Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 23

Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 23 Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson Ómar, forstöðumaður skíðamið- stöðvarinnar í Oddsskarði, á æf- ingu fyrir golfmótið. Nýbreytni á skíða- svæðinu í Oddsskarði Golfmót í Oddsskarði um páskana Reyðarfirði. „JÁ, GOLFMÓT ætlum við að halda hérna á skiðasvæðinu í Oddsskarði núna um páskana ásamt því að bjóða upp á ýmsar nýjungar," sagði Ómar Skarphéð- insson, forstöðumaður skíðamið- stöðvarinnar í Oddsskarði, þar sem hann stóð og mundaði skíða- stafinn við líkan af golfkúlu í Oddsskarði um helgina. Ómar segir hugmyndina koma fram í kjölfar dótadags íjölskyldunn- ar sem haldinn var í Oddsskarði fyr- ir hálfum mánuði. Þá var metaðsókn á skíðasvæðið og telur Ómar að þá hafi verið um 1.000 manns á svæð- inu í hreint frábæru veðri. Ómar sagði hugmyndina vera að bjóða um páskana upp á golfmót þar sem spilaðar verða fimm holur á skíðum, þ.e. gönguskíðum eða svig- skíðum, allt eftir því hvað keppand- inn velur. „Það verður ekki spiiað með forgjöf, en þetta ætti að geta orðið góð byrjun á vertíðinni hjá golfurunum því þeir eru famir að bíða eftir vorinu í byggð,“ sagði Ómar. Auk golfmóts á að endurtaka bátabrautina frá dótadeginum sem var feiknavinsæl af yngri kynslóð- inni, en þá fengu allir að fara í gúm- björgunarbát niður brekku og salí- bunu í snjóbíl Austfjarðaleiðar að lokinni bátsferðinni. Að sögn Hlífars Þorsteinssonar snjóbílstjóra fóru um 500 krakkar í salíbunu í snjóbílnum á dótadeginum. Skíðamiðstöðin í Oddsskarði hefur verið í stöðugri uppbyggingu undan- farin ár og var komið fyrir lýsingu á skíðasvæðinu, auk aðstöðu fyrir tímatöku (markhúsi) nú í vetur. í Oddsskarði er skáli sem er að verða heldur lítill fyrir þá starfsemi sem þar er og telur Ómar að næsta verk- efni verði að stækka skálann. Af- kastageta skíðalyftanna er um 1.800 manns á klukkustund og á Skíðamið- stöðin einn öflugan troðara þannig að brekkurnar eru ávallt vel troðnar þegar fólk mætir á svæðið. Fréttaritari í íslandskosuir JpHl mmm Afmœli Verö frá 900 kr. á mann v 614849 Við tökum við ábendingum 0£ tillögum sem varða þjonustu SVR í símsvara 814626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf Ákvæði í ríkisstjórnarfrumvarpi um lax- og silungsveiði á Alþingi Henda á veiddum laxi aftur í sjó Svona ákvæði á engan rétt á sér í lagatexta, segir varaþingmaður Sjálfstæðisflokks ÁKVÆÐI í sljórnarfrumvarpi um lax- og silungsveiði sem liggur nú fyrir Alþingi, kveður á um að ef lax veiðist í sjó í veiðitæki sem ætluð eru til veiði annarra fiska, sé skylt að sleppa honum lifandi og dauðum í sjó aftur. Guðjón A. Kristjánsson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður Farmanna- og fiskimannasambands Is- lands, gagnrýndi þetta ákvæði í umræðu um málið í gær, og sagði að svona ákvæði í lagatexta ætti engan rétt á sér. Guðjón sagði- að fyrir kæmi að menn fengju lax í venjuleg veiðar- færi. „Ég hef nokkrum sinnum feng- ið lax í troll og fari það alveg norður og niður að ég muni ekki éta þann lax þegar ég fæ hann, hvað svo sem kemur til með að standa í þessum lögum. En þetta er kannski undan- fari þess sem á eftir að koma inn í okkar fiskveiðistjórnunarlöggjöf. Að þar verði líka sagt innan skamms tíma að menn skuli henda fiskinum lifandi eða dauðum; það myndi kannski leysa talsverðan vanda,“ sagði Guðjón. Halldór Blöndai landbúnaðarráð- herra sagði þetta eðlilegt sjónarmið fískveiðimannsins að vilja nýta þann fisk sem inn kæmi en þessu ákvæði væri ætlað að stemma stigu við því að óheimilli laxveiði væri haldið áfram í sjó. „Það hefur verið tölu- vert mikið um slíka veiði á sumum stöðum og hægt að sýna fram á það annars staðar að veiðiháttum sé bein- línis breytt eftir að laxinn fer að ganga. Það er augljóslega rétt að ýmsir hafa dtjúgar tekjur af því að veiða lax með ólögmætum hætti og þessu ákvæði er ætlað að sporna við því,“ sagði Halldór. Frumvarpið er um breytingar á lögum um um lax- og silungsveiði og var fyrst flutt á Alþingi síðastlið- ið vor. Landbúnaðarráðherra endur- flutti það í gær eftir að gerðar höfðu verið á því nokkrar breytingar. í frumvarpinu eru meðal annars ný ákvæði um fiskeldi og hafbeit og sagði landbúnaðarráðherra, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu, að þau lagaákvæði væru afar brýn. Sagði ráðherra að fiskeldi og hafbeit hefðu vaxið mjög án þess að fullnægjandi lagaákvæði væru fyrir hendi um starfsemina og væri frumvarpinu því ætlað að bæta þar úr brýnni þörf. SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG mUTSMmA mLMO r*»ssRf AMI uamfUETT I M&n&m Fylgstu meb á mibvikudögum! Vr verinu kemur út á miövikudögum. Þar er ítarleg umf jöllun um allt sem viökemur sjávarútveginum, allt frá veiöum til sölu sjávarafuröa. Nýjustu fréttir eru sagöar af sjávarút- veginum, birt eru aögengileg yfirlit yfir aflabrögö, fréttir af fiskmörkuöum, kvóta, dreifingu skipa á miöunum og fleira. Úr verinu er blaö sem allir lesa sem láta sig sjávarútveginn, höfuöatvinnuveg landsins, einhverju varöa. - kjarni málsinsl im \ f' £ ■ i,-. ], JÍStittóSste \ íriTttteiöiciíett-iv 4 -jáSftA »«R?tsiír?fr. ■ *■ l’tftMtssíite;;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.