Morgunblaðið - 30.03.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
25
„Síðfasistar“
fagna sigri
Njóta einkum fylgis á Suður-Ítalíu
Róm. Reuter.
AÐDÁENDUR Benitos Mussolinis sáluga, fyrrverandi einræðisherra á
Italiu, fögnuðu sætum sigri í gær, 50 árum eftir að valdatíma fasista
lauk. „Betra er seint en aldrei," sagði kona nokkur í Róm og veifaði
fána flokksins, Þjóðarbandalagsins. Nýfasistar áttu mikinn þátt í sigri
Frelsisbandalagsins, kosningabandalags Áfram Italía, flokks Silvios
Berlusconis, Norðursambandsins og Þjóðarflokksins, en fylgi við nýfas-
ista er mest í suðurhluta landsins. Þar minnast menn enn öryggisins
og reglunnar, sem ríkti á dögum Mussolinis, þá gengu lestirnar eftir
áætlun og mafíunni var haldið í skefjum.
„Duce, duce“ (heiðurstitill Musso-
linis) og „Gætið ykkar, fasistar á
ferð“ hrópuðu stuðningsmenn Þjóð-
arbandalagsins, sem fögnuðu sigri á
Piazza del Popolo í Róm og heilsuðu
að fasistasið með uppréttum hand-
legg. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóð-
arbandalagsins, þótti líka mjög
landsföðurlegur þegar hann ávarpaði
stuðningsmenn sína: „Ég bið ykkur
að sýna stillingu og vera verðugir
liðsmenn þess mikla afls, sem unnið
hefur kosningarnar," sagði Fini, sem
ætlar sér mikinn hlut í ítölskum
stjórnmálum. I kosningabaráttunni
lýsti hann yfir, að hann væri maður-
inn, sem beðið hefði verið eftir og
fyrrverandi kjósendur Kristilega
demókrataflokksins flykktu sér um
hann. Fini gerir sem minnst úr fortíð-
inni, talar til dæmis ekki um nýfas-
ista, heldur „síðfasista" og segir
kynþáttalög Mussolinis hafa verið
mistök.
„Ég kaus fasista og Berlusconi.
Ég vona, að þeir komi Italíu á réttan
kjöl,“ sagði gömul kona á Amalfi-
ströndinni en á Suður-Ítalíu minnast
menn ennþá með söknuði öryggisins
á valdatíma fasista og Mussolinis.
Þá var mafían ekki tekin neinum
vettlingatökum og þá voru lestirnar
á áætlun en það er hámark reglu-
festu og stjórnsemi að dómi Itala.
Eyðimerkurgöngunni lokið
Alessandra Mussolini, sonardóttir
Benitos Mussolinis, stefndi í stórsig-
ur í kjördæmi í Napólí með um 50%
atkvæða og samkvæmt spám átti
Þjóðarbandalagið mikinn þátt í sigri
197 frambjóðenda Frelsisbandalags-
Reuter
Fini sigurviss
GIANFRANCO Fini, leiðtogi ný-
fasista, fagnar á mánudag er
fyrstu spár gáfu til kynna sigur
Frelsisbandalagsins. Hann leggur
áherslu á að ekki sé nú hægt að
mynda hægristjórn án þátttöku
nýfasista.
ins til fulltrúadeildarinnar _en það
fékk alls 366 menn kjörna. Á lands-
vísu var Þjóðarbandalaginu spáð
13,3% og yrði þá í þriðja sæti á eft-
ir flokki Berlusconis, Áfram Ítalía,
og flokki fyrrverandi kommúnista,
Lýðræðisbandalagi vinstrimanna.
Eyðimerkurgöngu nýfasista virðist
því lokið í bili að minnsta kosti eins
og Fini áréttaði í gær: „Það er alveg
sama hvernig þingsætin skiptast því
að eitt er alveg víst. Það verður ekki
skipuð nein hægristjórn í landinu án
okkar stuðnings."
endum AC Milan að áhorfenda-
stúkunum.
Með hreinan skjöld
Það sem vekur einna mesta at-
hygli varðandi umsvif Berlusconis
er sú staðreynd að hann hefur
ekki tengst þeim hundruðum
hneyksla í viðskipta- og stjórn-
málalífi, sem upp komu í herferð
saksóknara um allt land, sem
nefnd hefur verið „Hreinar hend-
ur“. Hins vegar hafa nánir sam-
starfsmenn hans flækst í hneyksl-
ismál, m.a. bróðirinn Paolo, sem
er stjórnarformaður Edilnord,
byggingarfyrirtækis innan Finin-
vest, stærsta eignarhaldsfyrirtæk-
is Berlusconis.
Þá hafa stjórnarmenn í AC
Milan verið sakaðir um að greiða
hærri upphæð fyrir fótboltamann-
inn Gianluigi Lentini en gefið var
upp í bókhaldi félagsins og Ber-
lusconi hefur sjálfur verið sakaður
um náin tengsl við Bettino Craxi,
fyrrverandi leiðtoga Sósíalista-
flokksins, sem varð að segja af sér
vegna hneykslismála en Craxi er
guðfaðir eins af fimm börnum
Berlusconis. Réttarhöld yfir Craxi
hófust í gær.
í síðasta mánuði voru nokkrir
samstarfsmanna Berlusconis færð-
ir til yfirheyrslu, sakaðir um að
svindla í bókhaldi en hann lýsti
aðgerðina „skammariegt pólitiískt
herbragð". Hins vegar hefur Ber-
lusconi sjálfur aldrei verið sakaður
um að greiða mútur eða annað það
sem löngum hefur þótt loða við
auglýsinga- og byggingariðnaðinn
á Italíu.
Að því er virðist var hreinn
skjöldur Berlusconis var sterkasta
útspil hans í kosningabaráttunni
og nýtti hann sér það óspart. Hann
kvaðst vera fylgjandi því að styrkja
viðskiptalífið, að leggja aukna
áherslu á lög og reglu, boðaði
skattalækkanir, sérstaklega til
handa hinum tekjuhærri. Hann lof-
aði að útvega eina milljón nýrra
starfa með því að lækka verulega
launatengd gjöld þeirra atvinnu-
rekenda sem fjölguðu störfum.
Hann boðaði minni umsvif hins
opinbera og að einstaklingar yrðu
hvattir til að hressa upp á menn-
ingarverðmæti landsins.
Gagnrýnendur hans hafa bent á
að Berlusconi hafi ekki boðað nein-
ar lausnir á mesta vanda þjóð-
arbúsins, en þjóðarskuldir eru nú
115% af vergri þjóðarframleiðslu.
Þá saka þeir hann um að múta
hinum ríku með skattalækkunum.
En kjósendur fylktu sér um Ber-
lusconi, húsmæður og ellilífeyris-
þegar, kaupsýslumenn og fyrrver-
andi kjósendur kristilegra demó-
krata. Leikrænir tilburðirnir, til-
finningasemin og heiðarleikinn
höfðuðu til ítölsku þjóðarsálarinn-
ar. „Ég hef alltaf staðið uppi sem
sigurvegari,“ sagði Berlusconi.
„Eg mun einnig gera Italíu að sig-
urvegara.“
Heimildir: Newsweek og
Reuter.
Aflýsa
friðarráð-
stefnu
FRIÐARRÁÐSTEFNA, sem
boðað hafði verið til í Suður-
Afríku vegna aukinna ofbeldis-
verka , fór út um þúfur í gær
þegar Goodwill Zwelithini, kon-
ungur Zúlúmanna sagði þá
þurfa tíma til að grafa þá sem
létust í skothríð liðsmanna Af-
ríska þjóðarráðsins á mánudag.
Lögregla segir hina látnu að
minnsta kosti 51 og 173 særða.
S-Kóreumenn
vongóðir um
lausn
KIM Young-
sam, forseti
Suður-Kóreu,
sagðist í gær
vera vongóður
um að samn-
ingaviðræður
gætu leyst
deilurnar um
kjarnorkuá-
ætlun Norður-Kóreumanna.
Kim sagði að Bandaríkjamenn,
Japanir og Rússar myndu vinna
að því að finna lausn á deilu
N-Kóreumanna og Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar,
en talið er N-Kórea vinni að
smíði kjarnorkusprengju.
Samið um
„Óp“ Munchs
HÓPUR norskra fjárfesta hefur
að undanförnu átt í leynilegum
samningaviðræðum um lausn-
argjald fyrir „Óp“ Edvards
Munch, sem stolið var úr Ríkis-
listasafninu í febrúar. í Dag-
bladet sagði að hópurinn ætti
í viðræðum við fulltrúa þjóf-
anna, sem krefðust rúmlega 50
milljóna kr. fyrir verkið. Það er
í annað sinn sem slíkar viðræð-
ur fara fram, í fyrra skiptið
gátu fulltrúar meintra þjófa
ekki sannað að þeir hefðu verk-
ið undir höndum.
Akærður fyr-
ir morð á
skólastúlku
BRESKUR atvinnuleysingi var
í gær ákærður fyrir að hafa
myrt skólastúlku og hafa gert
tilraun til að myrða tvær skóla-
systur hennar. Atvikið átti sér
stað í skóla í Middlesborough
á Englandi á mánudag. Ruddist
grímuklæddur maðurinn inn í
stærðfræðitíma, skipaði kenn-
aranum að fara út úr kennslu-
stofunni og stakk tólf ára
gamla stúlku til bana, auk þess
sem hann særði tvær stúlkur.
Maðurinn réðst að stúlkunum
að því er virtist vegna þess að
þær hljóðuðu af hræðslu. Hann
var yfirbugaður á staðnum.
Pólverjar
sækja um
ESB-aðild
ANDRZEJ Olechowski, utan-
ríkisráðherra Póllands, sagði í
gær að Pólverjar myndu sækja
um fulla aðild að Evrópusam-
bandinu, ESB, í byijun apríl.
Sagði Olechowski að . ríkis-
stjórnin og Iæch Walesa, for-
seti landsins, hefðu samþykkt
aðildarumsókn á ríkisstjórnar-
fundi. Stjórnin fnun kynna
þinginu umsóknina 7. apríl og
sækja um aðild í kjölfarið, en
Pólveijar vilja fylgja Ungveij-
um, sem hyggjast sækja um
1. apríl.
Reuter
Kafbáturinn Loch Ness
KAFBÁTUR, sem gefið hefur verið heitið Loch Ness, á jómfrúrsiglingu
sinni á samnefndu skosku stöðuvatni í gær. Báturinn mun sigla með ferða-
menn frá Drumnadrochit-skrímslasýningunni og kanna djúp vatnsins í
vona um að fólk komi auga á Loch Ness-skrímslið fræga. Fyrir skömmu
viðurkenndi maður nokkur á dánarbeð sínum að hafa falsað fræga ljós-
mynd sem sögð var af Nessie, eins og skrímslið fræga hefur verið nefnt.
Ólíklegt er talið að játningin dugi til þess að almenningur hætti að trúa
á tilvist skepnunnar. Auk þess er ljóst að játningin er tilræði við ferða-
þjónustuna á þessum slóðum, Nessie hefur um langt skeið verið drottning
allra skrímsla, raunverulegra sem ímyndaðra og dregið að tugþúsundir
ferðafólks.
Japanskir námsmenn myrtir í Los Angeles
Ottast að ferða-
mönnum fækki
Chicago. Reuter.
ÓTTAST er að morð á tveimur 19 ára japönskum háskólastúdentum
í Los Angeles í Bandaríkjunum um helgina kunni að fæla frá ferða-
menn og þar með skaða bandaríska ferðaþjónustu sem veltir 340 millj-
örðum dollara á ári. Þá er það talið munu auka á vandann að ráðist var
á breskan ferðamann á einu fremsta hóteli New York-borgar á laugar-
dag.
„Eg get ekki ímyndað mér annað
en þetta skaði okkur,“ sagði John
Marks, forstjóri Ferða- og ráðstefnu-
skrifstofu San Francisco, en árlega
sækja um 400.000 Japanir San
Francisco-svæðið heim. Hann sagði
að dregið hefði úr heimsóknum jap-
anskra ferðamanna til vesturstrand-
arinnar á síðustu árum. „Japanir
skilja ekkert í þjóðfélagi þar sem
ofbeldi er daglegt brauð. Sú mynd
sem japanskir fjölmiðlar draga upp
hjálpar okkur ekki. Ferðaskrifstofur
spyija spurninga og líklega verður
mönnum ráðlagt enn um sinn að
vera á varðbergi," bætti Marks við.
TEKJUR AF
FERÐAMÖNNUM
Fækkun á Flórída
Scott Dring, ferðamálafulltrúi á
Kissimmee-St Cloud svæðinu á
Flórída, sem er í nágrenni Disney-
garðsins, sagðist óttast áhrif ofbeld-
isaðgerða gegn erlendum ferða-
mönnum. Mesta hættan væri að fólk
sem ekki hefði áður komið til Flórída
léti það eiga sig að ferðast þangað.
Ferðamönnum frá Þýskalandi hefur
fækkað í Flórída vegna ofbeldisað-
gerða gegn útlendingum á síðustu
tveimur árum.
Verulega dró úr ferðum Japana
til Bandaríkjanna í kjölfar morðs á
16 ára japönskum skiptinema í Baton
Rouge í Louisiana-ríki í október
1992. Alþjóðleg ráðstefna í borginni
1991 hafði leitt til þess að fjöldi jap-
anskra ferðamanna til New Orleans-
svæðisins tvöfaldaðist árið 1992 en
eftir morðið á skiptinemanum fækk-
1993áætla« 1994 spá
Japanska utanríkisráðuneytið nett
varað terðamenn á leið til Bandaríkja-
nna að vera á varðbergi vegna morða
á tveimur japönskum námsmönnum
í Los Angeles um helgina. HEUTE
aði þeim jafn hratt til fyrra horfs.
Karl Lion, ferðamálastjóri New Orle-
ans og nágrennis, sagði að erlendar
ferðaskrifstofur væru farnar að biðja
um opinber kort þar sem inn á væri
merkt hvar óhætt væri að ferðast,
svonefnd „öragg“ svæði.
SamningTir Noregs og Bandaríkjanna
Fækkað um fjórar
þotubirgðastöðvar
FIMM birgðastöðvar vegna móttöku á bandarískum þotum verða starf-
ræktar áfram í Noregi.
Þessi niðurstaða var kynnt á
mánudagskvöld eftir fund Williams
Perry, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, og Jorgens Kosmo, hins
norska starfsbróður hans.
Níu slíkar stöðvar er nú að finna
í Noregi og verður fjórum því lok-
að. I stöðvum þessum er að finna
m.a. eldsneyti og skotfæri fyrir
bandarískar orrustuþotur sem
sendar yrðu til Noregs á óvissu- eða
hættutímum. Upphaflega lögðu
Bandaríkjamenn til að stöðvum
þessum, sem í daglegu táli eru
nefndar COB-stöðvar, yrði fækkað
úr níu í tvær.