Morgunblaðið - 11.05.1994, Page 17

Morgunblaðið - 11.05.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ A MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 17 Þjónusta við aldraóa S• Góö heimaþjónusta Góð heimaþjónusta er mikilvægur þáttur í aðstoð við aldraða. Á undanförnum árum hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á upp- byggingu þjónustumiðstöðva í hverfum sem ætlað er að veita öldruðum íbúum nauðsynlega þjónustu á heimili þeirra. Auk þess býðst í þjónustumiðstöðvunum að- staða'til félags- og fræðslustarfs og ýmis konar aðhlynning. Með markvissara sam- starfi heimilishjálpar og heimahjúkrunar og eflingu heimaþjónustu verður unnt að auð- velda öldruðum að vera heima sem lengst. Til að það verði gert er mikilvægt að um- sjón þjónustunnar sé öll á hendi borgar- innar í stað þess að ríkið sinni heimahjúkr- un og borgin heimilishjálp, eins og nú er. ^ Hentugt húsnæði Auk góðrar heimaþjónustu er mikilvægt að aldraðir búi í húsnæði sem hæfir þörfum þeirra. Sjálfstæðismenn vilja leita fleiri leiða en nýbygginga fyrir aldraða til að svara z. og aukin samvmna æskulýdsfélaga þeim. Því verður tekin upp aðstoð við nauðsynlegar breytingar og viðhald á hús- næði aldraðra, sem miðar sérstaklega að því að þeir geti búið lengur heima. Þá munu viðhaldsverkefni af þessu tagi skapa mun fleiri störf en nýbyggingar og því er hér einnig um atvinnuskapandi verkefni að ræða. Nú þegar er fyrir hendi á vegum borgarinnar sérstök fjárveiting sem ætlað er að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Á sama hátt vilja sjálfstæðismenn gera öldruðum mögu- legt að sækja eftir stuðningi vegna endur- bóta á húsnæði sínu. Leitað verður sam- starfs við samtök aldraðra í borginni um þetta verkefni. > Hjúkrunarheimili í /, Suóur-Mjódd og viö Borgarspítala Auk hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd sem nú er unnið að vilja sjálfstæðismenn hefja undirbúning að nýju hjúkrunarheimili í grennd við Borgarspítala. Þannig verður mætt þeirri þörf sem er á hjúkrunarrrými fyrir aldraða. Ennfremur munu sjálfstæðis- menn styðja við félagasamtök sem vilja sinna slíkum verkefnum. Forvarnir eru skynsamlegasta fjár- festingin Jf. ^, % Effing íþrótta mannvirkja og félagsaðstöðu íþróttafélaga. Áfram verður unnið ötullega að uppbygg- ingu almennings- og keppnisíþrótta í Reykjavík. Sífellt fleiri Reykvíkingar eru að uppgötva að útivera og hvers konar íþróttir yfir vetrartímann lýsa upp skammdegið. Sjálf- stæðismenn vilja efla möguleika Reykvík- inga til að stunda íþróttir og útiveru yfir veturinn. Áfram þarf að byggja og auka þjónustu við skíðafólk á skíðasvæðum í kringum borgina. Þá vilja sjálfstæðismenn athuga hvaða vetraríþróttir á að efla. Á það bæði við um þær íþróttir sem nú eru stundaðar og nýjar íþróttagreinar, sem ekki eru iðkaðar hér en gætu notið vinsælda ef þeim er sköpuð aðstaða. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf borgarinn- ar, íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og foreldra til að skipuleggja fjölbreytt- ara og markvissara æskulýðsstarf í hverfum borgarinnar. Sjálfstæðis- menn vinna nú að því að efla þetta samstarf enn frekar. 9. iHPr Unniö gegn fíkniefnum íþrótta- og heilsubótarstarf í borginni er mikilvægur þáttur í forvörnum sem skilar sér margfalt til baka. íþróttir koma að gagni hjá öllum aldurshópum ekki síst meðal barna og unglinga. Þær eru einnig áhugaverður vaxtarbroddur í landkynningu og ferðaþjónustu. Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á öfluga uppbyggingu'íþrótta- Mikilvægt forvarnarstarf hefur verið unnið á vegum borgarinnar m.a. fræðsla fyrir foreldra grunnskólabarna, auk fræðslu í félagsmiðstöðvum. Með ákvörðun sjálf- stæðismanna er forvarnarverkefnið „Til- veran” (Lions Quest), sem kostað er af Reykjavíkurborg, orðið hluti af námi allra 12 og 13 ára unglinga í grunnskólum borg- arinnar. Með frekara samstarfi við frjáls félagasamtök er nú unnið að samhæfðu átaki gegn fíkniefnanotkun. Unglingamióstöö Mikilvægur liður í forvörnum er að virkja unglingana sjálfa til ábyrgðar eins og „Hitt húsið” er gott dæmi um. Með samstarfi lögreglu, menntamálaráðuneytis, æskulýðs- samtaka og Reykjavíkurborgar ætla sjálf- stæðismenn að koma á upplýsingamiðstöð þar sem veittar verða upplýsingar um nám, vinnu, íþróttir, æskulýðsstarf og algengar hættur sem á vegi unglinga verða. Sérstakt verkefni slíkrar miðstöðvar verði að skapa heilnæmt umhverfi fýrir unglinga í mið- bænum. Bætt þjónusta lögreglunnar viö íbúa Reynslan hefur sýnt að „grenndarlög- gæsla”, þ.e. aukin þjónusta og samstarf lög- reglunnar við íbúa í hverfum, fækkar af- brotum verulega. Slíkt fýrirkomulag kallar á náið samstarf borgarstofnana, íbúa og lögreglu. Til að bæta þjónustu lögreglunn- ar við íbúa í hverfum munu sjálfstæðis- menn óska eftir viðræðum við ríkið um þátttöku Reykjavíkurborgar í afbrotavörn- um og löggæslu, sem nú er undir stjórn ríkisins. 771 Reykjavíkur ; Grunnskólinn, heilsugæslan, málefni fatlaöra og aldraöra Aukin nálægð á milli þeirra sem veita og nýta þjónustu er mikilvæg til að fmna hagkvæmar lausnir og auka gæði í þjónustu. Sjálfstæðis- menn vilja færa grunnskólann, heilsugæsluna, málefni aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Viðræðum við ríkið um breytta verkaskiptingu verði hraðað í þeim tilgangi að þessi breyting .geti átt sér stað sem fýrst. Bætt umferó og aukió öryggi Co Forvarnir og umferöin Með tilkomu umferðaröryggisvarða við grunnskóla borgarinnar og fækkun ferða nemenda milli heimilis og skóla hefur öryggi í umferðinni verið aukið. Þá hefur skipulega verið unnið að skráningu göngu- leiða barna og unglinga til og frá skóla. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram á þessari braut og beita sér fýrir samstarfi þeirra aðila er sinna umferðaröryggi og slysavörn- um. Reykjavík - * * gróöurvín áríó 2000 Reykjavíkurborg er stærsti skógræktandi á landinu og verulegur árangur hefur náðst í skógræktarstarfi. Á síðustu árum hefur verið gróðursett í a.m.k. 300 hektara á ári og með áframhaldandi átaki sem sjálf- stæðismenn stefna að verður svæðið um- hverfis Reykjavík sannkölluð gróðurvin árið 2000. Þá mun áhugi ungra Reykvík- inga á skógrækt verða efldur með því að bjóða þeim aukna fræðslu og sérstaka reiti til skógræktar. Ný íbúöarhverfi og atvinnuhverfi Sjálfstæðismenn munu tryggja að áfram verði nægjanlegt framboð af lóðum fýrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Byggð verða ný íbúðarhverfi meðal annars í Borgarholti og við Korpúlfsstaði í hinu fagra umhverfi sem þar er. Mislæg gatnamót • og greióari umferð Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að sem fýrst verði gerð mislæg gatna- mót til að greiða fýrir umferð, draga úr slysahættu og eignatjóni. Brýnast er að það sé gert við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og ennfremur við Vesturlandsveg og Höfðabakka. Einnig þarf að ráðast í breikkun Vestuflandsvegar milli Höfðabakka og Skeiðarvogs m.a. til að bæta úr samgönguleiðum til og frá Grafar- vogi. *CZ Göngu- og hjólreióa- stígar, brýr og undirgöng Sjálfstæðismenn ætla að ljúka við gerð göngu- og hjólreiðastígs innan tveggja ára, sem liggur frá Seltjarnarnesi meðfram ströndinni, fýrir enda flugbrautar, inn í Fossvogsdal, upp Elliðaárdal og inn í Heið- mörk. Byggð verður göngu- og hjólreiða- brú yfir Kringlumýrarbraut á næsta ári. Auk þess verður unnið að tengingu borgar- hverfa með gerð göngu- og hjólreiðastíga. Sjálfstæðismenn munu láta vinna sérstaka áætlun um framkvæmdir við göngubrýr og undirgöng til að auka öryggi gangandi veg- farenda. Þar má nefna tengingar yfir Skógarsel í Suður-Mjódd, yfir Breiðholts- braut í Mjódd, yfir Miklubraut neðan Rauðagerðis og yfir Bústaðaveg frá íbúða- hverfi við Sléttuveg. Hreinna, betra og skemmtilegra umhverfi Nauthólsvík : baó- og - ’* sundstaöur eftir 2 ár Reykjavíkurborg hefur gert mikið átak í hreinsun strandlengjunnar, en fram- kvæmdir við fráveitukerfið eru stærsta um- hverfisátak sem gert hefur verið hér á landi. Vegna þessa átaks verður unnt að nýta Nauthólsvík að nýju sem bað- og sundstað Reykvíkinga eftir 2 ár. ' ■ gs»»y Uppbygging gamla miöbæjarins Verulegt átak hefur verið unnið á undan- förnum árum við endurnýjun og uppbygg- ingu gamla miðbæjarins. Umhverfi gömlu hafnarinnar hefur gjörbreyst, lagðar hafa verið hitalagnir í götur, sérkenni Grjóta- þorpsins hafa verið dregin fram á skemmti- legan hátt og Ingólfstorg hefur verið byggt þar sem góð aðstaða er til útivistar, sam- komuhalds og menningarviðburða. Sjálf- stæðismenn vilja að áfram verði haldið með endurnýjun og uppbyggingu gamla mið- bæjarins, m.a. að lokið verði við endur- nýjun Laugavegarins og fjölbreytt aðstaða sköpuð í Hafnarhúsinu. Aöstaöa fyrír fjölskyld- una í Laugardai, Qskjuhlíö, EUióasurdal og Heiömörk Fjölskyldugarðurinn í Laugardal var opn- aður síðastliðið sumar við miklar vinsældir borgarbúa. Markmið starfseminnar er að skapa fjölskyldufólki fjölbreytta útivistar-, leikja- og fræðsluaðstöðu og jafnframt að stuðla að auknum skilningi og áhuga borgarbúa á umhverfismálum og náttúru- vernd. Auk fjölskyldugarðs býður Laugar- dalurinn nú upp á fjölbreytta íþrótta- aðstöðu jafnt sumar sem vetur, Laugardalslaug, skautasvell, húsdýragarð og grasagarð sem allir borgarbúar geta notið. Byggt verður yfir skautasvellið og komið verður fýrir íþróttaæfingasvæði fýrir börn. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á betri að- stöðu fýrir fjölskylduna víðar og ætla m.a. að bæta slfka aðstöðu í öskjuhlíð, Elliða- árdal og Heiðmörk um leið og varðveita ber hina óspilltu náttúru og sérkenni þessara svæða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.