Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 19 Múslimar skjóta á Brcko Arás Serba á griðasvæði Túzla, Vín. Reuter. SERBAR skutu í gær i]órum öflug- um sprengjum á miðborg múslima- borgarinnar Túzla, sem er eitt af svokölluðum „griðasvæðum“ Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu. Daginn áður höfðu múslimar gert sprengju- vörpuárás á bæinn Brcko, sem er á yfirráðasvæði Serba, og óttast er að næsta orrustan í stríðinu verði um þann bæ. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að stjórnarher Bosníu væri með mikla liðsflutninga á mikilvægum þjóðvegi sunnan og suðvestan við Túzla. Ekki var vitað um mannfall í árásum Serba á borgina í gær. íbúar hennar voru um 85.000 fyrir stríð en undanfar- in misseri hafa streymt þangað tugþúsundir flóttamanna frá yfir- ráðasvæðum Serba. Múslimar skutu tíu sprengjum á Brcko og ein þeirra lenti á húsi fjölskyldu og varð þremur að bana, ungri konu, tveggja ára barni henn- ar og tengdaföður. Brcko er á mjórri landræmu sem tengir yfir- ráðasvæði Serba í Króatíu og Bosn- íu við Serbíu. Óttast er að mann- skæð átök blossi upp á landræm- unni freisti Serbar þess að stækka yfírráðasvæði sitt eða ef stjórnar- herinn reynir að ná því á sitt vald. Samningamenn Króata og músl- ima náðu í gær samkomulagi um mörk kantónanna í fyrirhuguðu sam- bandsríki þeirra í Bosníu. Samning- ur þeirra um sam- bandsríkið er háð- ur því að Bosníu- Sefbar láti hluta af yfirráðasvæð- um sínum af hendi. Utanríkisráð- herrar Bandaríkj- anna, Rússlands og nokkurra Evr- ópusambandsríkja koma saman í Genf á morgun, föstudag, en ekki er búist við mikl- um árangri af þeim fundi vegna ágreinings um hvernig standa eigi að friðarum- leitunum. Reuter Særður Serbi BOSNÍU-Serbar aðstoða mann sem særðist í sprengjuvörpuárás múslima á borgina Brcko í Bosníu í fyrradag. Þrír biðu bana í árásinni. Forsetakosningar í Þýskalandi Frjálslyndir eru ósammála Herzog Berlín. Morgunblaðið. SKOÐANIR Romans Herzogs for- setaframbjóðanda kristilegra demó- krata (CDU) á málefnum innflytj- enda í Þýskalandi hafa vakið hörð viðbrögð meðal fijálslyndra demó- krata (FDP) og því er talið ólíklegt að hann fái stuðning þeirra í kom- andi forsetakosningum. Það hefur verið þrætuepli sam- steypustjórnar kristilegra demó- krata og fijálslyndra hvort veita eigi þegnum annarra landa sem búsettir eru í Þýskalandi einnig þýsk borgararéttindi þannig að þeir hafi ríkisborgararéttindi í tveimur löndum samtímis. í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að fresta laga- setningu um málefni innflytjenda fram á næsta kjörtímabil. Roman Herzog, sem nú er for- seti þýska stjómlagadómstólsins, sagði í viðtali við timaritið Focus að sín skoðun væri sú að leyfa ætti tvöföld ríkisborgararéttindi aðeins í undantekningartilfellum og að þeir þegnar annarra landa sem í ákveðinn árafjölda hafa verið bú- settir í Þýskalandi ættu að fara til sinna heimkynna ef þeir gerðust ekki þýskir ríkisborgarar. Skoðanir fijálslyndra eru á öndverðum meiði og.úr xöðura þeirra hafa heyrst þber raddir að forsetaframbjóðendur ættu ekki að taka afstöðu til svo viðkvæmra mála. Margir úr flokki FDP lýstu því yfir á mánudag að frekar myndu þeir kjósa Johannes Rau, frambjóðanda Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), en Herzog ef svo færi að Hildegaard Hamm- Brucher, frambjóðandi þeirra, dragi sig í hlé. Samtök innflytjenda í Þýskaiandi hafa einnig lýst yfír óánægju með þessa skoðun Herzogs og félag Tyrkja í Berlín og Brandenburg hafa krafist þess að hann hætti við framboð. í Þýskalandi eru búsettar um það bil fimm milljónir innflytj- enda sem ekki hafa þýsk ríkisborg- araréttindi. Það getur ráðið úrslitum hvernig fijálslyndir veija atkvæði sínu í for- setakosningunum sem fram fara í Berlín 23. maí. í kjöri eru fjórir frambjóðendur en þar sém kosið er óbeinni kosningu af fulltrúm stjórn- málaflokkanna er sennilegt að ann- aðhvort Herzog eða Johannes Rau, forsætisráðherra í sambandsríkinu Norhrhein Westfalen, nái kjöri þar sem þeir eru fulltrúar stærstu stjórnmálaflokkanna. FLUGNAÐRA dönsku ofurhuganna Folkersens og Larsens. Tveir ofurhugar umhverfís hnöttinn á flugnöðru TVEIR danskir ofurhugar, Poul Folkersen og Ole Larsen, leggja í næsta mánuði upp í hnattferð á flugnöðru, smáflug- vél sem líkt hefur verið við skellinöðru með vængjum. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir viðkomu á Islandi. Folkersen, sem er 59 ára, og hinn 35 ára gamli Larsen hyggjast leggja upp í hnattferð- ina 25. júní frá Löngulínu í Kaupmannahöfn. Ráðgera þeir að hafa viðkomu á alls 90 stöð- um á 35.000 kílómetra leið sinni. Við mörg vandamál verð- ur að glíma. Leiðin frá Björg- vin til Islands í upphafi ferðar verður ein sú erfiðasta og má ekkert út af bera með veður. Sömuleiðis munu þeir ekki ná til strandar í Kanada fái þeir mótvind á leiðinni frá Græn- landi. Klettafjöllin í Bandaríkj- unum munu reyna á flugnöðr- una. Naðran kemst ekki hærra en 5.000 metra í loft upp og hætta er þar á ókyrrð sem kynni að binda enda á ferðalag- ið. Flugvélin flýgur á 120 km hraða og þar sem hún hefur takmarkaða drægni verða fjónsku flugkapparnir að senda hana með skipi yfir Kyrrahafið, væntanlega í ágúst. Gerir Fol- kersen ráð fyrir að halda upp á sextugsafmæli sitt á skipi milli Bandaríkjanna og Ástral- íu. Komist Danirnir á leiðar- enda í flugnöðrunni verða þeir fyrstir til þess að ljúka hnatt- flugi á svo fisléttri flugvél. Úkraína Krefjast kosninga á tilsett- um tíma Kíev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk Úkraínuforseti staðfesti í gær að hann ætlaði að fara formlega fram á það við þing- ið að forsetakosningum sem ráð- gerðar voru í næsta mánuði verði frestað. Helstu mótframbjóðendur Kravtsjúks reyndu í gær að króa hann af út í horni með því að krefj- ast þess að forsetakosningarnar færu fram á tilsettum tíma. Forset- inn vill hins vegar að landinu verði fyrst sett stjórnarskrá þar sem kveðið verði á um völd þjóðhöfð- ingjans. Oljóst þykir hvort Kravtsjúk takist að fá kosningunum frestað. í síðasta mánuði undirrituðu 120 þingmenn af 338 áskorun þess efnis en til þess að það næði fram að ganga þyrfti atkvæði 175 þing- manna. Kravtsjúk nýtur minnst fylgis þriggja forsetaframbjóðenda sam- kvæmt skoðanakönnunum. Leoníd Kútsjma fýrrum forsætisráðherra og ívan Pljúshtsj fráfarandi þing- forseti hafameirafylgi og hefur sá fyrmefndi forskot. STANGAVEIÐIMESSAIPERLUNN112.-15. MAI OPNUNARTIMI 12., 14. og 15. maífrá kl. 13.00-18.00. 13. maífrá kl. 16.00-21.00, nður DAGSKRA *■ Skemmtilegur ókeypis getraunaleikur fyrir alla fjölskylduna. Glæsileg veiðitjörn með torfu af löxum og þar af þremur 40 punda. Veiðileyfi seld á staðnum. * Sýnikennsla í einhendis og tvíhendis fluguköstum og lengdarköstum með spinnhjóli. * Orri Vigfússon er heiðursgestur sýningarinnar og mun stytta sú er Karl prins af Wales gaf Orra í heiðursskyni fyrir störf hans við vernd Atlantshafslaxins, vera til sýnis. ☆ Fluguhnýtingarmenn sýna listir sínar. ☆ Þekktir veiðimenn segja sögur af þeim stóru og hinu ótrúlega. ☆ Matvælafyrirtæki gefa smakk á nýstárlegum laxaréttum. ☆ Veiðimálastofnun með fróðleik. Kynning í máii og myndum á laxveiðiám og vötnum í fundarsal Perlunnar. ☆ Fimmtudagur kl. 16.30: Rafn Hafnfjörð segirfrá Laxá í Þingeyjarsýslu. ☆ Föstudagur kl. 20.30: Halldór Þórðarson og Ólafur Kr. Ólafsson segja frá Soginu. ■fr Laugardagur kl. 15.00: Steinar Friðgeirsson segirfrá Hítará. ☆ Laugardagur kl. 17.00: Ásgeir Heiðar segir frá Laxá í Kjós. ☆ Sunnudagur kl. 15.00: Sveinn Snæland segir frá Langá Fjallið. ☆ Stórkostleg sýning og fróðleikur fyrir veiðiáhugafólk á öllum aldri. is óReVP’ M594
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.