Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
13
Nemendur 1., 2. og 3. bekkjar við listaverkin sín, ásamt kennara
sínum, Freyju Onundardóttur.
Myndlistarnám-
skeið í grunnskól-
anum á Þórshöfn
Þórshöfn.
UNDANFARNAR vikur hefur myndlistarkonan Freyja Önundardótt-
ir verið með námskeið í grunnskólanum hér og var afrakstur nemend-
anna sýndur í skólanum sunnudaginn 27. mars.
Þetta er annar veturinn sem nem-
endum hér gefst kostur á myndlist-
arnáskeiði hjá Freyju og hefur það
mælst vel fyrir. Freyja lauk námi
frá Myndlistarskólanum á Akureyri
árið 92 og fékk hún þaðan góða
dóma. Þegar nemendur sýndu verk
sín í skólanum var tækifærið nýtt
til fjáröflunar um leið og stóðu nem-
endur 9. bekkjar fyrir kaffisölu og
var fjölmennt í skólanum og nutu
allir dagsins.
L.S.
Naustkjallarinn
Besti volgi bjórinn í bæn-
um og Nætur í Hafnarfirði
Sýningum fer senn að ljúka
SÝNINGUM á leikritinu „Besti farið, fer nú senn að Ijúka.
volgi bjórinn í bænum“ og „Nætur Leikendur eru Þorsteinn Bach-
í Hafnarfirði", sem sýnt hefur mann, Magnús Jónsson og Guð-
verið í Naustkjallaranum undan- mundur Haraldsson.
MENNING/LISTIR
Tónlist
Hörður Torfason
heldur tónleika í
Mosfellsbæ
Hörður Torfason trúbador heldur
tónleika í Bæjarleikhúsinu í Mos-
fellsbæ á skírdag, 81. mars kl. 20.30.
Á efnisskránni eru ný og gömul lög.
Öll innkoma af tónleikunum rennur
i byggingarsjóð Bæjarleikhússins.
Leikfélag Mosfellssveitar hefur á sl.
ári innréttað leikhús i gamla áhalda-
húsi Mosfellsbæjar og var húsið opn-
að 8. janúar sl. Enn er mikið verk
eftir, til að koma húsinu í það horf
sem það þarf að vera og mikið eftir
að kaupa af tækjabúnaði.
Myndlist
Iris Ingvars-
dóttir sýnir í
Café Karólínu,
Akureyri
Iris Ingvars-
dóttir opnar
sýningu á graf-
íkmyndum á
Café Karólinu í
Listagilinu á
Akureyri á
morgun,
fimmtudaginn
31. mars.
íris á að baki
fjórar samsýn-
ingar, en sýn-
ingin á Café
Karólínu er
hennar fyrsta einkasýning.
í kynningu segir: I myndverkunum
er unnið út frá orðum myndlistar-
mannsins Paul Klee; „Listin fram-
leiðir ekki það sem við sjáum, heldur
lætur hún okkur sjá.“ Leit mannsins
að svörum við spumingum sem
tengjast honum sjálfum, samskiptum
við aðra og tilgangi lífsins rekur
hann áfram, leitin að merkingu.
Hvernig birtist slík leit í myndmáli
og hvaða svör geta myndverkin veitt.
Hvaða áhrif hefur mynd.“
Verkin á sýningunni eru ætingar
unnar í zinkplötur og stendur hún
út aprílmánuð og er opin á verslunar-
tíma kaffíhússins. s
Ljósmyndasýning
Ingu Sólveigar í
Stöðlakoti
I Stöðlakoti við
Bókhlöðustíg
verður opnuð á
morgun
fímmtudaginn
31. mars ljós-
myndasýning
Ingu Sólveigar.
Verkin á sýn-
ingunni sem ber
titilinn „In me-
moriam“ eru öll
unnin á síðasta
ári.
Inga Sólveig
Inga hefur tekið þátt í samsýning-
um og haldið einkasýningar hér
heima og erlendis. Sýningin sem
stendur til 17. apríl verður opin dag-
lega kl. 14-18 nema föstudaginn
langa og páskadag kl. 16-19.
I kynningu segir: „Þessi sýning
er tileinkuð vinum sem eru smitaðir
að eyðniveirunni, plágu 20. aldarinn-
Síðasti sýningardag-
ur Þórunnar í dag
Sýningu Þórunnar Eiríksdóttur í
Gallerí List f Laugardalnum lýkur í
dag miðvikudaginn 30. mars. Þórunn
sýnir olíumyndir, vatnslitamyndir og
smelti og er opið frá kl. 10-6.
Bandaríkjamenn gefa
út árítanir til tíu ára
VEGABRÉFSÁRITANIR til Bandaríkjanna sem gefnar hafa verið út
í ótiltekinn tíma fyrir almenna ferðamenn og menn í viðskiptaerind-
um verða frá og með 1. apríl nk. gefnar út til 10 ára. Aðrar tegund-
ir vegabréfsáritana, svo sem námsmannaáritanir, haldast óbreyttar.
í fréttatilkynningu frá skrifstofu
ræðismanns í sendiráði Bandaríkj-
anna segir að þessi breyting sé
gerð að kröfu utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna til að samræma
vegabréfsáritanir um allan heim og
til að undirbúa tæknilegar endur-
bætur. Þær endurbætur gera það
að verkum að. nauðsynlegt er að
takmarka gildistímann.
Frá og með 1. janúar 1995 munu
áritanir með ótiltekinn gildistíma
sem gefnar eru út 2. janúar 1985
eða fyrr falla úr gildi. Aðrar vega-
bréfsáritanir með ótiltekinn gildis-
tíma munu gilda tíu ár frá útgáfu-
degi. Ef tíu ár eru liðin frá útgáfu-
degi þurfa íslendingar á leið til
Bandaríkjanna annað hvort að not-
færa sér gildandi undanþáguheimild,
sem gerir íslendingum kleift að ferð-
ast til Bandaríkjanna í allt að 90
daga án vegabréfsáritunar eða
sækja um nýja vegabréfsáritun í
næsta bandaríska sendiráði eða ræð-
ismannsskrifstofu, sérstaklega ef
þörf er á sérstökum áritunum eins
og fyrir námsmenn, fólk í boðsferð-
um eða ferðamenn sem þurfa að
dveljast lengur en 90 daga í landinu.
Þeir sem ferðast til Bandaríkj-
anna í 90 daga eða skemur sem
almennir ferðamenn eða í viðskipta-
erindum geta notfært sér undan-
þáguheimildina. Þá fylla þeir út
sérstakt eyðublað í flugvélinni á
leið til Bandaríkjanna, t.d. í vélum
Flugleiða. Þegar ferðast er beint frá
öðru landi til Bandaríkjanna er ráð-
legt að hafa samband við sendiráð
Bandaríkjanna í því landi eða spyij-
ast fyrir hjá flugfélaginu sem flogið
er með hvort það hafí umrædd
eyðublöð um borð í vélum sínum.
Þær upplýsingar fengust hjá skrif-
stofu ræðismanns í bandaríska
sendiráðinu að ráðlegt væri fyrir
þá sem færu eftir öðrum leiðum en
flugi að fá vegabréfsáritun.
TJppruni visku
eftir Þórunni
Þórsdóttur
Ástæða er til að þakka Helga
Hálfdanarsyni ábendingu hér í blað-
inu í gær. Hann vitnar til greinar-
korns míns í menningarblaði Morg-
unblaðsins síðastliðinn laugardag
um lestur þriggja grískra harmleikja
í Borgarleikhúsinu. Þar er haft eftir
vísum manni að undirstaða allrar
listar sé hið tamda frelsi. Helgi bend-
ir á að þetta hafi komið fram í grein
eftir hann, birtri í ritinu Málfregnum
í febrúar fyrir fímm árum. Þótt síst
efist ég um uppruna orðanna, hef
ég þau ekki úr greininni í riti ís-
lenskrar málnefndar, heldur eftir
góðvini Helga, Hrólfi Sveinssyni.
Við Hrólfur áttum skemmtilegt
samtal eftir æfíngu á lestri harm-
leikjanna i Borgarleikhúsinu í liðinni
viku. Af hógværð, eða hlédrægni sé
litið svo á að hógværðin sé verst
iasta, bað hann mig að geta sín
ekki sérstaklega. Þó held ég, eins
og málum er háttað, að ég megi
segja frá þeim orðum Hrólfs að hann
viti ekkert sem aðrir menn hafi ekki
áður komist að. „Allt sem ég segi
hefi ég frá öðrum,“ sagði Hrólfur.
Það mun sannast í þessu tilviki;
Hrólfur hefur lesið rit íslenskrar
máinefndar frá því í ársbyrjun 1989
og hrifist af grein Helga um flutning
bundins máls á leikritum Shakespe-
ares. Þaðan er þá runnin setning
hans um tamið frelsi - undirstöðu
allra lista.
Hvaðan Helgi Hálfdanarson hefur
hana er síðan önnur saga, en úr ein-
hvetjum stað kemur viskan. Að
minnsta kosti samkvæmt kenningu
Hrólfs Sveinssonar.
Með fróðleiksfúsri kveðju til
þeirra beggja.
Höfundur er blaðamaður á
Morgunblaðinu.
Okkar tilboð
Skýrt og ódýrt
□ 14" tommu sjónvarp
□ fjarstýrt
□ tímarofi
□ aðgerðir á skjá
□ inniloftnet
,■ stqr
Nýtt og gæðum prýtt
VCA 36 myndbandstækið er búið m.a.
□ fjarstýringu
□ kyrrmynd
□ hægmynd
□ scart-tengi
□ ramma fyrir ramma
□ sjálfvirkri leitun bestu myndgæða
35.900,- stqr
VERSLUNIN
HUOMBÆR f
HVERRSCÖTU 103 : SÍMl 625999