessar veiðar, ef sá aukaafli er innan við 15%
af lönduðum heildarafla talið í þorskígildum. Aukaafli umfram 15%
teljist til aflamarks og verði háður viðeigandi ákvæðum í lögum um
stjórn fiskveiða. 15 þingmenn úr öllum þingflokkum eru meðflutnings-
menn frumvarpsins með Guðjóni. Sjávarútvegsráðherra segir, að ef
menn ætli að hlaupast frá vandanum með þessu móti, fari allar vonir
um skynsamlega fiskveiðistjórnun fyrir lítið.
Guðjón A. Kristjánsson sagði við
Morgunblaðið, að hann væri ekki
að Ieggja til beinar breytingar á
kvótakerfínu, heldur væri um að
ræða bráðabirgðaákvæði sem hefðu
það í för með sér að auðveldara yrði
að stunda veiðar á tegundum sem
enn væru nægar aflaheimiidir fyrir.
„Þá verða menn ekki í sífelldu bagsi
við að umgangast miðin og geta þar
af Ieiðandi fengið þennan meðafla.
Mér telst til að við eigum óveidd um
120 þúsund tonn af ýsu, ufsa og
Tónleikar
Stefnis í kvöld
RANGHERMT var í frétt Morgun-
blaðsins í gær um síðustu vortón-
leika Karlakórsins Stefnis. Tónleik-
arnir verða í Bústaðakirkju í kvöld,
miðvikudagskvöld, og hefjast
klukkan 20.30.
öðrum tegundum og menn koma
ekki til með að stunda þessar veiðar
án þess að fá einhvem þorsk með.
Ég hygg að þorskveiðiheimildir flot-
ans verði að stærstum hluta komnar
það langt í endaðan apríl, að menn
lenda þá í stórkostlegum vandræð-
um,“ sagði Guðjón.
Þegar Guðjón var spurður hvort
skip hentu nú þegar miklum þorski
í sjóinn sem aukaafla, sagðist hann
ekki vilja segja um það eins og
væri. „En ég held að framtíðin hljóti
að bera það í skauti sér, að þegar
menn verða alveg búnir með heimild-
irnar lendi þeir annaðhvort í upptök-
um og veiðileyfissviptingum og sekt-
argreiðslum, eða gera eitthvað ann-
að sem þeir eru alls ekki ánægðir
með. Það er miklu heiðarlegra af
Alþingi að reyna að horfast í augu
við þetta vandamál frekar en humma
það fram af sér og segja að kerfið
sé gott, þegar það er ekki gott.“
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði við Morgunblaðið, að
það hefði verið miklu hreinna og
beinna að flytja tillögu um að auka
kvótann því frumvarpið fæli ekkert
annað í sér. „Það má alltaf halda
því fram, meðan takmarka á veiðar,
að slíkt geti leitt menn í freistni að
henda físki, og ef menn ætla að
hlaupast frá vandanum með þessu
móti, fara allar vonir okkar um skyn-
samlega fiskveiðistjórnun fyrir lítið,“
sagði Þorsteinn.
Hann sagði, að stærsti hluti flot-
ans hefði reynt að stýra veiðunum
þannig að menn ættu eftir þorsk til
að veiða með öðrum tegundum á
síðari hluta fískveiðiársins. Það lægi
í augum uppi að með ráðstöfunum
sem þessum væri verið að koma í
bakið á þeim sem tækju leikreglurn-
ar alvarlega.
Þorsteinn Pálsson sagði, að það
væri fuilkomin rökleysa að gefa veið-
ar fijálsar í þá stofna sem hefðu
reynst veikari en áætlað var, og því
hefði ekki náðst að veiða allan kvót-
ann.
Misjafnar undirtektir
Málið var rætt á þingflokksfundi
Sjálfstæðisflokks í gær og fékk mis-
jafnar undirtektir samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins. Sex þing-
menn Sjálfstæðisflokksins standa að
frumvarpinu með Guðjóni, Sturla
Böðvarsson, Eggert Haukdal, Guð-
mundur Hallvarðsson, Guðjón Guð-
mundsson, Ingi Björn Albertsson og
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Tap Laiidsvirkjunar 3,25
milljarðar á síðasta ári
TAP Landsvirlq'unar nam alls um
3.250 milljónum króna á árinu
1993 og er þetta annað árið í röð
sem taprekstur er hjá fyrirtæk-
inu.
Þessa slæmu afkomu má einkum
rekja til gengistaps vegna lækkunar
á raungengi krónunnar. Þannig
hækkaði fjármagnskostnaður fyrir-
tækisins um 1.300 milljónii
7,5% gengisfellingar í lok júr
Onnur meginástæða tapreki
er aukinn kostnaður vegna i
Blönduvirkjunar, en rekstra
aður virkjunarinnar nam ;
1.500 milljónum án þess ac
hafí aukist að ráði á móti.
Sjá bls. 20