Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 Mannlaus bátur á reki við Grenivík Leit að mamii sem var að leita að bát sínum LEIT var gerð að eiganda lítillar jullu sem fannst mann- laus á reki skammt frá landi út af Grenivík í gærmorgun. A meðan björgunarsveitarmenn leituðu eigandans var hann sjálfur að leita að bát sínum á öðrum slóðum, en upp komst um misskilninginn um hádegisbil. Félagar í björgunarsveit Slysa- varnafélags íslands, Ægi á Greni- vík, voru kallaðir út klukkan rúm- lega 10 í gærmorgun eftir að mannlaus julla hafði fundist á reki skammt frá landi út af Grenivík- inni. Bentu allar líkur til að mað- ur, eigandi bátsins, hefði fallið útbyrðis en við eftirgrenslan heima fyrir og á fleiri stöðum fannst hann ekki. Kailaðir voru út 27 menn til leitar auk þess sem fengnar voru fjórar trillur af Grenivík til aðstoð- ar við leitina. Leitað var í víkinni og fjörur gengnar án árangurs. Misskilningur Eigandi bátsins vissi til þess að hann hafði losnað í fyrrakvöld og taldi að hann hefði rekið inn með landi og fór því til leitar á þeim slóðum. ■ POPPHLJÓMS VEITJN Plá- hnetan leikur á tveimur stórdans- leikjum um páskahelgina. í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. mars, leikur hljómsveitin á Blönduósi en á sunnudag, 3. apríl verður leikið í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal og hefst sá dansleikur á miðnætti og stendur til kl. 03. ■ SAMTÖK um sorg og sorgarviðbrögð verða með sam- eiginlega samveru með fyrirbæna- stundinni í Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 31.mars kl. 20.30. Um hádegisbil kom eigandinn til Grenivíkur þar sem leit að hon- um stóð sem hæst, en björgunar- sveitarmenn voru þá þegar komnir á slóð hans. -----» » ♦----- Miðstöð fólks í atvinnuleit Viðbrögð við atvinnumissi BJÖRG Bjamadóttir fulltrúi Sálfræðideildar skóla er gest- ur í Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í dag, miðvikudaginn 30. mars. Björg mun ræða um viðbrögð við atvinnumissi og ýmsa erfið- leika sem mæta hinum atvinnu- lausu og hugleiða hvernig best er að bregðast við í þeirri stöðu. Hún mun nota myndglærur til skýring- ar máli sínu og svara fyrirspurnum viðstaddra. Miðstöðin er opin frá kl. 15 til 18. Kaffi og brauð verður að vanda á boðstólum þátttakendum að kostnaðarlausu og dagblöðin liggja frammi. Þá verða ýmsar til- 'kynningar einnig á dagskrá. Nánari upplýsingar um starf Miðstöðvarinnar eru gefnar í síma Safnaðarheimilisins milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstudögum. Morgunb!aðið/J6nas Baldursson Gamla neyðarstöðin PÁLMI Laxdal eftirlitsmaður með eina af hinum eldri neyðarstöðvum, en nú er búið að end- urnýja stöðvarnar í Fjörðum og Látraströnd. Endurnýjun neyðarstöðva í Fjörðum og Látraströnd Grýtubakka, Grenivík. ENDURNÝJUN neyðarstöðva í Fjörðum og Látraströnd var lokið um síðustu helgi þegar björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveit Slysavarnafélags Islands, Ægi á Grenivík, gengu frá neyðartalstöð í skýli sem stendur í minni Þorgeirsfjarðar. Búið var að endurnýja stöðvar í skýlunum í Keflavík og Látrum fyrir nokkrum árum en neyðar- stöðvar þar voru komnar til ára sinna fyrir all- löngu og veitti ekki af að gerð yrði bragarbót þar á. "' r-- Gott samband Að sögn Pálma Laxdal eftirlitsmanns skýlanna á vegum Ægis gekk ferðin vel en farið var á vél- sleðum enda nógur snjór í Fjörðum. Pálmiisagði að gott samband hefði náðst til Siglufjarðar þegár neyðarstöðin var prófuð. Svo virðist sem ferðamannatíminn sé að hefjast í Fjörðum því tveir hópar fólks á skíðum gistu þar um síðustu helgi, annar í sæluhúsinu að Gili og hinn í tjöldum á Leirdalsheiði. Jónas 164 listamenn fá starfslaun ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið störfum. Alls bárust 498 umsóknir um starfslaun listamanna 1994. Lista- sjóði bárust 125 umsóknir, Launasjóði myndlistarmanna bárust 178 umsóknir, Launasjóði rithöfunda bárust 170 umsóknir og Tónskáldasjóði bárust 25 umsóknir. Listamannalaun samsvara launum lektors við Háskóla Islands og nema þau rúmlega 92 þúsund krónum á mánuði. Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun sem hér segir: Úr Listasjóði 3 ár Arnar Jónsson, Sigrún Eðvalds- dóttir. 1 ár Auður Hafsteinsdóttir, Ármann Guðmundsson, Kjartan Ragnars- son, Lára Rafnsdóttir, Martial Guðjón Nardeau, Rut Ingólfsdótt- ir. 6 mánuðir Ágúst Guðmundsson, Ásdís Skúladóttir, Edda Heiðrún Back- man, Guðni Fransson, Hafliði Arn- grímsson, Hallveig Thorlacius, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ingvar Jónasson, Jóhanna Jónasdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Laufey Sig- urðardóttir, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Pétur Eggerz, Sigríður M. Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún Valbergs- dóttir, Steinunn Birna Ragnars- dóttirj Valdimar Örn Flygenring, Örn Árnason. Úr Launasjóði myndlistarmanna 3 ár Birgir Andrésson, ívar Val- garðsson, Sigurlaug Jóhannes- dóttir, Svava Björnsdóttir. 1 ár Árni Ingólfsson, Borghildur Óskarsdóttir, Daníel Magnússon, Eyjólfur Einarsson, Magnús Kjart- ansson, Margrét Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Þór Vigfússon. 6 mánuðir Finna Bima Steinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gylfí Gíslason, Haraldur Jónsson, Jón Sigurpáls- son, Kjartan Ólason, Kristbergur Óðinn Pétursson, Margrét Magn- úsdóttir, Ólafur Lárusson, Ólafur Sveinn Gíslason, Páll Guðmunds- son. Úr Launasjóði rithöfunda 3 ár Einar Már Guðmundsson. 1 ár Böðvar Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigurður Pálsson, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri. 6 mánuðir Andrés Indriðason, Anton Helgi Jónsson, Árni Ibsen, Birgir Sig- urðsson, Björn Th. Björnsson, Bragi Ólafsson, Einar Bragi, El- ísabet Kristín Jökulsdóttir, Erling- ur E. Halldórsson, Geirlaugur Magnússon, Guðjón Sveinsson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Páll Ólafsson, Guðmundur Steins- son, Hallgrímur Helgason, Hannes Sigfússon, Hjörtur Pálsson, Iðunn Steinsdóttir, Illugi Jökulsson, Jón Óskar, Jónas Þorbjarnarson, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, Kristján Kristjánsson, Magnea Magnúsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Oddur Björnsson, Ólafur Gunnarsson, Óskar Árni Óskarsson, Páll Pálsson, Ragn- heiður Sigurðardóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmarsson, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Sigurjón B. Sigurðs- son/Sjón, Sverrir Hólmarsson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Örnólfur Árnason. Úr Tónskáldasjóði 3 ár Hafliði Hallgrímsson. 1 ár Hróðmar Ingi Sigurbjömsson, Jón Hlöðver Áskelsson. 6 mánuðir Atli Ingólfsson, Jón Anton Speight. Auk þess voru veitt listamanna- laun til þeirra sem fengu lista- mannalaun áður fyrr og voru 60 ára eða eldri við gildistöku laganna um listamannalaun, sbr. 3. gr. laga nr. 35/1991, og ekki fengu starfslaun. Hver fær styrk að fíár- hæð kr. 90.000. Þeir eru: Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Ás- gerður Búadóttir, Benedikt Gunn- arsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Sigurjónsson, Einar G. Baldvins- son, Eiríkur Smith, Eyþór Stefáns- son, Elías B. Halldórsson, Filippía Kristjánsdóttir, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guð- mundur L. Friðfinnsson, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Gunnar Eyjólfsson, Gunnar Dal (Halld. Sig.), Hall- grímur Helgason, Helgi Sæ- mundsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Helgi Jónsson, Jóhannes Geir Jónsson, Jón Ásgeirsson, Jón Dan Jónsson, Jón Þórarinsson, Jónas Árnason, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Reyr, Kristján Einarsson, Magnús Blön- dal Jóhannsson, Magnús Jónsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Siguijónsson, Sigurð- ur Hallmarsson, Sigurður Sigurðs- son, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steingrímur Sigurðs- son, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Björnsson, Veturliði Gunnarsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Þuríður Páls- dóttir, Örlygur Sigurðsson. ^etrarÁétíS 94 Flug, bíll og skemmtanir Upplýsingar: Sími 96-24442. (Mifiureyri lsland Sækýum þaöheim!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.