Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARIMAR 28. MAÍ Homafjörður hínn nýi Í KOMANDI sveit- arstjómarkosningum munu kjósendur á Hornafirði velja sér fulltrúa í nýju samein- uðu sveitarfélagi, með tæglega 2.200 íbúa. Á síðustu tveim kjörtímabilum hafa sjálfstæðismenn og framboð óháðra á Höfn, Krían, verið í meirihlutasamstarfi á Höfn en í hinum sveit- arfélögunum voru óhlutbundnar kosning- ar. Þessar aðstæður munu setja mark sitt á umræðuna í kosninga- baráttunni nú og snúast eðlilega að miklum hluta um störf meirihlut- ans á Höfn. í þessum skrifum ætla ég að gera hafnarmál sérstaklega að umræðuefni. Hafnarmál Því verður ekki á móti mælt að mikill árangur hefur náðst í að bæta innsiglinguna og Homarfjarð- arhöfn. Sömuleiðis hefur öll þjón- usta við sjófarendur sem leið eiga um Hornafjörð verið aukin og bætt. Máli mínu til stuðnings vil ég nefna sem dæmi: - Víðtækar rannsóknir á öllum aðstæðum við Hornafjörð, sem eru bæði erfiðar og sí- breytilegar. - Sjóvamargarður á Suðurfjömm og í ár heíjast framkvæmdir við garð á Austurijör- utanga. - Nýr og glæsilegur lóðsbátur, Björn lóðs, var byggður og jafn- framt hannaður sem dráttar- og björgunarskip.. Tilkoma þessa skips var mikið hagsmunamál fyrir starfsmenn hafnarinnar og ekki síður til að auka öryggi sjó- farenda almennt um Hornaijörð. - Veðurathugunarstöð hefur verið sett upp á Suðurfjörum og upp- lýsingakerfi þar sem sjófarendur geta fengið vitneskju um sjó- og veðurlag í Osnum. Unnið er enn- frekar að því að gera þessa þjón- ustu betri og aðgengilegri. - Allt land sem tilheyrir hafnar- svæðinu hefur verið keypt svo sem Mikley, Lambhellir og Aust- ur- og Suðuríjörutangar. Þetta gefur möguleika á að endurskoða allar hugmyndir um uppbyggingu hafnarmannvirkja og nýtingu á öllu hafnarsvæðinu. - Með útsjónarsemi og dugnaði hefur innsiglingin og höfnin verið dýpkuð þannig að stærri skip komast um svæðið en áður til dæmis fleiri loðnuskip sem er mikið hagsmunamál. Sömuleiðis eykur þetta öryggi allra sjófar- enda. Mörkuð hefur verið sú stefna að öll innsiglingin verði yfir sjö metra djúp og unnið er samkvæmt því. - Smábátahöfnin hefur verið stækkuð. - Ný 18 metra tölvuvigt var tekin í notkun á kjörtímabilinu. Fleira mætti tína til og ég full- yrði að þessi mikli árangur hefði aldrei náðst, nema vegna tilkomu mikillar vinnu margra aðila sem tókst að virkja og vekja áhuga hjá. Jafnframt var samstarf heima- manna, þingmanna, ráðherra og Mikill árangur hefur náðst í að bæta innsigl- inguna og Hornafjarð- arhöfn, segir Albert Eymundsson og telur það árangur af vinnu margra aðila. ráðuneyta og starfsmanna Hafnar- málastofnunar í þessum málum með miklum ágætum. Á næstunni þarf að ljúka við líkanatilraunir hjá Hafnarmálastofnun og í framhaldi af því byggingu sjóvamargarðs á Austurfjörum. Eftir þetta stórátak við innsiglinguna þarf að huga bet- ur að uppbyggingu og endurbótum á aðstöðunni innan hafnarinnar. Alþjóðleg ráðstefna í framhaldi af þessum mikla áhuga á Homafirði og vegna þeirr- ar athygli og kynningar á aðstæð- um hér hefur verið skipulögð alþjóð- leg ráðstefna í júní á Höfn um Albert Eymundsson meðal annars hafnir við sandstrend- ur o.fl. Þar verða fyrirlesarar og fræðimenn víða úr heiminum og bera saman bækur sínar. Þessa ráðstefnu ætti áhugafólk um þessi málefni ekki að láta framhjá sér fara. Sambærileg ráðstefna var haldin á Höfn 1990 og var undan- fari mikilla rannsókna sem vitnað er til hér að framan. Vönduð vinnubrögð Ég tek þennan málaflokk hér sérstaklega fyrir vegna þess að fyr- ir síðustu kosningar var bæjar- stjórnarmeirihlutinn á Höfn gagn- rýndur fyrir slæleg vinnubrögð í þessum efnum. Meirihlutinn lét samt ekki slá sig út af laginu í hita kosninganna og árangurinn sýnir og sannar að vönduð og fagleg vinnubrögð hafa skilað meiri og betri árangri en nokkur átti von á. Það er ekki á neinn hallað þó ég nefni hér sérstaklega bæjarstjóra, sem jafnframt er hafnarstjóri, hafn- arnefnd og starfsmenn hafnarinnar þegar þakka skal þennan árangur. Freistandi væri að taka aðra málaflokka fyrir en það yrði of langt mál í einni blaðagrein og læt ég fólki eftir að dæma verk okkar í þessum efnum. Höfundur er forseti hæjurstjórnar á Höfn ogí 1. sæti á lista sjálfstæðismanna í sameinuðu sveitarfélagi, Hornafirði. Ingu Jónu-málið Tíu staðreyndir um leyndina KJÓSENDUR í Reykjavík vita nú að sjálfstæðismenn ætla ekki fyrir nokkum mun að birta vinnu- skjöl Ingu Jónu Þórð- ardóttur sem hún vann fyrir borgarstjóra. Vinna Ingu Jónu, sem er nú frambjóðandi í fjórða sæti á lista sjálf- stæðismanna, kostaði borgarbúa 2,4 millj- ónir. Ástæðan fyrir Jeyndinni er bara ein: Greinargerðir Ingu Jónu eru pólitískt sprengiefni. Það sann- ar samhengið sem nú er komið á daginn. Eftirfarandi staðreyndir í Ingu Jónu-málinu er ljósar: 1. Staðreynd: Inga Jóna Þórðar- dóttir er skilvirk og vinnur sína vinnu hvað sem segja má um póli- tík hennar. Málið snýst ekki um hvort Inga Jóna hafi unnið vel eða illa — heidur hvað hún, sem nú er komin í framboð, lagði til sem ráð- gjafi í vinnu hjá borg- arbúum öllum. 2. Staðreynd: Greinargerðir þær sem Inga Jóna vann fyrir borgarstjóra eru til. í viðtali við vikublaðið Eintak segir Inga Jóna að það sé „borgarstjóra að meta“ hvort hann leggur greinargerðirn-' ar fram. 3. Staðreynd: Markús Örn Antonsson neitar að birta greinar- gerðir Ingu Jónu. Hann segir þó í Morgun- blaðsgrein að hún hafi reglulega lagt fram „minnisblöð og greinargerðir" sem hann hafi í sinni vörslu. 4. Staðreynd: Inga Jóna var ráð- in til Markúsar Arnar sem ráðgjafi borgarstjóra í upphafi árs 1992. Einmitt um þær mundir, 16. janú- ar, lýsti Markús Öm yfir í viðtali við Morgunblaðið: „Stórfelld einka- væðing á döfinni hjá Reykjavíkur- borg.“ Sigrún Magnúsdóttir 5. Staðreynd: Meðal þess sem borgarstjóri hafði í hyggju að einka- væða voru: SVR, Hitaveitan og Rafveitan, Pípugerðin og Malbikun- arstöðin. I sjónvarpsviðtali tók hann í sama streng. 6. Staðreynd: Þetta ár, 1992, er Inga Jóna að störfum fyrir Markús Öm sem sérlegur ráðgjafí. 7. Staðreynd: í árslok, þegar Inga Jóna hefur skilað „minnisblöð- um og greinargerðum" reglulega til Markúsar Amar heldur Sjálf- stæðisflokkurinn borgarmálaráð- stefnu. Þar er samþykkt: „... að Staðreyndin um Ingu Jónu-málið sýnir sam- hengi, að mati Sigrún- ar Magnúsdóttur, sem gerir skýrsluna að póli- tísku sprengiefni. einkavæðing borgarfyrirtækja í samkeppni hafí forgang en einnig er hægt að einkavæða ýmsan þjón- usturekstur borgarinnar sem ekki er í beinni samkeppni við einkaaðila á markaðnum". 8. Staðreynd: Nýjasti borgar- stjóri Reykvíkinga, Árni Sigfússon, var borgarfulltrúi á þessum tíma og tók þátt í samþykkt borgarmála- ráðs sem enn stendur óhögguð. 9. Staðreynd: Árni Sigfússon neitar að leggja fram greinargerðir Ingu Jónu, en leggur þess í stað fram minnispunkta frá Markúsi Emi um hvað Inga Jóna hafi sagt. Þar kemur ekki í eitt einasta skipti fram orðið einkavæðing. 10. Staðreynd: Inga Jóna Þórð- ardóttir var sérstaklega kölluð af forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka þátt í prófkjöri flokksins þegar Katrín Fjeldsted gafst upp á and- stöðu flokksins í borginni við mjúku málin. Hún fékk sína upphefð áður en Markús Örn sá að staðan var vonlaus. Árni Sigfússon var þá kall- aður til að fela flokkinn bak við nýja glansmynd. Samhengið í leyndinni Þessar staðreyndir skýra sam- hengið í leyndinni sem hvílir yfir stefnumálum sem Inga Jóna Þórð- ardóttir var ráðin til að vinna fyrir einkavæðingarsinnann Markús Öm. Þau minnisblöð og greinar- gerðir urðu grunnurinn að sam- þykkt Sjálfstæðisflokksins í borgar- málaráði um víðtæka einkavæðingu — jafnvel fyrirtækja sem ekki em í samkeppni. Síðan er íiðið eitt og hálft ár. Á þeim tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni hrunið. Samhengið er ljóst. Stað- reyndirnar í Ingu Jónu-málinu tala sínu máli. Þær era pólitískt sprengi- efni sem munu rústa síðasta vígi hins fallna meirihluta. Ef þær birt- ast. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 1. sæti R-listans. Leiðrétt- ing á nafna- brengli „í MORGUNBLAÐINU í gær er fyrirspum til Reykjavíkurlistans frá Ástvaldi Magnúsi undir heitinu „Hver er maðurinn?" Hann vísar þar til auglýsingar til stuðnings Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóraefnis Reykjavíkurlist- ans, þar sem því gullna tækifæri, sem gefst til að breyta um stjórnar- hætti í borginni í vor, er fagnað. Okkur stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans berast hundruð óska frá Reykvíkingum um að fá að rita nafn sitt undir slíkajfirlýs- ingu. Ein þeirra var frá Ástvaldi Guðmundssyni, Mýrarseli 9 í Reykjavík. Þann 23. apríl sl. vildi svo illa til að föðurnafn hans mis- ritaðist í stuðningsyfirlýsingunni. Mikil vinna er lögð í að hafa öll nöfn rétt í þessum auglýsingum, en hér er því miður um mannleg mistök að ræða og era þeir nafnar báðir beðnir velvirðingar á þeim mistökum. Nafn Ástvalds Guð- mundssonar verður birt í næstu stuðningsyfirlýsingu. “ Hildur Kjartansdóttir, stuðningsmaður Reykjavíkurlistans. JónLArnason stórmeistari Jóhann Hjartarson stórmeistari Helgi Olafsson stórmeistari Margeir Pétursson stórmeistari Karl Þorsteins alþjóðlegur skákmeistari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.