Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Grissom til Keflavíkur Davíð Grissom, sem lék með úrvalsdeildariiði KR-inga í vetur, hefur ákveðið flytja sig um set og leika með Keflvikingum í úrvalsdeildinni næsta vetur. Frá þessu var endanlega gengið í gær- kvöldi. Grissom var einn stigahæsti og besti leikmaður KR-inga sl. vetur og er því mikill missir fyrir Vestur- bæjarliðið, sem Axel Nikulásson þjálfar. Grissom lék áður með UBK og Val. Hann er stór og sterkur leikmaður, góð skytta og á sjálfsagt eftir að styrkja leikmannahóp bik- armeistaranna verulega. Keflvík- ingar eiga einnig möguleika á að fá til sín erlendan leikmann því Grissom er orðinn íslenskur ríkis- borgari. HANDKNATTLEIKUR / ÞJALFARAR Viggó með Stjömuna og Eyjólfur ÍR Eyjólfur Viggó Sig- urðsson var í gær ráðinn þjálfari 1. deild- arliðs Stjöm- unnar í Garðabæ. Hann tekur við af Gunnari Einars- 'syni, sem stjórnaði liðinu síðustu tvö leik- tímabiL Eyjólf- ur Bragason tekur við IR-lið- inu af Brynjari Kvaran. Viggó, sem hefur áður þjálfað Hauka og FH auk unglingalandsliðs- ins, sagði að Stjaman væri það lið sem hann hafi haft mestan áhuga á að þjálfa. „Það er ákveðin hvatning fyrir mig að fara aftur að þjálfa eft- ir tveggja ára hvíld. Ég kem vonandi ferskur í slaginn. Það er mikið sem býr í Stjörnuliðinu," sagði Viggó. Ljóst er að Hafsteinn Bragason, hornamaður Stjömunnar, verður ekki með liðinu næsta vetur því hann er á leið til náms í Bandaríkjunum. Verið er að vinna í því að ganga frá leikmanna samningum við aðra leik- menn liðsins. Viggó bjóst ekki við að miklar breytingar yrðu á leik- mannahópnum frá því í vetur. Eýjólur Bragason sagði að það legðist vel í sig að taka við ÍR-lið- inu. „Þetta er ákveðin ögmn fyrir mig. Liðið hefur nú verið tvö ár í Viggó fyrstu deild og spuming hvort það nái að festa sig í sessi. Við ■þurfum að breikka leik- mannahópinn fyrir næsta vet- ur og emm að vinna í því þessa dagana,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að allir leik- mennirnir sem léku með liðinu sl. vetur yrðu áfram nema Branislav Dimitrivitch. Auk þess hafa ÍR-ingar fengið til liðs við sig Guðfinn Krist- mannsson frá IBV og Daða Hafþórs- son úr Fram, sem var kjörinn efnileg- asti leikmaður 2. deildar sl. keppnis- tímabil. Guðmundur Karlsson, sem þjálfaðl ÍH og kom liðinu upp í 1. deild í vetur, hefur verið orðaður sem næsti þjálfari FH-inga, en ekki var búið að ganga frá því í gærkvöldi. Hin fyrstu deildar félögin em búin að ganga frá sínum þjálfaramálum að mestu: Þorbjöm Jensson verður áfram með Val, Gunnar Gunnarsson áfram með Víking, Guðmundur Guð- mundsson með Aftureldingu og Ólaf- ur Lárasson með KR. Talið er næsta víst að Alfreð Gíslason verði áfram með KA og Jóhann Ingi Gunnarsson með Hauka. Enn er allt á huldu hver þjálfar HK og ÍH og eins Selfoss. Gelfl upp- Opna Landsbankamótið verður haldið á stigningardag, 12. maí að Húsatóftum. Leiknar verða 18 holur með/án forgjafar. Góð verðlaun. Skráning hefst miðvikudaginn 11. maí kl. 17 í síma 92-68720. Golfklúbbur Grindavíkur 21 GOLFARAR! Við bjóðum kylfinga velkomna til leiks í sumar á nýjum golfvelli áð Kiðjabergi í Grímsnesi. Félögum og fyrirtækjum er bent á góða aðstöðu til mótahalds m.a. rúmgóðan golfskála með veitingasölu, tjaldstæði og hreinlætisaðstöðu. Upplýsingar gefur Örn Isebarn, sími 31104. Davíð Grissom til liðs við bikarmeistara IBK. Eigandi Phoenix keypti oggaf 300 miða Frá Aslaugu Jónsdóttur í Phoenix Sætanýting á NBA-leikjum í vetur var 90.5% og var um aðsóknar- met að ræða, en athygli vakti s.l. sunnudag að ekki var uppselt á leik Hous- ton og Phoenix í ann- arri umferð úrslita- keppninnar og í gær vom um 3.000 miðar óseldir á annan leik liðanna, sem verður í nótt. Því ákvað eigandi Phoenix að kaupa 300 miða, sem íbúar Phoenix gátu unnið og verður flogið sérstaklega með þá heppnu í flugvél, sem Phoenix leigir vegna leiksins. Iþróttahöllin, sem Houston leikur í, tekur rúmlega 16.000 manns í sæti, en rúmlega 2.000 miðar vom óseldir á leikinn s.l. sunnudag og þykir það furðu sæta þar sem um KNATTSPYRNA úrslitakeppni er að ræða. Leikmenn Houston kvörtuðu yfir þessari lélegu mætingu og voru harðorðir í garð stuðningsmanna liðsins. Þá heyrðust einnig óánægjuraddir með að stuðn- ingsmenn á leiknum hefðu ekki sýnt stuðninginn í verki, en Phoenix sigr- aði með fjögurra stiga mun í æsi- spennandi leik. Þá þykir þetta enn undarlegra þar sem tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Charles Bar- kley og Hakeem Olajuwon, áttust við, en sá síðar nefndi var útnefndur besti varnarleikmaður ársins í fyrra- dag. Þess má geta að nánast vonlaust er að fá miða á úrslitaleiki annarra liða og íþróttahöll Phoenix Suns, sem tekur rúmlega 19.000 manns í sæti, er troðfull á hveijum leik. Skagamenn lögðu Keflvíkinga Islands- og bikarmeistarar Akraness tryggðu sér sigur í Litiu-bikarkeppn- inni með því að leggja Keflvíkinga að velli, 1:0, í Keflavík í gærkvöldi. Um 600 áhorfendur sáu leikinn, sem var fjörugur. Skagamenn skoruðu mark sitt undir lok fyrri hálfleiksins, en þá tók Alexander Högnason aukaspyrnu — knötturinn hafnaði í einum varnarmanni Keflvíkinga, breytti stefnu og hafnaði í netinu. í lokleiksins fékk Ragnar Margeirsson, sem kom inná sem varamaður, tvö gullin tækifæri til að jafna, en brást bogalistin. MANNVIRKI Yfirbyggður knattspyrnuvöllurfyrir 155 milljónir Skoðum þetta tilboð - segirÁrni Sigfússon borgarstjóri Sænska fyrirtækið Electrolux hefur gert Reykjavíkurborg tilboð um að reisa yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir um 155 millj- ónir króna. Einnig kemur til greina að leigja mannvirkið í 10 ár fyrir um 240 milljónir og er málið í at- hugun hjá borginni að sögn Árna Sigfússonar borgarstjóra. Tilboðið gerir ráð fyrir 80 x 112,5 m stórum velli og hefur gervigra- svöllurinn í Laugardal verið hafður til hliðsjónar. í kaupverðinu er gert ráð fyrir flutningi efnis, uppsetn- ingu yfirbyggingar með loftræst- ingu og virðisaukaskatti. Sé um leigu að ræða tekur sænska fyrir- tækið ábyrgð á viðhaldi, en kaup- andi greiðir tryggingar. Ámi sagði að með tilboðinu vakn- aði hugmynd um yfirbyggingu, sem sjálfsagt væri að kanna frekar án skuldbindinga. „Við viljum fara okkur hægt og skoða málið vel með jákvæðum hætti án þess að hafna því, en ég er reyndar hlynntari ís- lenskum byggingum og íslenskri hönnun." KNATTSPYRNA Slóvaki til Breiðabliks Breiðablik fær í dag til sín 23 ára gamlan framlínu- mann frá Slóvakíu til reynslu í vikutíma. Hann heitir Raspilav Lazorik og kemur frá FC Kosiee sem er frá samnefndri borg. Ef Breiðabliksmönnum lýst vel á leikmanninn mun hann leika með liðinu í 1. deild í sumar. URSLIT Knattspyrna Æfingalandsleikur Aþena: Grikkland - Kamerún...............0:3 - David Embe (26.), Stefan Tataw (47.), Paul Loga (70.). 8.000. ■Þáðar þjóðirnar taka þátt í HM í sumar. Grikkir léku mestan hluta leiksins með tíu leikmenn, þar sem fyrirliði þeirra Tasos Mitropoulos var rekinn af leikvelli fyrir að gefa Rigobert Song olnbogaskot á 37 mín. Alketas Panagoulias, þjálfari Grikklands, sagði að leikurinn hafi verið góð æfing fyr- ir leik þeirra gegn Nígeríu í HM. „Nígeríumenn eru jafnvel fljótari en Kamer- únmenn." Frakkland Undanúrslit í bikarkeppninni: Lens - Montpellier................0:2 - C. Sanchez (68.), Bruno Carotti (80.) Auxerre - Nantes..................1:0 Frank Verlaat (47.). ■Auxerre leikur í fyrsta skipti úrslitaleik ! bikarkeppninni síðan 1979. Sviss Oliver Neuville skoraði þrennu fyrir Ser- vette gegn Young Boys, 4:1, og þar með tryggði Servetta sér meistaratitilinn í Sviss í_sextánda skipti. Íshokkí NHL-deildin Undanúrslitakeppni Austurdeildar: New Jersey - Boston...............2:0 ■Eftir framl. New Jersey er 3-2 yfir. NY Rangers - Washington...........4:3 ■Rangers vann 4-1. Hjólreiðar Frakkinn Laurent Jalabert varð sigurvegari á sextándu keppnisleiðinni á Spánarmótinu, en hjólað var 148 km leið frá Santander til Covadonga í gær. Fyrst er það tími Jala- bert og síðan hvað hinir komu mörgum mín. eftir honum í mark: 1. Laurent Jalabert, Frakklandi....3:42.20 2. Roberto Torres, Spáni......... 9 3. Arunas Cepele, Litháen.......... 1.05 Staðan eftir sextán umferðir: 1. Rominger................72:55.24 2. Zarrabeitia................ 5.02 3. Pedro Delgado, Spáni.... 6.55 4. Alex Zuelle, Sviss......... 7.30 5. Rincon..................... 8.15 6. Luc Leblanc, Frakklandi. 9.47 7. Vicente Aparicio, Spáni. 10.49 8. Luis Perez, Spáni......... 11.21 9. Femando Escartin, Spáni. 13.19 10. Paolo Lanfranchi, Italíu. 13.45 GOLF Grafarholt opnað Grafarholtsvöllur verður opnaður á morgun með g;olfmóti og verður keppt um Arneson- skjöldinn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar, en ræst út frá kl. 09. Skrán- ing á skrifstofu GR. ■Vormót Hafnarfjarðar verður á laugar- og sunnudag á Keilisvellinum í Hafnarfirði. Keppnisfyrirkomulag er 36 holu höggleikur með og án forgjafar í karla og kvenna- flokki. Ræst verður út frá kl. 8. FELAGSLIF Afmæliskaffi Vals Afmælisdagur Knattspyrnufélags- ins Vals er í dag, 11. maí. í tilefni dagsins er opið hús milli kl. 17 og 19 í nýja félagsheimilinu að Hlíðarenda, þar sem boðið verður upp á kaffiveit- ingar. Ráðstefna ÍSÍ um kvennaknaftspyrnu Umbótanefnd ÍSÍ gengst fyrir ráð- stefnu um kvennaknattspyrnu á ís- landi í félagsheimili Víkings, Víkinni, laugardaginn 14. maí. Ráðstefna hefst kl. 13 og lýkur um kl. 15.30. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Brynja Guðjónsdóttir og Bryndís Valsdóttir flyta framsöguerindi, en að þeim lokn- um verða pallborðsumræður. Ráð- stefnan er öllum opin án endurgjalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.