Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nelson Mandela hvetur til sátta og umburðarlyndis NELSON Mandela sór í gær- morgun embættiseið sem fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku við hátíðlega athöfn við aðsetur forsetans í Pretoríu. Við athöfn- ina hvatti Mandela til sátta og umburðarlyndis og bað almenna borgara að styðja stjórnvöld í því að byggja nýja framtíð. Eftir embættistökuna ávarpaði Mandela tugþúsundir manna fyrir framan aðsetur forsetans. Stóð hann á bak við skothelt gler með varaforsetana Thabo Mbeki og F. W. de Klerk, fyrrum forseta hvítu minnihlutastjórnarinnar, sér við hlið. „Við höfum grafið ágreining okkar og kappkostum að græða sár fortíðarinnar. Það verðið þið, þjóðin öll, að hjálpa okkur við,“ sagði Mandela. Mandela hvatti leiðtoga ríkja heims að gleyma ekki Suður-Afr- íku nú þegar völdin væru í höndum meirihluta blökkumanna. Hann bað þegna sína jafnframt um að styðja nýju stjórnina við að búa þjóðinni nýja framtíð. „Látum alla njóta réttlætis og sannmælis, leyf- um hveijum og einum að njóta hæfileika sinna. Stuðlum að því að allir njóti friðar, hafi atvinnu og í sig og á,“ sagði forsetinn. Við embættistökuna drógu tveir sjóliðar, annar svartur og hinn hvítur, nýjan þjóðfána Suður-Afr- íku að húni við aðsetur forsetans. Fjöldi erlendra þjóðhöfðingja og annarra gesta var viðstaddur at- höfnina. Þjóðhátíðarstemning ríkti um allt land og var búist við fagnað- arlátum með gleði og söng fram á nótt. Hamingjuóskir Reuter NELSON Mandela faðmar dóttur sína Zenami eftir embættistökuna í Pretoríu í gær. F.W. de Klerk fráfarandi forseti minnihlutastjórnar hvítra horfir á. Kastró Kúbuleiðtogi var við- staddur embættistöku Mand- ela og mundaði myndavélar. FJÖLDI útlendra fyrirmenna var viðstaddur embættistöku Nel- sons Mandela. Á myndinni haldast Yasser Arafat leiðtogi PLO og Kenneth Kaunda Zambíuforseti í hendur. Finnland og Svíþjóð undirrita samning við NATO um Friðarsamstarf Friðarsamstarf- ið eftirsóknar- vert fyrir Svía Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVIÞJÓÐ og Finnland hafa nú undirritað samning um aðild sína að Friðarsamstarfi NATO. Þar með eru aðildarlöndin að samstarfinu orðin sautján. Þó erlendis sé aðild Svía túlkuð sem endalok hlutleysis- stefnunnar er ekki á slíkt minnst heima fyrir. Við undirritunina sagði Margaretha af Ugglas utan- ríkisráðherra Svía að hugmynd um friðarsveitir gerði friðarsamstarfið sérlega eftirsóknarvert fyrir Svía. Síðan efnt var til Friðarsam- starfsins í janúar hafa Svíar rætt þátttöku. Samþykkt sænska þings- ins gekk átakalítið fyrir sig. Þó hún marki þáttaskil í utanríkis- stefnu Svía eftir stríð hefur hún ekki verið túlkuð sem fráhvarf frá hlutleysisstefnunni heima fyrir, heldur viðbrögð við breyttum að- stæðum. Vegna þess hve Friðar- samstarfið er ómarkað telja Svíar að þeir geti tekið þátt í friðar- starfi innan þess, án þess það stangist á við hlutleysi þeirra. Ekki sé ætlunin að taka þátt í varnarsamstarfi við NATO. Er- lendis hefur undirritunin þó al- mennt verið túlkuð sem fráhvarf frá hlutleysisstefnunni í raun. Hluti af Friðarsamstarfinu getur verið þátttaka í sameiginlegum æfingum friðarsveitanna. Þær HEIKKI Haavisto utanríkisráðherra Finnlands (t.h.) og sænskur starfsbróðir hans, Margaretha af Ugglas (t.v.), undirrita ásamt Sergio Balanzio aðstoðarframkvæmastjóra Atlatnshafsbanda- lagsins (NATO) samning um Friðarsamstarf við NATO. næstu verða í Hollandi síðar á ár- inu. Enn er ekki ljóst hvaða lönd taka þátt, en sænski utanríkisráð herrann lét í ljós ósk um að þátt- töku Svía. Aðildin að Friðarsam- starfinu felur ekki í sér að NATO sé skyldugt að bregðast við, ef hernaðarhætta steðjar að Svíþjóð, aðeins að bandalagið hugi að hætt- unni. Þungavopn múslíma á griðasvæði BOSNÍUMENN hafa flutt her- sveitir og þungavopn inn á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir sunnan Sarajevo. Að sögn friðargæslusveita SÞ hefur þeim borist kvörtun Bosníu- Serba vegna málsins. Talið er líklegt að tilfærsla þungavopna múslima og Bosníu-Serba í norðurhluta Bosníu, við Sarajevó og Brcko, eigi að beina athyglinni frá átökum annars staðar í landinu. A Astarbréf á uppboði ÁÐUR óbirt ástarbréf rúss- neska tónskáldsins Dmítríj Sjos- takovítsj, verða seld á uppboði hjá Sotheby’s í Lundúnum á næstunni. Um er að ræða 21 ástarbréf tón- skáldsins, sem þá var um þrítugt, tii tví- tugrar stúlku, Elenu Konstant- ínovskaju. Bréfin eru frá árun- um 1934-1936. Fjöldamorð- ingi lífiátinn JOHN Wayne Gacy, sem hefur verið dæmdur fyrir flest morð í sögu Banda- ríkjanna, var líflátinn í fyrrinótt. Gacy, sem dæmdur var til dauða fyrir að myrða 33 drengi og unga menn, var sprautaður með banvænum lyija- og eiturskammti og lést að átján mínútum liðnum. Þrátefli í Jemen Hernaðarsérfræðingar telja að átökin í Jemen muni dragast á langinn og að hvorki norðan- né sunnanmenn muni ná yfir- höndinni í bardögum, og á þann hátt bundið endi á þá. Suður- og Norður-Jemenar hafa skipst á að lýsa yfir sigri. SS-foringi handtekinn ARGENTÍNSKA lögreglán hef- ur handtekið Erich Priebke, fyrrum SS-foringja, sem eftir- lýstur var vegna aðildar hans að dauða 335 ítala, sem teknir voru af lífi í heimsstyijöldinni síðari. Priebke, sem er 81 árs, hefur búið í Andesijöllum í 46 ár en það var sjónvarpsstöðin ABC sem hafði upp á honum. Gacy Sjostakovítsj Lokað á morgun, uppstígningardag HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.