Morgunblaðið - 11.05.1994, Page 16

Morgunblaðið - 11.05.1994, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí 1994 um markmió og leióir Reykjavíkurborgar í fjölskyldumálum Sjálfstæðismenn leggja höfuðáherslu á málefni fjölskyldunnar í víðum skilningi, hvort sem fjölskyldan er fámenn eða fjölmenn. öryggi er það sem fjölskyldunni er mikilvægast. Grunnur fjárhagslegs öryggis hvílir á atvinnunni og í því sambandi hafa sjálfstæðismenn lagt fram 10 lykla í atvinnumálum. Hið félagslega öryggi er ekki síður mikilvægt. Sjálfstæðismenn munu halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem Reykjavíkurborg hefur staðið að, hvort sem það er hin sjálfsagða þjónusta á vegum borgarinnar, líkt og í skóla- og dagvistarmálum eða efling þeirrar að- stöðu sem auðveldar fjölskyldunni að njóta frítíma síns saman, gerir hann öruggari, fjöl- breytilegri og skemmtilegri. Forvarnir sem miða að betri aðstöðu til umönnunar barna, menntunar, fækkunar slysa og betri heilsu borgarbúa eru skynsamleg fjárfesting og síður en svo útgjaldaauki þegar til lengri tíma er litið. Forvarnir þýða meðal annars að fleiri einstaklingar eru virkir á vinnu- markaði, afla sér tekna og styrkja samfélagið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynna því 20 lykla að betra mannlífi í borginni. Uppbygging undanfarinna ára gerir okkur kleift að leggja fram hagkvæmar og vandaðar lausnir sem kalla eftir víðtæku samstarfi borgarbúa, félaga og fyrirtækja. Einnig er augljóst að efla þarf samstarfsvettvang ríkis og borgar til að sem mestur árangur náist. Tuttugu lyklar að öruggara og skemmtilegra umhverfi fjölskyldunnar Þjónusta viö börn 1 Biölistum á *' leikskóla útrýmt Vegna öflugrar uppbyggingar leikskóla borgarinnar undanfarin ár er nú hægt að útrýma biðlistum fyrir börn á aldrinum 2- 5 ára á næstu 2 árum. Það munu sjálf- stæðismenn gera með frekari uppbyggingu Ieikskóla á vegum borgarinnar og samstarfi við einstaklinga og fyrirtæki um uppbygg- ingu og rekstur leikskóla og annarrar dag- vistarþjónustu. Heilsdagsrýmum verður fjölgað og fjölbreytni aukin í þjónustu við börn á leikskólaaldri, þannig að mismun- andi þörfum fjölskyldunnar sé mætt. Mikilvægt er að komið sé til móts við þarfir fjölskyldunnar fyrir fleiri samveru- stundir með sveigjanlegum vinnutíma. Borgarfyrirtæki geri starfsfólki sínu ldeift að velja þennan möguleika í auknum mæli og sýni þannig gott fordæmi. Það verði mikilvægur liður í nýrri starfsmannastefnu borgarinnar sem mótuð hefur verið að undanförnu. ;P Barnadeild á Borg- \ * arspítala og stuöningur viö barnaspítala Um áraraðir hefur eitt af brýnustu hags- munamálum fjölskyldunnar verið bætt aðstaða fyrir börn þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum. Sjálfstæðismenn munu styðja uppbyggingu barnadeildar við helsta bráðaspítala landsins, Borgarspítala. Einnig er mikilvægt að fljótt rísi barnaspítali við Landsspítala sem verði miðstöð þjónustu við sjúk börn. Ljóst er að með stuðningi Reykjavíkurborgar er hægt að flýta upp- byggingu þessarar brýnu aðstöðu um fjölda ára. Því vilja sjálfstæðismenn styðja átak Barnaspítalasjóðs Hringsins með alls eitt hundrað milljón króna framlagi borgar- innar til þessa verkefnis á næstu tveimur árum, að því tilskyldu að ríkið sé samþykkt uppbyggingu barnaspítala. Aukinn stuöningur viö barnafjölskyldur Það er staðreynd að börnin eru dýrmætasta eign hverrar þjóðar og barnmargar fjöl- skyldur eru að verða eitt af sérkennum ís- lendinga. Fjölmenni í yngstu aldurshópum skapar þjóðinni aukið öryggi til framtíðar. Sjálfstæðismenn telja afar mikilvægt að barnafjölskyldur njóti velvildar og virðing- ar. Aukinn stuðningur við barnafjölskyld- ur, lenging fæðingarorlofs og 100% nýting persónuafsláttar maka, eru forgangsverk- efni í viðræðum sem framundan eru á milli Reykjavíkur og ríkisins um skattamál fjöl- skyldunnar. Stuðla þarf m.a. að lengingu fæðingarorlofs sem miðar að því að feður geti einnig verið heima hjá ungbörnum. Betri grunnskóli einsetinn heilsdagsskóli Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á menntunar- og öiyggisþátt grunnskólanna langt umfram lög- boðnar skyldur. Með tilkomu heilsdagsskóla, öflugri tölvuvæð- ingu, gæðaþróunarverkefnum og forvarnarverkefnum hefur Reykja- vík forystu í skólamálum þjóðar- innar. Með uppbyggingu undan- farinna ára er nú fyrirséð að markmiði um betri skóla, einsetinn heilsdagsskóla, verði náð á næstu 3-4 árum. Það þýðir að börn njóti vandaðrar kennslu frá morgni a.m.k. fram til kl. 14.00, en í framhaldi af því býðst lengd viðvera með margvíslegri þjón- ustu til kl. 17.15. Reykjavíkurborg mun tryggja húsnæði vegna einsetningar og hefúr þegar leitað samstarfs við ríkið um samningamál kennara. Sjálfstæðismenn telja mikilvægt að í þeim samningum verði tryggt að foreldrar og börn verði ekki fyrir- röskun vegna starfsdaga kennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.