Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 19

Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 19 Múslimar skjóta á Brcko Arás Serba á griðasvæði Túzla, Vín. Reuter. SERBAR skutu í gær i]órum öflug- um sprengjum á miðborg múslima- borgarinnar Túzla, sem er eitt af svokölluðum „griðasvæðum“ Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu. Daginn áður höfðu múslimar gert sprengju- vörpuárás á bæinn Brcko, sem er á yfirráðasvæði Serba, og óttast er að næsta orrustan í stríðinu verði um þann bæ. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að stjórnarher Bosníu væri með mikla liðsflutninga á mikilvægum þjóðvegi sunnan og suðvestan við Túzla. Ekki var vitað um mannfall í árásum Serba á borgina í gær. íbúar hennar voru um 85.000 fyrir stríð en undanfar- in misseri hafa streymt þangað tugþúsundir flóttamanna frá yfir- ráðasvæðum Serba. Múslimar skutu tíu sprengjum á Brcko og ein þeirra lenti á húsi fjölskyldu og varð þremur að bana, ungri konu, tveggja ára barni henn- ar og tengdaföður. Brcko er á mjórri landræmu sem tengir yfir- ráðasvæði Serba í Króatíu og Bosn- íu við Serbíu. Óttast er að mann- skæð átök blossi upp á landræm- unni freisti Serbar þess að stækka yfírráðasvæði sitt eða ef stjórnar- herinn reynir að ná því á sitt vald. Samningamenn Króata og músl- ima náðu í gær samkomulagi um mörk kantónanna í fyrirhuguðu sam- bandsríki þeirra í Bosníu. Samning- ur þeirra um sam- bandsríkið er háð- ur því að Bosníu- Sefbar láti hluta af yfirráðasvæð- um sínum af hendi. Utanríkisráð- herrar Bandaríkj- anna, Rússlands og nokkurra Evr- ópusambandsríkja koma saman í Genf á morgun, föstudag, en ekki er búist við mikl- um árangri af þeim fundi vegna ágreinings um hvernig standa eigi að friðarum- leitunum. Reuter Særður Serbi BOSNÍU-Serbar aðstoða mann sem særðist í sprengjuvörpuárás múslima á borgina Brcko í Bosníu í fyrradag. Þrír biðu bana í árásinni. Forsetakosningar í Þýskalandi Frjálslyndir eru ósammála Herzog Berlín. Morgunblaðið. SKOÐANIR Romans Herzogs for- setaframbjóðanda kristilegra demó- krata (CDU) á málefnum innflytj- enda í Þýskalandi hafa vakið hörð viðbrögð meðal fijálslyndra demó- krata (FDP) og því er talið ólíklegt að hann fái stuðning þeirra í kom- andi forsetakosningum. Það hefur verið þrætuepli sam- steypustjórnar kristilegra demó- krata og fijálslyndra hvort veita eigi þegnum annarra landa sem búsettir eru í Þýskalandi einnig þýsk borgararéttindi þannig að þeir hafi ríkisborgararéttindi í tveimur löndum samtímis. í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að fresta laga- setningu um málefni innflytjenda fram á næsta kjörtímabil. Roman Herzog, sem nú er for- seti þýska stjómlagadómstólsins, sagði í viðtali við timaritið Focus að sín skoðun væri sú að leyfa ætti tvöföld ríkisborgararéttindi aðeins í undantekningartilfellum og að þeir þegnar annarra landa sem í ákveðinn árafjölda hafa verið bú- settir í Þýskalandi ættu að fara til sinna heimkynna ef þeir gerðust ekki þýskir ríkisborgarar. Skoðanir fijálslyndra eru á öndverðum meiði og.úr xöðura þeirra hafa heyrst þber raddir að forsetaframbjóðendur ættu ekki að taka afstöðu til svo viðkvæmra mála. Margir úr flokki FDP lýstu því yfir á mánudag að frekar myndu þeir kjósa Johannes Rau, frambjóðanda Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), en Herzog ef svo færi að Hildegaard Hamm- Brucher, frambjóðandi þeirra, dragi sig í hlé. Samtök innflytjenda í Þýskaiandi hafa einnig lýst yfír óánægju með þessa skoðun Herzogs og félag Tyrkja í Berlín og Brandenburg hafa krafist þess að hann hætti við framboð. í Þýskalandi eru búsettar um það bil fimm milljónir innflytj- enda sem ekki hafa þýsk ríkisborg- araréttindi. Það getur ráðið úrslitum hvernig fijálslyndir veija atkvæði sínu í for- setakosningunum sem fram fara í Berlín 23. maí. í kjöri eru fjórir frambjóðendur en þar sém kosið er óbeinni kosningu af fulltrúm stjórn- málaflokkanna er sennilegt að ann- aðhvort Herzog eða Johannes Rau, forsætisráðherra í sambandsríkinu Norhrhein Westfalen, nái kjöri þar sem þeir eru fulltrúar stærstu stjórnmálaflokkanna. FLUGNAÐRA dönsku ofurhuganna Folkersens og Larsens. Tveir ofurhugar umhverfís hnöttinn á flugnöðru TVEIR danskir ofurhugar, Poul Folkersen og Ole Larsen, leggja í næsta mánuði upp í hnattferð á flugnöðru, smáflug- vél sem líkt hefur verið við skellinöðru með vængjum. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir viðkomu á Islandi. Folkersen, sem er 59 ára, og hinn 35 ára gamli Larsen hyggjast leggja upp í hnattferð- ina 25. júní frá Löngulínu í Kaupmannahöfn. Ráðgera þeir að hafa viðkomu á alls 90 stöð- um á 35.000 kílómetra leið sinni. Við mörg vandamál verð- ur að glíma. Leiðin frá Björg- vin til Islands í upphafi ferðar verður ein sú erfiðasta og má ekkert út af bera með veður. Sömuleiðis munu þeir ekki ná til strandar í Kanada fái þeir mótvind á leiðinni frá Græn- landi. Klettafjöllin í Bandaríkj- unum munu reyna á flugnöðr- una. Naðran kemst ekki hærra en 5.000 metra í loft upp og hætta er þar á ókyrrð sem kynni að binda enda á ferðalag- ið. Flugvélin flýgur á 120 km hraða og þar sem hún hefur takmarkaða drægni verða fjónsku flugkapparnir að senda hana með skipi yfir Kyrrahafið, væntanlega í ágúst. Gerir Fol- kersen ráð fyrir að halda upp á sextugsafmæli sitt á skipi milli Bandaríkjanna og Ástral- íu. Komist Danirnir á leiðar- enda í flugnöðrunni verða þeir fyrstir til þess að ljúka hnatt- flugi á svo fisléttri flugvél. Úkraína Krefjast kosninga á tilsett- um tíma Kíev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk Úkraínuforseti staðfesti í gær að hann ætlaði að fara formlega fram á það við þing- ið að forsetakosningum sem ráð- gerðar voru í næsta mánuði verði frestað. Helstu mótframbjóðendur Kravtsjúks reyndu í gær að króa hann af út í horni með því að krefj- ast þess að forsetakosningarnar færu fram á tilsettum tíma. Forset- inn vill hins vegar að landinu verði fyrst sett stjórnarskrá þar sem kveðið verði á um völd þjóðhöfð- ingjans. Oljóst þykir hvort Kravtsjúk takist að fá kosningunum frestað. í síðasta mánuði undirrituðu 120 þingmenn af 338 áskorun þess efnis en til þess að það næði fram að ganga þyrfti atkvæði 175 þing- manna. Kravtsjúk nýtur minnst fylgis þriggja forsetaframbjóðenda sam- kvæmt skoðanakönnunum. Leoníd Kútsjma fýrrum forsætisráðherra og ívan Pljúshtsj fráfarandi þing- forseti hafameirafylgi og hefur sá fyrmefndi forskot. STANGAVEIÐIMESSAIPERLUNN112.-15. MAI OPNUNARTIMI 12., 14. og 15. maífrá kl. 13.00-18.00. 13. maífrá kl. 16.00-21.00, nður DAGSKRA *■ Skemmtilegur ókeypis getraunaleikur fyrir alla fjölskylduna. Glæsileg veiðitjörn með torfu af löxum og þar af þremur 40 punda. Veiðileyfi seld á staðnum. * Sýnikennsla í einhendis og tvíhendis fluguköstum og lengdarköstum með spinnhjóli. * Orri Vigfússon er heiðursgestur sýningarinnar og mun stytta sú er Karl prins af Wales gaf Orra í heiðursskyni fyrir störf hans við vernd Atlantshafslaxins, vera til sýnis. ☆ Fluguhnýtingarmenn sýna listir sínar. ☆ Þekktir veiðimenn segja sögur af þeim stóru og hinu ótrúlega. ☆ Matvælafyrirtæki gefa smakk á nýstárlegum laxaréttum. ☆ Veiðimálastofnun með fróðleik. Kynning í máii og myndum á laxveiðiám og vötnum í fundarsal Perlunnar. ☆ Fimmtudagur kl. 16.30: Rafn Hafnfjörð segirfrá Laxá í Þingeyjarsýslu. ☆ Föstudagur kl. 20.30: Halldór Þórðarson og Ólafur Kr. Ólafsson segja frá Soginu. ■fr Laugardagur kl. 15.00: Steinar Friðgeirsson segirfrá Hítará. ☆ Laugardagur kl. 17.00: Ásgeir Heiðar segir frá Laxá í Kjós. ☆ Sunnudagur kl. 15.00: Sveinn Snæland segir frá Langá Fjallið. ☆ Stórkostleg sýning og fróðleikur fyrir veiðiáhugafólk á öllum aldri. is óReVP’ M594

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.