Morgunblaðið - 12.05.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 39 '
MINNINGAR
KRISTÍN
SIG URÐARDÓTTIR
Kristín Sigurð-
ardóttir, Sörla-
skjóli 17, Reykja-
vík, var fædd í
Reykjavík 12. apríl
I 1907. Hún lést í
I Reykjavík 4. maí
1994. Foreldrar
Kristínar voru Sig-
urður Þorsteinsson
verslunarmaður og
Amalía Sigurðar-
dóttir húsmóðir.
Hún var elst
þriggja systkina,
hin voru Sverrir
lyfjafræðingur og
Þuríður Ragna húsmóðir, bæði
| látin. Kristín giftist Þorgrími
Kristinssyni bifreiðastjóra 12.
nóvember 1938. Hann lést fyrir
þrem árum. Þau eignuðust tvö
börn, Sigurð barnalækni og
Amaliu Rögnu hjúkrunarfræð-
ing. Sigurður er kvæntur Þor-
björgu Skarphéðinsdóttur og
eiga þau þrjú börn, Þorgerði
Elínu, Kristínu og Arna Grím.
Amalía Ragna er gift Halldóri
Tjörva Einarssyni kennara og
| eiga þau fimm börn, Kolbrúnu,
Hrafnhildi, Heiðu Björk, Þor-
grím Tjörva og Elías Tjörva.
útför Kristínar verður gerð frá
Neskirkju föstudaginn 13. maí.
Á ÆVISKEIÐI sínu átti Kristín
tengdamóðir mín að fagna góðri
heilsu þar til á síðastliðnu ári að
J alvarleg veikindi urðu til þess að
s hún var lögð á sjúkrahús. Þaðan
: átti hún ekki afturkvæmt á heimili
I sitt.
Kristín var Reykvíkingur í húð
og hár, fædd í Bankastræti en heim-
ili foreldra hennar var lengst af við
Laufásveginn. Hún átti til góðra
að telja, langafi hennar var Jón
Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs en
sem kunnugt er var hann einn
þeirra sem börðust hart fyrir sjálf-
I stæði lands og þjóðar.
Hún gekk í Miðbæjarbarnaskól-
I ann, Kvennaskólann í Reykjavík og
* síðar í hússtjórnarskóla í Dan-
mörku. Á æskuárunum tók hún átt
í kristilegu starfi KFUK og það var
mikill ljómi í huga hennar þegar
þetta æviskeið bar á góma. Valur
var íþróttafélagið hennar á þessum
árum og henni þótti vænt um þann
félagsskap. En það sem hæst bar
í námi og þroskaferli
hennar á æskuárum
var dvölin í Danmörku.
Móðir hennar var hálf-
dönsk og þannig lágu
rætur Kristínar með
vissum hætti í Dan-
mörku. Hún talaði
dönsku og las ávallt
mikið á því máli. Hún
var góðtemplari og
reyndist trú hugsjónum
þeirra alla tið og var
heiðursfélagi í þeim fé-
lagsskap.
Tengdamóðir mín
sýndi afkomendum sín-
um mikið kærleiksþel og gladdist
yfir þroska þeirra og árangri í námi
og starfí. Hún var mikil hannyrða-
kona og henni var ljúft að miðla
því til afkomenda sinna.
Samfylgd okkar Kristínar hefur
staðið í 27 ár og átti ég í henni
traustan og góðan vin. A'hátíðar-
stundum báru tengdaforeldrar mín-
ir birtu og yl á heimili okkar. Mér
eru minnisstæðar heimsóknir þeirra
þegar við dvöldumst með börnin
okkar erlendis. Þá þótti Kristínu
gaman að riíja upp dönskuna sína
í samræðum við verslunar- og þjón-
ustufólk. Nú þegar samfylgdinni er
lokið og Kristínar og Þorgríms er
ekki lengur von ríkir söknuður og
mikil eftirsjá í fjölskyldu minni.
Um árabil starfaði Kristín í versl-
un Haraldar Árnasonar við Austur-
stræti. Reykvíkingar á miðjum aldri
og eldri muna vel þessa verslun,
hún hafði á sér alþjóðlegan blæ og
húsbóndinn gerði miklar kröfur til
starfsmanna sinna. Kristínu var
ljúft að hugsa til þessara ára í
Haraldarbúð. í starfí á þeim stað
nutu sín vel prúðmennska hennar
og gáfur. Það'segir sína sögu um
hvern mann Kristín hafði að geyma
að kaupmaðurinn í Haraldarbúð
mat hana mikils. Eftir að Kristín
hætti verslunarstörfum sinnti hún
heimili sínu að þeirra tíðar hætti en
í mörg ár vann hún jafnframt við
fiskvinnslu. Hún studdi mann sinn
og börn til allra góðra verka. Þegar
hún nú er fallin frá er líf hennar
allt þakkarefni.
Ung að árum gekk hún í flokk
þar sem hún og jafnöldrur hennar
sungu Guði lof. Veri hún þeim góða
Guði falin.
Þorbjörg Skarphéðinsdóttir.
i
]
I
I
5
I
I
i
I
i
6rænland<dayur í norrgna hutinu
Ferðalojnnínfar - náttúrufar - <a?a - veiði o? ævintýraferðir
Grænlensk-íslenska félagið Kalak mun, ásamt fyrirtækjum í ferða-
þjónustu, standa fyrir Grænlandskynningu í Norræna húsinu á
uppstigningardag, 12. mai 1994.
Boðið verður upp á fjölbreytt dagskrá í sal en í anddyri munu
ferðaþjónustuaðilar kynna ferðir og ferðamöguleika á Grænlandi
og dreifa bæklingum.
Ferðagetraun, þar sem í boði verða ferðavinningar til Grænlands,
Sýning verður á selskinnspelsum og minjagripum frá Grænlandi.
f gangi verða myndasýningar með nýlegum myndum frá Grænlandi.
Dagskrá:
Kl. 13.00 Húsiðopnað.
Kl. 14.00 Grænlenskur kór syngur nokkur lög.
Kl. 14.30 Guðmundur Ólafsson, fomleifafræðingur: Forn bær í frera -
sagt frá nýjum fomleifarannsóknum í Vestribyggð á Grænlandi.
Kl. 15.00 Ingvi Þorsteinsson, náttúmfræðingur:
Ferðast um Suður-Grænland - frásögn í máli og myndum.
Kl. 15.30 Bjami Olesen, leiðsögumaður: Veiðiferðir á Suður-Grænlandi
- sagt frá sportveiðiferðum, stangveiði og skotveiði.
Kl. 16.00 Ólafur Öm Haraldsson, landfræðingur: Skíðaleiðangur
yfir Grænlandsjökul - frásögn í máli og myndum.
Kl. 16.30 Ingimundur Stefánsson, kvikmyndagerðarmaður:
Fjallaleiðangur í Stáningsölpum - stærsti þjóðgarður f heimi.
Kl. 17.00 Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur:
Ammassalik-svæðið - forvitnilegar ferðaslóðir.
Kl. 17.30 Bente Endresen frá Greenland Tourism: Kynning á Ferðamála-
ráði Grænlands og þróun í uppbyggingu ferðamála á Grænlandi.
flllir velkomnir - Kaffiterian opin - Ókeypit aðyanyur
Stjórn Grænlensk-íslenska félagsins Kalak.
Weetabix $
MORGNA
Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir
þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og
starfsgleði í erli dagsins.
ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU.
( EINNIG A SUNNUDÖGUM >
ÖRKIN1012-