Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D
105. TBL. 82. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
BBCað
færa út
kvíamar
Lundúnum. The Daily Telegraph.
BRESKA ríkisútvarpið, BBC,
og breska fjölmiðlasamsteypan
Pearson, eigandi Financial
Times, Thames TV og Penguin
Books, ætla að hafa samvinnu
um tugi sjónvarpsstöðva sem
senda eiga út um gervihnött
víða um heim.
Ætlunin er að bjóða upp á
rásir fyrir fréttir, heimildar-
myndir, skemmtiefni og barna-
efni. Fréttarásirnar eiga að ná
til Evrópu, Ameríku og Asíu.
Pearson ver 30 milljónum
punda, 3,2 milljörðum króna,
í fyrsta verkefnið, tvær evr-
ópskar gervihnattarásir. Út-
sendingarnar hefjast í haust
og önnur rásanna, frétta- og
upplýsingarás, verður fjár-
mögnuð með auglýsingum.
Hin verður með skemmtiefni
og lokuð öðrum en áskrifend-
um.
Veiðar „sjó-
ræningja“
stöðvaðar
Ottawa. Reuter.
STJÓRN Kanada kvaðst í gær
ætla að stöðva „sjóræningjaveiðar"
erlendra skipa utan 200 mílna lög-
sögunnar.
Brian Tobin, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, kynnti í gær stjórn-
arfrumvarp sem kveður á um að
stöðva megi erlenda togara sem
staðnir eru að ólöglegum veiðum
utan fiskveiðilögsögu Kanada-
manna, gera afla þeirra upptækan
og sekta þá um allt að milljón dala.
Mandela tekur við embætti forseta í Suður-Afríku
Boðin velkomin
í samfélag þjóða
Pretoríu. Reuter, The Daily Telegraph.
SUÐUR-Afríka var boðin velkomin í samfélag þjóðanna í gær
þegr Nelson Mandela sór embættiseið sem fyfsti þeldökki for-
seti landsins. „í dag endurheimtir Suður-Afríka stöðu sína í
fjölskyldu þjóðanna,“ sagði Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem var viðstaddur athöfn-
ina ásamt fulltrúum 145 ríkja, þeirra á meðal konungum, forset-
um og forsætisráðherrum.
Mandela sver eiðinn
Reuter
Gífurlega öflug öryggisgæsla
var í grennd við stjórnarráðið í
Pretoríu þar sem óttast var að
hægriöfgamenn kynnu að reyna
að ráða nýja forsetann af dögum.
Andrúmsloftið var þó afslappað og
gleði ríkti í fjölmennri veislu sem
efnt var til fyrir framan stjórnar-
ráðið.
„Suður-Afríka er ekki lengur
skelmirinn í samfélagi þjóðanna,"
sagði Mandela, sem var í fangelsi
í 27 af 75 árum ævi sinnar vegna
baráttunnar gegn kynþáttaaðskiln-
aði. „Leiðin til frelsis var grýtt en
hörmungum þjóðarinnar er lokið.
Það er tími til kominn að græða
sárin, að brúa þá hyldýpisgjá sem
sundraði okkur. Það er undir okkur
öllum komið hvernig til tekst.“
Mandela fór lofsamlegum orðum
um F.W. de Klerk, fyrrverandi for-
seta, sem ákvað að afnema aðskiln-
aðarstefnu stjórnar hvíta minni-
hlutans. Mandela sagði de Klerk
merkan umbótamann og „einn af
bestu sonum Suður-Afríku“.
Á meðal viðstaddra voru Filippus
Bretaprins, sá fyrsti úr bresku kon-
ungsfjölskyldunni sem heimsækir
Suður-Afríkumenn frá 1947, og
Fídel Kastró, leiðogi Kúbu, sem
háði stríð gegn Suður-Afríku í
Angóla í 12 ár. Kastró sór þá að
láta hermenn sína ráðast alla leið-
ina til Höfðaborgar.
Á meðal gesta sem Mandela
bauð til athafnarinnar var James
Gregory, fangavörður í Robben Is-
land-fangelsinu sem blökkumanna-
leiðtoganum var haldið í árum sam-
an.
NELSON Mandela, sver embættiseið forseta Suður-Afríku í Pret- H Hvetur til sátta /17
oríu í gær. Hann er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir embættinu. H Úr fangelsi /29
Marilyn Monroe ásamt
lyfseðlum frá 1961 sem
verða seldir á uppboði.
Marilyn Monroe
Sanna bréf
tilraun til
sjálfsvígs?
Los Angeles. Reuter.
UPPBOÐSHALDARAR í Los
Angeles segjast hafa undir
höndum bréf sem sanni að kvik-
myndastjarnan Marilyn Monroe
hafi reynt sjálfsvíg skömmu
áður en hún fannst látin af of
stórum lyfjaskammti. Ýmsar
getgátur eru uppi um dauða
hennar, telja sumir að hún hafi
verið myrt en flestir hallast þó
að því að hún hafí svipt sig lífi.
Áð sögn uppboðshaldaranna
lýsir Monroe sjálfsvígstilraun
fyrir geðlækni sínum í bréfinu.
Þeir vildu hins vegar ekki gefa
nánari upplýsingar um innihald
bréfanna og sýndu blaðamönn-
um þau ekki.
Segja uppboðshaldararnir
innihaldið svo viðkvæmt, að sá
sem kaupi bréfin verði að
ákveða hvort birta eigi þau
opinberlega. Bréf leikkonunnar
eru úr dánarbúi Ynez Melson,
sem sá um fjármál Monroe.
Berlusconi mynd-
ar nýja hægristjóm
Rómaborg. Reuter.
ÍTALSKI fjölmiðlajöfurinn Silvio Berlusconi tilkynnti í gær að
hann hefði myndað nýja samsteypustjórn, sex vikum eftir að
bandalag hægriflokkanna vann sigur í þingkosningum.
Flokkur Berlusconis, Forza Ital-
/a, myndar stjómina með Norður-
sambandinu, sem vill að Ítalía verði
sambandsríki, og Þjóðarbandalag-
inu. Fimm af ráðherrunum 25 verða
úr Þjóðarbandalaginu og tveir
þeirra eru úr hreyfingu nýfasista,
helstu fylkingunni í bandalaginu.
Stjórnin tekur við völdum í dag.
Á meðal þeirra sem Berlusconi
tilnefndi í stjórnina eru Antonio
Martino, helsti sérfræðingur Forza
Italia i efnahagsmálum, sem verður
utanríkisráðherra. Lamberto Dini,
fyrrverandi
seðlabanka-
stjóri, var til-
nefndur í emb-
ætti skattamála-
ráðherra.
Flestir þeirra
sem verða í
stjórninni hafa
ekki gegnt ráð-
herraembættum
áður og þeirra á
meðal eru tveir
af helstu samstarfsmönnum Ber-
lusconis í stórfyrirtæki hans, Finin-
vest. Berlusconi sagði að stjórnin
myndi leggja megináherslu á að
rétta efnahag landsins við.
Áður hafði Oscar Luigi Scalfaro
skrifað Berlusconi bréf þar sem
hann setti það skilyrði fyrir myndun
nýrrar stjórnar að í henni yrðu ekki
ráðherrar sem gætu skaðað ítalska
ríkið heima fyrir og erlendis. Þar
er tekið fram að ráðherrarnir megi
ekki „framfylgja stefnu sem gangi
í berhögg við meginreglur frelsis
og lög landsins, svo og við stjórnar-
skrárákvæðið um að Italía sé eitt
og óaðskiljanlegt ríki“. Berlusconi
svaraði bréfinu og kvaðst fallast á
skilyrðin.
Reuter
Fórnarlamb stríðsins
Stúlka af Tutsi-ættflokknum
bíður eftir mat í flóttamanna-
búðum í Tanzaníu. Hátt í
300.000 manns hafa flúið
þangað frá Rúanda vegna
óaldarinnar þar.
Vargöld í Rúanda
850.000
áflótta
HARÐIR bardagar geisuðu í Kig-
ali, höfuðborg Rúanda, í gær og
sækir uppreisnarlið Tutsi-manna að
stöðvum stjórnarhersins við flug-
völlinn í borginni.
Talið er, að a.m.k. 200.000
manns, aðallega óbreyttir borgarar,
hafí verið drepnir í borgarastyijöld-
inni í Mið-Áfríkuríkinu og um
850.000 manns hafa flúið yfir til
nágrannaríkjanna.
Sameinuðu þjóðirnar hafa nú
skorað á aðildarríkin að leggja fram
nærri 60 milljónir dollara til að unnt
sé að útvega fóikinu mat og húsa-
skjól.
Stjórn Bandarikjanna ákvað í gær
að senda 15 flutningavélar með
matvæli til bágstaddra íbúa Rúanda.
Silvio
Berlusconi