Morgunblaðið - 12.05.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 12.05.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 21 LISTIR Hádegistónleikar í Norræna húsinu á laugardag Morgunblaðið/Ámi Sæberg SNORRI Sigfús Birgisson píanóleikari og Þórhallur Birgis- son fiðluleikari flytja tvö verk eftir Snorra á hádegistónleik- um í Norræna húsinu á laugardag. Frumflutn- ingur á Novelettu eftir Snorra Sigfús BRÆÐURNIR Snorri Sigfús og Þórhallur Birgissynir halda há- degistónleika í Norræna húsinu á laugardag. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12.30 og þeim lýkur um klukkan 13. Tvö verk eftir Snor- ra Sigfús verða flutt á tónleikun- um, Hymni fyrir píanó og Nove- lette fyrir fiðlu og píanó. Hymni var upphaflega samið fyrir strengjasveit og flutt þann- ig af Nýju strengjasveitinni árið 1982. Síðan hefur Snorri Sigfús gert fleiri útgáfur af verkinu, eina fyrir fiðlu og selló, eina fyrir fiðlu og svo þessa fyrir píanó sem flutt verður á laugar- dag. Snorri hefur einu sinni flutt þá útgáfu í Svíþjóð fyrir nokkr- um árum en hún hefur ekki heyrst hérlendis áður. Hymni er i 16 litlum köflum sem leiknir eru hver á eftir öðrum. Novelette, sem Snorri Sigfús lauk við síðasta haust, tileinkar hann bróður sínum, fiðluleik- aranum Þórhalli, og er um frum- flutning á verkinu að ræða á laugardag. Verkið er í einum kafla sem samsettur er úr nokkr- um smærri atriðum. Að sögn Snorra eru tónleik- arnir nokkurs konar liður í und- irbúningi upptöku geisladisks sem hann hyggst gefa út ein- hvem tíma á næstu misserum. A disknum verða verk eftir Snor- ra, m.a. kammerverk og sóló- verk. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á laugardag og standa í um hálfa klukkustund. Snorri segir að þeim Þórhalli hafi fundist þetta dálítið sniðugur tónleikatími vegna þess hve efnisskráin er stutt. „Okkur fannst hádegistón- leikar alveg upplagðir. Það er gott að vera í Norræna húsinu því kaffistofan er opin allan dag- inn og tónleikagestir geta því fengið sér hressingu annað hvort fyrir eða eftir tónleikana. Nú eða farið á bókasafnið eða skoðað myndir á veggjum. Und- anfarin ár hafa Háskólatónleik- ar verið í hádeginu á miðviku- dögum og hafa þeir gefist vel. Okkur langaði að prófa laug- ardagshádegi og gefa þannig tónleikagestum möguleika á að tengja tónleikana einhveiju öðru,“ sagði Snorri Sigfús. Fyrirlestur og tónleikar við Kali- forníuháskóla ÁHRIF þjóðlaga í verk- um íslenskra tónskálda var meðal efnis Úlfars Inga Haraldssonar í fyrirlestri um íslenska 20. aldar tónlist sem hann hólt í Kalifor- níuháskóla í San Diego fyrir skömmu. Fyrir- lesturinn var haldinn í samstarfi við íslenska tónverkamiðstöð og var útvarpað í nafni háskólans. Úlfar stundar fram- haldsnám í tónsmíðum og hljóðfæraleik við sama skóla. í fyrirlestr- inum tók hann einnig til einkenna stílræns plúralisma í tengslum við íslenskt tónlistarum- hverfi og þjóðfélag, sem og áhrif alþjóðlegra strauma í íslenskri tón- sköpun síðustu ára, og studdist við brot úr hljóðritunum verka frá ýmsum leiðandi íslenskum tón- skáldum. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við íslenska tónverka- miðstöð og var honum einnig út- varpað í útvarpi háskólans. Viku síðar voru síðari tónleikar með verkum Úlfars, þar sem flutt voru fjögur verk samin á tímabilinu 1988-94. Efnisskráin samanstóð af eftirtöldum ver\um: Hvarf mán- ans fyrir einleikskontrobassa, Þrír punktar fyrir píanó, kontrabassa, rafmangsbassa og slagverk, Þrjár Prelúdíur fyrir ein- leikspíanó og að síð- ustu Nálgun I, II og III fyrir trompet, klari- net, píanó, kontra- bassa og slagverk. Flytjendur á tónleikun- um ásamt höfundi voru hljóðfæraleikarar úr tónlistardeild há- skólans og úr tónlistar- lífi San Diego-borgar. Bæði fyrirlesturinn og tónleikamir voru haldnir í Mandeville Center sem eru höfuð- stöðvar tónlistaraka- demíunnar. í fréttatilkynningu segir: „Úlfar sem er að ljúka mast- ers-námi í tónsmíðum í vor hefur verið virkur þátttakandi í tónlistar- lífi háskólans og San Diego-borg- ar. Hann hefur m.a. leikið sem bassaleikari með ýmsum vel kunn- um bandarískum tónlistarmönnum, svo sem Harvey Sollberger, Bertr- am Turetzky og George Lewis. Úlfar er meðlimur í amerísk-mexík- önskum ljóðamúsikhóp er nefnist MAN-TE-KOSO og hefur leikið bæði í Kaliforníu og Mexíkó. Þess skal að lokum getið að í maí verð- ur frumflutt nýtt verk eftir Úlfar fyrir einleiksslagverk er ber heitið Grúppur og verður það flutt af hin- um þekkta bandaríska slagverks- leikara Steven Schick.“ Úlfar Ingi Haraldsson nýii/U iDinU ,01 01 .n^etongJ liðiskrrinivrnisf) ,0ö ■ í§i n lÆ ' ■ ■" .1 jl fi j:0: eSHb v Öl ; KHr i/ [t* k r ’ l i Jf : 1' i ;?f! W jf.í :ém.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.