Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐIIM VIÐ VITATORG Stærsta félags- og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Reykjavík opnuð Áhersla lögð á fjölbreytt starf og öryggi íbúa Morgunblaðið/Sverrir EDDA Hjaltested, forstöðumaður félags- og þjónustmiðstöðvar- innar Vitatorgs, hefur í mörg horn að líta þessar vikurnar. NOKKRIR íbúar og starfsmenn taka lagið í matsal hússins. REYKVÍKINGUM á aldrinum 67 ára og eldri hefur fjölgað ört á undanfömum árum og voru sam- kvæmt þjóðskrá 1. desember sl. 11.835, þar af 7.054 konur og 4.781 karl. Er þetta 11,6% af íbú- um borgarinnar. Um 46,6% aldr- aðra á Islandi býr nú í höfuðborg- inni. Þar sem Vitatorg var áður, á svæði sem afmarkast af Hverfis- götu og Skúlagötu, hafa nú risið 15 hús með 94 íbúðum, bfla- geymslu og félags- og þjón- ustumiðstöðinni Vitatorgi sem vígð var 19. apríl síðastliðinn. Vitatorg er áfast húsum í þyrpingunni og er rýminu skipt í bílageymslu, íbúð- ir, félags- og þjónustumiðstöð og sameign, alls um 16.900 fermetr- ar. Þar af er félags- og þjónustum- iðstöðin um 2.200 fermetrar. Hún á að þjóna íbúum hússins og ná- grennis og gegna jafnframt hlut- verki aðalstöðvar fyrir heimaþjón- ustu í hverfinu. Miðstöðin heyrir undir öldrunarþjónustudeild Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Félags- og þjónustumiðstöðin Vitatorg stendur við Lindargötu 59 og er, eins og önnur hús í kjamanum þar, teiknuð eftir til- lögu Vinnustofa arkitekta hf. en Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen hf. /annaðist verkfræðihönnun. Húsin fimmtán þiggja nöfn frá bæjum sem stóðu á þessu svæði fyrir um hundrað árum. Heita þau Helgastaðir, Frostastaðir, Hraun- prýði, Kaupangur, Sjávarborg, Tumhúsið, Steinsstaðir, Vindheim- ar, Miðhús, Móakot, Byggðarendi, Breiðagerði, Lindarbær, Tóftir og Efri-Tóftir. Félags- og þjónustmið- stöðin Vitatorg er sú sjötta sinnar tegundar í Reykjavík en hin sjö- unda er í byggingu í Suður-Mjódd. Til leigu og kaups í húsunum á Vitatorgi em leigu- íbúðir, félagslegar kaupleiguíbúðir og almennar kaupleiguíbúðir. Leiga á íbúð er um 28 þúsund krónur á mánuði með öllum gjöld- um en algengasta kaupverð tæpar 7 milljónir, sem er nærri kostnað- arverði. Undirbúningur verksins hófst árið 1987 og framkvæmdir 1990 og lauk verkinu um miðjan apríl. Kostnaður nemur nú 1.490 milljónum- króna. í ræðu borgar- stjóra við opnun kom fram að verk- efnið sé eitt hið stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. I miðstöðinni verður boðið upp á heitan mat í hádegi alla virka daga og hádegisverð um helgar þegar þjónustuþörfm er betur skil- greind og eldhúsið verður tekið að fullu í notkun. Einnig verður matur sendur heim til íbúa í vesturbænum og er gert ráð fyrir að matreiða 315 máltíðir á dag þegar starfsem- in kemst að fullu í gagnið. íbúum býðst aðstoð við böðun, fótsnyrting og hársnyrting ásamt almennu fé- lags- og tómstundastarfi með nám- skeiðum, kennslu og klúbbastarf- semi, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á handmennt; hann- yrðir, leðurvinnu, smíðar, bókband og leirkeralist. Hjúkrunarfræðing- ur frá heilsugæslustöð á samastað í húsinu til að sinna íbúum þess. Loks er gert ráð fyrir að rekin verði dagdeild fyrir um 15 til 20 alzheimer-sjúklinga, sem tekin verður í notkun í haust. Deildin verður aðskilin frá öðrum rekstri hússins, en íbúar fyrir utan deild- ina eru allir fullfærir um að bjarga sér sjálfir. Nú er búið að ráða í 15 stöðugildi en þau verða 40-50 talsins þegar starfsemin kemst á fullan skrið, þar af 8-10 stöðugildi á dagdeild. Forstöðumaður er Edda Hjaltested, hjúkrunarfræðingur, og ber hún höfuðábyrgð á öllum rekstri og þjónustu miðstöðvarinn- ar. „í þessu hverfi borgarinnar búa um 1.050 manns á aldrinum 67 ára og eldri og getur þetta fólk komið hingað og verið hér allan daginn. En fólk í öðrum hverfum borgarinnar er einnig velkomið á opnunartíma. Eldri borgarar eru mjög þakklátt fólk og yndislegt að vinna með þeim vegna jákvæðn- innar og þess hversu mjög þeir meta það sem fyrir þá er gert,“ segir Edda. „Markmiðið með starf- seminni er að sinna þeim sem komnir eru til ára sinna, tryggja að þeir hafi eitthvað fyrir stafni og sitji ekki eingöngu heima, held- ur fái andlega örvun og félagsskap þannig að ævikvöldið verði sem ánægjulegast. í gegnum árin hefur maður séð fólk í fullri vinnu láta af störfum án þess að hafa eitt- hvað til að brúa bilið sem myndast og það hrörnar hratt andlega og líkamlega af þeim sökum. Fyrir andlega heilbrigt fólk er erfítt að þurfa að yfirgefa vinnustað sinn sama dag og það fyllir sjötugt og því er starfsemi eins og hér fer fram ákaflega mikilvæg." Þórdís Asgeirsdóttir, deildar- stjóri í félagsstarfi, tekur í sama streng og segir að þegar hún kom til starfa í byijun mars hafi til- hlökkun íbúanna verið orðin mikil. „Við þurftum að klofa yfir stein- steypu, efni og verkfæri en fundum alltaf að fólkið fylgdist af áhuga með framkvæmdunum. Einhver kom til mín og kvaðst varla geta sofið fyrir opnunina, spenningur- inn væri svo mikill," segir Þórdís. Frá bænastund til sundferðar Hefðbundinn dagur felur í sér ýmsa valkosti, enda fer starfsemin fram á mörgum stöðum í húsinu. Þannig geta íbúar byijað daginn með bænastund og upplestri úr bókum, sem Edda segir að sé vin- sælt, eða sest niður með Morgun- blaðið og kaffi eða unnið í smiðju hússins. Einnig er stunduð leikfimi og danskennsla. Eftir hádegisverð- arhlé er t.d. boðið upp á hand- mennt, svo sem skrautmálun á gler og leðurvinnu, gönguferðir, heimsókn á sundstað eða söfn, fé- Hér mun gott félagslíf blómstra SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir flutti á Lindargötu 59 í byijun desember og kveðst hafa verið mjög ánægð til þessa. Viðbrigðin hafí verið nokkur en öll til bóta. „Það er aldrei úr of mörgu að velja en það er ágætt ef valið er fjölbreytt, því þá getur maður gert til skiptis það sem hugurinn gim- ist. Maður verður aldrei leiður því aðrir kostir bjóðast. Mér finnst sú þjónusta að hafa vakt hér allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, alveg frábær og hún veitir ríka öryggistilfinningu. íbúðimar eru vemdaðar og þó að ég hafí ekki verið neitt sérstaklega óörugg þar sem ég bjó áður er ekki hægt að líkja því saman að að búa í húsi eins og þessu héma og íbúð úti í bæ.“ Aðspurð um hvemig henni líki að vera flutt upp á níundu hæð í fjölbýlishúsi segir Sigríður að henni líki það afskaplega vel og hafi hún raunar óskað eftir íbúð í þessari hæð til að njóta útsýnisins til fulls. „Ég sé Esjuna, Skarðs- heiðina, Akranes og Snæfellsjökul í góðu veðri og yfír dijúgan hluta af Reykjavík," segir hún. Sigríður segir að hún hafi ekki notfært sér alla þá þjónustu sem boðið er upp á, því svo stutt er síðan starfsemin hófst, en hún komi til að nýta sér hana eftir því sem þörf krefur. Eins og í einbýlishúsi „Það er ekki meira en svo að fólk sé búið að átta sig á hvað er á boðstólum í félags- og þjónustu- miðstöðinni og það er annað mál að mér leið líka ljómandi vel áður en hún hóf starfsemi og mér hefur ekki leiðst einn einasta dag. Mér hefur fundist eins og ég væri í ein- býlishúsi og hef engar aðfinnslur enda flest óaðfinnanlegt. Áður en miðstöðin kom til sög- unnar hélt fólk sig þó kannski meira inni en það gerir nú, en eftir að hún komst í gagnið held ég að enginn muni einangra sig enda opn- unin verið mikið til- hlökkunarefni flestra ef ekki alla,“ segir Sig- ríður. „Á hveijum degi hafa verið stigin ný framfaraskref, sem er ánægjulegt að sjá, og ekki hægt að lofa það nóg að vera í húsnæði af þessum toga. Öllu er vel fyrir komið og möguleikamir margir, salimir eru t.d. svo stórir að fólk getur komið hingað hvað- anæva að til að blanda geði og skemmta sér. Það er alveg hreint stórkostlegt fyrir okkur að fá eina stóra félagsmiðstöð í borginni sem gæti þjónað sem höfuðstöð hinna stöðvanna, enda stærsta og nú- tímalegasta miðstöð sinnar teg- undar í borginni og hér á án efa eftir að blómstra gott félagslíf," segir Sigríður. Eins og á þriggja stjörnu hóteli Kristinn Guðmundsson lega, en einnig haft augastað á starfsem- inni í smiðju hússins. „Mér líkar alveg prýðilega hérna og hefði í raun og veru ekki trúað að þetta væri svona fínt,“ segir Kristinn. „Ég hef ekki verið gripinn þeirri tilfinn- ingu að hér sé stofn- anabragur eða að um öldrunarheimili sé að ræða, það er ekki til, og spila aðbúnaðurinn og viðtökurnar þar stórt hlutverk. Hér er hrein og falleg vinna á öllu og húsakynnin glæsileg án þess að nokkurs staðar sé KRISTINN Guðmundsson starfaði í 51 ár hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur en hefur nú látið af störfum og fékk úthlutað íbúð á Lindar- götu 66 um miðjan janúar sl. Hann sækir félags- og þjónustum- iðstöðina yfirleitt heim daglega, hefur stundað dansinn óspart og meðal annars verið í danstímum hjá Sigvalda sem kennir þar reglu- óhóf. íbúarnir og gest- ir eru ólíkir eins og við er að bú- ast. Einn og einn er svartsýnn en þá sem hættir til að einangra sig höfum við unnið með því að tala við þá af gæsku og kurteisi, dansa og drífa þá með í hópinn. Fólk fer að halda sér til Fólk upplífgast og fer að halda sér til og hafa gaman af þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.