Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
21
Lífeyrissjóður
15,1% rauná-
vöxtun AL VÍB
ÁVÖXTUN fjármuna í ALVÍB, Almennum lífeyrissjóði VÍB, var
hærri en nokkru sinni fyrr á síðasta ári eða alls 15,1%. í kjölfar
lækkunar vaxta á síðustu tveimur mánuðum ársins varð umtalsverð-
ur gengishagnaður sem skýrir að stærstum hluta þessa háu ávöxt-
un. Raunávöxtun ALVIB var 7,4% á árinu 1992 en síðustu fjögur
ár eða frá því sjóðurinn var stofnaður hefur raunávöxtunin verið
9,2% að meðaltali, að því er segir í fréttatilkynningu.
í árslok 1993 var hrein eign
sjóðsfélaga í ALVÍB rúmar 500
milljónir króna samanborið við 260
milljónir í árslok 1992. Framlög
sjóðfélaga námu tæpum 190 millj-
ónum á sl. ári. Stærstur hluti eigna
ALVÍB er ávaxtaður í skuldabréf-
um með ábyrgð ríkisins eða 49,1%.
Rúm 39% af eignum sjóðsins eru
ávöxtuð í skuldabréfum sveitarfé-
laga og banka en 12% eru í öðrum
skuldabréfum eða lausu fé. Sjóðfé-
lögum fjölgaði um 315 á árinu 1993
og voru í árslok orðnir tæplega eitt
þúsund. Kostnaður við rekstur
ALVÍB sem hlutfall af eignum
sjóðsins var 0,4% en hafði verið
0,5% árið á undan. Rekstrarkostn-
aður sem hlutfall af iðgjöldum var
1% en hafði verið 0,9% á árinu 1992.
ALVÍB er séreignasjóður þar sem
framlag sjóðfélaga er séreign hans.
Eignin veitir þó ekki rétt til neinna
trygginga líkt og í sameignarsjóð-
um. Það sem af er þessu ári hefur
sjóðsfélögum í ALVÍB enn fjölgað
og eignir haldið áfram að aukast.
Iðnaður
Nathan & Olsen kaupa
Sápugerðina Frigg
Efnahagsmál
Atvinnulausum
fjölgar í Japan
Tókýó. Reuter.
ATVINNULEYSI jókst í Japan í febrúar — hefur ekki verið eins
mikið í sex ár og ólíklegt er að úr rætist í bráð að sögn japanskra
sljórnvalda.
Atvinnuleysið í febrúar jókst í
2,9% úr 2,7% í janúar. „Við höfum
ekki ennþá séð nokkur merki um
bata á atvinnuleysisástandinu,"
sagði talsmaður stjórnarstofnunar,
„þrátt fyrir smáglætu í efnahags-
málunum."
„Botninum í efnahagsmálunum
verður líklega náð annaðhvort á
tímabilinu janúar/marz eða apríl/
júní,“ sagði hagfræðingurinn Shig-
eru Kodama. „Atvinnuleysið mun
ná hámarki um næstu áramót og
minnka síðan smám saman.“
Masayoshi Takemura ríkis-
stjórnarritari sagði að stjórnin ynni
að áætlunum um að tryggja at-
vinnu og fjölga atvinnutækifærum.
í febrúar sóttu 65 manns um hver
100 störf, en 67 í janúar og 65 í
desember.
Sumir hagfræðingar telja
ástandið ekki eins slæmt og af er
iátið. Hagfræðingurinn Masaaki
Kimura telur að nokkur batamerki
kunni að koma í ljós á næstu mán-
uðum vegna fyrri uppsagna og til-
færslna. Þó sagði hann að búast
mætti við fleiri uppsögnum og til-
færslum, þar sem mörgum starfs-
mönnum væri ofaukið í japönskum
fyrirtækjum.
Ráðningum ijölgaði í febrúar um
160.000, eða 0,3% miðað við árið
á undan, í 63,02 milljónir. Ráðn-
ingum karlmanna fækkaði hins
vegar um 10.000 miðað við árið
áður — í fyrsta skipti síðan í júlí
1984.
Fjármál
Lán til rafmagns-
sæstrengs
yfir Skagerrak
Lúxembor g.
FJÁRFESTINGARBANKl Evrópu (EIB) mun veita norsku orku-
veitustofnuninni Statnett SF lán að upphæð 11,2 milljónir Banda-
ríkjadala (10 milljónir ecu) til lagningar orkusæstrengs milli
Noregs og Danmerkur að því er bankinn hefur tilkynnt.
Strengurinn á að flýta fyrir
flutningi raforku milli landanna og
til annarra landa Evrópusam-
bandsins (ESB), sem fjárfestingar-
bankinn heyrir undir. Að síðasta
láninu meðtöldu nemur heildarlán-
veiting bankans til framkvæmdar-
innar 95 milljónum ecu.
Með íjármögnun sinni vill EIB
bæta orkuveitukerfi Evrópu, sem
Evrópusambandið telur forgöngu-
verkefni, að því er segir í tilkynn-
ingu frá bankanum. Norðmenn,
sem væntanlega gangi í Evrópu-
sambandið á næsta ári, eigi nægar
umframbirgðir af vatnsafli til út-
flutnings til ESB, en orkuver í
aðildarlöndunum séu ekki eins
umhverfisvæn.
í tilkynningunni segir að sæ-
strengurinn muni auka öryggi
beggja aðila i rafmágnsbirgðamál-
um og spara orku, því að komizt
verði hjá kostnaðarsamri hámarks-
framleiðslu.
Heildarlánveiting EIB vegna
Noregs nemur nú rúmlega 370
milljónum ecu að sögn bankans.
Fyrri lán voru veitt til nýtingar
olíu og gass á Snorre og Veslefri-
kk-svæðum Norðmanna í Norð-
ursjó.
NATHAN og Olsen hf. hafa keypt Sápugerðina Frigg í Garðabæ
af Burstagerðinni hf. og munu taka við rekstrinum nú um mánaða-
mótin. Vilhjálmur Fenger, framkvæmdastjóri Nathans & Olsens,
sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin væru fyrst og fremst
til þess hugsuð að styrkja stöðu fyrirtækisins og þjóna viðskiptavinun-
um betur en þeir hefðu getað gert hingað til. „Sápugerðin Frigg
framleiðir áfram þá vöru sem hún hefur gert hingað til en salan
og dreifingin mun fara í gegnum Nathan & Olsen," sagði Vilhjálmur.
Nathan & Olsen keyptu á síðasta
ári pökkunarfyrirtækið Hagver og
að sögn Vilhjálms falla kaupin á
Frigg vel að áætlunum fyrirtækis-
ins. „Við erum sölu- og markaðsfyr-
irtæki með öflugt dreifingarkerfi.
Frigg mun sjá um kaup á hráefnum
og framleiðslu líkt og áður en síðan
taka Nathan & Olsen við.“ Vilhjálm-
ur sagði ennfremur að Burstagerðin
hefði gert góða hluti í rekstri sápu-
gerðarinnar. „Við munum halda
allri eðlilegri þróun áfram til þess
að þessi starfsemi dafni.“
Böðvar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Burstagerðarinnar,
sagði aðspurður um ástæðu sölunn-
ar að þegar Burstagerðin keypti
Frigg fyrir réttum þremut' árutn
hefðu verið samdráttartímar. „Upp-
byggingin var dýr og eftir miklar
endurbætur á starfseminni var orð-
ið erfitt með framhaldið vegna mik-
ils fjármagnskostnaðar."
Burstagerðin er nú rekin í nýju
húsnæði sem byggð var við hlið
Sápugerðarinnar Friggjar í
Garðabæ en fylgdi ekki með í kaup-
unum. Böðvar sagði að enn hefði
ekki verið tekin ákvörðun urn hvort
fyrirtækið flytti.
Hvorugur aðilanna vildi upplýsa
um kaupverðið, en auk Nathans &
Olsens sýndu sveitarstjórnir í Aust-
ur-Húnavatnssýslu áhuga á Frigg.
Ekkert formlegt tilboð barst þó
þaðan.
Hlutabréf
15% hækkun hjá Sjóvá
GENGI hlutabréfa í Sjóvá-Almennum hækkaði um 15% í gær. Þá voru
skráð viðskipti að markaðsvirði ein milljón króna á genginu 5,40 en
síðustu viðskipti voru á genginu 4,70. Þá lækkuðu hlutabréf í Skelj-
ungi um 8% í viðskiptum sem voru 2,5 milljónir að markaðsvirði.
Þetta eru fyrstu viðskiptin sem skráð eru eftir aðalfund félagins 15.
mars sl. þar sem samþykkt var útgáfa 10% jöfnunarhlutabréfa og 10%
arðgreiðsla.
í heild voru í gær skráð hluta-
bréfaviðskipti upp á 10,7 milljónir
króna. Auk viðskipta í Sjóvá-
Aimennum og Skeljungi áttu sér
stað viðskipti með bréf í Eimskip
upp á 3,9 milljónir króna á genginu
3,70-3,85. Stærstur hluti viðskipt-
anna var á genginu 3,85.
Einnig áttu sér stað viðskipti með
hlutabréf í Mareí upp á 2,1 milljón
á óbreyttu gengi, 2,69, og í Toll-
vörugeymslunni upp á 900 þúsund
krónur á genginu 1,10.
PASKAGLEÐIHJA Q
McDONALD’S
2 vænir og gómsætir bitar,
1/4 kjúklingur, á sérstöku
páskakynningarverði
KR.222,
(Veniulegt verð
kr. 349,-)
áskaleikur fyrir börnin
ERTU HEPPIN/N?!10 páskaegg af stærstu gerð frá._
Nóa-Síríus eru í vinning í páskahappdrættinu! /" 'X'N
PS. Barnagamanið núna er VETRARÍÞRÓTTIR!
(Barnagaman er McHamborgari eða McOstborgari \
m. litlum McFrönskum, gosdrykk og leikfangi.)
LYST
0000
Leyfishofi McDonald's
Islensktfyrirtœki
íslenskar landbúnaðarafurðir
y' \
i h 1 ■
\. ' y
VEITINGASTOFA
FJÖLSKYLDUNNAR,
SUÐURLANDSBRAUT 56