Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
51
KORFUKNATTLEIKUR
Barátta, hraði og spenna
Njarðvíkingar náðu að stöðva sigurgöngu íslands- og bikarmeistarana úr Keflavík
NJARÐVÍKINGAR eru komnir í úrslit í úrvalsdeildinni íkörfu-
knattleik. Þeir unnu granna sína í Keflavík í gærkvöldi, 91:98,
í miklum baráttuleik sem hafði alit til að bera sem góður og
skemmtilegur leikur þarf; frábæran varnarleik, ævintýralegan
sóknarleik á köflum, baráttu, hraða og umfram allt mikla
spennu. Það er því Ijóst að Keflvíkingar verða að sjá á eftir
íslandsbikarnum eftir að hafa haft hann í sinni vörslu tvö undan-
farin ár.
Morgunblaðið/Þorkell
Rondey Robinson skorar hér án þess að nokkur Keflvíkingur geri sig líkleg-
an til að stöðva hann.
Heimamenn byrjuðu betur og
náðu 11 stiga forystu í fyrri
hálfleik. Eftir það var eins og liðin
tækju sig saman um
að annað þeirra
skoraði nokkur stig
í röð og síðan hitt;
slíkar voru svipting-
amar. Keflavík nokkrum stigum
yfir eina stundina, síðan góður
kafli UMFN sem jafnaði. Svona
gekk þetta fram að leikhléi en ÍBK
hafði þá yfir 55:43.
Leikmenn hittu vel í byrjun en
síðan kom smá kafli þar sem allt
gekk á afturfótunum. Sendingar
mistókust og sum skotin komu
ekki einu sinni nálægt körfunni.
Þetta lagaðist fljótt og eftir þennan
ÚRSLIT
ÍBK-UMFN 91:98
íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni Úr-
valsdeildarinnar í körfuknattleik, oddaleik-
ur, þriðjudaginn 29. mars 1994.
Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 15:7, 29:18,
32:30, 41:31, 43:41, 55:51, 63:61, 72:70,
78:78, 73:80, 82:80, 87:87, 89:89, 89:98,
91:98.
Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 27, Albert
Óskarsson 20, Guðjón Skúlason 19, Mike
Brown 8, Sigurður Ingimundarson 6, Jón
Kr. Gíslason 5, Brynjar Harðarson 4, Ólaf-
ur Gottskálksson 2.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson 19,
Rondey Robinson 17, Teitur Örlygsson 16,
Jóhannes Kristbjömsson 15, Friðrik Ragn-
arsson 13, ísak Tómasson 10, Rúnar Áma-
son 6, Ástþór Ingason 2.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al-
bertsson sem dæmdu í heild mjög vel.
Áhorfendur: Um 1500.
NBA-deildin
Leikir aðfaranótt þriðjudags:
Indiana - LA Clippers...........126:93
Seattle - Denver................111:97
Evrópukeppni bikarhafa
Fyrri leikir í undanúrslitum:
París, Frakklandi:
París St. Germain - Arsenal........1:1
David Ginola (49.) — Ian Wright (35.).
43.000.
Ussabon, Portúgal:
Benfica - Parma....................2:1
Isaias Soares (6.) Rui Costa (60.) — Ginafr-
anco Zola (13.). 110.000.
UEFA-keppnin
Fyrri leikurinn í undanúrslitum:
Salzburg, Austurríki:
Salzburg - Karlsruhe................0:0
47.000.
Æfingaleikur
Valur er í æfinga- og keppnisferð í Skot-
landi.
Petershill - Valur..................4:4
■Einar Öm Birgisson gerði tvö mörk, sitt
I hvoram hálfleik, en Ölafur Brynjólfsson
og Jón Grétar Jónsson skoruðu í seinni
hálfleik á blautum vellinum.
England
Úrvaisdeildin:
slæma kafla léku bæði lið mjög
vel. Sóknir Keflvíkinga virtust þó
ekki eins markvissar og oft áður í
vetur en þeir bættu það upp með
því að taka mikið af sóknarfráköst-
um. Njarðvíkingar fóru sér heldur
hægar í sókninni og vamarleikur-
inn var góður, nema fráköstin um
tíma.
Hraðinn og spennan hélst í síð-
ari hálfleik. Heimamenn beittari
framan af en elja, sigurvilji og
umfram allt reynsla Njarðvíkinga
sagði til sín er á leið. Jafnt var,
89:89, er fjórar mínútur voru eftir.
Þá gerðu Keflvíkingar nokkuð sem
átti eftir að hafa mikil áhrif á gang
leiksins. Þeir skiptu Jóni Kr. og
Brynjari útaf. Við það riðlaðist
sóknarleikur ÍBK og varnarleikur-
inn var ekki eins góður en Brynjar
hafði verið frábær í leiknum. Mike
Brown fékk einnig sína fímmtu
villu á þessum tíma.
Teitur gerði þriggja stiga körfu
og Rondey bætti tveimur stigum
við þegar ein og hálf mínúta var
eftir. Jóhannes og Friðrik gerðu
næstu körfur og íslandsmeistar-
arnir voru þar með slegnir út.
Það var hart barist í þessum leik.
Njarðvíkingar voru komnir með
bónusrétt eftir rúmar 9 mínútur í
fyrri hálfleik og í síðari voru það
Úrslitukeppnin
í körfuknattleik 1994
Þríðji leikur Sðanna í imdanúrslitum
úrvalsdeildarínmr. Leildð i Keflavik.
91 ÚRSUT 98
14/19 Vftí 13/21
4/25 3jastíga 9/25
39 Fráköst 41
27 (vamar) 26
12 (sóknar) 15
8 Boltanáð 9
13 Boltatapað 17
12 Stoðsendingar 10
24 Villur 20
Keflvíkingar sem fengu bónusréttin
eftir tæpar 7 mínútur. Keflvíkingar
lentu í villuvandræðum því fjórir
leikmenn fengu þtjár villur í fyrri
hálfleikj en það var samt Njarðvík-
ingur, Astþór, sem fyrstur fór útaf
með fimm villur eftir þijár mínútur
í síðari hálfleik.
Hjá ÍBK lék Kristinn vel. Albert
var mjög sterkur í fráköstunum og
sama má segja um Brynjar. Brown
náði sér ekki vel á strik enda í
strangri gæslu Rondeys. Hann lenti
í villuvanda og voru tvær villur sem
hann fékk frekar í ódýrari kantin-
um. Jón Kr. virtist vera sá eini sem
gat stjórnað sókn ÍBK að þessu
sinni.
Hjá Njarðvík voru Valur, Teitur,
Rondey og Jóhannes bestir og Rún-
ar kom mjög sterkur inná í fyrri
hálfleik og lék vel. Friðrik átti einn-
ig mjög góðan dag og ísak stóð
fyrir sínu.
SKIÐI
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Ipswich - Man. City................2:2
Linighan (23.), Guentchev (67. - vítasp.) -
Walsh (32.), Rosler (62.). 13.099.
Newcastle - Norwich................3:0
Cole (45.), Lee (50.), Beardsley (70.).
32.216.
Wimbledon - Blackbuni..............4:1
Fashanu (50.), Berg (75. - sjálfsm.),
Holdsworth (79.), Earle (82.) - Wilcox
(15.). 10.537.
Staða efstu og neðstu liða:
Man. Utd........33 21 10 2 68:32 73
Blackburn.......34 21 7 6 52:29 70
Newcastle.......34 19 6 9 68:33 63
Arsenal.........34 16 13 5 46:19 61
Tottenham.......34 8 12 14 44:47 36
Everton.........34 10 6 18 36:48 36
Southampton.....33 9 6 18 33:46 33
Man.City........35 6 15 14 28:42 33
Sheff Utd.......35 5 16 14 32:52 31
Oldham..........32 7 10 15 28:51 31
Swindon.........35 4 13 18 40:85 25
1. DEILD:
Barnsley - Sunderland.......... 410
Bolton - Wolves..................1:3
Grimsby - Middlesbrough..........1:1
Oxford - Birmingham...............2:0
Pcterborough - Crystal Palace....1:1
Tranmere - Derby................ 4:0
Ástafimmta
íNoregi
Asta Halldórsdóttir frá Ísafirði varð í fimmta sæti
í svigi á norska meistaramótinu í alpagreinum
sem fram fór í Narvik í gær. Hún var 2,81 sekúndum
á eftir sigurvegaranum Trine Bakke. Ásta fékk 27,81
(fis) stig fyrir árangur sinn, en hún á best 24,25 Stig.
Theodóra Mathiesen úr KR hafnaði í 17. sæti í
gær, var tæplega 10 sekúndum á eftir Ástu og hlaut
91,97 stig og bætti sig stigalega því áður átti hún
best 117,27 stig.
Kristinn Björnsson, Ólafsfirði og Arnór Gunnarsson,
ísafirði, tóku þátt í svigi karla á sama stað í gær.
Kristinn fór útúr í fyrri umferð en Arnór náði 16.
sæti og fékk fyrir það 37,80 stig sem er langbesti
árangur hans — átti áður best 47,77 stig. Arnór var
4,61 sek. á eftir Ólympíumeistaranum frá því í Albert-
ville, Finn Chrisitan Jagge, sem sigraði. Lasse Kjus,
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
Ásta Halldórsdóttir er komin í fremstu röð Norður-
landabúa í svigi. Hér er hún ásamt sænska þjálfaranum
sínum, Hans Ottoson.
Ólympíumeistari í tvíkeppni, varð annar, Harald Christ-
ian Strand Nilsen þriðji og heimsbikarhafinn, Kjetil
Ándre Aamodt, fjórði.
Hvað sögðu þeir?
etta var spurningin um að gefast
aldrei upp, við áttum lengstum
á brattan að sækja en þrátt fyrir það
náðum við halda okk-
ar striki þar til yfir
lauk og það gerði—
gæfumuninn, sagði
Valur Ingimundar-
son, þjálfari og leikmaður Njarðvík-
inga, eftir leikinn. „Ég er mjög
ánægður með hvernig við lékum,
ietta var skemmtilegur leikur, hörku-
barátta frá upphafi til enda og ekki
skemmdi stemmningin í húsinu. Við
erum með gott lið og ég held að við
séum búnir að sanna það með því
að slá Keflvíkinga út úr keppninni.“
„Við urðum svo sannariega að
hafa fyrir þessu því Keflvíkingar eru
með gott lið og það fer enginn með
sigur úr Keflvík án þess að hafa lagt
sig fram. Stemmningin í húsinu var
rosaleg, það heyrðist ekki mannsins
mál fyrir hávaða og nær útilokað að
koma skilaboðum milli manna,“ sagði"'
Teitur Örlygsson í liði UMFN. „Vörn-
in hjá okkur var mjög góð og þá
sérstaklega síðustu mínúturnar þegar
við náðum að stöðva skyttumar hjá
þeim og þá réðust úrslitin," sagði
Teitur ennfremur.
Brown fann sig ekki
• „Þetta er alveg nýtt fýrir okkur
að komast ekki í úrslit og ég held
að það taki tíma að átta sig á því.
Bandaríkjamaðurinn Mike Brown
komst aldrei inn í leikinn að þes^^_
sinni og ég er viss um að ef hefðúm
haft Raymond Foster þá hefði ekki
þurft að spyija að leikslokum," sagði
Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmað-
ur Keflvíkinga sem ekki gekk heill
til skógar í leikinn. Jón er meiddur á
læri og var hann deifður fyrir leikinn
og í hálfleik. „Meiðslin háðu mér tals-
vert og þá sérstaklega í síðari hálf-
leik,“ sagði Jón sem var í sérstakri
gæslu allan leikinn og notuðu Njarð-
víkingar 3 menn sem skiptust á að
gæta hans. „Það hefur gengið á
ýmsu hjá okkur í vetur og í heildina
má segja að við höfum staðið okkur
mjög vel og ég er ákaflega ánægður
með liðið og þá sérstaklega ungn
strákana. Annars fannst mér leikur-
inn vel leikinn og vel dæmdur. Ég -
var og er sannfærður um að sigurveg-
arinn úr þessum viðureignum mun
hampa íslandsmeistaratitlinum þegar
upp verður staðið," sagði Jón Kr.
Gíslason.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ KEFL VÍKINGAR urðu að taka
til þess ráðs að loka húsinu þegar
20 mínútur voru í leik en þá v^ _
orðið uppselt á leikinn og er það f
fyrsta sinn sem slíkt gerist á Suð-
urnsejum að sögn formanns körfu-
knattleiksdeildar ÍBK.
■ TEJTUR Örlygjsson lenti í því
einu sinni að fara einn í hraðaupp-
hlaup og ætlaði að leggja knöttin
ofan í körfun. Það mistókst hjá
honum, en hann fékk aftur send-
ingu fram þegar hann var á leið-
inni í vörnina og nú rétti hann upp
hendina til að sýna áhorfendum
hvernig ætti að gera hlutina, stökk
upp og tróð.
■ ÍBK fékk aðeins þijú vítaskot
í fyrri hálfleik. Kristinn Frirðiks-
son hitti úr þeim öllum. í síðari
hálfleik voru það Njarðvíkingar sem
fengu þrjú vítaskot, en aðeins eitt
heppnaðist.
■ TÆKNIVÍTI var dæmt á vara-
mannabekk UMFN um miðjan fyrri
hálfleikinn. Albert og Rondey lenti*.
saman og Valur rauk af bekknum
til að lesa yfir Alberti og fékk
tæknivíti í staðinn.
Björn
Blöndal
skrifar frá
Keflavik