Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 11

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAINIDIÐ MIÐVIKUDAGUR11. MAÍ 1994 11 Grunnskólanemar á Suðurnesjum semja slagorð gegn fíkniefnum Tvær stúlkur hlutskarpastar Keflavík - „Þetta kom nú eigin- lega af sjálfu sér og við vorum ekki lengi að festa hugmyndina á blað,“ sögðu þær Katrín Björk Helgadóttir og Guðbjörg Halldóra Sigtryggsdóttir, nemendur í 10. bekk grunnskóla Sandgerðis, eftir að þeim hafði verið afhent viður- kenning fyrir að verða hlutskarp- astar í samkeppni allra 10. bekk- inga á Suðurnesjum um forvarnar- orð gegn fíkniefnum. Slagorð Katr-. ínar er „Bölið burt“ og slagorð Guðbjargar „Segjum nei við dópi“. Öllum 10. bekkingum á Suðurnesj- um, sem eru um 250, verða gefnir bolir með slagorðunum. Að samkeppninni stóðu fíkni- efnadeild lögreglunnar og Kiwanis- hreyfingin á Suðurnesjum. Stefán Thordersen í fíkniefnadeild lögregl- unnar sagði að ákveðið hefði verið að leita til Kiwanismanna með þessa hugmynd og að efna til samkeppni þar sem að þeir teidu að varnarorð með þessum hætti kæmust betur til skila en að halda langa fyrirlestra og dreifa papp- írspésum. Ætlun- in væri að gera þetta að árvissum viðburði á Suður- nesjum og að nýtt slagorð fylgdi hveijum árgangi. Björn H, Guð- björnsson, full- trúi Kiwanismanna, afhenti þeim Katrínu Björgu og Guðbjörgu Hall- dóru viðurkenningar og þakkaði hann jafnframt skólastjórum og kennurum á Suðurnesjum fyrir hversu jákvæðir þeir hefðu verið og sinnt þessu verkefni vel. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÞÆR Katrín Björk Helgadóttir sem er til vinstri og Guðbjörg Halldóra Sigtryggsdóttir ásamtKiwanismönnumoglögreglu. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson FRÁ aðalfundi hagsmunafélags æðarbænda. Dræm dunsala og töluverðar birgðir Miðhúsum - Aðalfundur í hags- munafélagi æðarbænda í Reyk- hólahreppi og Dalasýslu var hald- inn á Reykhólum 5. maí. Á fundin- um kom fram að sala á æðardúni væri heldur dræm og birgðir myndu verða nokkrar til í landinu íþróttahús í Ólafs- firði vígt Ólafsfirði - NÝTT íþróttahús verður formlega vígt í Olafs- firði á morgun, uppstigningar- dag. Vígsluathöfn hefst kl. 14 með ávarpi forseta bæjarstjórn- ar og síðan er andakt séra Svavars A. Jónssonar. Skólarn- ir sjá um íþróttasýningu og keppt verður í innanhússknatt- spyrnu. Húsið verður opnað til sýningar kl. 16 og boðið verður upp á kaffiveitingar en um kvöldið kl. 20 keppa heima- menn í Leiftri við Þór Akureyri í körfubolta. en sala er að glæðast sé miðað við_ fyrri ár. íslendingar eru með 3/4 heims- framleiðslunnar og vart mun finnast betra efni í sængur og kodda en dúnn. Kanadamenn framleiða nokkuð af dúni sem þeir selja á sama markaði og Islending- ar, Grænlendingar og Norðmenn. Japanar vilja fá dúninn þveginn en ennþá hafa íslendingar ekki geta orðið við þeirri ósk nema í litlum mæli. Árni Snæbjörnsson var gestur fundarins og fræddi hann menn um hvernig hægt væri að auka við varp með ýmsum aðgerðum og einnig sagði hann frá því að verð á kópaskinnum væri nú um 2.000 kr. Hins vegar hefur hring- ormanefnd gengið hart fram í því að útrýma sel en engin skýrsla hefur verið gefin út um fækkun hringorma í fiski. Steinólfur Lárusson, Fagradal í Saurbæ, baðst undan endurkosn- ingu en hann hefur verið í stjórn félagsins frá upphafi og var kosinn í hans stað Sigurður Þórólfsson, bóndi í Fagradal í Saurbæ. Aðrir í stjórn er Eysteinn Gíslason, Skál- eyjum, og Eiríkur Snæþjörnsson, Stað. Morgunblaðið/Karl Steinar Óskarsson NEMENDUR 10. bekkja á Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði og Barðaströnd heimsóttu Framhalds- skóla Vestfjarða og kynntu sér námið þar. Patreksfirði - „ÞAÐ skiptir ekki máli hvort þú hefur litla greind eða mikla þú færð samt pláss hjá okkur“ eru einkunnarorð Fram- haldsskóla Vestfjarða, Patreks- firði, en skólinn hefur nú verið starfræktur í einn vetur og er óhætt að segja að vel hafi verið farið af stað. Á haustönn hófu tuttugu nem- endur almennt bóknám í skólan- um, í einum bekk, og voru sann- kallaðir brautryðjendur því ekki hefur verið framhaldsdeild á Pat- reksfirði áður. Nemendur komu flestir frá Patreksfiriði en tveir skiptinemar voru í skólanum auk þess sem einn nemandi kom frá Bíldudal á vorönn, sá nemandi Greind er engin fyrirstaða ók á milli daglega þegar fært var. Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Grunnskóla Patreks- fjarðar og deildarstjóri Fram- haldsskóla Vestfjarða, Patreks- firði, boðaði á sinn fund alla nem- endur 10. bekkja á Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði og Barðaströnd fyrir skömmu og lýsti fyrir þeim kostum þeim er fylgja því að stunda framhalds- nám í sinni heimabyggð. Erna sagði í athugun væri að koma á akstri daglega milli Tálknafjarð- ar og Patreksfjarðar og eins að möguleiki væri fyrir aðra nem- endur á svæðinu að fá heimagist- ing^u fimm daga vikunnar á Pat- reksfirði. Veitingar voru bornar fram að fundi loknum og var ekki annað að sjá og heyra en að krökkunum hafi fundist nokkuð til þess koma að eiga nú loks möguleika á að stunda framhaldsnám i heima- högum. BESIU BkmUPBi! mrmmnc'M Fiat Uno Arctic býðst sem fyrr á miklu lægra verði en sambærilegir bílar frá Y-Evrópu og Asíulöndum. Verð frá kr. 779.000 (UNO 45 3D) á götuna - ryðvarinn og skráður. X*að borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Yið tökum gamla bílinn uppí og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið oi> reynsluakið .fitrpavBÍlsGils íiuklon innrJm; _ BDBB ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík ■ sími (91)677620 - fyrir norðlægar slóðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.