Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNAR
MAGNÚSSON
tRagnar Magn-
ússon var fædd-
ur í Reykjavík 22.
september 1920.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 3.
maí 1994. Foreldr-
ar hans voru Magn-
ús Theodór Bene-
diktsson og Björg
Guðmundsdóttir og
áttu þau fjögur
börn fyrir: Jón,
Magnús Björgvin,
Sigurstein og
Svövu. Fyrri kona
Ragnars var Elín
Sessejja Guðmundsdóttir (f. 5.3.
1920, d. 14.9.1982). Börn þeirra
eru Gunnlaugur Óskar, Helga
Rósa og Ragnar. Seinni kona
Ragnars, Ingibjörg Margrét
Jónsdóttir (f. 3.6. 1923), lifir
mann sinn. Útför hans fer fram
frá Bústaðakirkju í dag.
í DAG er kvaddur hinstu kveðju
vinur okkar hjóna, Ragnar Magnús-
son forstjóri. Dauðinn kemur alltaf
á óvart; við eigum hans aldrei von,
síst til vina. Fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði fórum við Ragnar saman á
söngæfíngu hjá Gömlum Fóst-
bræðrum, sem hann hafði hlakkað
mjög til. Hann fór til að hitta vini
sína og söngbræður, syngja með
þeim og blanda við þá geði, en það
var hans líf og yndi. Það kom mér
á óvart þegar hann vék að því á
leiðinni þangað, að þetta gæti alveg
eins verið í síðasta sinn sem hann
yrði þessarar gleði að-
njótandi. Mér fannst
það fráleitt. Við eldri
kórfélagar áttum sam-
an mjög ánægjulega
kvöldstund. Ragnar
var ánægður á heim-
leiðinni, létt yfír honum
og bjart þegar við
kvöddumst við heimili
hans að æfingu lokinni.
Ragnar Magnússon
átti að baki langt og
farsælt söng- og fé-
lagsstarf með Karla-
kómum Fóstbræðmm.
Hann gekk í kórinn
árið 1955. Söngrödd hans var sterk
og blæfögur baritón-rödd, enda
söng hann ávallt I. bassa í kómum
og var ein af traustustu stoðum
þeirrar kórraddar á meðan hans
naut þar við.. Störf hans að félags-
málum kórsins vom ekki síðri. A
fyrri ámm starfaði hann í flestum
nefndum kórsins, en síðar var hann
kosinn í varastjóm hans og var
formaður Karlakórsins Fóstbræðra
á áranum 1968- 1970.
Ragnar var einn þeirra sem í
upphafí var valinn í hóp Fjórtán
Fóstbræðra árið 1964 og söng með
þeim þar til þeir hættu að syngja
saman að loknu löngu, öflugu og
afar skemmtilegu söngstarfi til fjár-
öflunar fyrir kórinn.
Að lokum skal það áréttað að
hann starfaði í félaginu Gamlir
Fóstbræður þar til yfír lauk, eins
og áður er nefnt, og naut þeirra
samfunda mjög.
t
Faðir okkar,
GUNNAR HJÁLMARSSON
skipstjóri,
Akralandi 3,
Reykjavik,
lést 9. þessa mánaðar.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Inga Birna Gunnarsdóttir,
María H. Gunnarsdóttir,
Gunnar Haukur Gunnarsson.
t Hjartkær móðir okkar, HREFNATYNES,
lést 10. maí. Ásta, Otto og Jón.
t
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
MARGRÉT J. LILLIENDAHL,
Birkivöllum 15,
Selfossi,
lést á Ljósheimum, Selfossi, 9. maí sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gústaf Lilliendahl, Anna María Lilliendahl.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ANDRÉSKONRÁÐSSON,
Skúlagötu 17,
Borgarnesi,
fer fram í Borgarneskirkju laugardaginn
14. maí kl. 10.30.
Jarðsungið verður frá Hólmavíkurkirkju
sama dag kl. 17.00.
Kristín Sigurðardóttir,
Sæunn Andrésdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Guðrún Andrésdóttir, Magnús Hallfreðsson,
Konráð Andrósson, Margrét Björnsdóttir,
Anna María Andrésdóttir, Aðalheiður G. Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
—— ......I ■■■■———
Ragnar lauk gagnfræðaprófi og
stundaði sjómennsku til 21 árs ald-
urs. Frá þeim tíma starfaði hann
við verslunarstörf og veitingarekst-
ur. Hann var forstjóri veitingahúss-
ins Röðuls í Reykjavík um árabil.
Ragnar var heimsmaður með fág-
aða framkomu. Hann hafði létta
lund og átti auðvelt með að um-
gangast fólk. Hann hafði óvenju-
lega ljúfa, frjóa og skemmtilega
frásagnargáfu og var gleðiauki öll-
um sem umgengust hann. Hann var
því réttur maður á réttum stað.
Það átti einnig við í Karlakómum
Fóstbræðmm, en þar bar fundum
okkar fyrst saman. Við urðum fljótt
hinir bestu kunningjar og síðar
tókst með okkur vinátta sem aldrei
bar skugga á.
Fátt sameinar menn og bindur
sterkari vináttuböndum en sú sam-
vinna og samstarf sem fram fer í
karlakómum. Sum verða sterkari
en önnur, eins og vill verða. Konur
Fóstbræðra hafa alltaf unnið mikið
starf fyrir kórinn. Elín Guðmunds-
dóttir, fyrri eiginkona Ragnars, og
kona mín urðu fljótlega miklar vin-
konur og urðu því samskipti okkar
og þeirra hjóna enn nánari. Heimili
þeirra var sannkallaður rausnar-
garður, enda bæði gestrisin og veit-
ul með afbrigðum.
Þar áttum við og fjölskylda okk-
ar margar góðar stundir og þá ekki
síður á fjölmörgum ferðalögum hér-
lendis og erlendis. Þær unaðsstund-
ir gleymast aldrei. En þessar góðu
samvemstundir okkar stóðu of
stutt, því Elín lést árið 1982. Hún
var höfðingskona og sannur vinur.
Við söknum hennar sárt.
Síðari kona Ragnars er Ingibjörg
Jónsdóttir, en hún hafði áður misst
mann sinn, Gunnlaug Ólafsson, bif-
reiðastjóra, sem lést langt um aldur
fram. Milli þessara tveggja heimila
var áratuga vinskapur og þær Elín
og Ingibjörg voru bestu vinkonur.
Það er flestum okkar minnisstætt
hvað Ingibjörg lét sér annt um Elínu
í erfíðum veikindum hennar og
dauðastríði.
Nokkrum árum síðar gengu þau
Ingibjörg og Ragnar í hjónaband,
sem var hið farsælasta. Áður fór
Ragnar að kenna hjartasjúkdóms
og gekkst undir aðgerð vegna þess.
Þá dapraðist sjón hans mjög í seinni
tíð. í veikindum Ragnars á liðnum
árum hefír Ingibjörg verið stoð
hans qg stytta og létt honum lífíð
með umhyggju og ástúð.
Eins og getið er um á undan
minningargreinum þessum eignað-
ist Ragnar þijú böm með fyrri konu
sinni. Öll vom börnin föður sínum
góð og hjálpleg, ekki síst í veikind-
um hans á undanförnum ámm. Þau
og makar þeirra vora honum afar
kær og þá ekki síður barnabörnin,
sem hann unni mjög og lét sér
annt um.
Góður drengur er genginn. Minn-
ingamar um góðan vin munu lifa
í huga okkar.
Frú Ingibjörgu, börnum Ragn-
ars, bamabörnum og öðmm að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Megi Guð gefa
ykkur styrk og æðraleysi og lýsa
ykkur veginn.
Þá skulu hér fluttar hugheilar
samúðarkveðjur frá Fóstbræðram.
Annie og Þorsteinn R. Helgason
Erfídnkl\jur
(iktsileg kaílí-
hlaðborð íallegir
stilir og mjög
góð þjónustiL
Uþplýsingar
ísúna22322
FLUGLEIÐIR
i>-imn>i/v iibb.l iiaii)
Ég vil hér fáum orðum minnast
vinar míns Ragnars Magnússonar.
Þótt aðeins séu liðin um tíu ár
frá því Ragnar og Ingibjörg móðir
mín, gengu í hjónaband eftir lát
fyrri maka sinna, hafa fjölskyldur
okkar þekkst í áratugi, því Ragnar
og Elín, fyrri kona hans, voru góð-
vinir foreldra minna. Samneyti fjöl-
skyldnanna var töluvert á tyllidög-
um, allt frá bamaafmælum til stór-
hátíða, um árafjöld, að ég tali nú
ekki um ferðalög.
Ég minnist því Ragnars frá
æskudögum mínum, minnist glað-
værðar hans og uppátækja, sem
heilluðu okkur strákana. í mínum
huga var hann fjölskylduvinur, sem
ætíð flutti með sér bros í húsið,
hafði óspart á takteinum gamán-
sögur og eftirhermur, og ekki síst
sanna góðvild og vináttu. Á margan
hátt vom þeir ótrúlega líkir vinirn-
ir Ragnar og pabbi, með þessa léttu
lund og bjartsýni, eins ólíkir menn
og þeir annars vom. Eitt af því sem
sameinaði þá vinina var óbilandi
áhugi á stangveiðum, og fóra þeir
marga veiðiferðina saman. Einmitt
núna fyrir fáum dögum var Ragnar
að segja mér gamlar veiðisögur,
lýsa fyrir mér aðstæðum og veiði-
brellum. Það lýsir honum vel að í
flestum frásögnum var það einhver
annars sem hafði fengið þann stóra
eða flesta fískana, en öll broslegu
eða klaufalegu atvikin höfðu hent
hann sjálfan. Ég er ekki viss um
að þetta hafi verið alveg rétt, en
svona fundust honum veiðisögurn-
ar bestar og skemmtilegastar til
frásagnar. Það var svo auðvelt að
hrífast með honum og taka undir
bros og hlátur, hvergi til kaldhæðni
né aðfínnsla í garð nokkurs manns.
Ragnar fór ekki margar veiðiferð-
irnar hin síðustu árin, eftir að sjón-
in fór að bila, en þó bar það við,
en ég veit hann saknaði þess að
geta ekki notið útivistar á árbakk-
anum með sama hætti og fyrr.
Hljómlist, og þá ekki síst söng-
ur, átti stóran þátt í lífi Ragnars,
og veit ég að aðrir munu geta
áhuga hans og starfa á þeim vett-
vangi. Fyrir mér var hann einlægur
en gagnrýninn aðdáandi fagurra
lista á mörgum sviðum, og naut
hann þess að hafa fagra og vel
unna hluti í kringum sig, einnig
eftir að hann var nær hættur að
geta notið þess að horfa á þá.
Ég og fjölskylda mín þökkum
fyrir það að hafa fengið að deila
dögum með Ragnari Magnússyni,
og sendum börnum hans, tengda-
börnum og barnabörnum, og þér,
elsku mamma, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnar hlýtur nú laun fyrir
sanna trú sína og bíður okkar með-
al vina sinna handan markanna.
Guð blessi minningu hans.
Grettir Gunnlaugsson.
Við minnumst afa okkar ekki
bara sem góðum afa, heldur líka
sem félaga og vinar.
Þó að það fyrsta sem kemur í
huga okkar þegar við minnumst
hans sé hversu glaður, skemmtileg-
ur og hress hann var, þá var hann
einnig mjög hjartahlýr, góður og
alltaf tilbúinn til að gefa góð ráð.
Hann hafði þann einstaka hæfí-
leika í öllum þeim vandamálum sem
upp komu að halda lífsgleðinni og
sjá ljósu punktana. Mest stendur
upp úr þegar sjón hans fór hrak-
andi og hann varð allt að því blind-
ur, hversu duglegur hann var að
lifa lífinu glaðlega.
Hann var vanur að taka gula
vagninn niður í miðbæ, til að fara
sinn daglega rúnt í gegnum bæinn.
Þá féllu nokkur vel valin orð um
borgarstjóra þegar upp voru settir
litlir grænir ljósastaurar í miðbæn-
um og sagði afi að það hefði alla-
vega mátt hafa staurana appelsínu-
gula. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi
um það hvemig afa tókst að sjá
ljósu punktana í öllu.
Eftir að Ella amma dó, giftist
afí yndislegri konu, sem við köllum
ömmu Maggý og hefur hún reynst
honum, sem okkur, mjög vel í gegn-
um árin og vottum við henni okkar
dýpstu samúð.
Hafðu þökk elsku afí.
Afabörn.
HARALDUR
GUNNLA UGSSON
+ Haraldur Gunn-
laugsson var
fæddur að Kolgili í
Víðidal 6. júlí 1908.
Hann lést I Land-
spítalanum 30.
apríl 1994. Foreldr-
ar hans voru Gunn-
laugur Daníelsson
og Ogn Auðbjörg
Grímsdóttir. Al-
systkini hans voru
Ingibjörg, f. 1902,
Kristín, f. 1903,
Björn, f. 1904, Sig-
ríður, f. 1906, og
Daníel Grímur, f.
1911. Þau eru öll látin. Ogn
Auðbjörg dó frá eiginmanni og
ungum börnum. Gunnlaugur
kvæntist aftur Sigrúnu Jóns-
dóttur og eignaðist með henni
þijú börn, Agnar, f. 1915, Ing-
var, f. 1917, báðir látnir, og
Ásu sem búsett er á Akranesi.
Utför Haralds verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag.
HALLI frændi, eins og ég kallaði
hann, fór ungur að heiman og vann
við hin ýmsu störf. Á stríðsárunum
fór hann til Ameríku og lærði þar
kvikmyndasýningarstjóm. Þegar
hann kom heim aftur hóf hann störf
hjá bögglapóstinum og starfaði þar
meðan vinnuþrek entist. Halli var
ógiftur og barnlaus og bjó lengi á
Grettisgötu 92 í Reykjavík þar sem
ég bjó einnig um tíma.
Halli var heimsborgari og ævin-
týramaður og sagði enginn eins
fyndnar og skemmtilegar sögur og
hann. Maður horfði agndofa á stórt
og mikið frímerkjasafn hans, kín-
verskat- korkmyndir, , handunnin
teppi frá Albaníu og
Afganistan, myndir frá
Júgóslavíu, Rússlandi,
Ungveijalandi og fleiri
löndum. Halli hafði
mikla ævintýraþrá og
ferðaðist um allan
heim. Ég á aldrei eftir
að gleyma sögum hans
um kónga, drottningar
og prinsessur. Á ferða-
lögum sínum kynntist
hann fjölda fólks sem
hann skrifaðist á við í
mörg ár.
Halli var einstak-
lega góður og gjaf-
mildur. Eftir að ég eignaðist fjöl-
skyldu sendi hann mér fullan poka
af ávöxtum og hangikjötslæri fyrir
hver jól. Dæmigert fyrir gjafmildi
Halla er að ég gaf honum peysu í
afmælisgjöf. Nokkram dögum síðar
hitti ég hann og spurði hvort peys-
an væri ekki góð. Jú, hann kvað
svo vera en sagðist ekki eiga hana
lengur, það hafði nefnilega komið
til hans maður sem átti enga peysu
svo hann gaf honum peysuna. Sér-
stakt yndi hafði Halli af því að fara
í réttirnar á Kolgili og hitta systk-
ini sín sem þar bjuggu. Halli var
mjög greindur maður, hann var
mjög reffilegur karl, virðulegur með
hatt og í mokkajakka.
Á skilnaðarstundu koma upp í
hugann ótal minningabrot. Ef efst
í huga mér era samverustundirnar
sem aldrei gleymast, hlý orð og
óskir á tímamótum, gamanyrði á
gleðistundum.
Guð blessi minningu Haraldar
Gunnlaugssonar.
Jón Albert.
-lij (ílOjCj figainbíiifio fttWE89(j fiþl