Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
17
Evrópusamstarfs. í það minnsta
má gera ráð fyrir að val staðar og
tíma norrænna funda verði miðað
við innri fundi Evrópusambandsins
og undirbúningur og vinnsla sam-
norrænna ákvarðana fari fram fyrir
og eftir fundi Evrópusambandsríkj-
anna. Þessi mun einnig verða þró-
unin á vettvangi alþjóðastofnana,
þar sem Norðurlöndin hafa jafnan
talað einum rómi.
Það vekur einnig áhyggjur að á
Norðurlöndum er nú talað um að
„öil“ Norðurlöndin muni nú verða
aðilar að Evrópusambandinu. ís-
lendingar hafa hingað til staðið í
kjarna Norðurlandasamstarfsins
ásamt þeim hinum Norðurlandanna
sem teljast sjálfstæð og fullvalda
ríki, þrátt fyrir að vera landfræði-
lega utan kjarnans. Til hliðar við
samstarf hinna fimm fullvalda ríkja
hafa svo verið heimastjórnarlöndin
Álandseyjar, Færeyjar og Græn-
land. Það er full ástæða til að ætla
að aðild fjögurra Norðurlanda að
Evrópusambandinu hafi í för með
sér að ýmsir efnisþættir Norður-
landasamvinnunnar greinist í
tvennt: Annars vegar vinni aðildar-
ríki Evrópusambandsins saman sín
í milli; hins vegar Álandseyjar,
Færeyjar, Grænland og ísland.
Evrópska efnahagssvæðið
Með EES-samningnum var
grunnur lagður að framtíðarsam-
skiptum við Evrópusambandið í
efnahagslegu og viðskiptalegu til-
liti. Með lögfestingu allra gerða
EES-samningsins og „viðbótar-
pakkans" við hann, er íslenskum
fyrirtækjum tryggð full þátttaka í
hinu íjórþætta frelsi. Á sviði iðnað-
arframleiðslu, þjónustuviðskipta,
atvinnufrelsis og jaðarmála má líkja
efnisreglum EES-samningsins við
þær efnisreglur sem felast í fullri
aðild að Evrópusambandinu. EES-
samningurinn gefur færi á því að
fylgjast með þróun reglna innan
Evrópusambandsins og hafa viss
áhrif á mótun þeirra sem þó má
ekki líkja við aðild að sambandinu
og fulla þátttöku í öllum stofnunum,
ráðum og nefndum þess sem henni
fylgir. Viðbrögð forystumanna
stjórnarandstöðunnar á Alþingi nú
undanfarið við fyrirsjáanlegri fækk-
un EFTA-ríkja sem aðild eiga að
EES-samningnum hafa verið at-
hyglisverð. Hver á fætur öðrum
hafa þeir sagt að byggja eigi á
þeim grunni sem lagður var með
EES-samningnum í tvíhliða sam-
skiptum við Evrópusambandið í
framtíðinni. Það hefur því sýnt sig
að heitstrengingar á sínum tíma
um landráð og drottinssvik í tengsl-
um við EES-samninginn voru ekki
annað en innantóm orð sem áttu
rót sína í því mati að hentugast
væri að haga seglum eftir vindi og
að um tíma í Skandinavíu. Þar
hafi þeim verið gert lítið lítt bæri-
legt og hafi þeir því flúið til ís-
lands á landnámsárunum. Þeir,
sem þessu halda fram, vilja þakka
arfleifð gyðinganna margt, sem
aðdáunarvert er í íslenskum þjóð-
arkarakter. Þaðan kemur allur
áhuginn á listum og öðrum menn-
ingarstraumum, áhugi á skák og
brids svo eitthvað sé nefnt.
En taka verður það slæma með
því góða. Barlómur, nöldursemi og
kvartanir eru einkenni á gyðingum
og fáir munu neita því, að á ísa
köldu iandi þrífst sú þrenning vel.
Abrahamsmenn eiga bágt með að
koma sér saman um neitt, hvorki
í persónulegu Iífi né opinberu.
Hvað eruð þið að segja, er nokkur
svipur með stjómmálalífinu í ísrael
og á íslandi?
Nú er okkar þjóð orðin ágætur
hrærigrautur og höldum við eflaust
áfram að blanda í hann fólki af
öllum kynþáttum og litum. Við
erum sannir heimsborgarar og
okkar aldalanga einangrun hefir
verið rofin, þótt ekki sé meira sagt.
Aðalatriðið er það, að við séum
sátt við okkur sjálf og ánægð með
okkar hlutskipti í þessu lífi. Þá
getum við verið viss um það, að
íslensk þjóð mun halda áfram að
byggja okkar ástkæra fósturland.
stofna í hættu mikilvægasta við-
skiptasamningi sem íslendingar
hafa nokkru sinni gert.
Þó svo að fjögur EFTA-ríki hafi
vistaskipti og færi sig frá EFTA til
Evrópusambandsins, eru þau eftir
sem áður samningsaðilar að EES,
þótt á öðrum forsendum sé. Ekki
ber formlega nauðsyn til að segja
samningnum upp vegna þessa.
Samningurinn stenst, þótt hlutföll
milli EFTA og Evrópusambandsins
breytist. Stofnanir EFTA-stoðar
samningsins miðast að vísu við að
vera reknar á fjölþjóðlegum grunni,
en ekki sem útibú frá stjórnsýslu
eins lands. Væntanlegar viðræður
um framtíðarsamskipti íslands og
Evrópusambandsins á grundvelli
þingsályktunar frá 5. maí síðast-
liðnum hljóta að beinast að því
hvernig sannfæra megi Evrópu-
sambandið um að hægt sé að
tryggja viðhlítandi framkvæmd
samningsskuldbindinga. Vera má
að það auðveldi þær viðræður
hversu hlutfallslega litlir hagsmunir
eru í húfi fyrir sambandið.
Hverfandi litlar líkur eru á því
að íslensk fyrirtæki misbeiti að-
stöðu sinni í viðskiptum á megin-
landinu. í viðræðum við fulltrúa
Framkvæmdastjórnar og aðildar-
ríkja Evrópusambandsins hefur ít-
rekað komið fram að þau réttindi
sem íslensk fyrirtæki og ríkisborg-
arar hafa áunnið sér á grundvelli
EES-samningsins muni haldast,
hvernig sem fer með eftirlit með
efndum samningsins. Sé pólitískur
vilji fyrir hendi, verður unnt að
finna lausn sem báðir aðilar geta
sætt sig við, þótt ekki megi van-
meta þau lagalegu og stjórnskipun-
arlegu vandamál sem við er að eiga.
Gera má ráð fyrir að Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins muni
ætla sér þar stærri hlut en hún
hefur samkvæmt EES-samningn-
um.
EFTA
Innganga íslands í EFTA var á
sínum tíma gæfuspor. Þar með var
stigið stórt skref frá hefðbundinni
haftastefnu og landið tengt fríversl-
unarsamstarfi Vestur-Evrópuríkj a.
Nú er framtíð samtakanna óviss
eftir að flest aðildarríkin hafa lokið
samningum um aðild að Evrópu-
sambandinu. Á næsta ári gætu að-
ildarríkin verið orðin aðeins þijú:
ísland, Sviss og Liechtenstein.
Stofnskrá EFTA, Stokkhólmssamn-
ingurinn, er sveigjanleg og hindrar
ekki að stofnanir og starfslið EFTA
sé aðhæft nýjum aðstæðum. Séð
hefur verið til þess að ráðningar-
samningar séu aðeins framlengdir
eitt ár í senn og verið er að ræða
hvernig áfallinn kostnaður skuli
skiptast milli aðildarríkja.
Það er því ekki tilefni til að ótt-
ast að íjárhagslegar skuldbindingar
EFTA verði Islandi óbærileg byrði,
þótt aðildarríkjum fækki. Hins veg-
ar verða verkefni íslenskrar stjórn-
sýslu erfiðari viðfangs, þegar sá
bakhjarl sem starfslið stofnunarinn-
ar og önnur aðildarríki hafa verið
er á braut. Þótt ekki beri að útiloka
að EFTA geti bæst liðsauki og ný
aðildarríki, lítur þó út fyrir að flest
þau ríki sem til greina gætu komið
kjósi heldur að stefna beint á Evr-
ópusambandsaðild. Síðasta spölinn
í núverandi mynd verður EFTA
undir leiðsögn íslands; ísland tekur
við formennsku samtakanna 1. júlí
næstkomandi og Kjartan Jóhanns-
son sendiherra verður aðalfram-
kvæmdastjóri þeirra I. september.
með frönskum og sósu
=995.-
JarUitn
Evrópuþróunin fram að
aldamótum
Tvennt ber hæst þegar hugað er
að framtíðarþróun Evrópusam-
bandsins fram til aldamóta; annars
vegar ríkjaráðstefnuna 1996 sem
ætlað er að endurskoða allt stjórn-
kerfi Evrópusambandsins og aðlaga
það nýjum aðstæðum og hins vegar
væntanleg viðbót fjögurra EFTA-
ríkja, jafnvel þegar um næstu ára-
mót. Handan ríkjaráðstefnunnar
1996 bíða síðan hópar nýrra um-
sækjenda sem knýja fast á um aðild.
Þessi tvö atriði tengjast. Nú er
svo komið í sögu Evrópusambands-
ins að stjórnkerfi það sem ætlað
var að halda utan um samstarf sex
aðildarríkja Kola- og stálbandalags-
ins og Efnahagsbandalags Evrópu
sýnir þegar nokkra bresti með tólf
aðildarríki innan sinna vébanda.
Hætt er við að enn frekar reyni á
þanþol þess, þegar aðildarríkin eru
orðin sextán, tungumálin tólf og
framkvæmdastjórarnir tuttugu og
einn. Frekari stækkun er vart hugs-
anleg án endurskipulagningar.
Kröfur stærri aðildarríkjanna um
að meira tillit verði tekið til stærðar
og fólksfjölda gerast æ háværari.
Ef aðildarríkin halda áfram að
skiptast á um að gegna for-
mennsku, jafnvel þegar þau eru
orðin sextán eða tuttugu og fjögur,
er hætt við að stærri aðildarríkjun-
um þyki sinn hlutur heldur lýr og
tækifærin fá til þess að leiða starf
Evrópusambandsins.
Árið 1992 var ákveðið að slá á
frest frekari hugleiðingum um end-
urskipulagningu Evrópusambands-
ins, en bjóða áhugasömum EFTA-
ríkjum til viðræðna um aðild að
óbreyttu Evrópusambandi. Fjögur
þeirra þekktust boðið og hafa nú
lokið samningaviðræðum. Boð af
þessu tagi er einsdæmi í sögu sam-
bandsins og ekki miklar líkur á það
verði endurtekið. Einróma sam-
þykki allra aðildarríkja þarf ti! þess
að af aðild Verði og líkurnar á hags-
munaárekstrum milli ríkja og ólík-
um áherslum þeirra hvað fjölgun
varðar aukast þegar aðildarríkjum
fjölgar. Mörg núverandi aðildarríkja
hafa þegar efasemdir um að frek-
ari stækkun þjóni hagsmunum
þeirra.
Hætt er við að aðild ríkja Mið-
og Austur-Evrópu myndi ekki að-
eins beina flæði úr styrktarsjóðum
Evrópusambandsins frá Spáni og
Portúgal til hinna nýju aðildarríkja,
heldur einnig kippa fótunum undan
núverandi landbúnaðarstefnu og
reyna verulega á stoðir sameigin-
legs vinnumarkaðar. Aðild þessara
ríkja hefur því hingað til, af efna-
hagslegum og félagslegum ástæð-
um, verið talin ótímabær fyrr en
undir aldamót. Vaxandi þrýstingur
er hins vegar á nánara samstarf
við þessi ríki um öryggis- og varnar-
mál af pólitískum ástæðum. Aðild
Mið- og Austur-Evrópuríkjanna að
Evrópusambandinu gæti leitt til
þess að beina Evrópusamstarfinu
enn frekar inn á þær brautir sem
líklegri eru til að henta íslenskum
hagsmunum. Ekki er þó hægt að
útiloka að Evrópusambandið ákveði
í náinni framtíð að ekki sé raun-
hæft að fjölga fullgildum aðildar-
ríkjum frekar og treysti þess í stað
á röð samninga við nágrannaríkin
i austri um aðgang að mörkuðum
og samstarfsverkefnum.
Hverfandi líkur virðast nú vera
á því að Evrópusambandið þróist
frekar í miðstýringarátt á næstu
árum. Miklu fremur virðist þróunin
vera sú að gefa aðildarríkjum rýmra
svigrúm. Það eru aðildarríkin og
ríkisstjórnir þeirra sem ráða ferð-
inni. Milliríkjasamstarf af þessu
tagi gefur smáríkjum hlutfallslega
mjög mikil áhrif því úrslitavald er
í höndum ráðherraráðsins þar sem
einn fulltrúi hvers aðildarríkis situr,
þótt atkvæðávægi sé mismunandi.
Þó verður að gera ráð fyrir því að
völd Evrópuþingsins muni aukast
nokkuð á næstu árum en valdahlut-
föll ríkja þar eru í beinna hlutfalli
viðfólksfjölda.
Árið 1996 er fyrirhuguð ríkjaráð-
stefna aðildarríkja Evrópusam-
bandsins þar sem taka á ákvarðan-
ir um aðild nýrra ríkja að Evrópu-
sambandinu og breytingar á stjórn-
kerfi sambandsins. Fyrir þann tíma
verða íslendingar að hafa gert upp
við sig hvern veg þeir vilja ganga
í samskiptum við Evrópusamband-
ið. Berist umsókn íslands um aðild
að Evrópusambandinu að ríkjaráð-
stefnunni lokinni er líklegast að
staða íslands í aðildarsamningum
yrði sú sama og örríkja á borð við
Kýpur og Möltu sem lengi hafa
beðið eftir að Evrópusambandið
yrði við beiðni þeirra um viðræður
um aðild. Fastlega má búast við
að ríkjaráðstefnan sem haldin verð-
ur eftir tvö ár móti nýjar reglur um
vægi örríkja innan Evrópusam-
bandsins sem taki meðal annars
mið af kröfum stærri aðildarríkj-
anna um minna vægi smáríkja.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins —
Jafnaðarmannaflokks íslands.
A ferí> um Island
Miðvikudagsblaöi Morgunblaðsins, 20. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Á ferö um
ísland. í þessum blaðauka verður fjallað um ferðalög innanlands, þar sem íslenskum
fjölskyldum er bent á ferðamöguleika um eigið land. Greint verður frá athyglisverðum
áningarstöðum, gistimöguleikum, útivist, s.s. hjólreiðum, sundi og golfi, auk þess sem
sérstaklega verður fjallað um ferðamannastaðinn Reykjavík. Einnig verður bent á ýmsa
afþreyingarmöguleika, t.d. veiöi, hestaferðir, jöklaferðir og bátsferðir. Fjallab verbur
um undirbúning ferðalags um ísland með tilliti til útbúnaðar, nestis og gæslu eigna.
Þá verður kynning á ferðamessu sem byrjar 21. apríl nk.
Þess má geta að í blaðaukanum verður efnt til ferðagetraunar fyrir lesendur.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib
er vib auglýsingapöntunum til ki. 12.00 mánudaginn 18. apríl.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Gubmundsdóttir og Petrína
Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 11 11 eba símbréfi 69 1110.
- kjarni málsins!