Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 45

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAI1994 BREF TIL BLAÐSINS STARFSMENN Sendibílastöðvarinnar Þrastar söfnuðu 200 þús- und krónum til styrktar Barnaspítala Hringsins. Hugleiðing um fréttamat fjölmiðla Frá Hilmari Vigfússyni: FYRIRTÆKI það sem ég vinn hjá og á hlut í varð 40 ára hinn 5. maí sl. í tilefni af þessum tímamótum ákváðum við í stjórn fyrirtækisins að safna peningum meðal starfs- manna og gefa þá Barnaspítala Hringsins. Við ákváðum fyrirfram að við skyldum safna kr. 200.000, sem tókst, þrátt fyrir mikla erfið- leika í okkar atvinnugrein, sendi- bílaakstrinum, en á síðastliðnum 6 árum hafa tekjur okkar dregist saman um ca. 50% á ársgrundvelli. Nú skyldi maður ætla að þetta væri gott mál og frekar uppbyggi- legt þjóðhagslega séð. Við höfðum samband við alla helstu fjölmiðla og spurðum frétta- menn á þeim hvort við gætum feng- ið birta þessa frétt. Okkur var tek- ið vægast sagt misjafnlega á þeim bæjum. Hjá Morgunblaðinu og Tím- anum var allt sjálfsagt, þeir sendu meira að segja ljósmyndara á stað- inn. Hjá Dagblaðinu voru svörin engin myndataka, birtum kannski fréttina stytta. Ekki sama Jón og séra Jón Svo kom 5. maí — engin frétt í Dagblaðinu um þessa gjöf — þá komum við að Sjónvarpinu og Stöð 2. Þar voru svörin svipuð, þetta væri frétt í lágmarki, þeir myndu koma ef þeir gætu það með góðu móti, en þeir komu ekki. Sá sem svaraði fyrir Sjónvarpið var Árni Þórður en fyrir Stöð 2 Sigmundur Ernir, þeir létu ekki sjá sig. Rás 1 og Bylgjan sögðu fréttina eins og beðið var um. Mér verður hugsað nokkrar vikur aftur í tímann er Hermann Gunn- arsson fór með nokkra bangsa í fylgd sjónvarpsfólks upp á Bama- spítala Hringsins í beinni útsend- ingu sjónvarpsþáttar sem hann stjórnar hjá Sjónvarpinu og gaf börnunum á deildinni, sjálfsagt keypt fyrir almannafé. í þessu sam- bandi dettur mér í hug máltækið „það er ekki sama Jón og séra Jón“. Það sem mér finnst sárgrætileg- ast við þetta er að þegar beðið er um að birta eitthvað jákvætt í helm- ingnum af áhrifamestu fjölmiðlum þá er skellt á mann dyrum en ef eitthvað neikvætt skeður, svo sem, árásir á fólk, nauðganir, eitthvað tengt fíkniefnum og s.frv. þá er það fréttaefni númer eitt. Ég var mjög sár og reiður að kvöldi 5. maí út af þessu máli gagn- vart áðurnefndum þremur fjölmiðl- um, því það er svo margt ómerki- legt sem þeir flytja manni daglega og á jafnvel ekkert erindi inn á heimili landsmanna. Þetta greinarkorn er skrifað í þeirri von að framvegis taki áður- nefndir fjölmiðlar betur á móti mönnum sem hafa eitthvað jákvætt fram að færa í þjóðfélaginu. HILMAR VIGFÚSSON, ritari í stjórn sendibílastöðvarinnar Þrastar hf., Reykjavík. Þorsteinn Gylfason Enn kom vor Ef magn væri meira en gæði þá mætti nú yrkja kvæði. Nú er"vetur úr bæ eins og vant er í maí og vorgyðjan svífur í bræði. Þorvaldur Halldórsson Gumit na upp goðri stémmningu Þœgilegt umhverfi - ögrandi vinningar! OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00 Nokkurorð um flórgoðann Frá Valtý Guðmundssyni: í MORGUNBLAÐINU 26. apríl rakst ég á stutta grein, er bar yfir- skriftina „Flórgoðanum hefur fækkað um 60 til 80% — og voru tilgreindar 3 ástæður varðandi þessa óheilla þróun; minkurinn, netalagnirnar og maðurinn á skurð- gröfunni — allt með þó nokkur sannleikskorn . í fari sínu, en þó gleymdist aðal bölvaldurinn, hett- umávurinn, enda slunginn við það í orðsins fyllstu merkingu, að villa á sér heimildir. Hettumávur aðal skaðvaldurinn Ég er fæddur og uppalinn svo að segja á bakka Miklavatns í Aðal- dal og hlýt að þekkja nokkuð vel til á þeim slóðum. Nálægt vatninu og sömuleiðis í því á þremur stöðum verpti mikið af flórgoða áður fyrr, en þegar hettumávurinn kom til sögunnar tók honum að fækka smátt og smátt. Tala þessara litlu matgogga var með ólíkindum á tímabili og sóttu þeir vítt til fanga, enda hæg heima- tökin í þessu tilfelli — varplöndin hin sömu í megin atriðum. Ungar sefandarinnar eru lítt færir um að bjarga sér, fyrstu dag- ana eftir tilkomu sína í þennan heim, hreiður þeirra vot og skríði þeir upp á bak mæðra sinna er það skammgóður vermir því matarþörf- in knýr á og þá sækja mæðurnar til fanga niður í djúpið, en litlu pollarnir sitja eftir á yfirborði þess — gersamlega varnarlausir. Við slíkar aðstæður hefi ég séð hettu- mávinn, hvað eftir annað, sporð- renna þeim í heilu lagi, án teljandi erfiðleika. Ég hélt nú reyndar lengi vel að þessir innflytjendur væru sauð- meinlausir, en það kom heldur bet- ur annað í ljós við nánari kynni, enda svo komið hin síðustu ár að flórgoðinn er gersamlega horfinn úr landareigninni, sést enginn ein- asti. Mjög líkt er ástandið með sund- hana og lóuþræl, máski líka stelk, jaðrakam, kríu og uslönd; kafand- ar- og gróandar-ungar of stórir fyrir þennan bíræða aðskotagest, sem hér að framan hefur verið drep- ið á. En það eru til fleiri vargar sem láta að sér kveða, þótt fuglafræð- ingar ýmsir telji að þeir bara „hreinsi til í vörpunum" — til feg- urðarauka skilst manni, já já, hinu og öðru má troða niður í askana“ — þegar svo ber undir, það vantar VALTÝR GUÐMUNDSSON, Aðaldal. Laugavtgi 45 - s. 21 255 Miðvikudagur: Opiðtil kl. 03 Sniglabandið Föstudagur 13. maí: Pláhnetan Laugardagur 14. maí: Landskeppnin í karaoke - úrslit Ath.: Fimmtudagur 19. maí: Hinn eini, sanni Hörður Torfa Opið í kvöld, föstudags- og laugardagskvöld Hijómsveitin Gleðigjafamir ásamt Andra Bachmann og Ellý Vilhjálms skemmta í kvöld Sími 686220

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.