Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
35
ferð, fannst henni hún ævintýraleg.
Einu erfíðleikarnir voru rúllustiginn
á Heathrow, þegar jörðin virtist
færast undan fótum hennar, og
fréttirnar í breskum fjölmiðlum.
Matta var ekki langskólagengin.
Ekki veit ég hvort hún fékk tæki-
færi til að ljúka barnaskólaprófí. Það
háði aldrei þessari sjálfmenntuðu
konu. Hún gat fyrirhafnarlaust
fylgst með fréttum í breskum fjöl-
miðlum og kvartaði um einhæfan
fréttaflutning. Hún saknaði forsíðu
Morgunblaðsins, sem gefur úrdrátt
úr því helsta sem er að gerast í
heiminum.
Eitt sinn er Matta var á gangi
með eldri strákinn í skólann, sagði
ung stúlka, er leigði með okkur í
London, við hana og stundi: Hvernig
nennirðu þessu? Ég skili ekki hvern-
ig fólk nennir að eignast börn? Matta
miðlaði þá eins og endranær af ótak-
mörkuðum brunni visku sinnar.
Sjáðu til, sagði hún við stúlkuna.
Lifíð er eins og bók. Því er skipt
niður í kapítula. Þetta er einn kapit-
uli í lífí þessa unga fólks, alveg eins
og þú lifir þinn kapítula núna.
Þessi Lundúnaferð reyndist ekki
verða eina utanlandsferð Möttu. Hún
átti eftir að koma tveimur árum síð-
ar og þá til þess að halda upp á 80
ára afmælið sitt.
Matta var mér eins og móðir,
besta vinkona. Ég mun sakna þess
að geta ekki setið við eldhúsboðið á
Víðimel og spjallað við Möttu, rifjað
upp margt spaugilegt, sem við upp-
lifðum saman, eins og sumarfríið til
Parísar. Matta þreyttist aldrei á að
riija upp þá ferð. Við höfðum valið
ódýrasta ferðamátann frá London
til Parísar, næturlestir og næturferj-
una. Það reyndist ekki auðvelt að
koma dúr á auga innan um alla
bakpokana í feijunni. Þar sem við
sátum í myrkrinu innan um ýmiss
konar hrotur og höfðum lítið við að
vera sáum við hvar nunna nokkur í
fullum skrúða hoppaði upp í lítinn
skáp á veggnum og lagðist til hvílu.
Matta sagðist aldrei hafa skilið
hvemig nunnan komst þarna fyrir.
Hún sá alltaf það jákvæða og skop-
lega í lífínu. Þess vegna var erfítt
að skilja bókartitilinn á náttborðinu
hennar „Bjartsýnin léttir lífið“.
Matta trúði á annað Iíf. Ef hún
hefur á réttu að standa, þá sé ég
hana á fullu, kvika í hreyfíngum,
svífa á milli allra þeirra er á hjálp
þurfa að halda. í síðustu heimsókn
á Víðimel gaf Matta okkur bók sem
hún greip úr bókaskápnum. Vil ég
enda þessa kveðju með tilvitnun í
fyrsta ljóðið í „Einræðum Starkað-
ar“, kvæðabálki Einars Benedikts-
sonar, sem Matta vitnaði oft í.
Mig dreymir um eina alveldissál,
um anda, sem gjörir steina að brauði.
Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál
í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði.
Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim.
Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?
- Ég leita mig dauðan um lifenda heim
að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað.
Sigurborg Ragnarsdóttir.
Við andlát vinkonu minnar, Matt-
hildar Petersen riljast upp ótal minn-
ingar því ennþá er það svo óraun-
verulegt að hún sé farin frá okkur.
í huga mínum er myndin af Matt-
hildi, sem ég kvaddi kvöldið áður
en ég fór í stutta ferð til útlanda.
Bjarta hlýja brosið hennar, þétta
faðmlagið og umhyggjan fyrir okkur
mæðgunum. Þannig var Matthildur
og þó sjálf væri hún á næstu dögum
að fara á sjúkrahús í aðgerð og
búin að fá vitneskju um alvarlegan
sjúkdóm, þá var umhyggja fyrir öðr-
um efst í huga hennar.
Á laugardegi hringdi dóttir mín
til Kaupmannahafnar til að skila
kveðju frá Möttu og færa mér þær
gleðifréttir að aðgerðin hafði tekist
vel og þær átt saman góða stund. Á
mánudaginn 21. mars var ég komin
heim og hugðist heimsækja Matt-
hildi, en þá var mér tilkynnt að hún
hafði látist fyrir klukkustund. Það
greip mig tómleiki og tregi.
Kynni okkar Matthildar hófust
fyrir 27 árum þegar ég kom heim
frá námi og varð leigjandi hennar.
Ég hafði í nokkrar vikur verið að
leita mér að húsnæði en án árang-
urs. Þá var hringt til mín. Matthild-
ur hafði séð auglýsinguna og geymt,
en í millitíðinni losnaði íbúð í húsi
hennar. Mér er mjög minnistætt
þegar Matthildur tók á móti mér í
dyrunum á Víðimel 45, andrúmsloft-
ið og birtan í kringxim hana, þarna
óskaði ég eftir að fá að búa.
Matthildur var orðin ekkja þegar
ég fluttist á Víðimel. Hún vann á
Landsímanum í upplýsingum. Við
hlógum oft saman að öllum þeim
sérkennilegu atvikum sem upp komu
í starfí hennar. Það voru ekki hefð-
bundnar upplýsingar sem Matthildur
veitti. Fyrir stuttu minntist hún at-
viks frá þessum tíma. Lítill drengur
hringdi kjökrandi, hann var einn
heima og vildi fá símanúmerið í
Gamla bíói, því þar var mamma
hans. Matthildur spjallaði við dreng-
inn þangað til hann var orðinn róleg-
ur. Þetta mun ekki hafa verið í eina
skiptið sem slíkt átti sér stað.
Sambýlið á Víðimel, kynni mín
og vináttu Matth'ildar er einhver sú
mesta gæfa sem mér hefur hlotnast
í lífínu, orð verða svo fátækleg þeg-
ar reynt er að draga upp mynd af
henni.
Matthildar minnist ég frá þessum
árum þegar hún hljóp léttum skref-
um upp stigann. Hún var einstök
kona, sú eina sem ég þekki sem lék
tennis á Melavelli og synti út fyrir
Örfirisey. Um árabil gekk Matthildur
til móts við vinkonur sínar að gömlu
Sundlaugunum í Laugarnesi.
Matthildur var víðlesin og fróð,
heimspeki og dulspeki voru henni
einkar hugleikin og hún átti auðvelt
með að miðla öðrum af þekkingu
sinni og visku. Ótal voru þeir litlu
miðamir með ýmsum hugleiðingum
sem hún skrifaði og úrklippurnar
sem hún hélt til haga. Einnig setti
Matthildur niður ljóð og nú eru það
dýrgripir sem við vinir hennar varð-
veitum. Hún málaði myndir og ein
var á trönunum hennar þegar hún
kvaddi.
Matthildur tengdist öllum mikil-
vægum atburðum í lífi okkar
mæðgnanna. Þegar ég undirbjó mig
í skyndi til að fara á fæðingardeild-
ina 20. júlí 1972 var það Matthildur
sem aðstoðaði mig og fylgdi mér í
sjúkrabílnum. Hún var barnlaus, en
samt átti hún þau svo mörg og í
hjörtum þeirra allra á hún stórt rými.
Lítil minning kemur upp í huga
minn. Ásta dóttir mín, sem var á
fjórða ári, og Raggi Kalli, lítill
frændi Matthildar sem einnig bjó í
húsinu, ári yngri, voru að leik uppi
hjá Möttu, en ekkert jafnaðist á við
að fá að vera þar. í þetta sinn var
sófinn hennar Möttu fiugvél á leið
til Spánar. Raggi Kalli var flug-
hræddur og fór að kjökra, en Ásta
hljóp fram til Möttu, bað hana að
koma og halda í höndina á Ragga
Kalla á meðan á fluginu stóð. Þann-
ig var traust og trú barnanna á
Möttu.
Árin liðu og þegar Matthildur seldi
hæðina sem ég bjó á var það fyrir
tilstilli hennar að fjölskylda mín
keypti íbúðina.
Við ræddum það oft við Matthild-
ur hvernig örlögin hefðu hagað því
að leiðir okkar lágu saman. Árið
1978 fluttumst við mæðgurnar til
Vestmannaeyja og þegar mér reið
mest á og mikið lá við var það vin-
kona mín Matthildur sem tók sér
flugfar til Eyja og birtist hjá mér.
Þegar faðir minn lést óvænt og
skyndilega sumarið 1981 var hann
að undirbúa flutning foreldra minna
á Víðimel. Það var til Matthildar sem
ég sótti styrk þegar ég þurfti að til-
kynna móður minni lát hans. Þannig
hefur það ávallt verjð á þessum árum
bæði fyrir mig og Ástu dóttur mína,
við höfum átt Matthildi að og getað
sótt styrk til hennar.
Móðir mín fluttist á Víðimel og
þegar ég þurfti að ljúka starfstíma
mínum í Vestmannaeyjum naut hún
nærveru og umhyggju Matthildar.
Matthildur var 86 ára gömul er
hún eftir aðgerð, stóð frammi fyrir
því að taka þurfti af fæti hennar.
Kvöldið sem ég heimsótti hana á
sjúkrahúsið var ákvörðunin tekin af
sama æðruleysi og kjarki sem ein-
kenndi Matthildi alla tíð. Hún þurfti
bara að fá hjólastól svo ég gæti
keyrt hana fram til að reykja síð-
ustu sígarettuna. Aðdáunarvert vart
að fylgjast með Matthildi takast á
við erfíða endurhæfingu og öðlast
þá færni sem til þarf til þess að
nota gervifót. Hugtök eins og upp-
gjöf eða sjálfsvorkun voru henni
óþekkt. Hún kom aftur heim á Víði-
mel og lærði fljótt að takast á við
breyttar aðstæður sem fötlunin hafði
í för með sér.
Tryggan og kæran vin átti Matt-
hildur þar sem Sigríður Kristjáns-
dóttir var, en hún aðstoðaði hana
heima fyrir og var alltaf boðin og
búin til að rétta fram hjálparhönd.
Á undanförnum vikum áttum við
Matthildur margar stundir saman,
þar sem við rifjuðum upp atburði
og minningar liðinna ára en eins og
ætíð var Matthildur gefandinn. Við
glöddumst yfir birtunni, deginum
sem tekið var að iengja og höfðum
áform um ýmislegt sem við hugð-
umst gera saman í sumar.
Við minnumst Matthildar með
þakklátum huga sem þess góða og
trausta vinar sem gaf okkur svo
mikið.
Antoni bróður hennar og öðrum
ættingjum votta ég dýpstu samúð.
Sigrún Karlsdóttir.
Það er kannski mótsagnakennt
að mér kom verulega á óvart þegar
ég frétti að Matta frænka og vin-
kona mín væri látin, 92 ára að aldri.
Fáir verða mikið eldri, en Matta var
í raun síung í anda og einhvern veg-
inn fannst mér að líf hennar myndi
ekki taka enda eins og líf annarra
dauðlegra manna. Matta var skarp-
greind og heilsteiptur persónuleiki.
Hún var dáð og elskuð af fjölskyld-
unni og vinum sínum vegna sinna
góðu mannkosta. Matta var raunsæ,
en einblíndi ávallt á jákvæðu hliðar
lífsins. Þessi lífsskoðun hennar, sem
við kölluðum „Möttu-heimspeki“
innan fjölskyldunnar, var einkar
hentug til þess að breyta eigin- og
annarra vandræðum í velgengni.
Hennar jákvæða lífsviðhorf virtist
ekki hafa nein takmörk. Hún var
sífellt að reyna að bæta sína eigin
persónu með því að lesa bækur og
fylgjast með mannlífínu almennt.
Okkur fannst skoplegt að sjá Möttu
lesa bókina „Bjartsýnin léttir lífið“,
enda töldum við að hún hefði manna
síst þörf á slíkri lexíu. Matta missti
mann sinn meðan hún var enn á
sextugsaldri, og hafði því verið ekkja
í næstum 35 ár. Þeim hjónum varð
ekki barna auðið. Margur hefði í
hennar sporum fundið fyrir lífsleiða
og einangrast, en Matta efldist við
hveija raun og notaði styrk sinn til
þess að hjálpa öðrum. Hún var ávallt
sjálfri sér nóg, þröngvaði sér aldrei
upp á aðra, enda engin þörf á því.
Ættingjar hennar og vinir leituðu
til hennar í sífellu til þess að njóta
félagsskapar hennar og góðra ráða.
Straumhvörf urðu í kynnum mín-
um við Möttu árið 1973 þegar við
Sigurborg konan mín keyptum kjall-
araíbúð af henni í húsinu hennar á
Víðimel 45, sömu íbúð og foreldrar
mínir höfðu hafið búskap í. Þar steig
Ragnar sonur minn fyrstu skrefin
og fetaði í fótspor föður síns, sem
hafði gert hið sama 23 árum áður.
Matta reyndist okkur nýgiftu hjón-
unum góður ráðgjafi og var oft leit-
að upp á efstu hæðina eftir hjálp
af ýmsu tagi, sem ávallt var veitt
með glöðu geði. Árið 1980, þegar
við bjuggum í London, nutum við
enn og aftur aðstoðar Möttu. Okkur
vantaði um tíma barnfóstru til að
gæta ungra sona okkar. Matta féllst
á að koma til London og dvelja hjá
okkur í sex mánuði til að líta eftir
drengjunum. Hún var 78 ára þá og
þetta var hennar fyrsta utanlands-
ferð. Matta tók þessu óvenjulega
lífsspori sínu eins og hveiju öðru
ævintýri. Hún sagði það vera mikinn
heiður fyrir sig, að vera elsta „au-
pair“ stúlka í London. Hún var jafn-
framt sú besta. Matta var góður
uppalandi. Hún hafði gaman af börn-
um og var einkar lagið að veita þeim
hlýju og öryggi, en kenna þeim lífs-
reglurnar jafnframt. Matta hafði
tekið þátt í uppeldi barna og barna-
barna systkina sinna (þar á meðal
undirritaðs), á ýmsum skeiðum lífs
síns, og hafði því mikla reynslu í
bamauppeldi.
Nú þegar við kveðjum Möttu
hinsta sinni, rifjast upp fyrir mér
allar skuldir mínar við hana, skuld-
ir, sem verða því miður aldrei greidd-
ar. Mín eina von er, að hún megi
njóta góðmennsku sinnar og hjálp-
semi á næsta skeiði lífsins, sem hún
trúði einlægt og meira á en flestir
aðrir.
Stefan Karlsson.
Fleiri greinar um Matthildi
Kristjánsdóttur Petersen bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
t
ANNA HELENA BENEDIKTSSON
fædd ELLENDERSEN,
Arnarhrauni 13,
HafnarfirAi,
andafiist á heimili sínu þann 28.'mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingvaldur Benediktsson.
t
Hugheilar þakkir sendum við þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við frá-
fall og útför sonar okkar, bróður og
mágs,
SIGURJÓNS JÓNSSONAR
„GÓA“
frá Neskaupstað.
Jón Pálsson, Vilborg Sigurjónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson,
Pálmar Jónsson,
Þorsteinn Jónsson, Sólveig Þorsteinsdóttir,
Unnar Jónsson, Ingibjörg Brynjarsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS SIGURBJÖRNSSONAR,
Norðurgötu 44,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
og heimahjúkrunar.
Sigrfður Guðnadóttir,
Agnar Þorsteinsson, Elín Inga Þórisdóttir,
Ásta Björg Þorsteinsdóttir, Jón Dalmann Ármannsson,
Guðbjörn Þorsteinsson, Elín Anna Kröyer,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra er sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STEINÞÓRS EIRÍKSSONAR
fyrrum verkstjóra,
Reynimel 24,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á
gjörgæsludeild Landspítalans fyrir frá-
bæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Steindórsdóttir,
Sveinbjörg Steinþórsdóttir, Frank Michelsen,
Elín Eygló Steinþórsdóttir,
Eiríkur Steinþórsson, Anna Birna Grímólfsdóttir,
Steindór Steinþórsson, Anna Marie Georgsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VILBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Munkaþverárstræti 14,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til Halldórs Halldórssonar, yfirlæknis, og hjúkrun-
arfólks á Kristnesspítala.
Guðrún M. Kristjánsdóttir, Þorvaldur Snæbjörnsson,
Birgir Kristjánsson, Elfsabet Gestsdóttir,
Bryndís Kristjánsdóttir, Sigurður H. Ringsted,
Margrét Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 10-12 vegna útfarar
GUÐMUNDAR TORFASONAR.
M.R. búðin,
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
GUÐRÚNAR ALBERTSDÓTTUR.
Straumur, heildverslun.