Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 21

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 21 LISTIR Hin milda erótík' MYNDLIST Gallcrí Einn cinn MÁLVERK Elín Magnúsdóttir 7. - 22. maí Sýningarskrá og aðgangur ókeypis. ÞVÍ hefur stundum verið haldið fram, að með tilkomu sýninga SÚM-hópsins á síðari hluta sjöunda áratugarins hafi ferskur léttleiki borist inn í íslenskt listalíf; mynd- listin hafi orðið skemmtileg, og gestum hafí loks verið óhætt að brosa og jafnvel hlæja á sýningum. Alvaran hefur löngu yfirtekið ís- lenska myndlist á ný, og það er undantekning ef listamenn taka fyrir léttari hliðar mannlífsins, og leitast við að gera sýningar sínar skemmtilegar fyrir þá sem þær sækja; þetta hafa sumir bent á sem helsta gallann við íslenska my ndlist nú um stundir. Elín Magnúsdóttir er ein þessara undantekninga. í myndlistinni hef- ur hún að mestu helgað sig léttleika tilverunnar og erótíkinni, og yfir- skriftir sýninga hennar (sem hafa verið nær reglulegar undanfarið, tvær á ári) bera það glögglega með sér. Að þessu sinni sýnir Elín „sófa og svefnherbergismyndir", en fyrri sýningar hefur hún m.a. tileinkað tónlist og erótískum straumum milli okkar mannanna. Hér getur að líta um fjörutíu myndir, flestar smáar, sem tengjast mildri erótík mannlífsins. Elín vinn- ur mest með vatnsliti, og lausbeisl- uð tækni hennar hentar viðfangs- efninu einkar vel. Stílfærðar, sam- ofnar persónur og tilvísanir í belg- víð strengjahljóðfæri eru nánast orðin einkennismerki listakonunn- ar, en litaval og myndbygging er einnig mikilvæg í mörgum verk- Elín Magnúsdóttir: Kanntu brauð að baka? anna. Segja má að Elín velji sér litasvið fyrir hverja mynd, og fylgi því síðan eftir; þannig eru dumb- rauðir litatónar ráðandi í stærstu myndunum, t.d. „Kona með fortíð" (nr. 6), ferskur blámi í öðrum, t.d. „Við skjótum rótum“ (nr. 11), en fjölskrúðugra litaval í enn öðrum, eins og „Eg vil mála þig betur“ (nr. 14). Elín hefur verið að fást við svip- uð myndefni á fyrri sýningum, þannig að fljótlega verður hætt við endurtekningum; hér hefur hún hins vegar víkkað það út með því að taka einnig fyrir í léttum dúr ýmsa fleiri þætti, líkt ög ævintýri („Öskubuska", nr. 1), fantasíur („Draumórar dvelja lengi við“, nr. 21) og Ödispusarduldina frægu („Kristilegt uppeldi hjá mömmu", nr. 27). Allt undir- strikar þetta þá léttúð, sem lista- konan telur hina réttu nálgun fyrir viðfangsefni af þessu tagi. Það er vel staðið að sýningunni í Gallerí einn einn. Smekkleg innrömmun verk- anna hæfir við- fangsefninu, og íjörleg tónlist frá þriðja áratugnum fellur vel að þeim anda sem sýningin leitar eftir; örlítið brotthvarf frá al- vöru hversdagsins inn í erótík sófa og svefnherbergis- mynda getur aðeins gert mönnum gott, og er rétt að hvetja sem flesta til að líta við. Eiríkur Þorláksson Áhugaleikfélögin þinga Aðalfundur Bandalags íslenskra leik- félaga á Húsavík ÞING bandalags ís- lenskra leikfélaga verður sett á Húsavík á morgun, fimmtu- daginn 12. maí. Sam- tökin eru nú á 44. aldursári og eiga aðild að þeim um 80 áhuga- leikhús og leikdeildir ungmennafélaga um allt land. Formaður bandaiagsins er Krist- ján Hjartarson, Tjörn í Svarfaðardal, en Vil- borg Valgarðsdóttir, Reykjavík, er fram- kvæmdastjóri. Meginviðfangsefni þingsins á Húsavík er eins og endranær aðalfundur hreyfing- arinnar, en auk venju- legra aðalfundarstarfa munu þing- fulltrúar fást við sitt af hveiju, segir í fréttatilkynningu. Má þar nefna undirbúning og skipulag umfangsmikillar leiklistarhátíðar, sem bandalagið efnir til í Mos- fellsbæ 25.-28. ágúst. Ennfremur mótar þingið starfsáætlun stjómar til eins árs og menningarstefna bandalagsins verður lesin og rædd. Fjölmargt er á döfinni hjá áhugaleikurum á komandi vikum og mánuðum. Nú er að störfum dómnefnd sem velja á „áhugaverð- ustu áhugaleiksýningu ársins“. Sú sýning sem hreppir hnossið verður færð upp á fjölum Þjóðleik- hússins snemma í júní nk. Undir lok júní held- ur Skagaleikflokkur- inn utan til að taka þátt í norrænni-balt- neskri leiklistarhátíð í Tonder á Jótlandi, en sýning þeirra Alltaf má fá annað skip eftir Kristján Kristjánsson var valin til að vera fulltrúi íslands á hátíð- inni. Eins og áður sagði er íslensk leiklistarhá- tíð fyrirhuguð síðari hluta ágúst, og af- gangurinn af sumrinu nota margir áhugaleik- arar til að sækja hvers kyns námskeið. Aðalfundi lýkur á laugardag og heldur bæjarstjórn Húsavíkur þingfulltrúum boð um kvöldið. Á sunnudag hefst málþing undir yf- irskriftinni: Áhugaleiklist í alvöra. Verður þar skeggrætt um hlutverk og markmið leikstarfs áhuga- manna. Frummælendur verða Kol- brún Halldórsdóttir leikstjóri, Kristrún Jónsdóttir, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Guðrún Halla Jónsdóttir, Leikfélagi Selfoss. Að því loknu verður þingi Bandalags íslenskra leikfélaga formlega slit- ið. Kristján H(jartar- son formaður Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Kreditkort og greiðslusamningar, sendum í póstkröfu. SSST terslunin Armúla — m m m JV\A Á FRÁBÆRU VERÐI Hjólln eru afhent samsett og stlllt á fullkomnu relðhjólaverkstæðl. Ársábyrgð og frí upphersla eftir mánuð. Varahlutlr og vlðgerðlr, vandlð vallð og versllð í sérverslun. EUROSTAR, vönduð v-þýsk stúlknahjól. Frá 5 ára, 18" kr. 14.255, stgr. 13.542. Frá 6 ára, 20" kr. 18.400, stgr. 17.480. Frá 8 ára, 24" kr. 19.200, stgr. 18.240. DIAMOND SAHARA, 24" 18 gíra fjallahjól. SHIMANO SIS, traust og góð hjól með átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa og gtrhlíf. Frábært verð kr. 21.900, stgr. 20.805. DIAMOND ROCKY, 20" vönduð fjallahjól mðe SHIMANO SIS, gírum, átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa og gírhlíf. 6 glra kr. 18.900, stgr. 17.955, 12 gíra kr. 22.900, stgr. 21.755. BRONCO TRACK, 26“ 18 gfra fjallahjól. SHIMANO SIS, vönduð og góð hjól á mjög góðu verði. Átaksbremsur, álgjarðir, standari, brúsi og glrhlíf. Verð aðeins kr. 22.500, stgr. 21.375. DIAMOND NEVADA, 24“ 18 glra vel útbúið fjallahjól með SHIMANO DUAL SIS glrum, traust og góð hjól með átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa og gírhllf. Verð kr. 23.900, stgr. 22.705. DIAMOND X-1000, 26" 18 glra fjallahjól. SHIMANO SIS, vönduð og góð hjól á frábæru verði. Átaksbremsur, álgjarðir, standari, brúsi og gírhlíf. Verð aðiens kr. 21.000, stgr. 19.950. VIVI barnahjól með hjálpardekkjum. Þessi léttu og meðfærilegu barnahjól hafa reynst frábærlega hér á landi. Frá 3 ára 12’/2, kr. 9.600, stgr. 9.120. Frá 4 ára 14", kr. 10.400, stgr. 9.880. Frá 5 ára 16", kr. 10.900, stgr. 10.355. BRONDO ROCKET, 26“ 21 glra SHIMANO ALTVIO gtrar með GRIP-SHIFT STR 300i glrhandföngum. Átksbremsur, álgjarðir, álsveifar, standari, brúsi, glrhllf og gróf torfærudekk. Verð 31.500, stgr. 29.925. HIGHLANDER, dömu og herra fjallahjól frá V-Þýskalandi, með brettum, bögglabera, Ijósum og standara. 20" án glra kr. 20.900, stgr. 19.855. 20" 3 gíra kr. 24.900, stgr. 23.655. 24" 3 gíra kr. 25.700, stgr. 24.415. 26" 3 gíra kr. 26.800, stgr. 25.460. EUROSTAR, vönduð 26" og 28" v-þýsk dömuhjól með brettum, bögglabera, Ijósum, standara og bjöllu. Án glra, verð frá kr. 19.500, stgr. 18.525. 3 gíra, verð frá kr. 23.900, stgr. 22.705. DIAMOND EXPLOSIVE, 26" 21 gíra glæsilegt fjallahjól með SHIMANO ALTUS C10 gírum. Átaksbremsur, álgjarðir, standari, brúsi og glrhlíf, frábært tilboðsverð kr. 29.400, stgr. 27.930, verð áður kr. 37.680. VIVI fjallahjól með hjálpardekkjum, fyrirstelpu og stráka. Frá 3 ára 1272, verð frá kr. 11.400, stgr. 10.830. Frá4ára 14", verðfrákr. 11.900, stgr. 11.305. Frá 5 ára 16", verð frá kr. 12.300, stgr. 11.685. ITALTRIKE þrihjól, vönduð og endingargóð þrfhjól. Margar gerðir og litir, verð frá kr. 4.700, stgr. 4.465. DIAMOND ADVENTURE, 26" 21 glra glæsilegt fjallahjól með SHIMANO ALTUS C10 gimm, átaksbremsur, álgjarðir, standari, brúsi og glrhlif, frábært tilboðsverð kr. 29.400, stgr. 27.930, verðáðurkr. 37.680. DIAMOND NEVADA, 26" 18 glra fjallahjól. SHIMANO SIS, traust og góð hjól með átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa og girhllf. Gott verð kr. 23.900, stgr. 22.705. FULL BUfi AF HJOLUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.