Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 30.03.1994, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 4 Guðmundur Torfa- son — Minning í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Guðmundur Torfa- son, sem lézt á heimili sínu Víðimel 50, 23. marz sl. Hann fæddist í Bolungarvík 8. desember 1905 og voru foreldrar hans Kristín Jónsdóttir frá Bolung- arvík og Torfi Guðmundsson úr Strandasýslu. U.þ.b. níu ára gamall varð hann fyrir skriðufalli og við það skemmd- v ist á honum hægri handleggurinn. Ólafur Jónsson segir frá þessu slysi í bókinni „Skriðuföll og snjóflóð“, segir drenginn hafa fundist meðvit- undarlausan, alblóðugan, húðina flegna af höfðinu ofan undir augu og hægri handleggurinn sundur- tættur, svo sá inn í bein, en æðarn- ar stóðu út úr sárinu, svo var hann viðbeinsbrotinn. Þetta slys varð til þess að nokkrum árum seinna þurfti að taka handlegginn af. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir ungan dreng. Daginn eftir að Guðmundur var fermdur, fór hann að heiman til að vinna fyrir sér, og mun hann hafa unnið fyrir sér á ýmsum bæjum á ^J/estfjörðum. Hann kom ekki heim til að vera eftir það. Það var ekki mulið undir hann, eins og sagt er. Ungur flutti Guðmundur til Reykjavíkur og nam loftskeyta- fræði og lauk prófí 1929. Hann var síðan loftskeytamaður á togurum næstu árin. Þegar í land kom réðst hann sem innheimtumaður til Mjólkurfélags Reykjavíkur og vann þar í áratugi. Hann hóf störf hjá félaginu 1934 og starfaði óslitið meðan heilsan -leyfði, í meira en hálfa öld hjá 0. “’*fíllingsen hf. og nokkrum öðrum fyrirtækjum. Með nýrri tækni eru störf innheimtumanna smátt og smátt að leggjast niður. Á þessum árum hafa orðið mjög miklar breyt- ingar í þjóðfélaginu. Guðmundur mundi tímana tvenna. Þegar hann byijar að rukka fyrir félagið, voru bændur á litlum og stórum býlum um alla Reykja- vík, samfelld byggð var ekki utan Hringbrautar. Mjólkin var send heim til viðskiptamanna og skrifuð hjá þeim, síðan var innheimt einu sinni í viku. Þegar fara þurfti inn í Sogamýri, Kleppsholt eða Breið- holt, sem þá var bóndabýli í útjaðri Reykjavíkur, tók hann sér far með mjólkurbílnum, hafði reiðhjólið með og hjólaði milli bæjanna. Stundum þurfti að nota tvo jafnfljóta, þá var ekki komin nein Breiðholtsbraut. Þá og lengi síðan tíðkaðist að rukk- arar, eins og þessir menn voru kall- aðir, máttu fara margar ferðir heim til manna og í fyrirtæki til að sækja nokkrar krónur sem innborgun inn á stærri skuld. Þeir urðu svo að halda utan um þetta, gæta þess að færa innborganir inn á reikningana, svo allt væri rétt. Guðmundur eignaðist góða vini meðal starfsmanna Mjólkurfélags- ins. Þegar ég byijaði að vinna hjá MR, var hann einn af elstu starfs- -‘•mönnunum og unnum við saman í mörg ár. Með okkur skapaðist vin- átta og traust, sem ég held að aldr- ei hafi borið skugga á. Þetta var ekki sfst Guðmundi að þakka, hann hafði mikið jafnaðargeð, gerði litlar kröfur fyrir sig en vildi öllum greiða gera. Það var gaman að vera með honum á góðri stund, árshátíðum og ferðum á vegum félagsins. Þrátt fyrir hið alvarlega slys, vann Guðmundur fram á gamals aldur og kvartaði aldrei yfír hlut- skipti sínu. Hann kom sér upp • ágætis húsnæði og átti lengst af bíl, og þá af betri sortinni, Merce- des Benz og Volvo. Hann var seig- ur við að keyra þó fatlaður væri og hjálpartæki sem nú þekkjast ekki eins auðfengin. Gaman var að sjá og fylgjast með hve sjálfbjarga hann var. Hann reimaði skóna sína með annarri “^fcendi. Einnig skrifaði hann á rit- vél. Hann var ekki mikið fyrir að biðja um aðstoð, var vanur að bjarga sér sjálfur. Guðmundur var reglusamur maður, notaði ekki áfengi eða tób- ak, utan hvað hann tók í nefið á árum áður, en því var hann löngu hættur. En kaffíkarl var hann mik- ill og var þá sama hvort kaffið var heitt eða kalt, veikt eða sterkt. Margs er að minnast á löngum ferli. Guðmundur var afar minnug- ur og fróður um menn og málefni. Gaman var að hlusta á hann segja frá gömlum dögum fyrir vestan og af sjónum. Hann hafði góða frá- sagnarhæfíleika og hafði gaman af að spjalla, og gat þá líka slegið á létta strengi. Á árum áður þegar fáir áttu bíl, ók hann mér oft heim, í hádeginu eða að afloknum vinnu- degi, ef hann var staddur á skrif- stofunni. Þá var hann gjarnan að hugsa um móður sína, aldraða, kaupa inn fyrir hana og færa henni mat í hádeginu. Hann munaði ekk- ert um að leggja smá lykkju á leið sína. Eftir að Guðmundur hætti störfum höfðum við oft samband. Guðmundur var lengst af heilsu- hraustur, en á síðari árum var sjón- in mjög farin að gefa sig. Guðmundur eignaðist tvo syni, Halldór og Viggó, meðan hann bjó fyrir vestan, báðir eru þeir búsettir á Reykjavíkursvæðinu. í Reykjavík giftist hann Sigríði Jakobsdóttur og átti með henni soninn Kristin. Kristinn hugsaði mjög vel um foreldra sína, og var þeim feðgum mikill missir er Sig- ríður lézt 1989. Eftir fráfall Sigríðar bjó Guð- mundur einn á heimili sínu. Synir hans fylgdust með honum og hugs- uðu um hann. Við samstarfsfólk hans hjá Mjólkurfélaginu söknum vinar okk- ar og biðjum honum Guðs blessun- ar. Ásta Breiðdal. í dag 30. mars fer fram frá Fossvogskirkju útför kunningja míns Guðmundar Torfasonar sem síðast bjó á Víðimel 50, Reykjavík, en hann andaðist 23. mars 1994. Guðmundur var fæddur í Skála- vík ytri í Norður-ísafjarðarsýslu 5. desember 1905. Foreldrar hans voru Torfi Guðmundsson, f. 6. sept. 1877, frá Bassastöðum í Stein- grímsfirði, dáinn 1928, og Kristín Guðríður Jónsdóttir, f. 30. nóv. 1878, dáin 21. des. 1966. Fyrstu ár ævi sinnar eru Guðmundur og móðir hans hjá föður Kristínar Jóni Jónssyni á Neðribæ, sem var einn af sjö bæjum sem tilheyrðu Breiðabóli í Skálavík. Á þessum tíma bjuggu um hundrað manns í Skálavík. Skálavík liggur fyrir opnu hafí þar sem úthafsbáran brotnar við ströndina, vestan víkurinnar er fjallið Öskubakur og að austan Deildarfjall þannig að þegar hinn ungi sveinn sem við erum nú að kveðja fór að líta í kringum sig blöstu við honum þessi illkleifu fjöll og úthafið. Víkin og dalurinn fram af er vel gróin með þykkum jarð- vegi og voru þarna nokkrar góðar bújarðir. Ekki er fjarri lagi að ætla að umhverfið móti manninn í uppvexti hans. Umhverfið þarna hafi haft áhrif á skapgerð manna svo að þeir óttuðust ekki þótt á brattan þyrfti að sækja á lífsleið- inni og ná fjallsbrúninni. Guð- mundur var eflaust einn af þeim, hann gafst ekki upp þótt við erfið- leika væri að stríða, hann vann sigur á þeim með bros á vör. Þegar Guðmundar Torfasonar er minnst verður ekki hjá því kom- ist að segja frá atburði sem gerð- ist í Skálavík þegar hann var á fimmta ári, en hann sýnir hina miklu atorku og kraft sem frændur hans og nágrannar bjuggu yfir, þannig að hann átti ekki langt að sækja sinn dugnað. Það var snjóa- veturinn 1910 mánudaginn 1. mars að snjóflóð féll úr fjallshlíðinni fyr- ir ofan Breiðaból á talsvert breiðu svæði. Snjóflóð þetta færði í kaf hús þau sem stóðu næst hlíðinni. Þannig stóð á að flestir fulltíða menn voru við sjóróðra í Bolunga- vík, en það mun hafa verið siður manna í Skálavík að róa á ákveðn- um tímum frá Bolungavík, þannig að ekki var mannskapur til að moka í burtu hinn mikla sjó sem þama hafði komið niður því að auki skóf mjög í moksturinn. Einn af þeim sem gekk ötullegast fram við björgunarstarfið var Hafliði Bjamason þá 17 ára gamall, en hann og Guðmundur Torfason voru systrasynir, Jóna móðir Hafliða var systir Kristínar móður Guðmund- ar. Hafliði var þá til heimilis hjá Kristínu frænku sinni og Jóni Jóns- syni afa sínum á Neðribæ. Dáði Guðmundur mjög Hafliða frænda sinn. Þegar hið fámenna lið gat ekki frekar aðhafst, varð það úr að Hafliði og nágranni hans Krist- ján Árnason á Minni-Bakka ættað- ur frá Felli í Dýrafirði unnu það þrekvirki að ganga til Bolungavík- ur í myrkri, roki og snjókomu til að sækja hjálp tii að reyna að bjarga því fólki sem kynni að verða undir snjófarginu á lífi. Þetta tókst þeim með hörkunni, en ferðin til Bolungavíkur tók sjö klukkustund- ir sem er undir venjulegum kring- umstæðum tveggja tíma ferð. Flokkur manna fór þá til Skálavík- ur og varð það til þess að hús- móðurinni Jóhönnu Hálfdánardótt- ur og fjórum börnum hennar var bjargað úr hálfhmndu húsi hennar sem var á kafi í fönn. Ferð þess- ara tveggja unglinga 17 og 19 ára við þessar aðstæður er aðdáunar- verð. Kristín móðir Guðmundar mun hafa hvatt til þessarar farar, því áður en þeir lögðu í ferðina fór Hafliði með frænku sinni og hinn fjögurra ára frænda sinn, Guð- mund Torfason, og afann Jón Jóns- son, sem þá var orðinn hálfblind- ur, úr húsi sínu Neðribæ sem var á hættusvæði yfir að Meiri-Bakka, þar sem . þau gátu verið örugg. Kristín sagði þessi orð við Hafliða áður en hann fór að sækja hjálp: „Þeir lifa drengirnir hans Sigurð- ar. Hann kom í nótt og bað mig að gefa þeim að drekka.“ Sigurður var maður Jóhönnu Hálfdánardótt- ur en hann fórst í snjóflóðinu við dyr íbúðarhússins á Hærribæ. Þó að Guðmundur hafi ekki ver- ið nema á fímmta árinu þegar þetta gerðist þá mundi hann ótrúlega vel eftir þessum atburði. Guð- mundur flytur nokkru eftir þetta til Súgandafjarðar með móður sinni. Þegar hann er níu ára gam- all verður hann fyrir slysi þannig að það varð að taka af honum hægri höndina ofan við oinboga, sem eflaust hefur orðið honum mikið áfall. Frá Súgandafirði flytja þau til Bolungavíkur. Þar giftist Kristín Magnúsi Helgasyni og með honum átti hún fjögur börn, Elínu sem dó um tvítugt, Jón Hafliða, sem bjó á Fornusöndum, V-Eyja- fjallahreppi, hann er látinn, Elías bifreiðastjóra í Reykjavík, og Helgu, búsetta í Keflavík, sem bæði eru á lifi. Hálfsystkini Guð- mundar af föðurnum voru fímm, Ingibjörg, búsett í Reykjavík, en hin fjögu1, eru látin: Vilhjálmur, Elín, Guðbjörg og Guðfinna. 16 ára að aldri fer Guðmundur til hjónanna Hávarðar Guðmunds- sonar og Sigríðar Guðmundsdótt- ur, sem bjuggu á Hamri í Naut- eyrarhreppi. Þar fór vel um Guð- mund enda þau Hamarshjón með afbrigðum góðar manneskjur. Þau áttu ekki börn en ólu upp á annan tug barna og sum þeirra ekkert skyld þeim. Alveg er ljóst að Há- varður hefur tekið fullt tillit til fötlunar Guðmundar og valið hon- um verk sem hann réð við, en hinn ungi maður var mjög duglegur og ósérhlífinn. Þá var Jón hálfbróðir hans kominn að Hamri, en faðir Jóns, Magnús Helgason, drukknaði Sigríður Helga- dóttir — Minning Nokkur kveðjuorð vegna látinn- ar ömmu okkar og langömmu sem andaðist á heimili sínu Hringbraut 109, Reykjavík, 21. mars sl. Þótt okkar harmur sé sár, er hann þó sárastur fyrir afa okkar, Árna Stefánsson, sem hafði verið kvæntur ömmu í 57 ár, í mjög farsælu hjónabandi, en afi verður áttræður í sumar. Þau eignuðust tvo syni, Björg- vin, fæddan 12. júní 1937, kvænt- ur Rakel Björgu Ragnarsdóttur og er þeirra sonur Ragnar undirrit- aður, en yngri sonurinn Helgi var fæddur 1939, en lést langt um aldur fram 1989 eftir langvarandi veikindi. Var það afa okkar og ömmu þung sorg. Við viljum með þessum fátæk- legu línum þakka ömmu okkar ótal margar ánægjustundir og votta afa okkar samúð. Amma var fædd í Reykjavík og bjó þar allan sinn aldur, sl. 51 ár á Hringbraut 109. Áður en hún giftist afa um tvítugt vann hún alla algenga vinnu sem til féll á kreppu- og atvinnuleysisárum hérna í borginni, og eftir það þjón- ustustörf, aðallega hjá Pétri Daní- elssyni veitingamanni og eftir- mönnum hans, m.a. í ráðherra- og þjóðhöfðingjaveislum frá 1942-1987 eða meðan hún hafði fullt starfsþrek. Hún bjó afa okkar skemmtilegt heimili og var lengst af við ágæta heilsu og erum við þakklát fyrir að hún fékk hægt andlát, dó úr hjartaslagi í svefni, en þurfti ekki að tærast upp úr langvinnum og kvalafullum sjúk- dómi eins og hún hafði fengið að kynnast hjá sínum nánustu, en eftir lát yngri sonar síns, Helga, náði hún sér aldrei að fullu. Guð veiti afa okkar styrk og blessi minningu ömmu okkar og langömmu. Ragnar Valur Björgvinsson, Rakel Björg Ragnarsdóttir. Við systurnar viljum í örfáum orðum minnast elskulegrar ömmu okkar, Sigríðar Helgadóttur, sem lést hinn 21. mars síðastliðinn, á sjötugasta og sjöunda aldursári. Sigga amma, eins og við kölluð- um hana gjarnan, var há og glæsi- leg kona. Hún bar hag sinna nán- ustu ætíð fyrir brjósti, gaf á með- an hún gat en vildi þó lítið þiggja sjálf. Amma var ákveðin mjög, hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óhikað í ljós ef því var að skipta. Hún var hreinskilin í hvívetna og krafðist hins sama af öðrum. Amma og afi, Árni Stefánsson, giftu sig árið 1937, en sama ár fæddist Björgvin, sonur þeirra. 7. nóvember 1923 er vb. Egill Skallagrímsson fórst, en á þeim bát var Elías Magnússon skipstjóri. Á Hamri kynntist Guðmundur Hallberu Hannesdóttur, f. 31. maí 1895, d. 20. maí 1982, ættaðri úr Furufirði í Grunnavíkurhreppi. Með henni eignaðist hann tvo syni sem eru á lífi, þá Halldór Sigurð sem ólst upp hjá þeim Hamarshjón- um, f. 12. júlí 1925, starfsmaður hjá ísal, og Viggó, f. 12. maí 1927, starfar hjá Reykjavíkurborg við umferðargæslu. Hann var uppalinn hjá Vigdísi Jónsdóttur móðursyst- ur þess sem þetta skrifar og Þor- steini Ólafssyni, en þau bjuggu á ýmsum bæjum í Djúpi en síðan á Flateyri. Á meðan Guðmundur Torfason er á Hamri fær hann útbúnað á höndina þannig að hann gat stundað flest störf. Þeir sem unnu með Guðmundi dáðust að dugnaði hans. Hann vann þá við byggingarvinnu við að moka en skóflan var þá það tæki sem mest var notað. Mér hefur verið sagt að hann hafi ekki verið eftirbátur annarra við þá vinnu. Með aðstoð vina þarna í sveitinni fór Guð- mundur í Loftskeytaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí 1929. Hann er síðan loftskeyta- maður á ýmsum bátum og skipum til 1946 og var m.a. í siglingum á hættutímum stríðsáranna. Síðan gerðist hann innheimtumaðúr, m.a. hjá Mjólkurfélaginu í Reykja- vík og hjá Ellingsen, það starf stundaði hann á meðan hann gat þar til fyrir fáum árum. Hann kvæntist Sigríði Jakobsdóttur, f. 7. ágúst 1906, og bjuggu þau hér í Reykjavík. Hún andaðist fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust einn son, Kristin, fæddan 2. júní 1934, hann starfar við bókasafnið við Bústaðaveg hér í borg. Þrátt fyrir fötlun sína komst hinn látni heiðursmaður fram úr þeim vandamálum sem að höndum bar og leysti þau öll með sóma eins og öll þau verk sem hann sinnti til sjós og lands. Hann var glaður og hress og heilsaði manni með vinstri hendinni með bros á vör, það var ekkert vol eða víl í hans huga. Þannig minnist ég þessa látna heiðursmanns að leið- arlokum. Ég votta sonum hans, systkinum og öðrum vandamönnum samúð mína. Minningin um góðan dreng gleymist aldrei. Jóhann Þórðarson. Tveimur árum síðar fæddist faðir okkar, Helgi, en hann lést árið 1989, langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Andlát pabba var ömmu og afa, sem og öðrum ætt- ingjum, erfitt eins og gefur að skilja og var amma aldrei söm á eftir. Barnabörn ömmu og afa eru íjögur og það eru barnabarnabörn- in einnig. Elsku afi. Sorg þín er mikil en þú berð hana vel. Þú veist, eins og við, að þjáningar ömmu eru á enda og að hvíldinni var hún feg- in. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, elsku amma, og biðjum algóðan Guð um að styrkja Árna afa á komandi tímum. Þínar sonardætur, Sigríður, Brynja og Helga. i € « i ð ð I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.