Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 7 FRÉTTIR Bréfaskipti Morgunblaðsins og R-listans KOSNINGASTJÓRI R-listans við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hefur óskað eftir því við Morgunblaðið, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóraefni listans svari fyrirspurnum á síðum blaðsins með sama hætti og Árni Sigfússon, borgar- stjóri, gerir og mun gera fram Morgunblaðið hefur synjað þeirri ósk og eru rök blaðsins þau, að borgarstjóri svari spurn- ingum lesenda um framkvæmdir borgarinnar og þjónustu við borgarbúa á yfirstandandi kjör- tímabili, þar sem hann er ábyrg- ur fyrir þeim en Ingibjörg Sólrún hefur ekki borið ábyrgð á gerðum borgarinnar sl. fjögur ár og þess vegna ekki ástæða til að spyija hana sérstaklega um þau efni. Hér fer á eftir bréf Einars Arnar Stefánssonar, kosninga- stjóra R-listans, til ritstjórnar Morgunblaðsins, svo og svar rit- stjóra blaðsins til kosningastjóra R-listans: Bréf R-listans Bréf R-listans er svohljóðandi: Reykjavík, 5. maí 1994 Sem kunnugt er verða aðeins tveir listar í kjöri við borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík 28. maí nk. I fyrsta sinn í kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur stendur val kjósenda milli tveggja borgarstjóraefna; annars vegar Árna Sigfússonar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og hins vegar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrir Reykjavíkurlistann. Það er sannarlega lofsvert framtak, að Morgunblaðið hefur boðið borgarstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins að svara á síðum sín- um fyrirspurnum kjósenda um borgarmál og er víst, að margir verða til að notfæra sér þá þjón- ustu. í trausti þess, að Morgunblað- ið vilji ekki mismuna framboðun- um tveimur eða borgarstjóraefn- um þeirra er þess hér með farið á leit að Morgunblaðið veiti Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur einn- ig tækifæri til þess að svara fyrir- spurnum Reykvíkinga á síðum blaðsins. Með vísan til fyrri samtala okkar um ofangreint leyfi ég mér að óska eftir svari við erindi þessu eigi síðar en á mánudags- morgun, 8. mai nk. að kosningum. Bréf Morgunblaðsins til R-listans Bréf ritstjóra Morgunblaðsins til R-listans er svohljóðandi: Reykjavík, 10. maí 1994 Hr. Einar Örn Stefánsson Kosningastjóri Reykjavíkur- listans Laugavegi 31, Reykjavík Vegna bréfs þíns frá 5. maí sl. vilja ritstjórar Morgunblaðsins taka fram eftirfarandi: Morgunblaðið hefur ekki boðið „borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins að svara á síðum sínum fyrirspurnum kjósenda um borg- armál", eins og þú kemst að orði í bréfi þínu. Morgunblaðið hefur boðið les- endum sínum að spyija borgar- stjórann í Reykjavík um einstaka þætti borgarmála, sem þeir kunna að hafa áhuga á, og hann hefur orðið við þeirri ósk blaðsins að svara þeim spurningum. Þess- um fyrirspurnum og svörum er fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur upplýsinga um fram- kvæmdir borgarinnar og þjón- ustu við borgarbúa. Borgarstjórinn í Reykjavík er ábyrgur fyrir gerðum borgarinn- ar á yfirstandandi kjörtímabili og skiptir engu í þeim efnum, þótt borgarstjóraskipti hafi orðið á því tímabili. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið ábyrgð á fram- kvæmdum í borginni sl. fjögur ár og því ekki ástæða til að spyija hana sérstaklega um þau efni. En Morgunblaðið er opið fyrir skoðanaskiptum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á jafn greiðan aðgang að síðum blaðsins með sín sjónarmið og aðrir frambjóð- endur og hefur hún fært sér það í nyt eins og lesendum Morgun- blaðsins er kunnugt. Með kveðju, Matthías Johannessen ritstjóri Styrmir Gunnarsson ritstjóri NOATUN Lambakj öts veisla / \T/ / • íNoatum ÁSriT Ueri 1/1sncllt Hrjggfc. GLJ 598r 559. 589r 579." pr.kg. 699.ps a ftQ *** ^yddle§n • hryggir 1699r Frampartar, súpukjöt 389. 1/2 skrokkar 385.^ - grillsagað Tilbúið á grillið Kindalundir Þurrkryddaðar 998rs Kindafille 998. Þurrkryddaðar Kinda gríllsneiðar innralærí 998j kótilettur Bestu kaupin 799r pr.kg. Ríkisspítalar bæta Fæðingarheimilið Tíu milljónum verður varið til lagfæringa ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita 10 milljónir króna til lagfæringa á fæðingaraðstöðu á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir að með fjárveitingunni verði hægt að gera fyrsta flokks aðstöðu til fæð- inga á heimilinu. Hann sagði að enn væri verið að skoða livort hagkvæmara yrði að opna heimilið í vor eða haust. Ef kapp yrði lagt á að opna heimil- ið sem fyrst væri hætta á að fram- kvæmdir trufluðu starfsemina. Jafnframt hefði komið fram sú spurning hvort rétt væri að hefja starfsemina svo stuttu fyrir sum- arfrí. Engu að síður lagði hann áherslu á að framkvæmdir vegna breytinga hæfust fljótlega og stefnt væri að því að heimilið yrði opnað í síðasta lagi 1. september. Áætlun stjórnar geri ráð fyrir allt að 18 rúmum fyrir sængurkonur á heimil- inu. Önnur starfsemi verði annars staðar í húsinu og hefur starfsemi glasafijóvgunardeildar verið nefnd í því sambandi. Opið á morgun Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.