Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 19 JÓHANNES Nordal og Jón Sigurðsson fletta Málsefni — af- mælisriti Jóhannesar, 500 blaðsíðna bók sem kemur út í dag. Jóhannes Nordal sjötugur Málsefni - afmælisrit hans kemur út 1 dag í TILEFNI þess, að í dag er sjötug- ur dr. Jóhannes Nordal fyrrum seðlabankastjóri, hafa vinir hans og samstarfsmenn heiðrað hann með útgáfu veglegs afmælisrits, sem er safn greina og ritgerða eft- ir Jóhannes. Ritnefndina skipa Jón Sigurðsson, Ágúst Einarsson, Gylfi Þ. Gíslason, Matthías Johannessen, Sverrir Hermannsson og Þorvaldur Gylfason Sl. sunnudag efndi ritnefndin til samsætis í bankaráðssal Lands- banka íslands og þar afhenti Jón Sigurðsson bankastjóri Jóhannesi fyrsta eintak ritsins, sem hlotið hefur heitið Málsefni. Þar voru samankomnir sam- starfsmenn Jóhannesar m.a. úr Seðlabanka íslands, Landsbanka og Landsvirkjun, auk fjölskyldu. í ávarpi sínu til Jóhannesar sagði Jón Sigurðsson meðal annars: „Þetta er góð bók og hefur að geyma bæði fjölbreytt og fögur málsefni. Hvort sem Jóhannes fjall- ar um efnahag og orkumál eða fólk og fagrar listir vandar hann jafnt til máls sem efnis ... hún varpar einnig birtu á mikilvæga þætti í þróun íslensks samfélags á síðari helmingi þessarar aldar ... Á þessu ári eru liðin þijátíu ár frá því ég kynntist Jóhannesi fyrst. Hann var þá stjórnarmaður í Efnahagsstofn- un, þar sem ég byrjaði að vinna sem hagfræðingur nýkominn frá próf- borði í ársbyijun 1964. Á árunum þar á eftir kynntumst við nánar í starfi, einkum við undirbúning efnahagsaðgerða og gengisákvarð- ana. Ekki síst á síðustu árum sjö- unda áratugarins og fyrstu árum þess áttunda, sem voru afar við- burðarík á þessu sviði. Þetta var lærdómsríkur tími, og mikill ávinn- ingur af því að kynnast rökvísi, vandvirkni og vinnusemi Jóhannes- ar í starfi hans sem formanns bankastjórnar Seðlabankans. Mér er það mikill heiður og ánægja að fá að afhenda Jóhannesi fyrsta ein- takið af afmælisritinu fyrir hönd ritnefndarinnar. Bókin er hugsuð sem þakklætisvottur frá vinum og samverkamönnum. Henni fylgja þakkir fyrir mikið framlag til ís- lensks samfélags á einstaklega far- sælli starfsævi og heillaóskir til Jóhannesar og fjölskyldu hans á þessum tímamótum." Umsjónarmenn með útgáfu Málsefnis voru þeir Sigurður Snæv- arr og Þorsteinn Hilmarsson, sem ásamt Jóhannesi völdu og bjuggu efnið til prentunar. Ágústa Johnson og Ólafur Pálmason tóku saman ritaskrá. Hið íslenska bókmenntafé- lag gefur bókina út. Málsefni er 500 blaðsíður og unnin í Prentsmiðju Odda hf. Bókin kemur út í dag, 11. maí. Jóhannes Nordal dvelst erlendis um þessar mundir. Morgunblaðið/Silli SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót.í kórnum eru rúmlega fjörutíu manns. Sungid upp til sveita Húsavík - SÖNGFÉLAGIÐ Sálu- bót hélt sína fyrstu tónleika í Stóru- Tjarnarskóla nýlega, en sönghópur- inn er allur af því svæði sem sækir Stóru-Tjarnarskóla. Stjórnandi kórsins er Svanbjörg Sverrisdóttir tónlistarkennari. Einsöngvarar Dagný Pétursdóttir, Hildur Tryggvadóttir og Kristín Hreins- dóttir. Undirleikarar sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, Dagný Pét- ursdóttir, Inga Hauksdóttir og Manfred Linke. I kómum eru rúmlega 40 manns og var húsfyllir í íþróttasal skólans. Boðið var upp á veitingar og spjall- að, hlustað á kórsöng, einsöng og hljóðfæraslátt til miðnættis. Access 2.0 námskeið 94048 rTTmTrrr Tölvu- og verkfræðibjónustan Tölvuskólí Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Fyrirtæki styrkja listflutning með peningum FULLTRÚI gefenda, Karl Eiríksson frá Bræðrunum Ormsson hf. og Valgarður Egilsson, formaður Listahátíðar, en hann veitti gjöfinni viðtöku fyri hönd Listahátíðar. Gefa 2 milljónir til óperu ÞÝSKU fyrirtækin AEG, Beck’s, Lift Material og Robert Bosch ásamt Bræðrunum Ormsson hf. hafa ákveðið að styrkja sérstaka uppfærslu Listahátíðar í Reykja- vík á óperunni Niflungahringnum eftir Richard Wagner með rúm- lega 50 þúsund mörkum eða tveimur milljónum íslenskra króna. I fréttatilkynningu segir: „Saga samskipta Islendinga og Þjóð- veija er löng og má a.m.k. rekja til viðskipta Hansakaupmanna og Islendinga á 14. öld. Þýska þjóðin hefur lengi sýnt íslenskri sögu, menningu og landinu mikinn áhuga eins og sést t.d. á því hvert Richard Wagner sækir efnivið í óperu sína. Auk þess má nefna að Þjóðveijar eru fjölmennasti hópur ferðamanna ár hvert hér á landi. Þýsku fyrirtækin, sem hafa ákveðið að kosta að hluta til upp- setningu Niflungahringsins, hafa átt viðskipti við Islendinga í ára- tugi og hafa mikinn áhuga á því að styrkja þann menningarvið- burð, sem uppsetning óperunnar er í tilefni af 50 ára afmæli ís- lenska lýðveldisins. Við afhendingu styrksins, sem fram fór mánudaginn 9. maí sl. í æfingarsal Þjóðleikhússins á Lindargötu 7 (húsi Jóns Þor- steinssonar) var gert stutt hlé á æfingum, sem standa í allt að 12 klst. á dag. Fulltrúi gefenda, Karl Eiríksson frá Bræðrunum Orms- son hf., sem er umboðsaðili þýsku fyrirtækjanna hér á landi, gerði grein fyrir gjöfinni og tilgangi hennar, en Valgarður Egilsson, formaður Listahátíðar, veitt henni viðtöku fyrir hönd Listahá- tiðar. Auk þess var fjöldi annarra aðstandenda sýningarinnar, leik- syóri, leikarar og söngvarar við- staddir afhendingu gjafarinnar. Nokkrar ástæður fyrir því að ungt fólk kýs D-listann Sumarvinna Sjálfstæðismenn leggja metnað sinn í að námsmenn fái atvinnu á sumrin. Á síðastliðnu sumri störfuðu 5.000 ungir Reykvíkingar hjá borginni. Sjálfstæðismenn munu sjá til þess að námsmenn hafi atvinnu í sumar. Vinna í framtíðinni Framtíðarvonir ungs fólks ráðast af þeim tækifærum sem eru fyrir hendi þegar það stofnar heimili og kemur undir sig fótunum. Til að leggja grunn að miklum fjölda betur launaðra starfa á næstu árum hafa sjálfstæðismenn kynnt 10 lykla að nýjum tímum til að treysta undirstöður atvinnulífsins. Hugmyndir sjálfstæðismanna eru raunhæfar enda hafa þeir reynslu af atvinnulífinu og rekstri fyrirtækja. Öflugt íþróttalíf Borgarbúar þekkja þá miklu uppbyggingu íþróttamannvirkja sem studd hefur verið af sjálfstæðismönnum í borgarstjórn á undanförnum árum. Áfram verður kröftuglega staðið að uppbyggingu íþróttahúsa og leiksvæða. Þjónusta við skíðafólk verður aukin og byggt verður yfir skautasvellið í Laugardal. Hreinna umhverfi Vegna hreinsunar strandlengjunnar sem sjálfstæðismenn hafa beitt sér fyrir verður unnt að nýta Nauthólsvík að nýju sem útivistar- og sundstað Reykvíkinga. Skemmtilegra mannlíf í miðbænum Sjálfstæðismenn hafa stuðlað að frjálsari afgreiðslutíma verslana og veitingastaða. Þessir frjálsari viðskiptahættir hafa leitt af sér byltingu í viðskipta- og menningarlífi. Kaffihúsamenning í miðbænum hefurtil dæmis aldrei verið líflegri. Trú á einstaklinginn Ungt fólk vill vera sjálfstætt. í þjóðfélaginu verða að rúmast ólik lífsviðhorf og ólíkir lifnaðarhættir. Trú á einstaklingsframtakið einkennir lífsskoðanir sjálfstæðismanna, sem jafnframt hafna ofurtrú á ríkisvaldið. hD TTTTTTÍTIITTii TTTTTTTTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.