Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1994 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Hjólreiðar og öryggi EÐLILEGT er að með vorkomunni sé fjallað nokkuð um hjó- leiðar og ýmislegt sem að þeim lýtur en þá taka margir fram hjól- in úr geymslunni. Reiðhjól hefur marga kosti sem far- artæki. Það er ódýrt í rekstri, hjólreiðar eru góð heilsurækt og þar að auki mengar það ekki. En hjólreiðum fylgir ákveðin hætta. Gera þarf greinarmun á hvort hjólið er notað sem leiktæki, íþrótta- tæki eða fyrst og fremst sem samgöngutæki. Vegna mismunandi notkunar er oft hætt við að hjólreiðamaðurinn blandi saman markmiðum og fari því síð- ur nægilega vel eftir reglum í umferð. Búnaður reiðhjóla Við-val á reiðhjóli vill oft bera við að keypt séu hjól langt frá Fjölskyldu- dagurí Garðinum DAGUR fjölskyldunnar verður hald- inn hátíðlegur í Garði, sunnudaginn 15. maí nk. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur í tilefni af Ári fjölskyld- unnar 1994. Fjölskyldumessa verður kl. 11 í Útskálakirkju sem sr. Hjört- ur Magni Jóhannsson sér um. Vorhá- tíð Gerðaskóla hefst kl. 15 með íþróttum og leikjum. Flugdreka- keppni verður og hlutavelta. Kaffí og vöfflur verða til sölu á vægu verði. Guðmundur Þorsteinsson ♦ ♦ ♦ ■ LIKNARFELA GIÐ Konan heldur sinn árlega aðalfund miðviku- daginn 18. maí, kl. 18 í Lækjar- brekku (uppi). Líknarfélagið rekur áfangaheimilið Dyngjuna en það er heimili fyrir stúlkur/konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð en þurfa á áframhaldandi stuðningi að halda. ■ GRIKKLANDS VINAFÉLA G- IÐ Hellas boðar til umræðufundar í Kornhlöðunni við Bankastræti fímmtudaginn 12. maí kl. 20.30 und- ir yfírskriftinni Grikkland og grann- ríkin. Málshefjendur verða þeir Kristján Árnason, formaður félags- ins og Dagur Þorleifsson, sagn- fræðingur og blaðamaður, og munu þeir leitast við að gera grein fyrir stöðu Grikklands gagnvart grann- ríkjum sínum fyrr og nú, einkum þó með tilliti til hins uggvænlega ástands á Balkanskaga um þessar mundir og umdeildrar afstöðu Grikkja í þeim efnum. Fundurinn er öllum opinn. ■ KVIKMYNDAKLÚBBUR Akraness hefur hafíð starfsemi sína og verður fyrsta sýning á vegum klúbbsins í kvöld, miðvikudaginn 11. maí, kl. 9. Sýnd verður ítaiska spennumyndin Flótti sakleysingj- ans. I myndinni segir frá ungum dreng sem verður vitni að því þegar fjölskylda hans er myrt. Á flóttanum undan morðingjunum kemst hann að ýmsu um ijölskyldu sína. Mark- mið Kvikmyndaklúbbs Akraness (KVIKA) er að fá metnaðarfullar og listrænar kvikmyndir til sýningar. Hægt er að kaupa klúbbskírteini á 100 kr. í miðasölu Bíóhallarinnar á miðvikudagskvöldið sem og á öðrum sýningum. Gegn framvísun skírteinis fæst aðgöngumiðinn á sérstöku klúbbverði. Skilyrði er að félagar klúbbsins séu fæddir 1978 eða fyrr og séu því á 16. ári. hæfi hverju sinni. Fyr- ir 10-13 ára böm eru 3ja til 5 gíra reiðhjól mjög heppileg til al- mennra nota. Þau þurfa að vera með góðum hemlum og af réttri stærð. í lok janúar sl. kom út ný reglugerð um búnað reiðhjóla sem ætluð em til almennra nota í umferð. Meðal nýmæla er lögð áhersla á að hjólið sjá- ist sem best og skal það nú búið rauðu þrí- hliða glitmerki að aft- an og hvítu að framan. Glitmerki skal einnig vera í teinum hjólsins. Þrátt fýrir þessi glitmerki er skylt að nota ljós, bæði að aft- an og framan, þegar hjólað er í myrkri eða skertu skyggni. Þegar nýtt hjól er keypt gildir sú regla frá og með 1. janúar 1995 að reiðhjól skuli hafa a.m.k. tvo sjálfstæða hemla. Þá skulu reiðhjól búin keðjuhlíf til að draga út þeirri hættu að fatnaður festist í drifbúnaði reiðhjólsins. Meðal nýmæla hérlendis er að ef reiðhjól er ætlað til þess að reiða barn sem farþega skal hjólið búið viður- kenndum stól og með hlíf fyrir fætur farþegans. Hjálmanotkun Á sl. tveimur árum hefur Um- ferðarráð lagt sérstaka áherslu á notkun hjálma við hjólreiðar. Með notkun hjálms má draga úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum um allt að 80%. Höfuðáverkar eru mjög algengir meðal barna og geta valdið mjög alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumli. Verð á hjálmum hefur verið nokkuð stöðugt síðustu þijú árin og er hægt að fá þokkalegan hjálm fyrir u.þ.b. 2.500 til 3.500 kr. Með Umferðarráð hefur lagt áherslu á notkun hjálma við hjólreiðar segir Guð- mundur Þorsteinsson, sem staðhæfir að reið- hjólið hafa marga kosti sem farartæki. sameiginlegu átaki foreldra, for- eldrafélaga, skóla, ýmissa klúbba og fyrirtækja má ná góðum árangri í almennri notkun hjálma. Til þess að efla enn frekár hjálma- notkun ættu fullorðnir einnig að nota þessi ágætu öryggistæki sem hjálmar eru. Sama gildir í hesta- mennsku, vetraríþróttum o.fl. Til að stuðla að viðvarandi notkun hjálma þarf fræðsla uni gildi þeirra og rétta notkun að vera fyrir hendi. Sölumenn, hjólaverslanir, Umferðarráð, lögregla, Slysa- varnafélag íslands o.fl. geta veitt aðstoð í því efni. Aðstoð foreldra Það er mikilvægt að foreldrar fari út með börnin og séu með þeim þegar þau hjóla og kenni þeim jafnframt umferðarreglurn- ar. Þegar þau eru nógu gömul til að hjóla í umferðinni, við 9-10 ára aldur, er mikilvægt að hvetja þau til þess að virða umferðarreglur og líta á reiðhjólið sem farartæki, en ekki eingöngu sem leikfang. Samgöngutæki Reiðhjólið hefur ekki vegið þungt hér á landi sem samgöngu- tæki. Það hefur oft gleymst í skipulagningu samgangna að taka tillit til þess. Merkingar á stofn- stígum þurfa að vera fyrir hendi og taka þarf upp ákveðnari stefnu við frágang í gatnakerfi er varðar aðstöðu hjólreiðafólks, ferðamenn meðtaldir. Með auknu úrvali aukabúnaðar við hjólreiðar og sérstaks fatnaðar má sjá fyrir aukna notun reiðhjóls- ins og því skylt að taka tillit til þess við ákvarðanatöku í skipulagi umferðaraðstöðu hjólreiðafólks. Höfundur er námsstjóri umferðarfræðslu. Atriði sem skylt er að hafa á hjólinu. Hemlar, lás, bjalla, framljós/afturljós, þríhliða glitmerki - rautt að aftan, hvítt að framan - teinaglit, glitaugu á fótstigum og keðjuhlíf. Önnur atriði sem þurfa að vera í lagi. Hjólið hentar ökumanni, hæð stýris, hæð hnakks, loft í dekkjum, fram- hjól og afturhjól. SUMARAÆTLUN M/S HERJOLFS Gildir frá 6. maí til 4. sept. 1994. Frá Vestmannaeyjum Alla daga 08.15 Föstudaga og sunnudaga 15.30 Auk þess á fimmtudögum í júní og júlí 15.30 Frá Þorlákshöfn 12.00 19.00 19.00 ATH.: Allar seinni ferðir eru kl. 19.00 frá Þorlákshöfn. Ferðir skipsins falla niður 22. maí (hvítasunnudag) og 5. júní (sjómannadag). A öðrum í hvítasunnu verða tvær ferðir eins og á sunnudögum. Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júií til 1. ágúst vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Herjólfur hf. Sími 98-12800, myndsendir 98-12991 Vestmannaeyjum. Félagsvist í Glæsibæ á uppstigningardag kl. 15. Húsið opnar kl. 14:30. Reykjavíkurlistinn verður með félagsvist í Danshúsinu í Glæsibæ, fimmtudaginn 12. maí kl. 15:00. Glæsilegir vinningar: Ferðir með Flugleiðum til London og fleiri góðir vinningar Sigrún Magnúsdóttir efsti maður Reykjavíkurlistans flytur stutt ávarp. Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða á staðnum. Allir velkomnir, kaffiveitingar, aðgangur ókeypis. REYKj&YIKUR LISTINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.