Morgunblaðið - 30.03.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
37
Minning
Sigurður Þórðarson
varaslökkviliðsstjóri
Fæddur 14. september 1929
Dáinn 21. mars 1994
Skyndileg veikindi Sigurðar og lát
hans skömmu síðar kom eins og
reiðarslag yfir okkur öll. Mér hafði
alla tíð þótt hann hraustur og að
ekkert amaði að.
Ekki óraði okkur fyrir því að
matarboðið sem mamma og hann
voru með fyrir okkur krakkana nú
fyrir stuttu yrði okkar síðasti fundur.
Eg minnist hans með hlýhug og
allra þeirra stunda sem hann kom
og gaf af sjálfum sér.
Það eru ógleymanlegar stundir
þegar hann kom á aðfangadegi jóla
klæddur í jólasveinabúning arkandi
í snjónum til okkar í Marklandið til
að gleðja dóttur okkar og einnig síð-
ar er við vorum flutt út á Seltjarnar-
nes. Þessar stundir munum við varð-
veita því þær gáfu okkur svo mikið.
Sigurður var mikið í kartöflu-
rækt, sem hann stundaði með allri
sinni fjölskyldu. Hann sagði margar
sögur af sér sem strákur þegar hann
og systkini hans léku sér í garðinum
með foreldrum sínum. Hann gaf
okkur tækifæri til að vera með og
gerði alltaf klár tvö beð fyrir okkur
og verðum við honum ævinlega
þakklát.
Vottum við öllum aðstandendum
samúð okkar.
Arnar Friðriksson
og fjölskylda.
Góður vinur er látinn.
Sigurður Þórðarson varaslökkvi-
liðsstjóri í Hafnarfirði lést í Land-
spítalanum mánudaginn 21. mars
sl. á 65. aldursári. Hann var fæddur
í Hafnarfirði þann 14. september
1929. Foreldrar hans voru Arnþrúð-
ur Grímsdóttir húsmóðir og Þórður
Þórðarson verkstjóri.
Sigurður byijaði ungur að vinna
og vann lengst af við ýmis störf hjá
Hafnarfjarðarbæ.
Þann 1. desember 1952 voru ráðn-
ir fjórir menn í fast starf hjá
slökkviliði Hafnarfjarðar og var Sig-
urður einn þeirra, en þetta starf
helgaði hann sér til æviloka.
Sigurður var óumdeilanlega mikill
forystumaður í sínu starfi og vann
dijúgt starf í uppbyggingu að félags-
málum slökkviliðsmanna.
Ef leitað var til hans með vanda-
mál, sem þurftu skjótra úrlausna,
þá var hann fljótur til, ráðagóður
og leysti hvers manns vanda. Hann
var traustur og heill og sá alltaf
björtu hliðarnar á öllu og oft var
stutt í spaugið og hláturinn.
Sem varaslökkviliðsstjóri tókst
hann oft á við stórvaxin verkefni í
starfi sínu og leysti þau af mikilli
prýði. Hann var mikill stjórnandi á
eldstað, fljótur og öruggur að sjá
bestu lausnirnar á hveijum tíma.
Eins og einn slökkviliðsmaður sagði
við mig, maður gat treyst því að
hann vissi út í hvað hann væri að
etja manni.
Sigurður var mikill félagsmáia-
maður og starfaði mikið fyrir Al-
þýðuflokkinn og að málefnum hans
allt sitt líf og skilaði því með miklum
sóma eins og honum einum var lag-
ið. Ekki var hægt að fá betri mann
til að túlka jafnaðarstefnuna og
færa rök fyrir henni.
Sigurður giftist Eiriku Vilhelms-
dóttur og áttu þau fjögur börn: Arn-
þór Vilhelm, Ernu, Þórð og Helgu,
en Sigurður og Erika skildu.
Sambýliskona Sigurðar síðasta
áratuginn hefur verið Kristín Frið-
riksdóttir.
Ég sendi sambýliskonu, börnum
og öðrum ættingjum og vinum mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur og megi
Guð styrkja ykkur og blessa um alia
framtíð.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Guðmundur Haraldsson.
„La vie c’est la morte.“ Lífið er
dauðinn. (Claude Bernard.)
Sigurður Þórðarson, varaslökkvi-
liðsstjóri hjá Slökkviliði Hafnarfjarð-
ar, er látinn. Langt um aldur fram.
Það er mikil eftirsjá að þessum stóra
og glæsilega manni sem mikinn svip
setti á vinnustað sinn.
Áramótin 1951-2 var Slökkvilið
Hafnarfjarðar endurskipulagt. Þá
var Sigurður 22 ára gamall tækja-
maður hjá bæjarsjóði (áhaidahúsinu)
og einn af þeim sem þá var skipaður
til þjónustu í slökkviliðinu. Þegar
fastráðnir voru fjórir menn til að
gegna varðmannastöðum var Sigurð-
ur ráðinn í eina þeirra. Hófust svo
vaktir á Slökkvistöðinni, og þann 1.
desember 1952 eftir miðnætti kom
það í hlut Sigurðar að standa fyrstu
vaktina sem brunavörður í varðstofu
Slökkviliðs Hafnarfjarðar sem at-
vinnuliðs. 16. júlí 1965 var hann
skipaður af þ.v. slökkviliðsstjóra sem
varaslökkviliðsstjóri og svo fastráð-
inn í þá stöðu af bæjarstjórn í nóvem-
ber 1968. Oft urðu miklar sviptingar
í Slökkviliðinu í ört stækkandi bæjar-
félagi á þessum 42 ára starfsferli
Sigurðar.
Nánast daglega um 12 ára skeið
áttum við Sigurður samskipti í störf-
um okkar. Lærði ég betur og betur
Kolbrún Magnús-
dóttir - Minning
Fædd 18. júlí 1935
Dáin 22. mars 1994
Kolbrún var fædd 18. júlí 1935,
dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdótt-
ur og Magnúsar Hannessonar
málarameistara í Reykjavík. Hún
var þriðja í röð fjögurra systra og
ólst hún upp á Hringbraut 52.
Systur Kolbrúnar eru: Ingveldur,
fædd 1930, dáin 1982, Amelía,
fædd 1930, og Sigríður, fædd
1940.
Á yngri árum vann Koibrún í
Bæjarútgerð Reykjavíkur, þar sem
hún kynnist manni sínum eftirlif-
andi, Sveini B. Gíslasyni bílstjóra.
Sveinn er sonur hjónanna Kristín-
ar og Gísla frá Sveinsstöðum við
Nesveg í Reykjavík. Kolbrún og
Sveinn giftust á jólunum 1959 og
varð þeim fimm barna auðið. Þau
eru Sigríður, Gísli, Kristín, Brynj-
ólfur og Þorsteinn.
Fyrstu hjúskaparár þeirra
bjuggu þau á Nesvegi 45 og síðan
fluttust þau í Fagrabæ 5 þar sem
þau hafa átt heima síðan. Kolbrún
og fjölskylda hennar hafa alia tíð
verið mjög samrýnd og er missir
þeirra mjög mikill. Við vottum
Sveini og fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
að meta það sem hann hafði upp á
að bjóða, en maðurinn var vel að sér
og bráðskemmtilegur félagi.
Foreldrar hans voru Þórður Þórð-
arson fv. framfærslufulltrúi, f. 17.
maí 1901, hann dó á gamlársdag
1993, og Arnþrúður Grímsdóttir, f.
30. maí 1905, en hún lést 14. septem-
ber 1985. Yngri systkini Sigurðar
eru Trausti, varðstjóri í Slökkviliði
Hafnarfjarðar, f. 4. nóvember 1930,
og Hulda, húsmóðir í Hafnarfirði, f.
18. febrúar 1933.
Hann kvæntist árið 1951 Eriku
Wilhelmsdóttur, fæddri í Könings-
berg, Þýskalandi, 9. ágúst 1930.
Eignuðust þau átta börn. Tvíbura
misstu þau Erika tveggja daga gamla
og stúlkubarn í fæðingu. Stefanía,
f. 10. apríl 1953, lést 16. mars 1956,
Amþór Wilhelm, f. 23. nóvember
1954; Helga Þórunn, f. 6. desember
1962, hún er gift Pétri Gunnarssyni
og eiga þau þijú börn, Eriku Stefan-
íu, Sigurð Daða og Snævar Dag;
Þórður Kristinn, f. 14. desember
1965, á Tönju Höllu og Natalíu Önnu
með Önnu Harðardóttur; og Erna
Kolbrún, f. 26. júní 1969, sambýlis-
maður hennar er Haukur Leifs
Hauksson, þau eiga eina dóttur,
Söndru Leifs.
Sigurður og Erika skiidu.
Afabömin svo semsagt orðin sex
og öll augasteinar afa síns, en hann
var mjög bamgóður og laginn við
að segja börnunum til, ná athygli
þeirra. Tilsögn fyrir börn í eldvörnum
var hans sérgrein og er leitt að eiga
ekki á myndbandi þá fyrirlestra hans.
Eftirlifandi sambýliskona Sigurð-
ar er Kristín Friðriksdóttir.
Hann lagði stund á útiveru í tóm-
stundum sem gáfust og var mjög
fróður um náttúm okkar hijóstruga
lands. Nú í seinni tíð spáði hann oft
í að fá sér sumarbústaðaland, en
hann átti hjólhýsi á Laugarvatni og
dvaldi þar oft ásamt fjölskyldu sinni
og vinum.
Ástvinum Sigurðar votta ég
dýpstu samúð.
Nú hefur Sigurður gegnt síðasta
útkalli sínu, en þau eru orðin mörg
útköllin sem hann hefur gegnt í
tímans rás við mismunandi aðstæð-
ur. Góður stjórnandi var hann í fagi
sínu þegar á reyndi.
Hann var trúaður maður, átti m.a.
sæti í safnaðarstjórn Hafnarfjarðar-
kirkju og aðstoðaði oft föður sinn,
sem var kirkjuvörður og meðhjálpari
í Hafnarfjarðarkirkju í forföllum
hans. Það kom all oft í hans hlut að
skrifa um látna félaga minningarorð
og endaði hann þau skrif gjarnan á
þessari tilvitnun sem mér finnst eiga
hér vel við:
Frelsarinn sagði: „Ég lifi og þér
munuð lifa.“
Kveðja frá samstarfsmönnum í
Slökkviliði Hafnarfarðar,
Helgp Ivarsson.
Fallinn er frá langt um aldur fram
einn af traustustu starfsmönnum
Ilafnarfjarðarbæjar, Sigurður Þórð-
arson, varaslökkviliðsstjóri í
Slökkviliði Hafnarfjarðar. Sigurður
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl í friði.
Systur og systrabörn.
hóf störf sem ungur maður hjá
Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, en síðan
hjá slökkviliðinu um áramótin
1951-52 og starfaði þar til dánar-
dægurs, fyrst sem óbreyttur slökkvi-
liðsmaður, en árið 1965 var hann
skipaður varaslökkviliðsstjóri. Sig-
urður var með afbrigðum samvisku-
samur starfsmaður, enda unni hann
starfi sínu og var ötull við að beij-
ast fyrir bættum kjörum slökkviliðs-
manna.
Sigurður valdist til trúnaðarstarfa
fyrir Starfsmannafélag Hafnarfjarð-
ar og gegndi þar m.a. bæði starfí
ritara og gjaldkera um nokkurra ára
skeið. Sigurður var mikill dýravinur
og starfaði lengi í stjórn Dýravernd-
unarfélagsins hér í bæ, þá var hann
einnig áhugamaður um útivist og
nýtti þau tækifæri er gáfust til úti-
veru.
Sigurður var alla tíð sterkur jafn-
aðarmaður og starfaði á sínum yngri
árum í félagi ungra jafnaðarmanna
í Hafnarfirði og pólitík var honum
hugleikin og hann alltaf reiðubúinn
að ræða bæjarmálin jafnt sem lands-
málin frá sjónarhóli jafnaðarmanns-
ins.
Sigurður kvæntist árið 1951
Eriku Wilhelmsdóttur frá Þýskalandi
og eignuðust þau átta börn og eru
fjögur þeirra á lífi. Þau Sigríður og
Érika skildu, en eftirfarandi sambýl-
iskona Sigurðar er Kristín Friðriks-
dóttir.
Ég vil fyrir hönd Hafnarfjarðar-
bæjar þakka Sigurði frábær störf í
þágu bæjarins og ástvinum hans
öllum sendi ég dýpstu samúðarkveðj-
ur. Horfinn er af sjónarsviðinu góður
starfsmaður sem bæjarbúar þekktu
af góðu einu, maður sem skilaði frá-
bæru starfi, maður sem mikil eftir-
sjá er að.
Ingvar Viktorsson.
Kær vinur er látinn, svo snöggt
og óvænt að maður trúir varla að
sé staðreynd. Með örfáum orðum
langar mig að minnast Sigurðar
þar sem ég er staddur erlendis og
get ekki verið viðstaddur útför
hans sem fram fer í dag.
í hugann koma fram minningar
um ferðir okkar á ijúpnaslóðir, en
það var sameiginlegt áhugamál
okkar. Sigurður var einstaklega
vel að sér og fróður um landið og
kennileiti þess og það var heill
lærdómur að ganga með honum
til fjalla. Og orkan og krafturinn
var slíkur að við yngri menn mátt-
um hafa okkur alla við að fylgja
honum eftir. Og er heim var kom-
ið gátum við rætt síðustu ferð í
smáatriðum og minni hans var
einstakt. Einnig eru ógleymanleg
samtöl okkar í síma er við ráðgerð-
um næstu ferðir, veðurútlit og
hvert skyldi halda næst og oft
urðu þetta löng og skemmtileg
samtöl.
Ég minnist með þakklæti um-
hyggju hans fyrir veikri dóttur
minni, aldrei töluðum við saman
án þess að hann spyrði um líðan
hennar og hann fylgdist vel með
hennar framförum.
Sigurður reyndist mér og minni
fjölskyldu einstaklega vel og fyrir
það er ég þakklátur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Kristínar, sambýlis-
konu hans, til barna Sigurðar og
annarra ættingja.
Hugur okkar er hjá ykkur í dag.
Guð veri með ykkur og styrki á
þessari sorgarstund.
Jón Arnarson og fjölskylda.
Öll vitum við að eitt sinn skal hver
deyja, en fregnin sem barst mér að
morgni 21. þ.m., um að Sigurður
Þórðarson, vinur minn og starfsfé-
lagi, væri látinn kom svo snöggt og
óvænt að ég var lengi að átta mig á
því að hann væri ekki lengur á með-
ai okkar. Hann hafði alla tíð verið
heilsugóður og ekkert sem benti til
annars en hann gæti náð háum aldri.
Sigurður var vel ritfær og skrifaði
m.a. minningargreinar um látna sam-
ferðamenn og vini. Ég hafði ein-
hveiju sinni á orði við hann að ég
vildi að hann skrifaði eitthvað um
mig þegar ég væri allur og grunaði
mig þá ekki að það ætti eftir að
koma í minn hlut að setja saman
þessa minningargrein um hann.
Hann var mikið fyrir útiveru, gekk
á fjöli sumar sem vetur og lifði að
öllu leyti heilbrigðu lífi.
Tilvera okkar í þessu lífi er torskil-
in. Við teljum okkur trú um að við
höfum svör við ýmsum spurningum
hennar og að við höfum jafnvel aflað
okkur nokkurrar þekkingar á henni,
en það er alltaf eitthvað að koma
okkur á óvart og það litla sem við
teljum okkur vita getur verið blekk-
ing.
Sigurður hafði í nokkur ár átt hjól-
hýsi við Laugarvatn og þar þótti
honum gott að dvelja með fjölskyldu
sinni. Hafði hann oft orð á því að
nú myndu bamabömin koma til hans
um helgina og fór ekkert á milli
mála að hann hlakkaði til samvista
við þau. Nú verða ferðir hans ekki
fleiri í hjólhýsið við Laugarvatn því
nú hefur hann lagt í þá ferð sem
okkur er öllum ætlað að ganga.
Sigurður réðst til starfa hjá
Slökkviliði Hafnarfjarðar um áramót-
in 1951-2 og starfaði þar til dauða-
dags. Hann gegndi starfi vara-
slökkviliðsstjóra frá árinu 1965.
Sigurður var vel látinn af sínum
samstarfsmönnum og þótti afburða-
góður stjómandi við slökkvistarf og
farsæll í þeim efnum. Sigurður var
ekki langskólagenginn en skóli lífsins
hafði reynst honum vel. Hann var
vel lesinn, t.d. vel að sér í sögu þjóðar-
innar, einnig hafði hann mikla
ánægju af að ferðast um landið og
kunni á því góð skil. Hann var fróður
um örnefni í nágrenni Hafnarfjarðar
og um sögu bæjarins.
Það er ekki ætlan mín í þessum
fáu orðum að gera lífsgöngu Sigurð-
ar Þórðarsonar náin skil, ég veit að
aðrir munu gera það. Ég vil að lokum
votta Kristínu Friðriksdóttur, sam-
býliskonu Sigurðar, sem hann mat
svo mikils og að verðleikum, mína
dýpstu samúð. Hún hafði búið þeim
hlýlegt og fagurt heimili og ég vil
færa þeim bestu þakkir fyrir rausnar-
legt heimboð okkar hjóna. Börnum
hans, barnabörnum, systkinum og
öðrum aðstandendum færi ég einnig
innilegustu samúðarkveðjur. Á kveð-
juttund er ljúft að minnast góðs vin-
ar.
Blessuð sé minning Sigurðar Þórð-
arsonar.
Pétur Kristbergsson.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar lang-
ar mig að kveðja og þakka þér, Sig-
urður minn, fyrir allar þær góðu
samverustundir sem við fengum að
njóta með þér, og alla þá miklu
umhyggju sem þú sýndir okkur. Þú
reyndist sonum okkar einstaklega
vel, enda varst þú alltaf kallaður afi
á okkar heimili og er þín sárt saknað.
Blessuð sé minning þín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Rut og fjölskylda.