Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
Þýskuþraut í framhaldsskólunum
MR-ingar urðu
hlutskarpastir
VERÐLAUN í þýskuþraut voru afhent í Goethe-stofnun í Reykja-
vík fyrir skömmu. Stefán Jónsson og Gunnlaugur Briem, nemend-
ur í Menntaskólanum í Reykjavík, urðu hlutskarpastir í þýsku-
þrautinni og fá þeir ferðalag til Þýskalands og fjögurra vikna
dvöl þar með fjölbreyttri dagskrá í verðlaun. Tíu efstu nemendur
fengu sérstök bókaverðlaun en allir þátttakendur fengu viður-
kenningarskjal og litla handbók um Þýskaland.
Um langt árabil hafa þýsk yfir-
völd veitt tveimur nemendum í ís-
lenskum framhaldsskólum styrk til
að dvelja um fjögurra vikna skeið
í Þýskalandi að sumarlagi. Fyrir
um tveimur árum var ákveðið í
Félagi þýskukennara að efna til
samkeppni í framhaldsskólum um
þessa styrki. Samkeppnin hefur
hlotið nafnið þýskuþraut og var
hún haldin í annað sinn 11. febr-
úar sl. Stofnaður var vinnuhópur
á vegum Félags þýskukennara-sem
hefur séð um undirbúning og fram-
kvæmd í góðri samvinnu við stjóm
félagsins, skólastjórnendur og
kennara. Vinnuhópnum bárast 85
úrlausnir frá 17 skólum. í 3. til
10. sæti voru tveir nemendur frá
Verzlunarskóla íslands, einn nem-
andi frá Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi, einn nemandi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
og fjórir nemendur frá Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Verðlaunin afhent
Morgunblaðið/Kristinn
HLUTSKÖRPUSTU þátttakendurnir taka við verðlaunum sínum
fyrir þýskuþraut. Frá vinstri eru: Stefán Jónsson og Gunnlaugur
Briem, báðir nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, Steinar Matt-
híasson, þýskukennari og formaður nefndar um þýskuþraut, og dr.
Alexander Olbrich, sendiráðunautur Sambandslýðveldisins Þýska-
lands.
Morgunblaðið/Kristinn
Leiðréttingakerfi kynnt
FÓLK úr sjávarútvegi, flugsamgöngum og á vegum björgunarsveita mætti á kunningarfund samgöngu-
ráðuneytisins á leiðréttingarkerfi fyrir GPS-staðsetningakerfið.
Leiðrétt GPS-staðsetningar-
kerfi í notkun fyrir áramót
Smábátaeigendur óttast mikinn kostnað við tækjakaup
ÞEGAR uppsetningu leiðréttingarbúnaðar fyrir GPS-staðsetn-
ingarkerfisins verður lokið fæst með því mun meiri nákvæmni við
staðsetningu hér við land en með Loran-C kerfinu sem hingað til
hefur verið notað. Þetta kom fram á fundi sem samgönguráðuneyt-
ið hélt fyrir sköminu til að kynna leiðréttingarkerfið. Ragnhildur
Hjaltadóttir, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, sagði að GPS
kerfið myndi geta uppfyllt allar þær kröfur sem Loran-C hefði
gert hingað til þegar leiðréttingarkerfið væri komið í notkun í lok
þessa árs. Guðfinnur Johnsen, Landssambandi íslenskra útgerðar-
manna, segir að helstu vandkvæðin við nýja kerfið sé að allir viðm-
iðunarpunktar sjómanna gildi ekki lengur og því þurfi að vinna
þá upp á nýtt í GPS kerfinu. Bergur Garðarsson frá Grundarfirði
segir að nýja kerfinu fylgi talsverð útgjöld fyrir smábátaeigendur
og Örn Pálsson, framkvæmdasljóri Félags smábátaeigenda, segir
að félagið hefði viljað fá meiri aðlögunartima áður en kerfinu
yrði skellt á.
Rekstri Loran-C stöðvarinnar á
Gufuskálum verður hætt um næstu
áramót og í stað þess verður tekið
upp DGPS-staðsetningarkerfið, eða
leiðrétt GPS kerfi. Kerfið hefur
verið í þróun hjá varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjamanna síðast liðin
20 ár og Var fyrst og fremst ætlað
til hernaðarnota. Það byggir á notk-
un 21 gervitungls og þriggja vara-
tungla á braut um jörðu. Arið 1993
var svo opnað fyrir almenna notkun
en byggð inn í kerfið skekkja sem
samsvaraði 100 metrum, sem er
ekki nógu nákvæmt fyrir fiskveið-
ar. Hefur ísland, sem eitt NATO-
ríkja, tryggðan aðgang að kerfínu
til ársins 2016. Er hægt að nota
kerfið til ákvörðunar staðsetningar
á sjó, í lofti og á landi.
Endurkomuskekkja innan
við 15 metrar
Kerfisfræðistofa Háskóla íslands
hefur undanfarið verið að hanna
leiðréttingarkerfí og nú er endur-
komuskekkja innan við 15 metrar,
að sögn Sæmundar E. Þorsteins-
sonar, verkfræðings hjá Kerfís-
fræðistofu.
Elsta verslun á landinu
Stendur höllum fæti eftir
framkvæmdir við Ingólfstorg
HERMANN Jónsson úrsmiður í Veltusundi 3 ætlar að láta
sumarið skera úr um hvort hann haldi áfram rekstri við Ingólf-
storg. Vegna umfangsmikilla framkvæmda við torgið hefur
gangandi umferð minnkað og viðskipti dregist saman. Úrsmíða-
verslun hefur verið í sama húsi í Veltusund 3 í 103 ár og telst
verslunin því sú elsta á íslandi.
Hermann sagðist vera kominn
í hálfgerð fjárhagsvandræði
vegna framkvæmdanna og af-
leiðinga þeirra. „Fólk komst
hreinlega ekki héma að frá því
í maí framundir jóla í fyrra.
Svæðið var eiginlega allt lokað
í 8 til 9 mánuði. Ekki er liðinn
langur tími frá því framkvæmd-
unum lauk og oft er lítið að gera
á þessum tíma. Samt finnst mér
eiginleg ekki farið að vera nóg
að gera ennþá. Maður vonar
bara að viðskiptin glæðist með
sumrinu. Eitthvað verði léttara
yfir þessu,“ sagði Hermann.
Hann sagðist vona að ferðamenn
legðu leið sína um torgið með
hækkandi sól og myndi hann
reyna að höfða sérstaklega til
þeirra með hvers kyns minjagrip-
um.
Lífsspursmál að fá umferð
framhjá
Tuttugu og tvö ár eru frá því
Hermann tók við versluninni.
En hún er orðin sú elsta í land-
inu. Hefur verið hérna í sama
húsi í 103 ár. Hún er orðin svo
rótgróin að leiðinlegt væri að
leggja hana niður,“ sagði Her-
mann en í versluninni fara m.a.
fram viðgerðir á úrum og klukk-
um. Mikið segir Hermann líka
að sé um að gamlar klukkur séu
gerðar upp.
Hann sagðist ekki hafa höfðað
mál vegna framkvæmdanna
enda héldi hann að lítið þýddi
að leggja út í slíkt. „Ég vissi að
Garðar í Herragarðinum var með
lögfræðing í þessu. Ég veit ekki
til að neitt hafi komið út úr því,“
sagði Hermann og lét þess getið
að miklu skipti að umferð héldi
áfram framhjá búðinni. „Umferð
hefur verið leyfð hérna fram hjá,
þ.e. Veltusundið til hægri og
vinstri. Hérna megin er þá ekið
að Björnsbakaríi og yfír í Aðal-
stræti. Ég álít alveg lífsnauðsyn-
legt að þessari leið verði ekki
lokað.“
í Veltusundi í 22 ár
HERMANN Jónsson hefur rekið verslun og viðgerðaverkstæði í
Veltusundi í 22 ár.
Vitastofnun íslands hóf uppsetn-
ingu leiðréttingakerfisins árið 1992
og nú hafa slík tæki verið sett upp
á fjórum stöðum. í Reykjanesvita,
Skarðsfjöruvita, Skagatáarvita og
á Raufarhöfn. Síðar í ár verða sett
upp tæki í radíóvitunum á Djúpa-
vogi og Bjargtöngum og verður þá
uppsetningu kerfísins lokið. Áætlað
er að kerfíð fullbúið geti þjónað
allri efnahagslögsögu landsins.
Guðjón Scheving Tryggvason hjá
Vitastofnun, segir að áætlaður
kostnaður við uppbyggingu kerfís-
ins sé um 50 milljónir króna. Svip-
aður búnaður verður sendur upp í
öðrum löndum og hann samhæfður.
Mikill munur er á staðsetningum
í Loran-C og GPS kerfunum og
verða Loran punktasöfn því ónot-
hæf eftir 1994. Guðfinnur Johnsen
segir að það séu fyrst og fremst
netabátar sem hafí lagt eftir Loran
punktum, það þurfi því að færa þá
yfír í GPS-kerfíð og það kosti vinnu.
Smábátaeigendur vilja lengri
aðlögunartíma
Til að geta nýtt sér DGSP-stað-
setningarkerfíð þurfa menn að
kaupa sér GPS tæki og sérstök
móttökutæki fyrir leiðréttingar-
sendingarnar. Er kostnaður allt frá
120.000 fyrir þæði tækin og segir
Bergur Garðarsson að smábátaeig-.
endur hafí ekki slíkt fjármagn á
milli handanna með tilliti til skerts
kvóta síðustu ára.
Örn Pálsson segir að Félag smá-
bátaeigenda hefði viljað hafa aðlög-
unartímann lengri, út árið 1995
hefði verið hæfílégt. Hann segir
einnig að fjárhagsforsendur smá-
bátaeigenda hafí breyst verulega á
síðustu árum og félagið sjái ekkert
óeðlilegt við að óska jafnvel eftir
stuðningi frá hinu opinbera til
kaupa á nýjum tækjakosti.