Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 21 LISTIR Hádegistónleikar í Norræna húsinu á laugardag Morgunblaðið/Ámi Sæberg SNORRI Sigfús Birgisson píanóleikari og Þórhallur Birgis- son fiðluleikari flytja tvö verk eftir Snorra á hádegistónleik- um í Norræna húsinu á laugardag. Frumflutn- ingur á Novelettu eftir Snorra Sigfús BRÆÐURNIR Snorri Sigfús og Þórhallur Birgissynir halda há- degistónleika í Norræna húsinu á laugardag. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12.30 og þeim lýkur um klukkan 13. Tvö verk eftir Snor- ra Sigfús verða flutt á tónleikun- um, Hymni fyrir píanó og Nove- lette fyrir fiðlu og píanó. Hymni var upphaflega samið fyrir strengjasveit og flutt þann- ig af Nýju strengjasveitinni árið 1982. Síðan hefur Snorri Sigfús gert fleiri útgáfur af verkinu, eina fyrir fiðlu og selló, eina fyrir fiðlu og svo þessa fyrir píanó sem flutt verður á laugar- dag. Snorri hefur einu sinni flutt þá útgáfu í Svíþjóð fyrir nokkr- um árum en hún hefur ekki heyrst hérlendis áður. Hymni er i 16 litlum köflum sem leiknir eru hver á eftir öðrum. Novelette, sem Snorri Sigfús lauk við síðasta haust, tileinkar hann bróður sínum, fiðluleik- aranum Þórhalli, og er um frum- flutning á verkinu að ræða á laugardag. Verkið er í einum kafla sem samsettur er úr nokkr- um smærri atriðum. Að sögn Snorra eru tónleik- arnir nokkurs konar liður í und- irbúningi upptöku geisladisks sem hann hyggst gefa út ein- hvem tíma á næstu misserum. A disknum verða verk eftir Snor- ra, m.a. kammerverk og sóló- verk. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á laugardag og standa í um hálfa klukkustund. Snorri segir að þeim Þórhalli hafi fundist þetta dálítið sniðugur tónleikatími vegna þess hve efnisskráin er stutt. „Okkur fannst hádegistón- leikar alveg upplagðir. Það er gott að vera í Norræna húsinu því kaffistofan er opin allan dag- inn og tónleikagestir geta því fengið sér hressingu annað hvort fyrir eða eftir tónleikana. Nú eða farið á bókasafnið eða skoðað myndir á veggjum. Und- anfarin ár hafa Háskólatónleik- ar verið í hádeginu á miðviku- dögum og hafa þeir gefist vel. Okkur langaði að prófa laug- ardagshádegi og gefa þannig tónleikagestum möguleika á að tengja tónleikana einhveiju öðru,“ sagði Snorri Sigfús. Fyrirlestur og tónleikar við Kali- forníuháskóla ÁHRIF þjóðlaga í verk- um íslenskra tónskálda var meðal efnis Úlfars Inga Haraldssonar í fyrirlestri um íslenska 20. aldar tónlist sem hann hólt í Kalifor- níuháskóla í San Diego fyrir skömmu. Fyrir- lesturinn var haldinn í samstarfi við íslenska tónverkamiðstöð og var útvarpað í nafni háskólans. Úlfar stundar fram- haldsnám í tónsmíðum og hljóðfæraleik við sama skóla. í fyrirlestr- inum tók hann einnig til einkenna stílræns plúralisma í tengslum við íslenskt tónlistarum- hverfi og þjóðfélag, sem og áhrif alþjóðlegra strauma í íslenskri tón- sköpun síðustu ára, og studdist við brot úr hljóðritunum verka frá ýmsum leiðandi íslenskum tón- skáldum. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við íslenska tónverka- miðstöð og var honum einnig út- varpað í útvarpi háskólans. Viku síðar voru síðari tónleikar með verkum Úlfars, þar sem flutt voru fjögur verk samin á tímabilinu 1988-94. Efnisskráin samanstóð af eftirtöldum ver\um: Hvarf mán- ans fyrir einleikskontrobassa, Þrír punktar fyrir píanó, kontrabassa, rafmangsbassa og slagverk, Þrjár Prelúdíur fyrir ein- leikspíanó og að síð- ustu Nálgun I, II og III fyrir trompet, klari- net, píanó, kontra- bassa og slagverk. Flytjendur á tónleikun- um ásamt höfundi voru hljóðfæraleikarar úr tónlistardeild há- skólans og úr tónlistar- lífi San Diego-borgar. Bæði fyrirlesturinn og tónleikamir voru haldnir í Mandeville Center sem eru höfuð- stöðvar tónlistaraka- demíunnar. í fréttatilkynningu segir: „Úlfar sem er að ljúka mast- ers-námi í tónsmíðum í vor hefur verið virkur þátttakandi í tónlistar- lífi háskólans og San Diego-borg- ar. Hann hefur m.a. leikið sem bassaleikari með ýmsum vel kunn- um bandarískum tónlistarmönnum, svo sem Harvey Sollberger, Bertr- am Turetzky og George Lewis. Úlfar er meðlimur í amerísk-mexík- önskum ljóðamúsikhóp er nefnist MAN-TE-KOSO og hefur leikið bæði í Kaliforníu og Mexíkó. Þess skal að lokum getið að í maí verð- ur frumflutt nýtt verk eftir Úlfar fyrir einleiksslagverk er ber heitið Grúppur og verður það flutt af hin- um þekkta bandaríska slagverks- leikara Steven Schick.“ Úlfar Ingi Haraldsson nýii/U iDinU ,01 01 .n^etongJ liðiskrrinivrnisf) ,0ö ■ í§i n lÆ ' ■ ■" .1 jl fi j:0: eSHb v Öl ; KHr i/ [t* k r ’ l i Jf : 1' i ;?f! W jf.í :ém.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.