Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sé ekki langt undan. Guð geymi þig, kæri vinur. Elsku Jóhanna, dætur, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, ég og Bogga vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk. Kristinn Skúlason. Það er löng leið frá íslandi til himnaríkis segir í Gullna hliðinu eft- ir Davíð Stefánsson. Vinur okkar hann ívar er lagður af stað í þessa löngu ferð, ferð sem við öll förum fyrr eða síðar. Við, vinir hans ívars, settumst niður og hugðumst setja eitthvað á biað til að minnast hans. Hvernig byijum við? Hvað segjum við? Það er svo margt. Munið þið t.d. þegar ... og áður en við vitum sitjum við og skellihlæjum að prakkarastrikum og strákapörum sem einkenndu vinahópinn. ívar var fullur lífsgleði og hafði einstakt lag á fólki. Hann gat komið öllum til að gráta af hlátri. Traust bros, hlátur, hlýja ásamt stórlega ýktum gamansögum voru hans ein- kenni. Eins og sjómaður reiðir sig á björgunarbát á neyðarstundu gátum við vinir hans reitt okkur á hann, hann var alltaf til þegar við þörfnuð- umst hans. Við vinimir eignuðumst |var snemma á lífsleiðinni. Eins og ívar var vanur að segja: „Við erum búnir að vera vinir síðan við vorum að kasta gijóti hver í annan.“ Við vorum eins og heimaalningar heima hjá Arnóri og Betsy foreldurm ívars en óhætt er að segja að við höfum átt tvenna foreldra sem voru boðnir og búnir að gera allt fyrir ungana sína. ívar var brautryðjandi okkar í mörgu, t.d. varð hann fyrstur af okkur til að eignast bíl, fyrstur til að eignast bam, fyrstur til að eign- ast íbúð, fyrstur til að gifta sig og nú fyrstur til að kveðja þetta verald- lega líf. Söknuður og eftirsjá okkar er mikil, mörg tár hafa runnið niður vanga okkar og margar spurningar hafa vaknað í hugum okkar. En, kæri Guð. Af hveiju ívar? Þessari spumingu verður líklega aldrei svar- að, en ætli þá hafi ekki vantað gleði- gjafa þarna upp. Gleðigjafa eins og Ivar, sem fýllt hafði hjörtu_ okkar vinanna og nú er tími fyrir ívar að gleðja aðra en okkur. Stundimar með ívari vom margar en samt of fáar, tárin em mörg en samt of fá, við vinimir eram margir en samt einum of fáir. Minningin um ívar mun lifa í hugum okkar allra. Við þökkum fyrir samfýlgdina og kynnin, elsku drengurinn okkar. Við sendum Jóhönnu og börnun- um, Silju, Katrínu, Evu Karen og öllum þeim sem stóðu ívari nærri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum að Guð varðveiti ykkur í sorg ykkar. Þó að kali heitur kver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsénda-Rósa) Orri, Geimý, Rúnar, Kol- brún, Davið, Hulda, Sigur- bjöm, Kristinn og Vilborg. Þegar mér barst sú harmafregn að ívar vinur minn hefði látist af slysfömm 30. apríl sl. varð mér hugsað: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Eg átti því láni að fagna að fá að kynnast þessum góða dreng og þeim sem að honum standa fyrir all mörgum árum og alltaf var sama glaðværðin og röggsemin í návist hans. Hann sást ekki alltaf fyrir ef hann gat gert öðrum greiða og þjón- ustulipurð hans var einstök. Ungri fjölskyldu hans er mikill harmur að fráfalli hans. Ég og fjölskylda mín vottum konu hans og börnum, for- eldram og systkinum dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Lárus Ragnarsson. Okkur setti hljóð er við fréttum að vinir okkar, Arnór og Betsy, _hefðu misst son sinn ívar af slysför- um. Þetta var eins og endurtekning frá því fyrir hálfu öðru ári, þegar okkur barst sú fregn að tvítugur frændi okkar hefði farist í flugslysi. Það eru varla til orð er lýsa þeirri tilfínningu sem kemur yfir mann þegar fréttir sem þessar era fyrir mann bomar. Maður er oft að velta fyrir sér hver sé tilgangur þessa lífs. Var það tilviljun að ívar var staddur uppi við Skjaldbreið þegar útlendingur sem hafði orðið viðskila við stóran hóp manna biður um aðstoð þeirra sem fyrir voru og að ívar skyldi verða sá sem fer með honum á sleðanum? Hver veit. Kannski var röðin komin að þeim þó manni fínnist það til- gangslítið og harðneskjulegt að ívar, þessi ungi hæfileikamikli og vel gerði piltur, giftur ungri og fallegri konu og faðir þriggja ungra dætra, sé hrifsaður úr faðmi ástvina sinna sem bundu svo miklar vonir við bjarta framtíð með honum. Við hjónin urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast þeim sómahjónum Arnóri og Betsy, og bömum þeirra, ívari, tvíburabróður hans Páli og Ágústi. Þá voru þeir bara þrír, bræðurnir. Síðar kom sól- argeislinn þeirra allra, Elísabet. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Ítalíu- hópurinn hittist í hinum árlegu sum- arferðum, sérstaklega fyrstu árin þegar börnin voru ennþá ung. Ivar og Palli voru uppáhald okkar að öll- um öðram ólöstuðum og glaðlyndi þeirra og prakkaraháttur heillaði okkur. Lengi vel var gert grín að okkur hjónum fyrir að þekkja þá ekki í sundur. En við höfðum lúmsk- an grun um að þeim hafi ekkert leiðst það enda notfærðu þeir sér það ef stríðnispúkinn kom upp í þeim. Þegar talað var um Ivar var Páll oftast nefndur líka því þeir bræður vora mjög samrýndir. Það hefur verið erfítt fyrir Pál, meira en nokkurn getur grunað, að sitja hjá bróður sínum og bíða eftir að leggja hann í hendur almættinu. Elsku vinir, við vottum ykkur öll- um okkar dýpstu samúð og ekki síst Jóhönnu og dætranum ungu. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Sigríður og Lárus. Þú, faðir lífs og ljóssins á jörðu, lifandi máttur kærleikans. Þú mannslíf beitir mild’ og hörðu miðað við þarfir sérhvers manns. Þú, veist hvað okkur er fyrir bestu, okkur í skóla reynslunnar léstu. (Ingþór Sigurbjömsson) Söknuður fyrir hjarta, sársaukinn allt að því óbærilegur. Vinur okkar ívar er dáinn. Hversu sárt er að trúa því að við öll sem ívar þekktum eig- um ekki aftur eftir að hitta hann í lifanda lífi. ívar var mörgum kostum búinn, alltaf léttur í lund og vildi allt fyrir alla gera, enda vinahópur- inn stór. Það era margir sem syrgja ívar í dag, því hann var sannur vin- ur vina sinna. ívar var stoltur af dætrum sínum þremur, enda börnin falleg og öllum þeim kostum búin, sem faðir getur verið stoltur af. Á heimili ívars og Jóhönnu Steinsdóttur ríkti mikill kærleikur og það stóð alltaf opið öllum þeirra vinum. Þær eru margar minningarnar um ánægjulegar stundir á heimili þeirra. Elsku Jóhanna, ykkar missir er mikill, okkar orð eru svo fátækleg gagnvart sorg ykkar. Það er huggun harmi gegn að þið eigið góða að, sem munu hugsa vel um ykkur í framtíðinni. Það skarð sem ívar skil- ur eftir verður aldrei fyllt, en minn- ingarnar eru margar og munu þær ætíð lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þú gafst oss fagran geisla á veginn gleðjandi hvem sem þar af naut. En lífsins tíma lína var dregin, lög, sem enginn máttur braut. Hver bára lífsins lýtur því vaidi, lögmál oss hulið skilningsins tjaldi. (I.S.) Við biðjum algóðan guð að hugga og styrkja Jóhönnu, Katrínu, Evu Karen og Silju í þeirra miklu sorg, einnig foreldra, systkini og alla aðra aðstandendur. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Edda Lövdal og fjölskulda, Hrafnhildur Arnardóttir og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja vin minn ívar Arnórsson sem lést á sviplegan hátt laugardaginn 30. apríl sl. Ég kynntist ívari og konu hans Jóhönnu á Spáni 1987, en þau hjón- in voru þar í brúðkaupsferð. Með þeim var Páll tvíburabróðir ívars og nokkrir vinir. Fljótlega í ferðinni tókst mikill vinskapur milli okkar sem hefur haldist æ síðan og vorum við megnið af ferðinni saman. Ég minnist þess oft hve erfítt ég átti í fyrstu með að þekkja ívar og Pál í sundur. Ég skildi ekkert í því hvernig Jóhanna gat vitað hvor væri hver er þeir voru hálfir á kafi í sjónum, en hún synti alltaf til síns heitt elskaða. ívar var mjög mannblendinn og léttur í lund. Hann átti mjög auð- velt með að kynnast fólki. Ekki man ég eftir því samkvæmi eða boði sem ívar var í að eitthvað yrði vandræða- legt eða fátt um spjall. Hann kom ætíð af stað skemmtilegum samræð- um þar sem slegið var á létta strengi. Ég hitti ívar síðast helgina fyrir páska, en þá kom ég í heimsókn til þeirra hjóna í stuttri ferð minni til Reykjavíkur. ívar hafði verið að skemmta sér með vinum kvöldið áður og þrátt fyrir slappleika lét hann það ekki á sig fá, rauk í að vaska upp og hella uppá. Hann spurði mig hvernig ég hefði það hvort ekki væri allt í lagi með mig og tilvonandi barn mitt. Hvort ég væri ekki hraust og liði vel. Þetta kom mér ekki á óvart því þetta var ívar, eins og honum einum var lag- ið. Alltaf hefur mér fundist hann vera umhyggjusamur og það skipti hann svo miklu máli að öllum liði vel og hefðu það gott. Er ívar kvaddi mig sagði hann: „Við sjáumst Hugrún og farðu vel með þig.“ Ekki datt mér í hug að ég myndi ekki hitta ívar aftur og aldrei hefur hvarflað annað að mér en að ívar yrði hress gamall maður með sína léttu lund og hefði ég svo gjarnan viljað vera nálægt honum í ellinni og hlusta á spaugilegar sögur. Ég sendi Jóhönnu og dætram þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur, einnig foreldram og systk- inum. Ég vildi svo gjarnan vera hjá ykkur á þessari sorgarstundu. Þið eigið hug minn allan. Ykkar vinkona. Hugrún Rúnarsdóttir. Aldrei mæst í síðasta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á. Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól er skín oss hér á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur fínnumst vér. Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja aftur heilsum vér þeim brátt. Hrellda sál það haf í minni harmakveðju stundum á: Aldrei mæst í síðsta sinni sannir Jesú vinir fá. (Þýð. Helgi Hálfdánarson) Þegar svipleg tíðindi þerast okkur er oft fyrsta hugsunin: Ég trúi þessu ekki. Þannig varð okkur innanbijósts þegar við fréttum að hann ívar, fé- lagi okkar í Junior Chamber Kópa- vogi, væri látinn. ívar var einstak- lega lífsglaður maður sem gott var að vera samvistum við og það er erfítt að kveðja slíkan félaga. Hans hlutverki hér á jörðu er lokið en honum hlýtur að vera ætlað annað og meira hlutverk þar sem við öll að lokum endum. Við sendum eiginkonu hans og dætram ásamt foreldrum og systk- inum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður guð vera ykkur styrkur í sorg ykkar. Félagar í Junior Chamber Kópa- MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 35 litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. úr glasfiber Með öllum búnaði 1/erð 6 metrakr. 24.450.■ 7metrakr.26.670.- 8 metra kr. 28.820.- TRANAVOC11 SÍMI 682850 FAX 682856 Granlandtday w í llorr$na hútinu fprðaktjnnin?ar - náttúrufar - $a?a - vriði o? ævintýraferðir Grænlensk-íslenska félagið Kalak mun, ásamt fyrirtækjum í ferða- þjónustu, standa fyrir Grænlandskynningu í Norræna húsinu á uppstigningardag, 12. maí 1994. Boðið verður upp á fjölbreytt dagskrá í sal en í anddyri munu ferðaþjónustuaðilar kynna ferðir og ferðamöguleika á Grænlandi og dreifa bæklingum. Ferðagetraun, þar sem í boði verða ferðavinningar til Grænlands, Sýning verður á selskinnspelsum og minjagripum frá Grænlandi. f gangi verða myndasýningar með nýlegum myndum ffá Grænlandi. Dagskrá: Kl. 13.00 Húsið opnað. Kl. 14.00 Grænlenskur kór syngur nokkur lög. Kl. 14.30 Guðmundur Ólafsson, fomleifaffæðingur: Forn bær í frera - sagt frá nýjum fomleifarannsóknum í Vestribyggð á Grænlandi. Kl. 15.00 Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur: Ferðast um Suður-Grænland - frásögn í máli og myndum. Kl. 15.30 Bjami Olesen, leiðsögumaður: Veiðiferðir á Suður-Grænlandi - sagt ífá sportveiðiferðum, stangveiði og skotveiði. Kl. 16.00 Ólafur Öm Haraldsson, landffæðingur: Skíðaleiðangur yfir Grænlandsjökul - ffásögn í máli og myndum. Kl. 16.30 Ingimundur Stefánsson, kvikmyndagerðarmaður: Fjallaleiðangur í Stáningsölpum - stærsti þjóðgarður í heimi. Kl. 17.00 Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisffæðingur: Ammassalik-svæðið - forvitnilegar ferðaslóðir. Kl. 17.30 BenteEndresenffáGreenlandTourism: Kynningá Ferðamála- ráði Grænlands og þróun í uppbyggingu ferðamála á Grænlandi. flllir velkomnir - Kaffitgrian opin - Ókpypii aðyanyur Stjórn Grænlensk-íslenska félagsins Kalak. TILKYNNING Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar getur tekið að sér að leika á dansleikjum. Hljómsveitin er þannig skipuð: Guðjón Matthíasson, harmónika og söngur, Jón Möller, píanó, Erlingur Einarsson, trommur og Björn Erlingsson, bassa. Sími 23629.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.