Morgunblaðið - 30.03.1994, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
Sumartíð í blóma-
garði Alþingis
eftir Þorstein
Sæmundsson
„í ár ber sumardaginn fyrsta
upp á fimmtudag." Þessi spaklega
setning stóð í Morgunblaðinu fyrir
mörgum árum og var ein af þeim
fjólum sem færðu ónefndum
blaðamanni landsfrægð. Enn
spretta skrautblóm af sama tagi;
og það við sjálfan Austurvöll. I
greinargerð með nýlegri þings-
ályktunartillögu um sumartíma,
skipan frídaga og orlofs segir m.a.:
„íslendingar taka þijá fasta frí-
daga á fimmtudögum, skírdag,
uppstigningardag og sumardaginn
fyrsta. Að vísu kemur fyrir að
uppstigningardagur og sumardag-
urinn fyrsti falla saman" (letur-
breyting mín). Blaðamaður Morg-
unblaðsins gat haft sér það til
afsökunar að fullyrðing hans væri
rétt: sumardaginn fyrsta bar upp
á fimmtudag það árið sem önnur
ár. En þeir fjórir alþingismenn sem
standa að umræddri þingsályktun-
artillögu hafa ekki þá afsökun.
Uppstigningardagur og sumar-
dagurinn fyrsti geta aldrei fallið
saman; stysta bil á milli þeirra er
ein vika.
Þetta er ekki eina gullkornið í
greinargerðinni. Þar stendur:
„Enn fremur hefur komið fram
það sjónarmið að æskilegt sé að
flytja sumardaginn fyrsta frá
þriðja fimmtudegi í apríl yfir á
sumarið, t.d. júní- eða júlímánað-
ar“ (orðrétt tilvitnun). Hvaðan
VINKLAR A TRE
HVERGI LÆGRI VERÐ
Mny
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
EINKAUMBOÐ
co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
skyldi sú hugmynd komin, að sum-
ardagurinn fyrsti sé þriðji fimmtu-
dagur í apríl? Hann er það reynd-
ar þetta árið, en það þarf mikla
fljótfærni til að draga af því þá
ályktun, að þetta sé almenn regla.
Undanfarin þijú ár hefur sumar-
dagurinn fyrsti verið fjórði
fimmtudagur í apríl. Og hvað eiga
mennirnir við þegar þeir tala um
að flytja þennan dag fram á sum-
ar? Vilja þeir í alvöru taka upp
frídag á miðju sumri og kalla hann
sumardaginn fyrsta?
Fyrsti flutningsmaður þings-
ályktunartillögunnar, Vilhjálmur
Egilsson, sannar það í DV hinn
11. mars að hann er ekki með það
á hreinu hvenær þeir dagar eru,
sem hann vill flytja til. Vilhjálmur
segir: „Ég vil líka benda á að
fimmtudagsfrídagarnir, bæði
sumardagurinn fyrsti og uppstign-
ingardagur, falla í apríl og stund-
um fyrri partinn í maí.“ Af orð-
anna hljóðan mætti ætla, að sum-
ardagurinn fyrsti ætti það til að
lenda í maí og hefðu það einhvern
tíma þótt fréttir. Hvað uppstign-
ingardag snertir, er hann oftar en
ekki seinni hlutann í maí eða í
byijun júní. Að hann sé í apríl er
sjaldgæft, svo að ekki sé meira
sagt. Það gerðist síðast árið 1818
og mun næst gerast árið 2285.
í fyrrnefndri greinargerð segir
enn fremur að „náttúrulegt há-
degi“ hér á landi sé um klukkan
hálftvö. Flutningsmenn virðast
ekki hafa gert sér grein fyrir því
að hádegi er á mismunandi tíma
eftir því hvar er á landinu og breyt-
ist um þijá stundarfjórðunga þeg-
ar farið er yfir landið frá austri
til vesturs. Það að auki sveiflast
hádegið til um hálftíma yfir árið
vegna breytilegrar göngu sólar.
Þannig getur hádegi á íslandi ver-
ið allt frá klukkan 12:38 til klukk-
an 13:53, en þau tímamörk spanna
hvorki meira né minna en fimm
stundarfjórðunga.
í Morgunblaðinu 15. mars reyn-
ir Vilhjálmur Egilsson að rökstyðja
þá hugmynd, sem fram kemur í
umræddri þingsályktunartillögu,
að klukkunni skuli flýtt á sumrin
frá því sem nú er. í grein Vil-
hjálms eru nokkur dæmi í viðbót
um ónákvæmni og fljótfærni. Þar
segir:
„ísland er eina landið í hinum
vestræna heimi sem ekki hefur
sumartíma sem felst í því að
klukkan er færð áfram um eina
klukkustund undir lok mars og svo
er hún færð til baka um eina
klukkustund á haustin.“ Ekki veit
ég hvað þingmaðurinn á við þegar
hann talar um hinn vestræna
heim, en Bandaríkin og Kanada
eru þar greinilega ekki á blaði. í
báðum þessum löndum eru fylki
eða héruð sem fylgja fastri klukku
árið um kring, en á þeim svæðum
þar sem reglur eru um sumartíma,
er klukkunni flýtt í byijun apríl.
í grein sinni leggur Vilhjálmur
áherslu á það, að aðrar þjóðir í
hinum vestræna heimi hafi tekið
upp þann hátt að flýta klukkunni
á sumrin. Er á honum að skilja,
að þetta hljóti að vera röksemd
fyrir því að við gerum hið sama.
Svo er þó ekki, því að aðstæður
hér á landi eru ekki þær sömu og
í þeim löndum sem vitnað er til.
Eins og ég benti á í Morgunblað-
inu 9. mars, var „sumartíminn"
upphaflega neyðarráðstöfun sem
gripið var til tímabundið á styijald-
artímum til að spara eldsneyti.
Þegar við íslendingar tókum upp
fasta klukku árið 1968, voru flest-
ar þjóðir hættar að flýta klukk-
unni á sumrin, en vegna olíukrepp-
unnar á áttunda áratugnum sner-
Þorsteinn Sæmundsson
„Yið íslendingar búum
þegar við fljóta klukku
allt árið. Ef við vildum
fara að dæmi meiri-
hluta þeirra þjóða sem
Vilhjálmur vitnar til,
ættum við ekki að flýta
klukkunni á sumrin frá
því sem nú er, heldur
seinka henni á vet-
urna.
ist þróunin við. Ástæðan fyrir því
að aðrar þjóðir taka á sig öll þau
óþægindi sem fylgja hringlinu með
klukkuna er fyrst og fremst sú,
að þær eru að spara eldsneyti -
áður voru það kolin sem mestu
máli skiptu, en núna olían. Á ís-
landi er þessi ástæða ekki fyrir
hendi.
Þegar Vilhjálmur hvetur til þess
að við förum að dæmi annarra
þjóða, yfirsést honum líka í öðru
atriði. Við íslendingar búum þegar
við fljóta klukku allt árið. Ef við
vildum fara að dæmi meirihluta
þeirra þjóða sem Vilhjálmur vitnar
til, ættum við ekki að flýta klukk-
unni á sumrin frá því sem nú er,
heldur seinka henni á veturna.
Með öðrum orðum, við ættum þá
að hverfa aftur til þess fyrirkomu-
lags sem gilti hér á landi fyrir
1968. Varla er það þetta sem Vil-
hjálmur ætlast til, því að við mynd-
um þá fjarlægjast Evrópulönd í
tíma yfir vetrarmánuðina.
Að lokum gerir Vilhjálmur því
skóna, að gagnrýni mín á tillögum
hans um sumartíma stafi af því
að ég óttist meiri fyrirhöfn við að
semja og prófarkalesa töflur í al-
manakinu. Ef þingmaðurinn hefði
gefið sér tóm til að lesa betur
greinina sem hann er að and-
mæla, hefði honum skilist, að töfl-
ur í almanökum verða að fylgja
föstum tíma árið um kring. Með
öðrum orðum, reglur um sérstaka
stillingu klukkunnar á sumrin hafa
engin áhrif á slíkar töflur. Ekki
myndi þurfa að breyta stafkrók
þótt tillögur Vilhjálms næðu fram
að ganga. Hins vegar þyrftu les-
endur að muna að bæta klukku-
stund við tímana í töflunum á
sumrin ef klukkunni væri flýtt,
eins og þeir þurftu að gera meðan
reglur um sérstakan sumartíma
voru í gildi (1917-1918 og 1939-
1968). Þetta verða lesendur al-
manaka í nágrannalöndum okkar
að sætta sig við.
Þótt ekki sé allt upp talið sem
aðfinnsluvert er í þessu máli, skal
látið staðar numið að sinni. Von-
andi heyra vinnubrögð eins og
þau, sem hér hefur verið lýst, til
undantekninga á hinu háa Alþingi.
Höfundur er stjörnufræðingvr og
ritsljóri Almanaks Háskóla
íslands.
Til betri tannheilsu
í framtíðinni
eftir Jón Ásgeir
Eyjólfsson
I M P E X
Sterkt • auðvelt • fljótlegt
Telja má að einn helsti áfangi í
heilbrigðismálum á þessari öld sé
sú stórfellda breyting sem orðið
hefur á tannheilsu í nútíma þjóðfé-
lagi. Það er ekki svo ýkja langt síð-
an öll börn lifðu við tannpínu, flest-
ir einstaklingar um þrítugt voru
með flestar tennur skemmdar og
margir voru tannlausir. í dag eru
heilir hópar barna lausir við tann-
sjúkdóma, sumir fullorðnir yfir þrí-
tugt eru án tannskemmda og fyll-
ingalausir og fólk reiknar með að
tennur þess endist því ævilangt.
Jafnvel það að tengja tannlækn-
ingar við sársauka og tíðar viðgerð-
ir er liðin tíð. Þannig er tanngæsla
að taka á sig mynd forvarnaþjón-
ustu. Takmarkið er að viðhalda
tannheilsu og útliti sem skiptir
miklu máli í nútíma þjóðfélagi.
GÆSLU
DAGURINN
0#®C
Eðli breytinga
Hillukerfi
sem allir geta sett saman
'
1 -
■ • 1
©DEXION
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI31 • SÍMI 62 72 22
Þrátt fyrir þessar breytingar er
þörf á viðgerðum, lagfæringum og
endurbótum. Eðli tannlækninga er
smám saman að taka á sig aðra
mynd. Viðgerðarþátturinn víkur hjá
ungum einstaklingum og forvarnir
verða ríkjandi. Áhugi og skilningur
foreldra og uppalenda er meiri í dag
enda eru þeir betur uppfræddir.
Eftir því sem viskan og vísindin
hafa eflst hefur árangurinn orðið
meiri og sérgreinar hafa myndast.
Tækni hefur fleygt fram bæði í
tækjabúnaði og efnum. Kröfur til
bættrar tannheilsu eru hluti af
bættu heilbrigði og betra lífi.
„í dag eru heilir hópar
barna lausir við tann-
sjúkdóma, sumir full-
orðnir yf ir þrítugt eru
án tannskemmda og
fyllingalausir og fólk
reiknar með að tennur
þess endist því ævi-
langt.“
Forvarnir
Ljóst er að forvarnir hafa skilað
miklum árangri.
— Flúor í ýmsum myndum svo
sem í tannkremi, í töfluformi og í
skolvökvum.
— Skorufyllur eða plasthúðun
bitflata.
— Framþróun í tækjakosti og
bætt fyllingarefni.
— Bætt menntun og fjölgun
tannlækna.
— Síðast en ekki síst viðhorf al-
mennings til aukinnar hreinsunar.
Allt eru þetta atriði sem hafa
gert okkur kleift að ná árangri.
Ekki má þó sofna á verðinum
Tölur utan úr heimi sýna að tann-
skemmdir eru á hægri uppleið eftir
i
I
i
I
WHO ogFDI
Alþjóða heilbrigðisstofnunin
I
I
i
I
I
I
b
i
»
i
i
»
i
margra ára niðurtalningu. Mörgu
er kennt um en víst er að neyslu-
venjur í nútíma þjóðfélagi eru að
breytast. Óreglulegir matmáls-
tímar, aukið hlutfall skyndibita í
máltíðum og stöðug aukning sykur-
neyslu í einu eða öðru formi bæta
ekki tannheilsuna.
>
»
(WHO) og alheims félagasamtök
tannækna (F'DI) hafa tekið höndum
saman og kosið að velja árið 1994
„Ár bættrar tannheilsu“ með
áherlsu á 7. apríl sem alþjóðlegan
tanngæsludag. Til þess að árangur
náist þarf samstöðu allra hlutaðein-
andi, þ.e. almennings, tannlækna
og heilbrigðisyfírvalda. Ekki bara í
dag heldur til allrar framtíðar.
.
I
I
Höfundur er formaður
Tannlæknafélags íslands.
t