Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
7
25 ár frá upphafi líffræðikennslu í Háskólanum
Morgunblaðið/Kristinn
Víðsjá
SIGFÚS Blöndal Cassata frá Fókus, Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Jörundur Svavarsson
prófessor í sjávarlíffræði og Logi Jónsson forseti líffræðiskorar. A miðri mynd sést hvar rannsókn-
arefni í víðsjá (lengst til vinstri)kemur fram á sjónvarpsskjá. Dýrið á myndinni fannst í botnsjávar-
rannsókn umhverfis Island og gæti verið eitt sinnar tegundar í heiminum.
Nýtt kennsluhúsnæði
verði tilbúið árið 1997
LÍFFRÆÐISKOR Háskóla íslands var færð víðsjá í tilefni af 25 ára
kennsluafmælis í gær. Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, var
viðstaddur formlega afhendingu víðsjárinnar. Hann sagði að unnið
væri að hönnun húsnæðis fyrir Iíffræðiskor, jarðfræðiskor og Nor-
rænu eldfjallastöðuna austan Norræna hús. Stefnt væri að því að
bjóða framkvæmdir út og hefja þær á næsta ári. Með því móti yrði
mögulegt að Ijúka byggingunni árið 1997. Verklok gætu þó dregist
fram til ársins 1998.
Sveinbjörn sagði að gert væri ráð
fyrir að húsið yrði um 6.500 fm.
Af því fengi líffræðiskor 3.000 fm,
jarðfræðiskor 2.100 fm og Norræna
eldfiallastöðin 1.200 fm. Stefnt væri
að því að hönnun lyki á árinu, fram-
kvæmdir gætu hafist árið 1995 og
yrði lokið 1997 ef allt gengi að ósk-
um. Kostnaður við hvern fermetra
í húsinu er áætlaður um 110.000 kr.
Hann lét þess getið í þessu sam-
bandi að austan kennsluhússins
væri gert ráð fyrir sýningar- og
kynningarhúsnæði í náttúruvísind-
um. Náttúrugripasafnið við Hlemm
myndi væntanlega flytjast í húsið. í
því væri einnig gert ráð fyrir ýms
konar kynningum og sýningum og
til greina kæmi að atvinnuvegir
tækju þátt í kostnaði við umfjöllum
um skyld efni.
Þegar Sveinbjöm var ynntur eftir
þvl hvenær áætlað væri að hefja
framkvæmdir við húsið sagði hann
að gert væri ráð fyrir að um sam-
starfsverkefni Reykjavíkurborgar,
ríkis og Háskóla væri að ræða og
færi framkvæmdatími eftir því hve-
nær þessir þrír aðilar kæmu sér
saman um hann.
500 með BS-gráðu
Líffræðikennsla fer um þessar
mundir að mestu leyti fram í hús-
næði Háskólans Grensásvegi 12.
Logi Jónsson, formaður líffræðiskor-
ar, sagði að kennslunni hefði upphaf-
lega verið hleypt af stokkunum til
að mennta líffræðikennarar fyrir
framhaldsskóla. Kennt hefði verið
til BA-gráðu en síðan hefði áfangan-
um verið breytt í BS-gráðu. Nú
væri einnig hægt að stunda eins árs
framhaldsnám, svokallað fjórða árs,
og nám til MS-gráðu.
Logi sagði að samtals hefðu 500
nemendur útskrifast með BS-gráðu
og 4 með MS-gráðu og vaxandi
aðsókn væri að deildinni. Á hverju
ári hæfu 60 til 70 manns nám í og
156 nemendur væru innritaðir í BS
nám um þessar mundir. Tuttugu og
einn nemandi stundaði framhalds-
nám við deildina.
Þrívíddar sýn
Sigfús Blöndal Cassata frá Fókus
hf. afhenti víðsjána fyrir hönd fyrir-
tækisins og Nikon fyrirtækisins,
umboðsaðila þess. Hann sagði að
hún hefði verið gefin í tilefni af
afmælinu og vegna góðra tengsla
við líffræðiskor. Nefndi hann í því
sambandi að allar smærri kennslu-
smjásjár og kennsluvíðsjár væru frá
Nikon. Með víðsjánni má sjá rann-
sóknarefni í þrívídd en ekki í smá-
sjá. Meiri stækkun fæst hins vegar
með smásjánni.
V egamálastj ori um lagningu vegar yfir Gilsfjörð
ítarlegar úttektir hafa
farið fram á lífríkinu
HELGI Hallgrímsson vegamála-
stjóri segir að ítarlegar úttektir
hafi farið fram á lífríki Gilsfjarð-
ar vegna fyrirhugaðrar fram-
kvæmdar vegna lagningar vegar
yfir fjörðinn og Náttúruverndar-
ráð í framhaldi af því heimilað
framkvæmdina. Gagnrýni hefur
komið fram á fyrirhugaðar fram-
kvæmdir, og í Morgunblaðinu í
gær kom fram í grein eftir líf-
fræðingana Guðmund A. Guð-
mundsson og Kristin H. Skarp-
héðinsson að þeir telja að fram-
kvæmdirnar muni stofna fugla-
lífi Gilsfjarðar í mikla hættu og
valda gífurlegum náttúruspjöll-
um.
Náttúruverndarráð er lögboðinn
umsagnaraðili um framkvæmdir á
borð við lagningu vegar yfir Gils-
ijörð frá Kaldrana að Króksfjarðar-
nesi, og í samtali við Morgunblaðið
sagði Helgi Hallgrímsson að sam-
þykkt þess á framkvæmdinni fæli
það í sér að af þeim ætti ekki að
stafa mikil hætta fyrir líl'ríkið.
Töluverðar breytingar
„Eðli málsins samkvæmt erum
við og okkar starfsmenn litlir fræði-
menn á þessum sviðum sem þarna
er verið að höfða til. Á sínum tíma
stóðum við fyrir og bárum kostnað
af rannsóknum á þessu, og Nátt-
úruverndarráð mat síðan niðurstöð-
ur þeirra rannsókna á þann veg að
þeir gætu samþykkt framkvæmdina
fyrir sitt leyti. Það er búið að kanna
þetta mál meira en flest önnur, en
þarna er auðvitað um töluverðar
breytingar að ræða,“ sagði Helgi.
Hann sagði að fyrirhuguð lagn-
ing vegarins yfir Gilsfjörð væri nú
í skipulagslegri meðferð og hugsan-
lega myndu framkvæmdir hefjast
seint á þessu ári eða í byijun næsta
árs.
Tryggingastofnun
Fjöldi bíðnr örorkumats
FJOLDI þeirra sem bíða eftir örorkumati hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins er nú í meira lagi, og til að grynnka á biðlistanum er væntanlegur
nýr læknir til aðstoðar læknum Tryggingastofnunar.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
upplýsingafulltrúi tryggingastofn-
unar ríkisins sagði í samtali við
Morgunblaðið að biðlistinn eftir ör-
orkumati hefði oft áður orðið jafn
langur og nú, en hún hafði ekki
tiltækar tölur um hve margir væru
á biðlistanum. Hún sagði að allir
sem fengið hefðu örorkumat og lagt
inn umsókn um bætur fengju
greiðslu fyrir næstu mánaðamót.
Olí s-þj ónustumið-
stöð við Síðujökul
OLÍS opnar færanlega þjónustumiðstöð við Síðujökul á föstudaginn
langa í samvinnu við flutningafyrirtækið ET og verður hún opin fram
á annan í páskum.
Að sögn Gunnars Skaptasonar,
sem starfar að sölu- og markaðsmál-
um fyrir Olís, er þessi þjónusta nýj-
ung á Islandi. Með henni sé verið
að koma til móts við óskir viðskipta-
vina Olís, sem ætli margir hveijir
að skoða Síðujökul um páskana.
Gunnar segir ekki endanlega
ákveðið hvar þjónustumiðstöðin muni
standa, það verði gert í samvinnu
við heimamenn.
ILMANDI
i 1® IfflV.
EKKI AÐEINS HEITT,
HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ
HATTING brauðið er fryst áður en það er
fullbakað. Settu HATTING brauðið í
bökunarpokanum í ofninn og
stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið
tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið.
ÖRKIN 1012 -